Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 24.09.1981, Blaðsíða 14
VÍSIR Fimmtudagur 24. september 1981 . Johnson & Kaaber Stórhýsi O. Johnson & Kaaber hf. og Heimilistækja hf. vió Sætún. ,Eg hælli ekkl meðan ég má vlnna hér’ segír einn starfsmanna fyrirtækisins O. Johnson & Kaaber h.f. átti sjötiu og fimm ára afmæli i gær. Afmælisbarnið héit vinum og vanda- mönnum veislu mikla, eins og titt er um afmælis- börn, jafnvel þótt æviferillinn sé styttri en þrir ald- arfjórðungar. Veislan var haldin i Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveginn. Þar var mikill fjöldi manna samankominn, veitt var.af rausn og þar rikti gleði i svip manna. Fyrirtækið stolnuðu tveir ungir menn, 23. september árið 1906. Ölalur Johnson, 25 ára gamall kaupmannssonur i Heykjavik var annar þeirra, en hinn var Ludvig Kaaber, 27 ára gamall Dani, sem kom til lslands árið 1902. Báöir höfðu þeir þá þegar nokkra reynslu, Ólal'ur var skrií'stolu- stjóri hjá Edinborgarverslun en Ludvig vann hjá Ditlev Thomsen. Siminn skapaði grundvöllinn ,,Ég held að megi segja”, sagði Ölaíur Johnson forstjóri í'yrirtæk- isins og sonur stoínandans með sama nafni, ,,að þeirra hugmynd að stofnun islenskrar heildversl- unar byggðist aðallega á að Is- land var að fá simasamband við útlönd, sem þeir töldu að mundi breyta mörguhér. Fram að þeim tima versluðu kaupmenn hér nær eingöngu viö dönsk fyrirtæki.” Ungu mennirnir, sem þarna stofnuðu fyrirtæki, fóru fljótlega utan, til Bretlands, Þýskalands og viöar, að ieita sér umboða. Með þvi færðist verslunin frá Danmörku yfir i mörg lönd, og þessi hálfgerða einokun Dana féll um sjálfa sig. 1 upphafi var bækistöö fyrirtæk- isins i Lækjargötu 4, sem siðar varð þekkt fyrir aö hýsa Verslun Ingibjargar Johnson og núna er Hagkaup þar til húsa. Og viðskiptin döfnuðu í byrjun var flutt inn ýmis mat- vara. Um 1910-15 var einnig haf- inn útflutningur, einkum til Ameriku.á afurðum landbúnaöar og sjávarútvegs. Viöskiptin döfnuðu vel og árið 1924, stofnuðu þeir kaffibrennslu og 1932 kaffibætisverksmiðju. Árið 1935 var fyrirtækinu breytt ihlutafélag. Þá var Ludvig Kaab- er genginn út úr fyrirtækinu — hann varð bankastjóri Lands- bankans 1918 og seldi þá sinn hlut i fyrirtækinu - og Arent Claeásen gerðist meðeigandi. Nú eru eig- endur fyrirtækisins á þriðja tug manna. Ariö 1962 stofnuöu flestir eig- enda fyrirtækisins almennt fyrir- tæki, sem sérhæfði sig i raf- magnsvörum og heitir Heimilis- tæki h.f. Þrimöstruð skonnorta með kolavél Ýmsir aðrir þættir komu inn i reksturinn. Um tima var rekin lýsisbræðsla og á timabili hélt fyrirtækið úti eigin skipum. Stærsta skipið i eigu þess var keypt árið 1917, með Ólafi Dav- iðssyni útgerðarmanni i Hafnar- firði. Skipið var þrimöstruð skonnorta með kolakyntri hjálp- arvél og var um 1000 lestir að stærð. Þetta skip var upphaflega hannaö og smiöaö til að flytja efni i Brooklyn-brúna i New York. Nú starfa um 55 menn við fyrir- tækið og auk þess um 10 manns viö hvort fyrirtæki, kaffibrenhsl- una og kaffibætisverksmiðjuna. Kaffibætisverksmiðjan erað visu hætt að framleiða kaffibæti, en sneri sér i staðinn að framleiðslu umbúöa, bréfpoka og fleira af þvi tagi. 1 starfsmannaf jöldanum eru starfsmenn Heimilistækja ekki taldir með, enda er það sérstakt fyrirtæki. Gengið um sali Núna er fyrirtækið til húsa i eigin stórhýsi i Sætúni 8. Aöallega flytur O. Johnson & Kaaber h.f. inn matvörur, sem fluttar eru inn á lager. En auk þeirra annast fyr- irtækið innflutning á ýmsum öðr- um vörum, sem ekki eru eins áberandi i daglegu lifi allra landsmanna. Þar má nefna mikið af allskonar sjúkravörum, eink- um fyrir sjúkrahús og einnig má nefna nær alla öngla, sem inn eru fluttir, en fyrirtækið hefur umboð fyrir Mustad & sön i Noregi. Þegar ólafur ó. Johnson for- stjóri hefur kynnt okkur Visis- mönnum sögu fyrirtækisins, býð- ur hann okkur i skoðunarferð um húsakynnin. Fyrst förum við um söludeild, þar sem sjö sölumenn starfa i matvörudeild og þrir i umboðs- og lyfjavörudeild. Þeir vinna sig upp i fyrirtækinu Sölustjórinn i matvörunni heitir Ólafur Karlsson. Hann tekur af sér úrið og litur á bakiö á þvi og segir svo: ,,Ég hef byrjað 1951.” Hann byrjaði sem sendill, siðan varð hann aðstoðarmaður á vöru- bil, þá bilstjóri og næst sölumaður og er nú orðinn sölustjóri. Og svo hittum við Kristin Sim- onarson, sem byrjaði hjá fyrir- tækinu 24. mai 1930. Hann var þá 28 ára gamall, haföi verið sjó- maður og neyddist til að fara i land, vegna slyss. Hann byrjaði sem ökumaður á þrihjóla mótor- drifnu farartæki, sem var svo kraftlitið að það varð að fara krókaleiðir til að komast upp á Skólavöröuholt. Árið eftir varð hann bilstjóri á fyrsta yfirbyggða sendiferðabilnum, sem fyrirtækið eignaðist. Hann var með skrá- setningarnúmerið RE-807. Þegar við spurðum Kristin hvað hann ætlaði að halda lengi út i fyrirtækinu, yppti hann öxlum og svaraði: „Hver veit það?” Ætli við verðum þá ekki samferða Siðan skoöuöum við hverja déildina á fætur annarri i fylgd Ólafs. Við skiptumst á orðum við ýmsa starfsmenn og fundum út að það er góður andi meðal starfsfólksins. Margt hefur verið þar áratugum saman og fólk hef- ur unnið sig þar upp þrep af þrepi i betri stöður. Einn fullorðinn mann spurðum við hvort hann vildi ekki fara að hætta að vinna fyrir fyrirtækið. „Ekki meðan ég má vinna hér”, svaraði hann. — Heldurðu að þú verðir kannski rekinn? spuröum við til að kanna undirtektir viö spurn- ingunni. Hún varekki tekinalvar- lega, en Olafur heyrðist segja á lægri nótunum: „Ætli við verðum þá ekki samferða.” —SV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.