Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 3

Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 3
'l'tCii.v ié'-i . 3 - 'a*' * Í- *. - •> i. Föstudagur 16. október 1981 V/V-VmVW iV+ .% 4 . íi,. « VISIR 3 ■I I I I I I I I I I I I I I I I I I J I I 1 I I I I L Náms- oy kynnisferð dðmara til Kaup- manna- hafnar: tRáðuneytið öorgaði allan ferðakostnað Sjö dómarar og niu emhættlsmenn fengu fjögur Dúsunú krónur hver „Þetta olli engum töfum á störfum Borgardóms. Full- trúarnir voru allir að störfum i bæjarþinginu en dómararnir fengu leyfi Dómsmálaráðu- neytisins”, sagði Björn Ingvarsson yfirborgardómari er Visir spurði hann um tiu daga náms- og kynnisferð dómara i Borgardómi. Ferðin var farin um siðast- liðin mánaðamót á vegum Dómarafélags Islands. Héldu sjö dómarar úr Borgardómi, ásamt niu embættismönnum öðrum til Kaupmannahafnar. Til fararinnar hlutu þeir styrk frá Dómsmálaráðuneytinu sem næst 4000 krónum á mann. Að- eins tveir dómarar voru þvi starfandi i Borgardómi, meðan á ferðinni st>óð en yfirborgar- dómari var i sumarleyfi. Baldur Möller ráðuneytis- stjóri i Dómsmálaráðuneytinu sagði i viðtali við Visi að styrkur ráðuneytisins hefði numið ferðakostnaöi þátttakenda. Að- spurður um hvort venja væri að ráðuneytið veitti svo fjölmenn- um hóp ferðastyrk sagði hann að svipuð fyrirgreiðsla hefði verið veitt dómurum fyrir fjór- um árum. Þá hefðu þeir sótt Noreg heim i sama tilgangi. Þá tók Baldur i sama streng og yfirborgardómari varðandi hugsanlegar tafir á störfum Borgardóms vegna tiu daga fjarveru nær*allra dómaranna. Sagði hann að ferðin hefði verið farin ,,i upphafi vertiðar”, eða rétt eftir að réttarhléi lauk. Þvi hefðu ekki orðið neinar tafir af völdum ferðalagsins. —JSS Samnlngamál bankamanna: Launakrofur ræddar í dag? Tiðindalitið var á samninga- fundi sem haldinn var með bankamönnum og viösemjendum þeirra í gær. Enn er ekki farið að ræða launakröfur bankamanna en annar sáttafundur hafði verið boðaður I morgun. Að sögn Vilhelms G. Kristins- sonar starfsmanns Sambands is- lenskra bankamanna lágu engin tilboð fyrir á fundinum i gær, að hálfu samninganefndar bank- anna. Sagði Vilhelm að nefnd beggja aðila hefði unnið að sam- ræmingu á öðrum atriðum en beinum launakröfum. Væri búið aðsamræma sjónarmið i sumum, en önnur væru laus ennþá og ekk- ert hefði verið undirritað. Kvaðst Vilhelm vonast til að launa- kröfurnar yrðu teknar til umræðu á fundinum i dag. —JSS Kaupmáttur kauptaxta rýrnar um 1% á árinu pött peir hækki um 48% Þegar saman eru vegnir allir umsamdir kauptaxtar launþega i landinu er reiknað með að þeir hækki á þessu ári að jafnaði um 48%. Engu að síður mun kaup- máttur kauptaxtanna rýrna um 1%, þannig að taxtarnir hefðu þurft aðhækka um 50% til þess að kaupmáttur þeirra minnkaði ekki en stæði i staö. Nokkuð er misjafnt hvernig taxtakaupið endist launþega- hópunum á árinu. Kaupmáttur kauptaxta verkamanna og iðnaðarmanna heldur sér best og eykst raunar um 1.5%, en hrapar um 3% hjá verslunar- og skrif- stofumönnum og svo enn meira hjá opinberum starfsmönnum, eða um 3.5%. Hitt er svo annað mál að tekju- aukning umfram taxtahækkanir mun verða um 2% að meðaltali og þess vegna mun kaupmáttur ráðstöfunartekna aukast um litið l%,J)rátt fyrir allt. Þessi tekju- aukning stafar einfaldlega af meiri vinnu launþega á þessu ári en þvisiðasta, sem meðal annars muneigaræturað rekja til gósen- vertiðar viða á siðasta vetri. Þessar niðurstöður kjaraþró- unar á árinu eru byggðar á nýjum útreikningum Þjóðhagsstofnun- ar, sem Visir aflaði sér þar. HERB Ef svo fer fram sem horfir fá Akureyringar tvo nýja presta fyrir áramótin. Glerárpreslakall: Akureyringar lá 3ja prestinn Nýtt prestakall á Akureyri, Glerárprestakall, hefur nú verið auglýst til umsóknar. Það verður þriðja prestakallið á Akureyri og bætir úr brýnni þörf. íbúar á Akureyri eru nú um 13 þús. en samkvæmt lögum á hver prestur utan Reykjavikur að þjóna ekki fleiri en fjögur þúsund manns. Undir hið nýja prestakall fellur Lögmannshliðarsókn og Mið- garðasókn i Grimsey. Akur- eyrarprestakall er einnig laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út 14. nóv. Þess er þvi að vænta að Akureyringar muni fyrir jól hlýða messur hjá tveim- ur nýjum kennimönnum. —gb Lús iinnst á Akureyri „Hér er örugglega um smit að ræða sem borist hefur frá útlönd- um”, sagði Hilmir Jóhannsson, héraðslæknir á Akureyri en orðið hefur vart við lús i hári tveggja nemenda úr tveimur skólum á Akureyri. „Svona tilfelli hafa komið upp hér á Akureyri öðru hverju og ætið ilitlum mæli. Eg villeiðrétta þann misskilning fólks að orsök þessa sé óþrifnaður. Það er fá- sinna, því eins og áður segir er hér um smit að ræða sennilega frá sólarlöndum”, sagði Hilmir að lokum. —SER Byggingavörur Timbur Flísar Hreinlætistæki Blöndunartæki Gólfdúkar Málningarvörur Verkfæri Baðteppi Baðhengi og mottur Harðviður Spónn Spónaplötur Viðarþiljur Einangrun Þakjárn Saumur Fittings Ótrulega hagstæðir greiðsluskilmálar allt niður í 20% útborgun og eftirstöðvar allt að níu mánuðum Við höfum flutt okkur um set, að Hringbraut 119, aðkeyrsla frá Framnesvegi eða inngangur úr Fatadeild JL-hússins • Opið fimmtudaga til kt. 20, föstudaga til kl.‘ 22 og laugardaga til hádegis ATH.: Við opnum kl. 8 á morgnana byggingavörur La Hringbraut 119 - Símar: 10600 og 28600

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.