Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 16. október 1981 VZSIR Otgefandi: Reykjaprenth.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guövinsson. Aðstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Pail Stetansson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 línur. Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8, símar86611 og 82260. marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gisli Afgreiðsla: Stakkholti 2 4, sími 86611. Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ú. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftargjald kr. 85 á mánuði innanlands ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. - og verð i lausasölu 6 kronur eintakið. utlitsteiknun: AAagnúsOlafsson, Þröstur Haraldsson. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Eitt hvimleiðasta einkenni á vettvangi stjórnmálanna er hið eilífa reiptog milli kjördæma og héraða. Alþingismenn líta á sig sem sérstaka hagsmunafulitrúa sinhar heimabyggðar og þrýsta á um allskyns fyrirgreiðslu sér og sínum til handa. Pólitík þeirra gengur út á að ná sem mestu í sinn hlut og síns héraðs og öllum tiltækum ráðum beitt í því skyni. Hrossakaup og baktjaldamakk verða allsráðandi, og ákvarðanir mótast af einhverskonar úthlut- unarpólitík, þar sem arðsemi og heildarhagsmunir víkja fyrir frekjugangi í þrýstihópum og einstrengislegri kröfugerð. Fjár- veiting tileins byggðarlags,kallar á f yrirgreiðslu til annars. Greiði fyrir þennan kostar greiða fyrir hinn. Atkvæðin eru keypt, fylgið er fengið í skjóli þessarar iðju, þessarar neðanjarðarpólitíkur. Fjaðrafokið sem varð í þing- flokki sjálfstæðismanna, þegar Egill Jónsson, þingmaður Austurlands, hreppti sæti Guðmundar Karlssonar, þing- manns Suðurlands, í fjárveit- ingarnefnd með óvæntum hætti, á sér skýringar í þessari hags- munapólitík. Nef ndarkosningin lýsir í hnotskurn þeirri valda- streitu, sem fram fer innan þing- flokka og milli kjördæma. Hvert kjördæmi verður að hafa sinn fulltrúa við kjötkatlána. Sæti í fjárveitinganefnd er öðrum nefndarsetum mikilvægara því þar er skipst á bitum til hinna smæstu mála, þar telja þing- menn sig hafa aðstöðu til að út- deila fjárveitingum til „sinna manna". Tilefni þess að Egill Jónsson sækist eftir sæti í f járveitingar- nefnd er einfaldlega það, að Austfirðingar telja sig afskipta í nefndinni, meðan Sunnlendingar hafa haft þrjá menn við það veisluborð. Sunnlendingar benda hinsvegar á völd Austf irðinga í Byggðasjóði, þótt þeir seilist ekki til fjárveitinganefndar einnig. Þannig er hugsað á hinu háa al- þingi. Leikreglurnar eru sniðnar eftir völdunum, völdin ráðast af hagsmunum kjördæmanna. Þeir Egill og Guðmundur Karlsson eru engir sérstakir sökudólgar, þótt þeir hafi orðið leiksoppar í þessum síðasta slag. Flestir þingmenn eru undir sömu sök seldir og kjósendurnir sömu- leiðis. Þeir ala á hrossakaupum og hrepparíg. Hvarvetna þar sem úthlutun fjármagns á sér stað, fer fram harðvítug togstreita og sam- jöfnuður um skipan í stöður og ráð. Stjórn Byggðasjóðs, banka- ráð, f járveitinganefnd, stjórnir atvinnulánasjóða, allt eru þetta eftirsótt sæti, sem þingmenn keppast eftir. Á engan má halla, bitunum verður að skipta réttlát- lega. Eftir því sem þingmenn komast lengra og nær fjár- hirslunum, því áhrifameiri verða þeir. Þeir eru metnir eftir veg- tyllunum, sem þeim hlotnast, fyrirgreiðslunni sem þeir veita, sjóðunum, sem þeir ráða yfir. Er það nema von að dagfars- prúðir alþingismenn ærist í þessum ósköpum? Er nema von að öðlingar eins og Guðmundur Karlsson segi „f lokkseigendafél- aginu" stríð á hendur, þegar hann er felldur úr f járveitingar- nefnd? Menn sogast inn í darraðardansinn í kringum gull- kálfinn, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Þeir vilja ekki láta traðka á sér og bíða lægri hlut. Samt traðka allir á öllum, sparka um í svaði hrossakaupa og hrepparígs. Þetta kann að hljóma einkenni- lega í eyrum þeirra einf eldninga, sem halda að stjórnrnál gangi út á annað og meira en fjárveit- ingar og bitlinga^ skilja ekki hvaða máli skipti hvaða É.glar eða Guðmundar sitji í nefndum. Það er ekki allt sem sýnist. Austurlandapistill: Rauðu Khmerarnír banna dauðarefsingul Siðustu áratugi hefur þeim rikjum sem ekki beita dauða- refsingum smám saman fjölg- að. Nú er t.d. Frakkland að fella niður þessa tegund refsingar. Að sjálfsögðu fagna andstæð- ingar dauðarefsingar öilum stuðningi sem þeim berst I bar- áttunni. Lfklega hafa þeir samt ekki búist við stuðningi frá Rauðu Khmerunum i Kambodlu, þvi að fáar stjórnmálahreyfing- ar á siðari timum hafa verið á- sakaðar fyrir jafn ötula beitingu á dauðarefsingarvopninu og einmitt Rauðu Khmerarnir. Nota margir orðið fjöldamorð- ingjar sem samheiti yfir þá. Ný lög um dauðarefs- ingar . Rauðu Khmerarnir hafa alltaf neitað öllum ásökunum um að þeir séu eða hafi verið fjölda- morðingjar. Að undanförnu hafa þeir þó viðurkenntaðþeim hafi oröið á mistök við stjórnun landsins á meðan þeir fóru meö völd, sem meðal annars hafi komiö fram i þvi að ýmsir ein- staklingar hafi ranglega verið gagnrýndir fyrir andstööu við stjórnina og flokkinn og þvi ver- ið teknir af lifi. Segjast þeir telja aö e.t.v. hafi um 30.000 Kambodiumenn þannig verið liflátnir. Hér hafi ekki verið um meðvitaða stefnu yfirvalda að ræða heldur hafi margir hinna sakfelldu orðið fyrir barðinu á misgóðum fulltrúum rikisins úti i héruðunum. Til að koma i veg fyrir að slik mistök geti endur- tekið sig og til þess að leggja á- herslu á mannúðarstefnu sina hefur forseti Kambodiu, Khieu Samphan, undirritað ný lög um hámarksrefsingar. Lög þessi voru lesin upp fyrir tveimur mánuðum i Rödd Lýð- ræðislegrar Kambodiu, út- varpsstöð Rauðu Khmeranna sem útvarpar frá Kina. Sem dæmi um hin nýju lög má nefna að i fyrstu grein segir að „Enginn Kambodiumaður, i hvaða stöðu sem hann er, má á nokkurn hátí gera neitt sem bindur enda á lif samlanda sins.” í annarri grein segir að sérhverju broti á 1. grein skuli refsað með 10 ára til lifstiðar- fangelsi. i þriðju grein segir að sé sá sem brýtur 1. grein lag- anna á einhvern hátt opinber fulltrúi Lýðræðislegrar Kambo- diu, hvort heidur i her eða riki, skuli hann sæta strangari refs- ingu eða minnst 15 ára fangelsi en mest lifstiðarfangelsi. Vietnamar ásakaðir um fjöldamorð á Kambodiumönnum 1 rökstuðningi með lögunum halda Rauðu Khmerarnir þvi fram að Vietnamar standi fyrir skipulögðum fjöldamorðum á kambodisku þjóðinni. Segja þeir að Vietnamar hafi þejgar murk- að lifið úr 2,5 piilljónum Kambodiumanna og myrði fleiri með hverjum deginum sem liöur. Þannig bera Rauðu Khmerarnir upp á Vietnama sömu sakir og Vietnamar hafa borið upp á Rauðu Khmerana undanfarin ár. Inn i þessar deil- ur um það hvorir séu meiri f jöldamorðingjar, Rauðu Khmerarnir eða Vietnamar blandast að sjáifsögðu spurn- ingin um það hverjir beri á- byrgð á hungurdauða stórs hluta kambodisku þjóðarinnar i kjölfar innrásar Vietnama. Hvorir um sig eru Rauðu Khmerarnir og Vietnamar að reyna að varpa allri sökinni á á- standinu i landinu yfir á herðar andstæðingsins. Vist er að þeir Kambodiumenn sem láta lifið þessa dagana eru fyrst og fremst fórnarlömb hernaðará- taka milli vietnamskra her- manna og kambodiskra skæru- ,liða. Vietnamarnir eru árásar- her. Má þvi segja að Rauðu Khmerarnir hafi nokkuö til sins máls þegar þeir segja Vietnam- a bera ábyrgð á dauða þeirra Kambodiumanna sem falla i þessum átökum. Vietnamar réttdræpir Eins og sjá má af 1. grein framangreindra laga ná þau eingöngu til Kambodiumanna, leggja engar hömlur á aftökur á útlendingum. Slikt kæmi i veg fyrir skipulagðar hernaðarað- gerðir gegn Vietnömum. Hin nýuppgötvaða mannúð Rauðu Khmeranna er þvi ekki ætluð höfuðfjandmanninum heldur erþað markmið hennar að þjappa saman andstæðingum Vietnama i baráttunni fyrir sjálfstæði Kambodiu, sem nú er æðsta baráttumarkmið Rauðu Khmeranna. Hafa þeir lýst sig fúsa til að leggja á hilluna allar hugmyndir um alræði öreig- anna, sósialiska uppbyggingu, flokksræði o.s.frv. en sam- þykkja þess i stað borgaralegt lýðræöi sem þjóðskipulag fyrst um sinn eftir að búið verður að vinna sigur á Vietnömunum. Aðrir andstæðingar Vietnama i Kambodiu hafa verið heldur vantrúaðir á heilindi Rauðu Khmeranna en hafa þó tekið upp viðræður við þá og hafið nokkra hernaðarsamvinnu. Markmið Rauðu Khmeranna með þvi að setja á lög gegn drápi á Kambodiumönnum hlýtur einnig að hafa verið að reyna að einangra kambodiska bandamenn leppstjórnar Viet- nama. 1. grein laganna er nefni- lega orðuð þannig að hún nær einnig yfir þá sem aðstoða við eða stuðla að drápi á Kambo- diumönnum eða eins og segir i lögunum ,,má ekki á nokkurn hátt gera neitt sem bindur enda á líf samlanda.” Stuðningur við Vietnama og hernaðaraðgerðir þeirra gegn Rauðu Khmerunum hlýtur a teljast athöfn sem á einhvern hátt bindur enda á lif samlanda. Samkvæmt þessu ættu Rauðu Khmerarnir að hætta að lifláta opinbera starfs- menn leppstjórnar Vietnama en setja þá i fangelsi i staðinn. Sé litið a blóðidrifinn feril Rauðu Khmeranna er slikt þó kannski heldur mikil bjartsýni en það er samt alltaf hægt að vona að þeir framfylgi sinum eigin lögum og að baráttan i Kambodiu verði ekki eins blóð- ug i framtiðinni og hún hefur verið hingaö til. Ragnar Baldursson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.