Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 5
Safnaöarleiötoginn Moon á 14 ára fangelsi yfir höföi sér,
Moon fyrir rétti, sakaöur um skattsvik:
•JHálsmeðlerMn
jafn sanngjörn
og pegar Krlst-
ur var flæmflur"
- segja Moonistar
Kóeranski trúarleiðtoginn, Sun
Myung Moon, er nú fyrir rétti i
Bandarikjunum, sakaöur um
skattsvik.
Moon er stofnandi og aöalmað-
urinn i söfnuði sinum Sameining-
arkirkjunni, og eru áhangendur
hans, gjarnan kallaðist Moon-ist-
ar, taldir vera þrjár milljónir og
dreifðir viða um lönd.
Söfnuður Moons, sem þarf aö
greiða eignarsKatt i Bandarikjun-
um neitaði i gær ásökunum um
skattsvik. Moon sjálfur er sakað-
ur um að hafa komið 1,6 milljón
dollara fyrir i banka á eigin nafni
og til eigin afnota, án þess að gefa
upphæðina upp til skatts. Hann er
sagður skulda 112 þúsund dali frá
árunum 1973-75.
Einn kirkjuhöfðingi Moon-ista
sagði á blaðamannafundi i gær,
að málaferlin yfir Moon i Banda-
rikjunum yröu sjálfsagt jafn
sanngjörn og málaferlin yfir Jesú
voru i Róm fyrir tvö þúsund ár-
um.
Verði Moon sekur fundinn um
þessi skattsvik, á hann yfir höfði
sér allt aö 14 ára fangelsi.
Þessi mynd var tekin er lögregluþjóni var komið til hjálpar eftir aö naglasprengja sprakk i Chelsea i
Lundúnum um siöustu helgi. Tveir hafa nú látist af völdum sprengjunnar, en 39 meiddust sumir þeirra
aivarlega. IRA lýsti þvi yfir aö samtökin bæru ábyrgð á tilræöinu.
SLAGSMAL I TONLEIKAHOLLINNI
Til handalögmála kom i tón-
leikasal i Tel Aviv i tsrael i gær,
þegar 40 ára gamalt óformlegt
bann viö aö leika tónlist eftir
Richard Wagner var rofið. Leikin
var tónlist úr óperu Wagners,
Tristan og Isolde, og var þaö sá
flutningur sem vakti blendnar til-
finningar áheyrenda.
Stjórnandinn, Zubin Mehta, til-
kynnti eftir að hefðbundinni dag-
skrá var lokið, að hljómsveit hans
myndi flytja verk eftir Wagner,
en þar sem Wagner var i miklu
eftirlæti hjá Hitler, hefur hann
verið i óformlegu banni i Israel.
Reiðir tónleikagestiröskruðu af
óánægju og risu á fætur og kom til
handalögmála milli þeirra og
dyravarða. Meðan á þessu stóð
lýsti stjórnandinn þvi yfir, að öll
tónlist ætti að fá að heyrast i lýð-
ræðisriki.
Flestir áheyrendanna sátu
rólegir i sætum sinum meðan á
átökunum stóð og i lok flutnings
Wagners verksins var þvi fagnað
með innilegu lófataki.
Richard Wagner lést árið 1883.
Þó ekki sémeðnokkurri sanngirni
hægt að kenna honum um ógnar-
verknasista, var hann einskonar
hirðskáld Hitlers, þó látinn væri,
og verk hans voru gjarnan leikin
hátt fyrir gyðingana, þegar þeir
voru leiddir til gasklefanna.
„Hann neytti allra þeirra eiturlyfja sem hann kom höndum yfir”, segja
vitni I réttarhöldunum sem nú standa yfir um rokkkónginn EIvis Pres-
ley
Skorað á Sovétmenn
að láta deilurnar I Póiianúi afskiptalausar
Þingmenn landa sem eiga aðild
að Nato hafa skorað á Sovétmenn
aö blanda sér ekki i deilurnar i
Póllandi, en láta Pólverja sjálfa
um að sætta sin mál.
Þá var einnig ákveðið á árlegri
ráðstefnu Norður-Atlantshafs-
ráðsins að beina þeim tilmælum
til rikisstjórna á Vesturlöndum,
aö minna Sovétmenn á mikilvægi
þess, aö blanda sér ekki i innan-
rikismál pólsku þjóðarinnar.
Stjórnmálamenn frá 14 aðildar-
rikjum Nató hafa skorað á stjórn-
völd i Moskvu, að kalla heim her-
sveitir sinar frá Afganistan og
leita pólitiskrar lausnar á ástand-
inu þar.
Réttarhöldum vegna dauða Presleys enn haidið áfram:
ELVIS FÉKK EITURLVF FRA
ÖLLUM HUGSANLEGUM STÖRUM
Lyfjafræöingur einn, aö nafni
Jack Kirsch hefur boriö það fyrir
rétti, aö læknir Elvis Presley hafi
sagt aö söngvarinn fengi eiturlyf
„frá öllum hugsanlegum stöö-
um”.
I þeim réttarhöldum, sem nú
standa yfir vegna skyndilegs frá-
falls Presleys hefur lyfjafræðing-
ur þessi verið eitt af mikilvægum
vitnum. Hann hefur jafnframt
haft það eftir lækni söngvarans að
eiturlyfjum hafi verið laumað inn
til Presleys meö öllum möguleg-
um og ómögulegum aðferöu.
Læknirinn hafi lagt á það rika á-
herslu að hann væri að reyna að
hjálpa honum, en litlu fengið á-
orkaö Vegna þessara „leka”.
Kirsch hefur einnig sagt fyrir
rétti, að læknirinn dr. Nichopoul-
us hafi beöið hann um eftirliking-
ar af eiturlyfjum til aö gefa Pres-
ley og reyna að lækna hann á
þann hátt.
Aður haföi komið fram við rétt-
arhöldin, að fundist höfðu meira
en tuttugu falsaöir lyfseðlar, und-
irritaðir af lækni Presleys. Hafði
þeim verið breytt, en rithanda-
sérfræöingur sem fenginn var til
að athuga þá, kvaðst ekki geta
skorið úr um, hver hefði gert það.
Það var i maimánuöi á siöasta
ári, sem læknirinn var ákærður
fyrir aö fara nokkuö frjálslega
með pennann, þegar um væri að
ræða uppáskriftir á vanabindandi
lyfjum. Hann hefur itrekaö lýst
yfir sakleysi sinu og mun réttar-
höldum I málinu veröa haldið á-
fram.