Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 28
siminner86611
♦ ♦ ♦ ♦ « * ♦ ♦
Föstudagur 16. október 1981, 235. tbl. 71. árg.
- á síðasta ári vegna drykkjusjúkra
Útgjöld ríkisins vegna áfengissjúklinga hafa numið
samtals liðlega 150 milljónum nýkróna síðustu sex árin
og eru útgjöld hvers árs þá reiknuð á verðlagi yf irstand-
andi árs. Á síðasta ári námu útgjöldin vegna þessara
sjúklinga 29,4 milljónum króna, en 8,9 milljónum árið
1974.
Þessar upplýsingar komu
fram iávarpiSvavars Gestssonar
heilbrigðisráðherra á aöalfundi
SÁÁ sem haldinn var i gærkvöldi.
f máli ráðherrans kom einnig
fram, aö starf SAA við meðferð
drykkjusjúkra hefur vakið at-
hygli i öðrum löndum. Hafa
starfsmenn Alþjóöaheilbrigðis-
stofnunarinnar spurt sérstaklega
um þessi mál og þótt mikið til
koma um árangur af starfi
áhugamannasamtaka á þessu
sviöi.
A aðalfundinum tilkynnti
Hilmar Helgason að hann gæfi
ekki kost á sér við formannskjör
og voru honum þökkuð frábær-
lega vel unnin og mikil störf i
þágu SÁA. Aðalstjórn SAÁ kom
saman til fundar eftir aðalfund-
inn og þar var Björgólfur
Guðmundsson kjörinn formaður
samtakanna fyrir næsta starfsár.
Framkvæmdastjóri SAA er Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson lög-
fræðingur. —SG.
Húsaieiga
hjá borginnf:
Hækkar um
sjö prósent
„Hækkun á húsaleigu, hita og
sameiginlegu rafmagni verður
rúmlega 7% i sambýlishúsum,”
sagði Gunnar Þorláksson hús-
næðisfulltrúi Reykjavikurborgar
en 1. nóv. mun borgin hækka leigu
i ibúðum sinum á grundvelli
hækkunar á visitölu húsnæðis-
kostnaðar.
Hækkunin er miðuð við breyt-
ingar á visitölunni frá 1. april en
þá var hún 2427 stig. 1. okt. var
visitalan oröin 2570 stig og hækk-
unin þvi 5.89%. Við þessa hækkun
bætist svo lögleyfð hækkun á hita
og rafmagni og mun þvi heildar-
hækkunin á leigu vera rúmlega
7%.
—gb
Veörið hér
og par
Kl. 6 i ntorgun:
Akureyri heiðrikt -7, Bergen
skýjað 4, Helsinki skýjað 3,
Kaupmannahöfn léttskýjað 5,
Osló léttskýjaö -1, Reykjavik
léttskýjað -6, Stokkhólmur
þoka i grennd -2, Þórshöfn
léttskýjað 2.
KI. 18 i gær:
Aþena léttskýjað 21, Berlin
skýjað 7, Chicago
súld 16, Feneyjar skýjað 15,
Frankfurt skúr 7, London
mistur 8, Las Palmas
léttskýjað 24, Mallorka létt-
skýjað 23, Montrea!
alskýjað 17, New Yorkskýjað
18, Paris rigning 10, Róm
skýjað 22, Malaga heiðrikt 10,
Vin skýjað 10, Winnipeg
skýjað 10.
Snæfellíngar
á ferð á Akranesi:
Stálu
fatnaði af
hótelinu
Nokkrir piltar vestan af Snæ-
fellsnesi brugðu sér til Akraness i
gærkvöld. Töldu þeir að halda
ætti dansleik á Skaganum og
mættu þvi galvaskir á staðinn.
Þegar þeirkomu þangaö, gripu
þeir i tómt, þvi enginn var dans-
leikurinn. Til að bæta sér upp
skemmtunina, fóru þeir á hóteliö
á Akranesi og létu þar greipar
sópa. Höfðu þeir með sér nokkuð
af fatnaði hótelgesta og hugðust
siðan halda á brott. Lögreglunni
var tilkynnt um ferðir piltanna.
Hafði hún fljótlega hendur i hári
þeirra, og fannst meðal annars
allur fatnaðurinn, sem þeir höfðu
tekið i bil, sem þeir voru á. Var
honum komið i hendur réttra eig-
enda, en piltunum var visað úr
bænum. Fengu þeir lögreglufylgd
að bæjarmörkunum.
—JSS
Um 300 km. suðaustur af
Hornafirði er 1005 mb. smá-
lægö á hreyfingu aust-suð-
austur, 1015 mb. hæö yfir
Norður-Grænlandi en 1003 mb.
lægð á sunnanverðu Græn-
landshafi þokast norðaustur.
Viðast á landinu verður frost-
laust um hádaginn, en i nótt
má búast við frosti, einkum á
Noröur- og Austurlandi.
Suðurland til Vestfjarða:
Hægviðri og bjart meö köfl-
um i fyrstu en austangola og
þykknar upp i dag. Austan eða
suðaustan kaldi og viða dálitil
snjómugga i kvöld og nótt.
Strandir og Norðurland
vestra:
Hægviðri og léttskýjað, en.
þykknar upp siðdegis. Suð-
austan gola og viða dálitil
snjómugga i nótt.
Norðurland eystra:
Hægviðri eða suðvestan gola,
léttskýjaö en þykknar upp i
nótt.
Austurland að Glettingi og
Austfirðir:
Hægviðri, skýjað og sums
staðar dálitil él i fyrstu, en
suðvestan gola og léttir til,
þegar kemur fram á daginn.
Suð-Austuriand:
Norðan eða norðaustan gola,
en sums staðar kaldi á miðum
snjó- eða slydduél i fyrstu, en
léttir heldur til i dag. Austan
gola eða hægviðri og þykknar
aftur upp i nótl.
Björgólfur Guðmundsson, nýkjörinn formaður SÁA ávarpar aðalfundinn. (Vlsism. EÞS).
Veðurspá
Hin hliðin á sðluhagnaði áfengis:
ÚTGJÖLD RlKISINS
29 MILLJðNIR KRðNA
Fundlr um slldarverðlð dag og nðlt:
Býst við að við
fáum 30°/o hækkun
- seglr ðskar Vlglússon formaður SjómannasamDandslns
„Ég geri mér vonir um að sild-
arverðið hækki um 30% sem er
sama hækkun og er á útflutnings-
verðmæti i islenskum krónum”,
sagði Óskar Vigfússon formaður
Sjómannasambands Islands i
samtali við Visi i morgun.
Verölagsráö sjávarútvegsins
fjallaði um sildarverðiö á fundi i
gær sem stóö allt frá klukkan
fimm fram á nótt. Annar fundur
var boðaður klukkan 10 i morgun.
„Ég býst við þvi aö þetta verði
klárað þá en áður þurfa kaupend-
ur að fá vissa tryggingu hjá sjáv-
arútvegsráöherra”, sagði Óskar.
Fulltrúar kaupenda voru svo
mættir snemma morguns hjá
Steingrimi Hermannssyni og stóð
sá fundur enn er Visir fór i prent-
un. Ef þessi fundarhöld leiða til
samkomulags verður yfirnefnd
Verðlagsráðs kölluð saman þar
sem endanlega verður gengið frá
nýju sildarverði.
—KS
segir
Forráöamenn Jökuls á
Raufarhöfn eru nú búnir að
þurfa að skriða I allt sumar
fyrir bönkum, iánasjóðum og
rikisstjórn. Hvernig væri að
kalla fyrirtækið Skriðjökul?
dief pepsi
sykurlaust
mmna en
emkaioría
iflösku