Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 13

Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 13
Föstudagur 16. október 1981 vtsm 13 blæöi hjarta sár Marilyn French skrifaöi Kvenna- . klósettiö. Svo skrifaöi hún Þó blæöi hjartasár. Helgar-Vísir birtir kafla úr þeirri bók á morgun. Jökull- inn skilar sínu Likfundur á Mýrdalsjökli í íslenskum bókmenntum Smurbrauðstofan Njálsgötu 49 — Simi 151D5 segir innflytjandi humarsúpunnar sem gagnrýnd var á óvæginn hátt f lesendadálki Vísis „Gagnrýni er nauðsynleg og ég tek hana til greina en þessi skrif voru ekki gagnrýni, heldur rógur”, sagði maðurinn sem flytur inn franskar krabba- og humarsúpur en um þær var fjallað á vægast sagt óvæginn hátt i lesendadálki Visis á miðvikudaginn. t bréfinu stóð að þegar bréfrit- ari hafði opnað pakkann hafði gosið upp fnykur sem einna helst minnti á gúanólyktina frá Kletti og að súpan hafi verið algerlega óæt. „Það er aðallega kryddlykt af súpunni og svo keimur af fisklykt enda er þetta humarsúpa — ekki kjúklingasúpa” sagði innflytj- andinn. „Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt að smekkur fólks sé mis- jafn. tslendingar eru ekki vanir slikum súpum, og þvi finnst sum- um hún sjálfsagt vond, en öðrum þykir súpan góð, eins og gengur. Ég hef fengið ábendingar frá neytendum um að uppskriftin sem er á baki pakkans sé ekki besta uppskriftin. Þetta hef ég tekið til greina og framvegis fylgir önnur uppskrift með i pakkanum. En smekknum get ég ekki breytt”. Innflytjandinn sagði að súpan væri best uppbökuð. Þá ætti að bræða 70 grömm af smjörliki i potti, innihaldi pakkans bætt út i og siðan hálfum litra af mjólk og hálfum litra af vatni. Svo væri hægt að bragðbæta eftir smekk hvers og eins eins og til dæmis með hvitlauk og karrý. Hilmar Jónsson veitingastjóri á Hótel Loftleiðum og ritstjóri Gestgjafans sagði að sér kæmi mjög á óvart ef einhver gúanófýla hefði gosiö á móti bréfritaranum. Hilmar hefur prófað súpuna og fjallar um hana i nýjasta heftinu af Gestgjafanum. Þar segir Hilmar meðal annars: „Nýlega kom á markaðinn frönsk krabba- og humarsúpa sem ber heitið Morvandelles og er hún mjög hentug til þess að laga sósur fyrir hörpuskelfisk. Mor- vandelles er vel þekkt merki i Frakklandi og viðurkennt fyrir afurðir úr fiski og eru vörur þess álitnar i háum gæðaflokki”. Hilmar bætti þvi við að hann heföi aflað sér góðra upplýsinga um súpurnar áður en hann skrifaði greinina, og hann teldi ekki liklegt að vörur Mor- vandelles væru þekktar i Frakk- landi fyrir fiskifýlu! —ATA MORVANDELLES Nettó innihald 70grömm HÆRLEGT FYRIR FJÓRA Súpan umdeilda NAMSSTEFNUR UM ÁFENGISMÁLIN - með bandarískum prestí og fyrirlesara Varnaðarstarf gegn ofnotkun áfengis og málefni aðstandenda drykkjusjúklinga eru viðfangs- efni á námsstefnum, sem haldnar verða á næstunni og ýmis samtök standa að i samvinnu við biskup Islands. Aðalfyrirlesari á þeim verður kennarinn, fyrirlesarinn og presturinn, séra Melvin Schroeder, frá Hazelden Roundation i Minnesota i Banda- rikjunum. Hann mun einnig predika ikirkju og hafa framsögu á almennum fundi. Það er Hjálparstofnun kirkjunnar, Hazelden-hópurinn, SAA og Afengisvarnarráð sem standa að þessum viðburðum i samvinnu við biskupinn. Náms- stefnurnar eru einkum ætlaðar prestum, kennurum, læknum, sálfræöingum, félagsráðgjöfum og öðrum, sem koma að vanda- málum drykkjusjúkra svo og áhugafólki. A sunnudaginn kemur predikar séra Melvin Schroeder i messu i Hallgrimskirkju sem hefst klukk- an 11. A mánudag klukkan 9.3Ú-18 verður námsstefna i Hallgrims- kirkju og hún verður endurtekin á sama stað og tima á þriðjudag- inn. A miðvikudag verður kvik- myndasýning á Hótel Loftleiðum og þar mun séra Melvin Schroeder flytja fyrirlestur. Samkoman byrjar klukkan 21. A föstudaginn klukkan 13-18 veröur námsstefna að Hótel Varðborg á Akureyri á sunnudag þar á eftir klukkan 15-19 i Vala- skjálf á Egilsstöðum og þriðjudag þar næstan fundur i Vestmanna- eyjum. HERB Samnorræn smásagnabók komin út I tilefni af norræna málaárinu 1980-1981 efndu samtök móöur- málskennara á Norðurlöndum til samkeppni um bestu norrænu smásögurnar handa 12-16 ára unglingum. Af þessu tilefni voru skipaðar dómnefndir i hverju landi og voru valdar 10 sögur.ein til tvær frá hverju norðurland- anna auk einnar á finnlands- sænsku. A liðnu sumri kom siöan út i Noregi smásagnasafnið Reve- sommer og andre nordiske noveller. Islpnska sagan heitir Morgundögg og er eftir Guöjón Sveinsson en nokkrar af hans sög- um hafa verið gefnar út og lesnar i útvarpi. Markmið þessarar Utgáfu er að leitast við aö vekja og glæöa áhuga unglinga á máli og menh- ingu hinna Norðurlandanna. Sögurnar eru þvi gefnar út á frummálinu en auk þess eru þýðingar á finnsku, færeysku og Isíensku sögunum. Dansbandið vinsæla leikur fyrir dansi I Skútunni verdur matur framreiddur frá kl. 19.00 til 23.00 Borðapantanir í símum 52501 og 51810 Sparíklæðnaður Snekkjan + Skútan Strandqötu 1-3 — Hafnarfirði ATH: Skútan er á sunnudögum opin í hádeginu og frá kl. 18.00 „Rðgur en ekkl gagnrýni!”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.