Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1981, Blaðsíða 9
Föstudagur 16. október 1981 vism 9 Forsetaembættiö í Frakklandi Upplýsingar um versnandi heilsu Finnlandsforseta, Urho Kekkonens, hafa oröiö til þess aö flokkarnir i landinu eru farn- ir aö búa sig undir nýja forseta- kosningar. í upphafi átti veikindafri for- setans aö vara til 10. október, en hefur nú veriö framlengt um mánuö. Ef fyrirliggur, aö þeim tima liönum, aö forsetinn nær ekki þeirri heilsu, sem til þarf til aö geta gegnt forsetastörfum, veröur rikisstjórnin aö hlita stjórnarskránni. Þar segir: ,,Ef forsetinn er varanlega hindraöur til aö gegna störfum, ber aö kjósa nýjan forseta eins fljótt og auöiö er, sem siöan tekur viö störfum forseta strax aö loknum kosn- ingum”. I reynd myndi rikisstjórnin framkvæma forsetakjör 75—110 dögum eftir aö núverandi for- seti hefur látiö af embtti. Forsetakosningar yröu þá i Finnlandi, ef Kekkonen kemur ekki aftur til starfa, um miöjan febrúar 1982. Miöflokkurinn (svipar til framsóknarflokksins) vill ekki forsetakosningar fyrr en i fyrsta lagi i vor. Astæöurnar eru rétt augljósar hvaö þennan flokk varöar. Enn hefur mönnum ekki tekist aö komast aö samkomulagi innan flokksins um forsetaframbjóö- anda og tvö öfl i flokknum takast á þessa dagana. Hinn ungi formaöur flokksins, Paavo Vayrynen, styöur aöstoöaraöalbankastjóra F i n n 1 a n d s b a n k a , Ahti Karjalainen fyrrum utanrikis- ráöherra, sem um þessar mundir er á feröalögum um landiö og heldur ræöur. Auglýsingaherferö Hafin er mikil auglýsingar- herferö i dagblööum honum til framdráttar. Þaö liöur varla svo dagur aö ekki megi lesa um eitthvaö sem Karjalainen hefur haft aö segja, um svo til hvaöa mál sem er. Manninum er svo aö segja stillt út. Aöalandstæöingur Karjalain-' ens innan flokksins er fyrri for- maöur hans, sem Paavo Vayr- ynen tókst aö ýta úr þeim stól, Johannes Virolainen, en hann feröast einnig mikiö um þessar mundir og ræöir viö fólkiö. Fylgi hans i flokknum viröist vera eitthvaö á uppleiö, enda hefur þaö ekki oröiö til þess aö minnka fylgi Virolainens aö for- manninum Vayrynen mistókst aö koma Virolainen frá næst- valdamesta embætti landsins, þingforsetaembættinu, þrátt fyrir samvinnu Vayrynens viö hægriflokkana i þvi máli s.l. haust. Einnig veldur þaö Vayrynen erfiöleikum aö vinsælasti maöurinn i finnskum stjórn málum i dag er forsætisráö- herrann og jafnaöarmaöurinn Mauno Koivisto, þó svo aö Vayrynen hafi tvivegis reynt aö fella stjórnina. Nú siöast I haust, þegar Vayrynen gekk svo langt aö lýsa þvi yfir viö forsætis- ráöherrann, aö þaö væri venja aö forsætisráöherrann bæöist lausnar ef rikisstjórnin næöi ekki samkomulagi um fjárlaga- frumvarp. Vayrynen kom af staö deilum innan rikisstjórnarinnar um fjárlögin, eftir aö samkomulag haföi náöst. Þegar upplýst var um veik- indi forsetans, þurfti þó ekki nema rétt part úr degi til aö ná nýju samkomulagi um fjárlög- in. I veikindum forsetans fer Koivisto forsætisráöherra meö völd hans, og þaö er æöi erfitt fyrir Koivisto aö biöja sjálfan sig lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt, þó þaö sé fræöi- lega framkvæmanlegt. neöanmŒls Borgþór S. Kærnested skrifar um finnsk stjórn- mál og veltir vöngum yfir þvi, hvað gerast muni eftir að Kekkonen lætur af störfum. Sú spurning gerist æ áleitnari vegna þverrandi heilsu forset- ans. Til tíðinda getur dregið fyrr en menn ætla. Borgþór nefnir ýmsa hugsanlega frambjóð- endur og möguleika þeirra. Forsætisráöherraembættiö hefur oft veriö góöur stökk- pallur fyrir forsetaembættiö i Finnlandi. I viötali viö ihaldsblaöiö Uusi Suomi (Nýtt Finnland) til kynnti Vayreynen aö hann sem formaöur miöflokksins myndi gera allt sem i hans valdi stæöi til aö koma i veg fyrir aö sósfal- isti yröi næsti forseti Finnlands. Blaöiö tók fram aö Vayrynen heföi ekki nefnt nein nöfn, en vitanlega væri átt viö Mauno Koivisto. Vayrynen á mikiö verk fyrir höndum, því skoöanakannanir sýna aö 66—70% þjóöarinnar styöur Koivisto, og 58% kjósenda miöflokksins lýsir yfir stuöningi viö hann i forseta- kosningum. En þó aö stuöningur Koivistos sé svona mikill meöal kjósenda, er þó alls ekki öruggt aö hann nái kjöri. í Finnlandi eru þaö aöeins 300 kjörmenn sem kjósa forseta, aö undangengnum kjör- mannakosningum. Vegna þess aö flestir stærri flokkanna munu bjóöa fram sina menn, eöa eins og sumir finnskir blaöamenn hafa sagt, bjóöa fram jafnvigan fram- bjóöanda gegn Koivisto, þá gæti fariö svo aö einhver annar frambjóöandi fengi nægilega marga kjörmenn á bak viö sig þegar til kastanna kemur. Einnig veröur aö hafa hugfast aö þessir 300 kjörmenn geta kosiö hvern sem er, sem uppfyllir skilyröi stjórnar- skrárinnar, þó svo aö nafn hans hafi aldrei veriö nefnt i kosn- ingabaráttunni. Koivisto á vissulega marga andstæöinga, aöallega af hálfu annarra flokka en jafnaöar- manna. Þó eru ekki allir jafn- aörmenn tilbúnir aö samþykkja framboö hans möglunarlaust. Þaö hefur flogiö fyrir aö formaöur jafnaöarmanna, Kalevi Sorsa yröi einhvers- konar málamiölunarframbjóö- andi flokksins, hann hefur mikla reynslu i utanrikismálum. En flokkurinn fer ekki hátt meö fyrirætlanir sinar um þessar mundir. Miöflokkurinn beitir aöallega fyrir sér utanrlkismálunum i baráttunni vjö Koivisto, enda hefur flokkurinn nokkurnveginn slegiö eign sinni á utanrikis- málin. Þaö er út af fyrir sig furöulegt, vegna þess aö öll þjóöin, aö fáum undan- tekningum undanskyldum, er einhuga um stefnuna i utan- rikismálum. Formaöur kommúnista- flokksins, Aarne Saarinen, telur Koivisto ekki vera traustvekj- andi I utanrikismálum, en þar á hann sennnilega aöallega viö reynslulleysi Koivisto á þvi sviöi, frekar en óhæfni hans. Koivisto er meira efnahags- sérfræöingur en leiötogi i utan- rikismálum. Utanrlkismálin eru I þessu sambandi mjög mikilvæg, vegna þess aö stefnan er mótuö af forsetanum, og i reynd er for- setinn einn um framkvæmd þeirra mála og ber einn ábyrgö á þeim. Rómversk glíma Aftur á móti eiga borgara- flokkarnir erfitt meö aö hugsa sér vinstrisinna á forsetastóli, vegna þess mikla valds sem for- setinn hefur einnig I innanrikis- málum, og þá sérstaklega i efnahagsmálum. Forsetinn staöfestir lög, sem án þess ganga ekki i gildi, hann getur gefiö einn út bráöabiröga- lög og hann útnefnir æöstu embættismenn rikisins o.s.frv. Eitt er vlst, aö i Finnlandi fara áhugaveröir hlutir i hönd, og aö landiö mun ekki veröa for- setalaust eftir fráfall Kekkon- ens. Kosningabaráttan veröur hörö og vægöarlaus, en vægöar- leysiö hefur oft einkennt finnsk stjórnmál. Norski sagnfræöingurinn H. Peter Krosby hefur sagt aö finnsk stjórnmál minni helst á rómverska glimu. I næstu kosn- ingum mun veröa reynt aö taka andstæöinginn föstum tökum, og pvl sem næst náö taki þar sem unnt er. Borgþór Kjærnested. Samviskufangavlka Amnesty international Mannréttindasaintökin Amnesty International starfa aö þvl aö fá leysta úr haldi rúmiega fjögur þúsund sam- viskufanga viöa um heim. Þaö er taiiö aöeins litiö brot allra samviskufanga i heiminum.A samviskufangaviku Amnesty er aö þessu sinni vakin athygii á málum nokkurra samvisku- fanga. örlög þeirra er.dur- spegla örlög þúsunda annarra. Samviskufangar eru þeir sem eru fangeisaöir, haföiri haldi eöa beittir þvingunum vegna stjórnmáia- og trúar- skoöana sinna, kynþáttar eöa kynferöis, litarháttar eöa tungu, aö viöbættu þvi aö þeir hafi hvorki beitt ofbeldi né hvatt tii þess. Hér veröur greint frá mal- aslskum samviskufanga TAN HOCK HIN. Fólk er hvatt til þess aö skrifa yfirvöidum og skora á þau aö láta samviskufangann lausan. 1 þessu tilviki bera aö skrifa til: Dr. Mahathir MOAHAMED Prime Minister of Malaysia The Prime Minister’s Office Jalan Datuk Onn Kuala Lumpur Malaysia MALASIA: TAN HOCK HIN Tan Hock Hin, 41 árs, hefur veriö i haldi án ákæru og án þess aö vera leiddur fyrir rétt sam- kvæmt öryggislögum Malasíu siðan i júli 1967. Hann var kenn- ari, þegar hann var handtekinn, og fyrrum varaleiötogi Verka- mannaflokks Malzsiu. Hann var handtekinn fyrir að taka þátt i mótmælaaögeröum gegn hernaöi Bandarikjamanna i Vietnam og fyrir aö mótmæla ákvöröun stjórnvalda 1966 aö banna verkalýössamband. Rlk- isstjórnin hélt þvi fram aö þess- ar aögeröir væru „skaölegar ör- yggi þjóöarinnar” og „stuöluöu að framgangi kommúnista”. Eins og aörir pólitiskir fangar i Malasiu hefur Tan Hock Hin aldrei veriö formlega ákæröur og hefur þess vegna aldrei feng- ið færi á þvi aö svara ásökunum stjórnvalda fyrir rétti. Samkvæmt öryggislögunum sem gengu I gildi 1960 má halda manni I fangelsi 160 daga vegna rannsóknar. Eftir það getur inn- anrikisráöherrann fyrirskipaö tveggja ára fangelsun I viöbót og getur siöan án takmarkana endurnýjaö þessar fangelsisfyr- irskipanir án þess aö dómsyfir- völd taki mál fangans fyrir og endurskoöi þaö. Sérstöku ráöi er faliö aö endurskoöa þessar fyr- irskipanir en ráöiö hefur ekkert dómsvald og getur aöeins beint tilmælum til innanrlkisráöherr- ans. Fangar eiga rétt á þvi aö fá afrit af þessum tilskipunum og eiga aö fá upplýsingar um rétt sinn til þess aö bera mál sitt undir ráöiö. Meirihluti fanga neitar þó að koma fyrir ráöiö, aö þvi er viröist vegna þess aö ekk- ert traust er boriö til þess. Yfirvöld i Malasiu hafa notaö þessi völd til þess aö handtaka menn og hafa þá I haldi af ör- yggisástæöum til þess aö brjóta á bak aftur friösamlega og lög- lega pólitiska andstöðu. Tan Hock Hin er I fangabúö- um I Batu Gajah. ABbúnaöur þar versnaöi mjög þegar nýjar reglur gengu i gildi i mars 1977. Fangar eru I einsmannsklefum og eru einangraöir I aö minnsta kosti 21 klukkustund á sólar- hring. Fregnir herma aö fangar hafi verið lokaöir allan sólar- hringinn i klefum sinum á sunnudögum og öörum fridög- um — stundum samfleytt i þrjá sólarhringa. Fangarnir eru sagöir sæta hrottalegri og niö- urlægjandi meöferö. Þeir mega fá eitt bréf og eina heimsókn á þriggja mánaöa fresti. Taliö er aö læknisþjónusta I fangabúö- unum sé ófullnægjandi. Rannsóknarnefnd á vegum Amnesty International fór til Malasiu i nóvember 1978 og sendi siöan ráðleggingar sinar til stjórnvalda. Mælst er til þess að öryggislögin veröi endur- skoöuö þannig aö óháö stofnun kanni lögmæti varöhalds i hverju einstöku tilviki, aö látnir verði lausir fangar sem endur- skoöunarráöiö leggur til aö veröi leystir úr haldi, aö föngum veröi tryggö lögfræöileg aöstoö, aö aöbúnaöur I fangelsum veröi bættur og læknisþjónusta veröi fullnægjandi. Malasfustjórn hefur ekki svaraö þessum til- mælum. Enda þótt skýrsla Amnesty International um rannsóknar- feröina til Malasiu hafi veriö bönnuö þar samkvæmt öryggis- lögunum, viröist svo sem mörg mál fanga hafi veriö endurskoð- uö slöan hún birtist. Amnesty International hefur fagnaö þvi að á tveimur árum 1980 og 1981 hafa 20 samviskufangar veriö látnir lausir. Samtökin halda áfram aö skora á yfirvöld aö láta tafarlaust lausan án skil- yröa Tan Hock Hin og aöra sem hafa verið i fangelsi i langan tima án ákæru og án þess aö vera leiddir fyrir rétt vegna þess aö þeir hafa látið pólitiskar skoöanir slnar I ljós meö friö- samlegum hætti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.