Vísir


Vísir - 16.10.1981, Qupperneq 12

Vísir - 16.10.1981, Qupperneq 12
30 ára afmæiissýning íslensks heimilisiðnaðar Fyrir þrjátiu árum, i október 1951, stofnsetti Heimilisiðnaðarfélag Is- lands verslun sem hlaut nafnið tsienskur heimil- isiðnaður. Félagið rekur nú verslanir á tveimur stöðum i Reykjavik að Laufásvegi 2 og Hafnar- stræti 3 og hefur reyndar gert um árabii. Formað- ur félagsins er Jakobina Guðmundsdóttir. I tilefni af þrjátiu ára afmæli verslunarinnar er nú efnt til sýn- ingar i versluninni að Hafnar- stræti 3. Unnið hefur verið að þvi i nokkur ár að safna munum úr safni Heimilisiðnaðarfélagsins sem nú er orðið vísir að heimilis- iðnaðarsafni. Aðaláhersla er lögð á þrjú atriði, þar er jurtalitað band, sjöl og hyrnur úr hand- spunnu bandi og handprjúnaða Jurtalitað band hefur alltaf verið til sölu i versluninni og hefur eft- irspurn aukist siðari árin, einnig áhugi fyrir að læra jurtalitun. Hér gefur að lita sýnishorn af jurtalit- uðu bandi á afmælissýningunni. Gerður Hjörleifsdóttir framkvæmdastjóri tslensks heimilisiðnaðar kynnir sjöl og hyrnur úr handspunnu bandi. Kristln Jónsdóttir handa- vinnukennari, sem stendur við enda borðsins, hefur teiknað mynstur eftir gömlum tvibanda vettlingum og gert nýjar uppskriftir fyrir það efni sem nú er á markaðnum og kemur út bók með þeim mynstrum I tilcfni afmælisins. vettlinga. Jurtalitaða bandið er unnið af tveimur þingeyskum konum, Matthildi Halldórsdóttur i Garði og Ingibjörgu Tryggva- dóttur, sem nú er búsett á Húsa- vik, en prjónlesið er unnið af mörgum höndum. Forkunnarfagrir munir eru á þessari sýningu sem opnuð var i gær og bera munirnir einmitt fagran vott um einn megintilgang Heimilisiðnaðarfélagsins, sem er að auka og efla þjóðlegan heimil- isiðnað á tslandi og stuðla að vöndun hans og fegurð. Sýningin stendur til 26. október og verður opin á venjulegum verslunar- tima, á morgun laugardag, verð- ur hún jafnframt opin milli kl. 9 og 16. Námskeið i heimilisiðnaðar- fræðum fyrir almenning hefur Heimilisiðnaðarfélag Islands haldið nær óslitið frá stofnun fé- lagsins árið 1913. Arið 1979 var siðan Heimilisiðnaðarskólinn stofnaður og hefur með tilkomu skólans tekist að fjölga náms- greinum mikið og eru þær nú 28 talsins. Frá og með morgundeginum og fram til 25. október mun Heim- ilisiðnaðarskólinn kynna starf- semi sina að Kjarvalsstöðum. A sýningunni verða sýnishorn af verkum nemenda, áhöldum og kennslutækjum, einnig munu kennarar kynna þar námsgreinar skólans. Eitt aðalmarkmið skól- ans er að viðhalda gömlum vinnubrögðum og aölagast breyttum þjóðfélagsháttum. Ahugi er mikill á , námskeiðum skólans, ekki sist meðal ungra kvenna sem gjarnan vilja læra að spinna ull sjálfar og kynnast undraheimum jurtalitunar. Skólastjóri skólans er Sigriður Halldórsdóttir. Aögangur veröur ókeypis að sýningu Heimilis- iðnaðarskólans að Kjarvalsstöð- ' Umsjón Þórunn . Gestsdóttir. Vísir að heimilsiðnaðarsafni I glugga verslunarinnar að Hafnarstræti 3. Hinir fallegu munir laða að. Mörg handtökin þarf að kunna. Hér sýnir Kristin Jónsdóttir handa vinnukennari, blaðamönnum hvernig kemba á ullina. Framleiðsla haf- In á léttmjólk á Akureyri sunnaniands eftir áramðt Samkvæmt frétt i Akureyrarblaðinu Degi sl. þriðjudag er sala á léttmjólk frá Mjólkursamlagi KEA að hefjast þessa dagana. Léttmjólkin verður aðeins seld i eins litra umbúðum á Akureyri og fyrst um sinn verða notaðar sömu umbúðir og undir nýmjólkina, en rauður miði limdur á fernurnar. Fleiri mjólkurbú eru nú að undirbúa framleiðslu léttmólkur og er framleiðslan þegar hafin á Egilsstöðum. Við höfðum samband við Odd Helgason sölustjóra hjá Mjólkur- samsölunni i Reykjavik og tjáöi hann okkur að framleiðsla létt- mjólkur væri i undirbúningi i Reykjavik. Unnið er að hönnun og framleiðslu umbúða fyrir létt- mjólk, en sá undirbúningur tekur töluverðan tima að sögn sölu- stjórans. En reikna má með að léttmjólk komi á markaðinn á höfuðborgarsvæðinu íljótlega eft- ir áramót. Sem kunnugt er, er léttmjólkin eins konar millistig á milli undan- rennu og nýmjólkur. Undan- renna er 0,05% feit, léttmjólkin 1,5% og nýmjólkin tæplega 4% feit. Sama verð verður á létt- mjólk og nýmjólk. —ÞG Ofnhakaðar pyisur með kartöfiumús Eldhúsréttur dagsins er afar einfaldur, datt okkur I hug að þeir sem væru að stiga sin fyrstu spor á braut matargerðarlistar gætu bæði haft gagn og gaman að þess- um rétti. Allt sem til þarf I þennan rétt, sem er fyrir fjóra er: 4 vænar pylsur ca. 50 g. gaffalbitar kartöfluduft I pakka 1 laukur 2 msk tómatkraftur 1 msk smjörliki 1 -1 1/2 dl rifinn ostur. Byrjið á þvi að kveikja á ofnin- um og stilliö á 250gr. hita. Hrærið kartöfluduftið eftir leiðbeiningun- um á pakkanum. Takið utan af lauknum og hakkið hann ásamt gaffalbitunum (eða saxið smátt) Blandið siðan lauknum, gaffalbit- unum og tómatkrafti saman i skál. Smyrjið eldfast mót og setj- iðkartöflumúsina imótið, skerið i pylsurnar eftir endilöngu og legg- ið þær i mótið. Laukblandan fer siðan i pylsurnar og rifna ostinum (osturinn má vera gróft rifinn) er siðan stráð yfir. Bakið i ca. 10 minútur. Brauð og smjör borið fram með og hrásalt er lika gott fyrir þá sem vilja stiga fleiri spor á brautinni.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.