Vísir - 11.11.1981, Page 1

Vísir - 11.11.1981, Page 1
Þeir voru hátt uppi við steypu- vinnuna I Hallgrimskirkju I gær- dag. (Visism. ÞL) Steypu lokið við Halluríms- kirkju Efsti hluti þaksperranna i Hallgrimskirkju var steyptur i gær og er það jafnframt loka- ófangi steypuvinnunnar viö kirkj- una. Eftir er þó mikið verk, sem er að byggja gotneskar hvelfing- ar yfirkirkjuskipinu og svo þakið sjálft. Gera menn sér vonir um að þvi verði lokið á næsta ári, en nií eru tæp 36 ár frá þvi að bygging kirkjunnarhófst. Hefur oft gengið , erfiðlega að fá fjármuni til þessa verks, og sem dæmi má nefna, að framlag rikis á siðasta ári var aðeins 32% af þvi, sem það var i upphafi, árið 1945. —JB Stal hakki ou tðbaki Brotist var inn i útibú Kaup- félags Svalbarðseyringa við Fnjóskárbrú aðfaranótt þriðju- dagsins. Þjófurinn komst á brott með töluvert magn matvæla, en skildi engar visbendingar eftir. Þjófurinn sprengdi upp bak- hurðina og stal töluverðu magni af tóbaki, 20 kilóum af kaffi, þurrkuðum ávöxtum, kjúkling- um, kálfahakki, svinasnitseli og einu pari af stigvélum. Þjófurinn hreyfði hins vegar ekki við peningakassanum og fór ekki itóbaksbirgðirnar, sem voru á lager hússins. Að sögn lögregl- unnar i Húsavik er talið, að and- virðiþýfisins sé nálægt 7-8 þúsund krónum, Lögreglan hefur haft tal af mörgum, en enn sem komið er hefur hún engar visbendingar um þjófinn. Útibúið við Fnjóskárbrú (I Vaglaskógi) er aðeins opið tvo daga vikunnar á veturna. —ATA Fimm fundir i dag Allmargir samningafundir hafa verið boðaðir hjá rikissátta- semjara i dag. Klukkan 9 i morg- un mættu framreiðslumenn og matreiöslumenn klukkan 10.30. Bókagerðarmennmæta til fundar klukkan 13.30. Aðalsamninga- nefndir ASl og VSl leiða saman hesta sina kl. 15 i dag. Hfirkuátök framundan I prðfkjðrl Sjálfstæðisflokksins: Koslð mllli tveggla lista en ekki manna? Allt virðist benda til þess, að i uppsiglinu séu hörkuátök i próf- kosningum sjálfstæðismanna siö- ar i þessum mánuði. Þar er ekki aðeins um það að ræöa, að ein- stakir frambjóðendur keppi um sæti, heldur er verið að skipa þeim niður, eftir þvi hvar i' fylk- ingu þeir standa, rétt eins og um listakosningar sé að ræða, og enn listarmeðnöfnumþegar komnir i umferö. Annarsvegar er um að ræða Albert Guðmundsson og þá frambjóðendur, sem honum eru hlynntir og hinsvegar Davið Oddsson og meinta stuðnings- menn hans i framboöinu. 1 gær gekkkjörnefnd endanlega frá prófkjörslistanum og gefa 30 manns kost á sér i prófkjörið. Meöal þeirra, sem taldir eru Albertsmegin, eru Jóna Gróa Sig- urðardóttir, Július Hafstein, Sig- riður Asgeirsdóttir, Sigurjón Fjeldsted, Sveinn Björnsson, kaupmaður og Þórir Lárusson. Daviðs megin má nefna Markús Om Antonsson, Magnús L. Sveinsson, Ingibjörgu Rafnar, Hilmar Guðlaugsson, Pál Gisla- son, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Svein Björnsson.verkfræðing. Aðrir i prófkjörinu eru eftir- taldir: Anna K. Jónsdóttir, Arni Bergur Eiriksson, Einar Hákonarson, Erna Ragnarsdótt- ir, Guðmundur Arason, Guö- mundur J. Óskarsson, Hulda Valtýsdóttir, Kolbeinn H. Páls- son, Málhildur Angantýsdóttir, Margrét S. Einarsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Ragnar Júliusson, Sigurður Siguröarson og Skafti Harðarson. Prófkosningamar fara tram dagana 29. og 30. nóvember, og er kosning bundin viö flokksmenn. I f ] uCí/1 » J. HliiVÍ m. 'V.' 'Jn . t'n’u&.Æl Þó að slldarsöltun sé nú lokið á Fáskrúðsfirði að þessu sinni, er eflaust I un. A myndinni sjást fyrir framan einn tunnustaflann, t.f.v., Sigurður, margt eftir ógert viö aö pækla sfld og annað, sem viðkemur sildarverk- | Asgeir, Hulda, Björg, Júlla og Hörður. (Visism. Helena Stefánsdóttir.) Halldór Ásgrimsson. lormaður Dankaráðs Seðlabanka: Getum alltaf prentað sefila : „Það er mjög mikill misskiln- ingur uppi i umræðunum um þennan svokallaða hagnað Seðla- bankans, að þar sé um eitthvert fundið fé að ræða. Seölabankinn er jöfnunartæki við hagstjórn i þjóöfélaginu.og allt fé, sem tekið er úr honum er tekið af gjaldeyr- isvarasjóðnum og er þensluauk- andi”, sagði Halldór Asgrimsson, alþingismaður, formaður banka- ráðs Seðlabankans, þegar Visir bar undir hann i morgun þau áform rikjsstjórnarinnar aö ráð- stafa enn einu sinni af fé bankans til stuðnings atvinnuvegunum. ,,Á móti kemur auðvitað, að at- vinnuvegirnir þurfa að ganga, og þetta er þvi tviþætt vandamál. Það er min skoðun og almenn skoðun i stjórn Seðlabankans, að verði gengisuppfærslan gefin eft- ir nú, sé þaö skilyröi, að breytt verði um kerfi og afurðalánum atvinnuveganna breytt aftur i fyrra horf, þannig að menn viti. að hverju þeir ganga. Þegar f arið er að gefa eftir gengisuppfærslur annað slagið, veit enginn lengur um hin raunverulegu kjör og það endar hvergi nema i hreinum ó- göngum. Það er á valdi Seðlabankans með samþykki rikisstjórnarinnar á hverjum tima aö ákveða þessi lánakjör. En ef menn eru að tala um að veita af fé bankans eftir öðrum leiðum og ráðstafa þvi til einstakra atvinnugreina og fýrir- tækja, óháð lánaviðskiptum, er það utan við lög bankans og allt annar hlutur. í þvi sambandi skiptir engu máli, hver eiginfjárstaða bank- ans er, hann getur alltaf prentað meira af peningum, en þá er spurningin, hvort það sé efna- hagslega rétt, þvi að allir þeir peningar, sem frá bankanum koma, auka óhjákvæmilega þensluna.” HERB

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.