Vísir - 11.11.1981, Page 3
*. *, r;»
Miövikudagur 11. nóvember 1981
Farskrárkerfi
Flugleíöa innan-
lands tðlvuvæfl
Farskrárkerfi innan-
landsflugs Flugleiða
hefur nú verið tölvuvætt.
Hefur félagiðfest kaup á
tölvukerfi, sem mörg er-
lend flugfélög hafa í
þjónustu sinni og nefnist
CPARS, en hefur á
islensku fengið heitið
SLEX. Með tilkomu
nýrrar tölvu Flugleiða
hefur verið ákveðið að
frá og með næsta vori
verði eigin tölva einnig
nýtt til skráningar milli-
landafarþega.
Allar farskráningar farþega til
og frá Reykjavik hafa veriö
framkvæmdar meö tölvu Flug-
leiða frá 1. nóvember, en tölvan
er staðsett i aðalskrifstofunni á
Reykjavi'kurflugvelli. Þá var
skrifstofa félagsins á Akureyrar-
flugvelli tengd við tölvukerfið 3.
növember og er stefnt að þvi að
aðrar söluskrifstofur Flugleiða
innanlands komist i tölvusam-
band hið allra fyrsta.
Að sögn talsmanna Flugleiða er
hér um gagngera breytingu að
ræða f vinnubrögðum og kemur,
er fram liða stundir, farþegum,
starfsfólki og félaginu sjálfu til
góða. Farskráningin verður fljót-
ar afgreidd og auðveldara verður
að fylgjast með hvort sæti er til á
þeirri leið, sem farþeginn vill
ferðast. Þá auðveldar tölvan betri
nýtingu flugvélanna.
Starfsmenn innanlandsfulgsins
hafa undanfarið verið á nám-
skeiðum, þar sem notkun tölv-
unnar hefur verið kennd. Þrátt
fyrir þetta mun það taka starfs-
fólkið nokkurn tima að ná fulkim
hraða og vinnuafköstum v.ið
tölvuskráninguna.
Með þvi' aö nota eigin tölvu við
farskráningu millilandafarþega,
aukast möguleikar á fljótari af-
greiðslu. Til dæmis geta þá inn-
lendar ferðaskrifstofur tengst
kerfinu beint með eigin
skráningarskermum og bókað
þannig viðskiptamenn á ferðir án
milliliða og simhringinga. Einnig
hafa skrifstofur Flugleiða utan
Reykjavikur sömu möguleika á
fljótri afgreiðslu millilandabók-
ana. Þá er i sjónmáli að farseðlar
verði útgefnir af tölvunni sjálfri
en ekki handskrifaðir eins og nú
er.
Möguleikar Alex bókunar-
kerfisins eru miklir og meðal
þess, sem afgreiöslufólk mun
hafa aðgang að i þessu kerfi eru:
Eigin áætlanir, framhaldsflug
með öðrum flugfélögum, sjálfvirk
samskipti við tölvur annarra
flugfélaga, farseðlaútgáfa, far-
þegalistar, fargjaldalistar og
m’argt fleira.
Nafnið Alex er upphafn nafns
Alexanders Jóhannessonar, há-
skólarektors, en eins og kunnugt
er var hann einn frumkvöðla
islenskra flugmála.
—ATA
Jakob Sigurðsson, forétöðumaður tölvudeildar, og Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, fylgjast með
er Edda Snæhólm vinnur við nýju Alex tölvuna. (Visismynd: GVA)
Gengisiellingin sem Deðið var eftlr:
Krónan lækkar um 65%
- afurðalánln affur lærð i fslenskar krðnur
Bankastjórn Seðlabankans
ákvaö i gær aö höfðu samráði
við rikisstjórnina og bankaráð
ákveðið 6,5% lækkun á vegnu
meðalgengi islensku krónunnar.
1 frétt frá Seðlabankanum segir
að þessi akvörðun sé tekin með
hliðsjón af versnandi rekstrar-
stöðu atvinnuveganna að undan-
förnu, þar á meðal vegna
lækkandi gengis Bandarikja-
dollars en megin - hluti tekna
sjávarútvegs er i þeim gjald-
miðli.
Eftir þessa gengisbreytingú
verður að þvi stefnt að halda
vegnu meðalgengi krónunnar
stöðugu fram á næsta ár þó
þannig að kaupgengi dollars fari
ekki niður úr 8,156 kr. eins og það
var skráð i gær.
Þá segir ifrétt Seðlabankans að
i sambandi viö þessa gengis-
lækkun hafi verið fjallað um
hugsanlega breytingu á gengis-
bundnum afurðarlánum þannig
að þau verN héðan i frá i
islenskum krónum með hliðstæð-
um vaxtakjörum og önnur
afurðalán.
Endanlega ákvörðun i þessum
efnum verður tekin á næstunni
eftir frekari viðræður við rikis-
stjómina og fulltrúa útflytjenda.
Þangaðtil hefur verið ákveðið að
fresta uppfærslu afurðalána til
samræmis viö þá gaigisbreyt-
ingu, sem nú er orðin.
—KS
Við erum fluttir...
Nýtt heimilisfang: Skúlatún 6
Ný símanúmer: 29855 & 29840
Verð kr.
1.980
Verð kr.
1.180
Verð kr.
1.980
Verð kr.
1.480
Verð kr.
1.260
^Verð kr.
620
Sendum í
póstkröfu
Gerum
einnig föst
verðtilboð í stærri og
Verð kr.
1.280
smærri innréttingar
ÞRÍGRIP HF.
Skúlatúni 6.
Símar: 29840 & 29855.