Vísir - 13.11.1981, Blaðsíða 8
VÍSIR
Föstudagur 13. nóvember 1981
'Otgefandi: Reykjaprenth.f.
Ritstjóri: EllertB. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen-
drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna
Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi-
' marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli
Sigurgeirsson. iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd-
ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson._________
útlitsteiknun: AAagnúsOlafsson, Þröstur Haraldsson.
Safnvörður: Eirikur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stétansson. T
Dreifingarstjóri: SigurðurR. Pétur.sson
Ritstjórn: Síðumúli 14, simi 86611, 7 línur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúlaá, simar 86611 og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sími 86611.
Askriftargjaldkr. ^5á mánuði innanlands
og verð i lausasölu 6 krónur eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Fiskveiðistefna í skötulíki
Allir sjávarútvegsráðherrar,
svo lengi sem menn muna, hafa
lýst því yfir að þeir vildu marka
fiskveiðistefnu. Núverandi
sjávarútvegsráðherra er þar
engin undantekning, og styðst
þar við sérstakt ákvæði í stjórn-
arsáttmála. Hann lýsti því fljót-
lega yfir að stefnumótunin yrði
fólgin í fastari reglum um skipa-
kaup, innlendar skipasmiðar,
samræmingu milli veiða og
vinnslu og traustum grundvelli
fiskvinnslunnar til að standa á.
Þessa stefnu hugðist ráð-
herrann móta í samráði við hags-
munaaðila í sjávarútvegi.
Nefndir voru skipaðar, sérfræð-
ingar til kallaðir og fjálglegar
ræður haldnar. Menn biðu
spenntir.
En það leið og beið.
Algjört handahóf og ringulreið
hefur áfram ríkt í togara-
kaupum. Nýir togarar hafa
streymttil landsins, þótt við blasi
að enginnn grundvöllur er fyrir
útgerðinni.
Fleiri skip á miðin hafa leitt til
fleiri skrapdaga hvers togara,
þótt fyrir liggi að karfastofninn
sé ofveiddur. Hugleiðingar
sjávarútvegsráðherra um kvóta-
kerfi í þorskveiðum hafa mælst
misjafnlega fyrir, og voru
reyndar að engu gerðar af ráð-
herra sjálfum á fiskiþingi.
ískyggilegar horfur eru um
loðnuveiði, eftir að fiskifræð-
ingar telja stofninn algjörlega
hruninn. Síldarsjómenn sigla í
land vegna verðlagningar síldar-
innar og á sama tíma berast þær
fréttir. að íslandssíldin sé ekki
lengur samkeppnisfær á er-
lendum mörkuðum. Á fiskiþingi
er fullyrt að Islendingar séu
smám saman að glata stöðu sinni
á öðrum fiskmörkuðum vegna
of hás verðs.
I f iskvinnslumálum hefur
skapast neyðarástand. Þar hefur
fiskveiðistefnan birst þjóðinni í
mynd núllgrunnstefnunnar. Tak-
mark sjávarútvegsráðherra nær
ekki lengra um þessar mundir en
að koma f iskvinnslustöðvunum í
landinu „niður í núllið". Sú núll-
stef na er fólgin í gengisfellingu á
þriggja mánaða millibili, og ráð-
stöfun á ímynduðum hagnaði
Seðlabankans. Höfuðatvinnuveg-
ur landsmanna er rekinn með
millifærslum og niðurlagningu
verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins.
Þetta er myndin sem blasir við
í sjávarútvegsmálum eftir nær
tveggja ára valdaferil núverandi
ríkisstjórnar. Fiskveiðistefnan
er í skötuliki, óljósar vangaveltur
ráðherra, sem segir eitt í dag en
annað á morgun.
Fyrst átti að marka stefnuna í
samráði við hagsmunaaðila.
Síðan er því lýst yfir að enginn
stefna verði mörkuð, nema með
samþykki allra,sem hlut eiga að
máli. Það hlálegasta er þó, að
enginn getur tekið afstöðu, því
ekkert hefur verið lagt fram til
samþykktar eða synjunar. Það er
bara talað og talað.
Nú stendur yfir fiskiþing. Þar
eru samankomnir málsmetandi
menn í sjávarútvegi. Þar eru
margar fróðlegar ræður fluttar.
Gallinn er bara sá, að þar tala
menn út og suður. Stefnan er
engin, ringulreiðin algjör.
Fiskveiðimál Islendinga hafa
aldrei staðið verr. Fiskif ræðingar
leita dauðaleit að síðustu loðnu-
torf unni, síldin selst ekki, f lotinn
stækkar á sama tíma og kjörum
sjómanna er haldið niðri og'
skrapdögum fjölgað. Fisk-
vinnslan er á heljarþröm þrátt
fyrir gengisfellingar og milli-
færslur.
En yfir þessu öllu trónar
sjávarútvegsráðherra, „sem
telur óvarlegt að reikna með
auknum afla á næsta ári, vegna
óvissu um af komu seiða frá því í
vor"!
Borgarstjórnarkosningar þær
er fram munu fara i mallok á
næsta vori eru ef til vill þær
mikilvægustu I marga áratugi. í
kosningunum munu borgar-
búar veröa aö gera upp viö nú-
verandi meirihluta borgar-
stjórnar, sem saman stendur af
borgarfulltrúum Alþýöuflokks,
Alþýöubandalags og Fram-
sóknarflokks, vinstri flokkanna,
sem nú hafa i fyrsta skipti
fengiö aö spreyta sig á stjórn
höfuöborgarinnar.
Sjálfstæöismenn höföu haft
hreinan meirihluta i borgar-
stjórn i meira en hálfa öld, og sú
staöreynd ein olli þvi aö fjöldi
borgarbúa ákvaö aö gefa öörum
flokkum tækifæri, þó ekki væri
nema til reynslu. Breytingar
breytinganna vegna voru niöur-
stööur siöustu borgarstjórnar-
kosninga, þvi hvorki fyrir né
eftir kosningarnar hefur tekist
aö benda á lélega stjórn I tiö
Sjálfstæöisflokksins, og allt tal
vinstri manna um spillingu
undir stjórn sjálfstæöismanna
Þaö
hljóönaöi þegar sama dag og
vinstri menn tóku viö. Þaö segir
sina sögu, bæöi um stjórn sjálf-
stæöismanna á borginni og þó
ekki siöur um eöli málflutnings
Alþýöubandalagsins og fylgi-
flokka þess i borgarstjórn.
Skemmst er frá aö segja, aö
allt frá þeim degi er vinstri
meirihlutinn tók viö völdum og
til þessa dags, hefur hallaö
undan fæti i málefnum borgar-
innar. Lóöaúthlutanir hafa stór-
lega dregist saman, gatna-
geröarframkvæmdir og viöhald
eldri gatna er minna en áöur
var, framkvæmdir á flestum
sviöum hafa dregist saman og
þó hefur skattheimtan aldrei
veriö meiri, og er nú mun meiri
en er I nágrannabæjum Reykja-
vikur þar sem sjálfstæöismenn
eru viö völd. Þannig mætti lengi
er hæat
telja: hvert sem litiö er, blasir
sú staöreynd viö aö vinstri
flokkarnir hafa ekki ráöiö viö
stjórn borgarinnar. Ástæöur
þess eru aö sjálfsögöu margar,
en mikilvægust er þó sú, aö si-
felldar deilur og ósamkomulag
innan meirihlutans hefur gert
stjórnun borgarinnar mun
þyngri i vöfum en var þegar
sjálfstæöismenn voru viö völd.
Fáránlegar deilur hafa sprottiö
upp, svo sem um sérstakt sorp-
tunnugjald, og alvarlegri deilur
hafa oröiö um mikilvægari mál,
svo sem um Landsvirkjun. Oft
hafa deilurnar kostaö borgar-
búa stórfé, svo sem vegna þess
aö langar deilur um einstakar
framkvæmdir hafa tafiö þær, og
valdiö þvi aö þær eru loks fram-
kvæmdar á óheppilegri árstima
en upphaflega var áætlaö. Gott
dæmi þessa má sjá nú i Breiö-
holtshverfunum, þar sem
vinnuflokkar hafa unniö kvöld-
og helgarvinnu i kapp viö frost
og kulda viö aö setja upp gatna-
ljós og undirgöng á Reykjanes-
braut og viöar. Þar hefur af ein-
hverjum ástæöum dregist aö
hefja framkvæmdir, og þegar
þær ioks hefjast gerir vetrar-
veöur þær mun dýrari en heföu
þær veriö framkvæmdar aö
sumri til. Liklega er þetta ein
helsta ástæöa þess, aö fram-
kvæmdir i borginni hafa dregist
saman á yfirstandandi kjör-
timabili, þrátt fyrir stórauknar
skattaálögur á borgarbúa. En
úr þvi sem komiö er, veröa
borgarbúar aö þreyja Þorrann
og Góuna til vors, en þá kemur
kærkomiö tækifæri til aö skipta
um stjórn i borginni.
Sjálfstæöismenn velja nú um
þessar mundir frambjóöendur
sina til borgarstjórnar, og aö
þvi vali loknu veröur boöinn
fram samhentur listi, þar sem
hagur og viögangur Reykja-
vikur veröur eina leiöarlijisiö. i
staö karps og deilna um stór
mál sem smá, munu sjálf-
stæöismenn bjóöa upp á sam-
hentan og sterkan meirihluta. i
stað glundroöa og stjórnleysis
er boöiö upp á ábyrga forystu,
sem ein er fær um að ná borg-
inni upp úr þeim öldudal sem
hún nú er i.
Fjölmörg verkefni biöa
nýrrar borgarstjórnar. Laöa
þarf atvinnufyrirtæki til
Reykjavikur, um leiö og allir
þeir sem hér vilja búa veröa
boönir velkomnir. A næstu fjór-
um til sex árum þarf aö sjá svo
um aö nægar byggingarlóöir
veröi til i Reykjavik fyrir þá
sem þar vilja búa og reisa sér
neðanmals
framtiöarheimili. Um leið þarf
að gera borgina byggilegri,
glæöa miöbæinn auknu lifi og
stuöla aö heilbrigöu æskulýös-
og Iþróttastarfi, þar sem á-
hersla veröi lögö á að hlúa aö
hinum frjálsu félögum og
félagasamtökum er i borginni
starfa.
Verkefni þau er biöa næstu
borgarstjórnar eru óþrjótandi,
og þaö sem gera þarf, á ekki aö
vera óskalisti sem engin von er
til að allur rætist. Meö þvi aö
veita núverandi borgar-
stjórnarmeirihluta þá ráöningu
i vor, sem hann á skilda, skap-
ast á ný möguleiki til að gera
Reykjavik eftirsóknarvert
byggöarlag til búsetu. Þaö er
hægt.
Anders Hansen blaða-
maður skrifar um
borgarmál# og segir
brýna nauðsyn bera til
þess/ að í kosningunum í
vor fái vinstri flokkarnir
þá ráðningu sem þeir
verðskuldi. Fyrr sé ekki
hægt að koma Reykjavík
upp úr þeim öldudal sem
hún hefur verið í á yfir-
standandi kjörtímabili.