Vísir - 13.11.1981, Page 27

Vísir - 13.11.1981, Page 27
/ Föstudagur 13. nóvember 1981 VÍSIR afnýiumbókum Horfl til liðinna stunda - mínningabættir Þúrarins írá Eiðum Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur sent frá sér bókina HORFT TIL LIÐINNA STUNDAeftir hinn kunna fræöi- og skólamann Þór- arinn Þórarinsson frá Eiðum. Hefur bókin að geyma ýmsa minningaþætti Þórarins, sem lifað hefur fjölbreytta ævi ,og kynnst fjölda fólks. Lengi var Þórarinn skólastjóri Eiðaskóla, farsæll i starfi og vinsæll i héraði og af nemendum sinum. I kynn- ingu á bókarkápu segir m.a svo um bókina: „Listin að segja vel og skipu- lega frá er Þórarni i blóð borin og koma þeir hæfileikar vel fram i þessari bók. Hér er ekki um raun- verulega ævisögu Þórarins aö ræða, heldur þætti frá ýmsum timum. Hann rifjar upp ýmis atriði lifshlaups sins, allt frá þvi að hann sem barn upplifði „jóla- nóttina þegar Guð var gestur á Valþjófsstað,” bregður upp myndum af eftirminnilegum samferðamönnum, svo sem Kjar- val sem tók ofan sparihattinn fyr- ir honum, og ekki hvað sist segir Þórarinn frá skoplegum viðburð- um, svo sem „Flóabardaga hin- um siðari.” t formála sinum að bókinni seg- ir Þórarinn m.a. að enginn sé verri þótt hann vökni, og hið sama megi segja um þann sem hlegið er að, hann tapi engu i manngildi. „Það minnsta sem við getum gert fyrir samferðafólkið er að lofa þvi að hlæja á okkar kostnað þegar svo ber undir og þykistundirritaður ekki hafa hlift sjálfum sér, hvað þennan greiða snertir,” segir Þórarinn. Margar myndir eru i bókinni, svo og teikningar bæöi -eftir höf- undinn og son hafís, Þóraripn Þórarinsson arkitekt. HORFT TIL LIÐINNA STUNDA er stór bók, um 330 blaðsiður. Bókin er sett, umbrot- in, filmuunninn, prentuö og bund- in hjá Prentsmiðjunni Hólum hf. Káputeikning er eftir Sigurþór Jakobsson. Ný bók irá aibýðu- skáldinu Tryggva KONA SJÓMANNSINS OG AÐRAR SöGUR nefnist ný bók eftir Tryg.va Emilsson sem komin er út hjá Máli og menningu. Á bókarkápu segir m.a.: „Ævi- minningar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk, Baráttan um brauöið og Fyrir sunnan, voru gefnar út fyrsta sinni á árunum 1976—1979 og hlutu einstaklega góðar við- tökur. Þó var höfundur þekktur fyrir flest annað en ritstörf á langri ævi, hafði unnið erfiðis- vinnu frá barnsaldri og varið öll- um fristundum i þágu samtaka vinnandi fólks. Tvær fyrri bæk- urnar voru tilnefndar af íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðsog fyrir þærvar höfundi veitt heiðursviðurkenn- ing Verkamannafélagsins Dags- brúnar. KONA SjÓMANNSINS OG AÐRAR SÖGUR svomœlir Svarthöfði KONA SJÓMANNSINS OG AÐRAR SöGUR er 236 bls. aö stærö, sett og prentuð i Prent- smiðjunni Hólum hf, sem einnig annaðist bókband. Káputeikningu gerði Haraldur Guðbergsson. Þegar skrattinn setti Moskvu á annan endann Hin viöfræga skáldsaga Mikhall Búlgakofs MEISTARINN OG MARGARÍTA er nú kominn út i íslenskri þýöingu hjá Máli og menningu. Það er Ingibjörg Haraldsdóttir sem þýðir bókina úr rússnesku. Mikhail Búlgakof (1891—1940) lauk við þessa skáldsögu skömmu fyrir andlát sitt og var þá litil von um að sagan kæmist nokkru sinni á prent. Það gerðist ekki fyrr en 1966—1967 að sagan var prentuð i sovésku timariti, að visu með úr- fellingum. Hér er sagan prentuð óstytt. Söguþráð i þessari meistara- legu og margslungnu skáldsögu er torvelt að rekja I stuttu máli. Hún segir frá þvi þegar fjandinn og árar hans heimsækja Moskvu — og setja allt á annan endann. öll er frásögnin barmafull af skopi og beisku háði. öðrum þræöi segir Búlgakof i þessu verki pislarsöguna upp á nýtt. MEISTARINN OG MARGA- RtTA er 367 bls. aö stærö, prentuö og bundin I Prentsmiöjunni Hól- um hf. Robert Guillemetta gerði kápuna. Munið prófkjör sjálfstæðismanna vegna Borgarstjómar- kosninganna 29. og30. nóv. 1981. RAGNAR JULIUSSON skólastjóri Nýtum reynslu Ragnars: ☆ ískólamálum ☆ í æskulýðsmálum ☆ í atvinnumálum ☆ ífélagsmálum Hann á erindi í Borgarstjóm Skrifstofa stuðningsmanna Ragnars er að Suðurlandsbraut 12, 3. hæð. Opiðkl. 17-22 um helgarkl. 13-19 Símar 81550 og 81551. Utankjörstaðakosning er daglega í Valhöll við Háaleitisbraut klukkan 16-18 SMIÐJUVEGI8 KÓPAVOGI KVÍMTR furuhúsgögn Með alþjóðlega viðurkenningu Nýborg SSfSSf! AnJA- Laugardaga 10-16 sunnudaga frá 14-17 Prenllðnaðurinn geri samning um fresl Yfirvofandi verkfall bóka- gerðarm anna setur þ jóðfélagið I töluverðan vanda, einmitt á tíma þegar mikið er að gera fyrir bókagerðarmenn — prent- ara, vegna þess að í hönd fer mesti umsvifatimi ársins i bókagerð og blaöaútgáfu. Sú venja hefur skapast að desem- bermánuður er einhver mesta kauptíð ársins, og gefur að skilja, að nauðsyn þykir að láta hjtíl upplýsinga og auglýsinga snúastá slikum tima. Forustu- menn prentiðnaðarins og bóka- gerðarmanna láta að þvi liggja, að fri sé framundan í starfs- greinum þeirra. Bendir það til að hagur starfsmanna innan þessara greina se' með nokkr- um blóma, þvi venjulega eru verkföll ömurlegri en svo að hægt sé að orða þau við fri. Ljósteraö prentiönaðurinn og bókagerðarmenn vita hvenær skóinn kreppir i atvinnugrein- um þeirra, og hvenær heppileg- ast muni vera að boða til verk- falls. Þetta hefur gengið svona til áður og slampast af vegna þeirra, sem urðu að semja, en það voru fyrst og fremst dag- blöðin. En auðvitað getur alltaf komið að þvi, að viðsemjendur verði þreyttir á þvi að láta tala við sig um kaup og kjör undir aðstæðum hálfgerðrar nauð- ungar og láta verða af þvi að semja ekki fyrr en ifebrúar eða mars. Forustumenn prentiðnaðar vita hins vegar, að einstöku fyrirtæki standa þannig núna, að þau mundu vera til með að gera sér- samninga, vegna mikillar fjár- festingar nýverið. Má öllum vera ljóst að slfkum fyrirtækj- um er hættast i verkföllum. Þá hefur það verið lenska meðal prentarastéttarinnar, runnin frá fyrstu áratugum skipulegrar kjarabaráttu, að hafa nokkra forustu um kaup og kjör i landinu með þvi að gera samninga á undan öðrum starfsstéttum.Hæpiðer aö þessi háttur á launasam ningum prentara standist lengur vegna breyttrar skipunar i samninga- málum og þeirrar heildarsam- stöðu sem náðst hefur i kjara- samningum. Prentarar geta hreinlega lent i þeirri aðstööu aö vera ekki brautryðjendur heldur vegprestar, sem menn aka framhjá og sjá varla. Samningamálin í heild fara ekki að skýrast fyrr en i byrjun næsta árs. Þessu virðast banka- menn gera sér grein fyrir, enda eru taidar llkur á þvi að þeir muni fallast á að fresta frekari aðgerðum fram að tima heildarsamninga — með ein- hverri úrbót i bili. Nákvæmlega eins gæti prentiðnaður og bóka- gerðarmenn farið að, væru þeir enn ekki f þessu gamla forustu- hlutverki löngu eftir að tjaldið hefurveriðdregiðfyrirog kerfi heildarsa mninga hefur tekiö við. Ljóst er aö nú árar ekki þannig i þjóðfélaginu, að hægt sé aö velta auknum kostnaði vegna samninga eitthvaö annað, eins og löngum hefur verið gert. Viö völdl landinu eru m.a. þeir aö- ilar, sem gerst vita hvernig hægt er að beita verkföllum i pólitiskum tilgangi, og viö höf- um því háft frið fyrir þeim um stund. Og hugsanlegt verkfall bókagerðarmanna er sfður en svo pólitískt. Það er fyrst og fremst tengt þeirri gömlu venju að vera fyrstír tíl að semja, og móta þannig þau kjör sem sam- ið verður um siðar. Ahættan sem prentarar taka er hreinlega sú, að ekki veröi við þá samið fyrr en i heildar- samningum á árinu 1982. Þá gerist ekkert annað en þeir og fjöldi annarra landsmanna horfa fram á döpur jól. Það verður varla prentarastéttinni til upplyftingar. Heildar- samningarþeirsem stefnter aö hafa það I för meö sér, að lítið svigrúm mun verða fyrir prentara að afla sér sérstööu innan þeirra. Það verður jafn erfitt hvort sem þeir vilja á- stunda verkfall í tvo eða þrjá mánuði áður en til heildar- samninga kemur. Svarthöfði.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.