Vísir - 14.11.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 14. nóvember 1981
9
VÍSIR
U ndirbúningur
flokkanna fyrir
kosningar til
bor gar stj ór nar
— fjöídi nyrra manna
vermir sæti borgarstjórnar
Undirbúningur stjórn-
máiaf lokkanna fyrir
borgarstjórnarkosning-
arnar, sem eiga að fara
fram á vori komanda er
mislangt á veg kominn.
Ljóst er að nokkurra
breytinga er að vænta hjá
flokkunum, hvað varðar
fyrirkomulag við uppröð-
un á lista og mannaval.
Þessar breytingar eru þó
mismiklar eftir því hvaða
f lokkur á í hlut. Vísir sló á
þráðinn til forsvars-
manna flokkanna og bað
þá að greina frá undir-
búningi og helstu breyt-
ingum hjá þeim.
Einsog kunnugt er hefur
Sjálfstæðisflokkurinn riðið á
vaðið hvað undirbúning snertir
og er honum að mestu lokiö og
er ljóst hvaða menn munu gefa
kost á sér til prófkjörs hjá
flokknum.
Aðeins flokksbundir hjá
Sjálfstæðisflokknum
Sveinn Skúlason hjá yfirkjör-
stjórn flokksins tjáði blaðinu að
prófkjör Sjálfstæðisflokksins
myndi fara fram dagana 29. og
30. desember. Hingað til hafi
prófkjör flokksins verið opin öll-
um kjörgengum mönnum en
sú breyting yrði nú á, að ein-
ungis flokksbundnir Sjálfstæðis-
menn hefðu heimild til að kjósa
að þessu sinni.
Samkvæmt prófkjörsreglum
flokksins yrði hver frambjóð-
andi að hafa á bak við sig að
minnsta kosti 50% fylgi til þess
að sæti hans yrði bundið, en auk
þess yrði þátttakan i prófkjör-
inu að vera ekki minni enl/3 af
flokksbundnum Sjálfstæðis-
mönnum i Reykjavik til þess að
kosningin gæti talist lögmæt. Þó
væri kjörnefnd heimilt í sam-
ráði við viökomandi aðila að
færa sæti hans innan hinna
bundnu sæta, ef ástæða þætti til
þess.
Ekki klárt hjá Framsókn
Hjá Framsóknarflokknum
varð fyrir svörum formaður
fulltrúaráös flokksins, Jón Að-
alsteinn Jónasson. Hann tjáði
blaðinu að undirbúningur hjá
flokknum fyrir kosningarnar
væri i fullum gangi og yrði fund-
ur haldinn næstkomandi mánu-
dag þar sem ákvaröanir yrðu
teknar um prófkjörsmál. Aætl-
að væri að prófkjörið færi fram
siðari hluta janúarmánuðar.
Við siðustu borgarstjórnar-
kosningar hafði flokkurinn tvær
umferðir fyrir uppröðun listans.
I fyrri umferð var forval innan
fulltrúaráðsins, en i seinni um-
ferö fyrir alla flokksbundna
Framsóknarmenn. Jón var
spurður hvort sami háttur yrði
hafður á við komandi kosning-
ar.
Jón sagði aö endanleg ákvörö-
un yrði tekin i byrjun næstu
viku. Um væri að ræða hvort
forvalið yrði alfarið i höndum
fulltrúaráðsins eða hvort hinn
almenni flokksmaður myndi fá
heimild til þátttöku i þvi. Jón
kvaðst ætla að menn hölluðust
frekar að seinni kostinum.
Jón sagði, aö stórvægilegra
breytinga væri ekki að vænta
við undirbúning kosninganna.
Menn væru þó að skoða nýjar
aðferðir og hvað út úr þeim gæti
fengist. ^
Breyttar reglur hjá kröt-
um
Prófkjör Alþýöuflokksins fara
að öllum likindum fram i janú-
armánuði, en endanleg ákvörö-
un um timasetningu er ekki
ennþá afráöin.
Kristin Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins sagði, að undirbúning-
ur væri ekki hafin að fullu, en þó
væri búið að ganga frá öllum
formsatriöum fyrir kosningarn-
ar.
Prófkjörsregiur flokksins
breyttust nokkuð á aukaþingi
siðasta flokksþings, sagði Krist-
in. Breytingin fæli einna helst i
sér, að i stað þess að viðkom-
andi bjóði sig fram i ákveðið
Kristján Benediktsson.
„Hyggst
ekki gefa
kost á
mér
aftur”
— segir Kristján
Benediktsson
,,Ég hef ekki áætlað að gefa
aftur kost á mér til starfa i
borgarstjórn. Að þvi liggja
engar sérstakar ástæður. Ég hef
oft skipt um starf á ævinni, auk
þess sem ég er búinn að vera i
borgarstjórn fyrir minn flokk i
um 20 ár og þvi er ekkert óeðli-
legtað ég dragi mig i hlé núna”,
sagði Kristján Benediktsson
borgarfulltrúi Framsóknar-
flokksins i stuttu spjalli við
Visir.
„Ég hef enga hugmynd um
það hverjum muni hlotnast mitt
sæti i borgarstjórn, en eitt er
vist að við Framsóknarmenn
ætlum okkur ekki færri en þrjú
sæti eftir komandi kosningar.
sæti eins og verið hafi, þá yröi
hann eftirleiðis að raða sér i
önnur sæti á listanum. Þar á
móti kæmi, að ef einungis eitt
framboð kæmi i ákveðið sæti þá
væri sá hinn sami sjálfkjörinn,
eins og verið hafi i undanförnum
kosningum hjá flokknum.
Forval með hefðbundn-
um hætti
Næst var leitað til Alþýðu-
bandalagsins og fyrir svörum
varð Kristján Valdimarsson,
formaður Alþýðubandalagsins i
Reykjavik.
Kristján sagöi að undirbún-
ingur flokksins væri ekki kom-
inn á fullt skrið en stefnt væri aö
þvi að vera með forval um
mánaðamótin jarnúar/febrú-
ar.
1 forvali flokksins felst, að það
verða tvær umferðir. Forvalið
hefur ávallt verið bundiö viö
flokksmenn. Fyrri umferöin
þjónar þeim tilgangi að tilnefna
menn til þátttöku og i þeirri um-
ferð eru ekki gjaldgengir þeir
sem eru borgarfulltrúar hverju
sinni. Þessi umferð er hugsuð til
þess að koma á framfæri nýju
fólki og kynna það. Kjörnefnd
Guðrún Helgadóttir
„Ekki
ákveðin
hvort ég
hætti ”
segir Gudrún
Helgadóttir
,,Ég er ekki búin að gera það
alveg upp við mig ennþá hvort
ég held áfram eða dreg mig i
hlé. Það er svo langt i forvalið
hjá okkur, að það brennur
ekkert á mér að taka ákvörðun
strax og ég hef raunar litið
hugsað um þetta ennþá af al-
vöru”, sagði Guðrún Helga-
dóttir borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, en raddir hafa
heyrst þess efnis að hún muni
ekki gefa kost á sér i forval
flokksins við næstu kosningar.
,,Ég gæti vel hugsaö mér að
töluverðar mannabreytingar
yrðu hjá Alþýðubandalaginu við
næstu kosningar. Vel getur
verið að einhverjir af núverandi
borgarfulltrúum okkar láti af
störfum sinum, en hverjir þeir
eru, er ómögulegt að spá um.
vinnur siöan úr niðurstöðum
þessarar umferöar og býr til
lista fyrir seinni umferðina og
þá koma þeir inn sem voru ekki
kjörgengir i fyrri umferöinni,
auk þeirra sem hlutu flest at-
kvæði i undangenginni umferð.
Miklar breytingar
Ljóst er að einhverjir núver-
andi borgarfulltrúar munu
draga sig i hlé við næstu kosn-
ingar og væntanlega birtast ein-
hver ný andlit á listum flokk-
anna þó of snemmt sé að spá um
þaö enn þá hverjir þaö veröa.
Vitað er að Björgvin Guö-
mundsson borgarfulltrúi
Alþýðuflokks mun draga sig i
hlé og snúa sér alfarið aö störf-
um sinum hjá B.Ú.R.
Hjá Framsóknarflokknum er
ljóst að Kristján Benediktsson
borgarfulltrúi muni draga sig i
hlé.
Likur benda til aö Guörún
Helgadóttir borgarfulltrúi
Birgir tsieifur Gunnarsson.
„Ekki
merkh
legur
ágrein-
ingur”
— Segir Birgir
.
Isleifur
Gunnarsson
„Agreiningurinn sem rikir
milli kandidata Sjálfstæðis-
flokksins til borgarstjórnar-
kosninganna er aö minu mati
ekki merkilegur. Þaö er eðlilegt
iprófkjöriaðhverhugsi fyrstog
fremst um sitt skinn, og þetta
virðistrikja hjá þessum aðilum.
Ég tel að hér sé ekki um neinn
málefnalegan klofning að ræða,
sagði Birgir lsleifur Gunnars-
son borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, en hann hefur ákveöið
að gefa ekki kost á sér til próf-
kjörs flokksins.
„Astæðan fyrir þvi að ég
hætti er sú, að ég ákvað 1979
þegar ég komst inná þing að
helga mig alfariö þeim störfum
og draga mig i hlé sem borgar-
fulltrúi. Auk þess er þetta liður i
þeirri viðleitni minni að vera
ekki alltaf i sama starfinu og fá
svolitla fjölbreytni, enda er það
hverjum manni nauðsynlegt.”
Alþýöubandalagsins láti af sin-
um störfum i borgarstjórn.
Ljóst er að þrir núverandi
borgarfulltrúar Sjálfstæöis-
flokksins muni draga sig i hlé,
þeir Birgir ísleifur Gunnarsson
sem verið hefur i borgarstjórn i
20 ár og Ólafur B. Thors, sem
setið hefur i borgarstjórn um 10
ára skeið og Elin Pálmadóttir.
Af framangreindu má ljóst
vera, aö töluverðar manna-
breytingar verða á borgar-
stjórnarliði flokkanna og má ef-
laust vænta margra nýrra og
jafnvel áður óþekktra manna
sem verma skuli sæti borgar-
stjórnar að aflokinni kosning-
unni aö vori, bæði vegna þeirra
sem hætta og eins vegna þess að
nú verður borgarfulltrúum
fjölgaö úr 15 i 21.
—SER
Björgvin Guðmundsson.
„Þörfá
nýjum
mönnum”
— segir Björgvin
Gudmundsson
„Astæðan fyrir þvi að ég hef
dregið mig i hlé i borgarstjórn
er ekki vegna leiða yfir þvi
amstri sem störfum i henni
óneitanlega fylgir”, sagöi
Björgvin Guðmundsson borgar-
fulltrúi Alþýðuflokksins, sem nú
hefur ákveðið að láta af störfum
sem slikur.
„Það liggja tvær ástæður að
baki þessarar ákvörðunar
minnar. Annars vegar er það
vegna ráðningar minnar til
B.Ú.R. og hinsvegar vegna þess
að ég tel mig vera búinn að vera
borgarfulltrúi nógu lengi.
Ég hef verið sem aðalmaður
Alþýðuflokksins i borgarstjórn i
rúmlega tiu ár og svipaöan tima
sem varamaður, þannig að ég
tel eðlilegt að hleypa nýjum
mönnum ab.
Ég vil engu spá um það hver
verður arftaki minn i fyrsta sæti
listans. Eins og lög flokksins
gera ráð fyrir verður opið próf-
kjör fyrir kosningarnar og það,
hver kemur i minn stað þori ég
ekki að segja um.
Mér þykir það mjög liklegt að
ungir menn muni gefa kost á sér
á lista flokksins og skipi sér i
efstu þrjú sæti hans, en ég vil
ekki nefna nein likleg nöfn i þvi
sambandi.