Vísir - 14.11.1981, Qupperneq 20
VÍSLR
Laugardagur 14. nóvember 1981
Frimerkjasöfnun getur veriö
vottur um sköpunarform.
Þaö eru ekki allar skoöanir jafn
gjaldgengar
.... og þaötaki þvi varla aö hafa hugsjónir
, ,Ætli l
yröu ei
einhvet
þrivið
uppákot
Aðalsteinn Ingólfsson
er eiginlega fluttur til
útlanda. i bili að
minnsta kosti. Til Sví-
þjóðar. Er bara hér i
snöggferð til að vera
viðstaddur útkomu bók-
ar um Kjarval, sem
hann á nokkurn þátt í.
Til Sviþjóöar?
i hvaö iangan tima:
Hvaö að gera? Hvers vegna?
Til að skrifa ritgerö og veröa
doktor i iistfræöi.
— Skrýtiö orð listfræði, segir
Aðalsteinn. Ég heldþaðhafiverið
Björn Th. sem fann það upp. Auð-
vitað getur enginn verið fræðing-
ur í listum eins og þær leggja sig.
Fagiö var kallað listasaga þar
sem ég lærði það.Sjálfum er mér
nokkuð sama hvað ég er kallaöur.
Þetta með utanförina kom nú
þannig til að okkur fannst við orð-
in dálitið föst i skorðum hér og
kominn timi til að hreyfa sig eftir
7 ára törn. Þetta var spurning um
annað hvort aö fá vinnu erlendis
eöa halda áfram nami. Lengi vel
vorum við hjónin mjög veik fyrir
Bandarikjunum — stórkostleg
söfn þar — og ég var m.a.s. búinn
að fá vinnu við safn i Omaha,
Nebraska!, sem er ekki beint
nafli alheims. En i þann mund
fékk ég lika tilkynningu um styrk
til að sækja háskólann i Lundi og
það réði úrslitum.
Hvers vegna Sviþjóð?
— Það komu einfaldlega ekki
önnur lönd til greina fyrir mig en
Norðurlöndin ef ég ætlaði i nám,
þau eru einu löndin sem taka gild
islensk doktorsverkefni i lista-
sögu. Ég sé enga ástæðu til að
vera að skrifa um eitthvað sem
ekki kemur íslandi viö.
Þegar þú segist hafa verið
kominn i of fastar skorður hér
heima, hvað áttu við?
— Ég á þá liklega helst við hluti
sem koma starfi manns beint við,
það að vera blaðamaður og gagn-
rýnandi. Það mæðir á manni til
lengdar. Smátt og smátt hættir
maður að geta sagt nokkuð nýtt
um suma listamenn, sem eru að
sýna. Og mann fer að langa til að
verða sér úti um ný og fersk við-
horf.
Alinn upp
á vellinum
Geymum okkur listina um sinn,
Aöalsteinn, hvaö um þig sjálfan?
Hvaðan kemurðu?
Þegar ég fer að skopast að ætt-
fræðinni stæri ég mig stundum af
þvi að vera kominn af austfirsk-
um höfðingjum annars vegar og
irskum þrælum hins vegar, þvi
pabbi minn er úr Dölunum og
mamma austan úr Vopnafirði. Þó
erégekki alinn upp isveit, heldur
á vellinum.
Áttu við Keflavikurflugvöll?
— Já. Pabbi er veðurfræðingur
og vann lengivel á veðurstofunni
á flugvellinum sem er rekin i
samvinnu hersins og rikisins og
starfsmenn fengu bústaði á svæð-
inu. Við bjuggum i sérblokk og
vorum keyrð i skólann i Keflavik
og Njarðvik. Annars var flugvöll-
urinn og umhverfi hans mitt leik-
svæði allt frá ’55-’62, eða frá 7 ára
aldri fram á gelgjuskeiðið.
Hlýtur að hafa verið skrýtið?
— Ég veit það nú ekki. Okkur
fannst þetta ósköp eðlilegt allt
saman. Það var helst að krakk-
arnirúr Njarðvikunum litu á okk-
ur sem skrýtna fugla. Þeim þótti
það liklega eftirsóknarvert að
búa á vellinum, öfunduðu okkur
af ýmsu, svo sem þessum greiða
aðgangi sem við höfðum að
tyggjóiog sælgæti, nú eða þá bi'ó-
myndunum. Ætli ég hafi ekki séð
allar biómyndir löngu áður en
þærkomu til íslands ef hægt er að
orða það á þann veg. Og allar
hryllingsmyndirnar. Og ég hef
haft biódellu siðan, — Kanarnir
voru álitnir „fair éame” — það
þótti vi'st engin höfuðsynd að stela
frá þeim eða gera þeim skráveifu
þvi þeir þóttu eiga svo mikið. A11-
ar þessar amerisku drossiur. Við,
sem bjuggum innan um þá, litum
öðru vísi á málið, held ég. Við
kynntumst þessum möinum. Ég
vann auk þess flest sumur hjá
Aðalverktökum — ég hugsa að
það hafi gefið mér visst umburð-
arlyndi og skilning á þeim. En
ekki held ég að við höfum borið
mikla virðingu fyrir þeim. Okkur
þótti þeir skelfing barnalegir.
Þeim var innprentaður sérstakur
skilningur á Islandi og auövitað
leiddist þeim hroðalega hér. A
þessum árum máttu þeir ekkert
fara nema í uniformi og urðu oft
fyrir aðkasti. Þeim var talin trú
um að Reykjavik væri full af
kommúnistum sem vildu berja
þá.
Eftir á aö hyggja hefur þetta
verið dálitið furðuleg æska, þvi ég
lifði eiginlega i tveimur heimum.
Ég var alltaf i sveit i Dölunum á
sumrin sem strákur og kynntist
þar fortiðinni. Man ég t.d. vel eft-
ir smjörgerð i strokk og þarna
voru menn sem enn gengu í sauö-
skinnsskóm. Hálft árið liföi ég i
sliku umhverfi hjá afa og ömmu,
hitt f miðjum nútimanum, eigin-
lega í framtið, þvi þarna á vellin-
um koma flestar nýjungar fyrren
utan hans.
— Hvað um pólitik, hefur þetta
haft áhrif á afstööu þina til hers-
ins t.a.m.?
— í fystu tók maður þessu sem
sjálfsögðum hlut að herinn væri
þarna. Svo fóru að koma upp i
hugann efasemdir. Ég fæ alltaf
öðru hverju efasemdarkast varð-
andi þennan stað. Samt vildi ég
ekki losna við visst sentimental-
itet varðandi völlinn. Þarna lék
ég mér sem smábarn. Einhvern
timann langar mig að skrifa um