Vísir - 14.11.1981, Side 30
30
VISIR
Laugardagur 14. nóvember 1981-
Mekas-
brædur
...Þaö vantar ekki fjölbreytn-
ina i kvikmyndirnar sem boöiö
er uppá i kvikmyndahúsunum
þessa dagana. Liklega leikur þó
mörgum mest forvitni á aö sjá
Ctiagann i Austurbæjarbiói.
Hér er á feröinni forkunnargóö
mynd sem ætti að höföa til afar
margra. Gisli Súrsson hefur
oröiö mörgum eftirminnilegur
við lestur Gisla sögu og nú gefst
tækifæri til aö lifa þessa sögu
uppá nýtt eöa kynnast Gisla i
fyrsta sinn....l Regnboganum
standa yfir sýningar á norrænu
barna- og unglingamyndum.
Myndirnar eru frá Noregi, Svi-
þjóö, Danmörku og Finnlandi og
hafa veriö valdar sérstaklega
meö tilliti til gæöa. Aösóknin aö
þeim hefur veriö ákaflega góö
enda lengi vitaö aö börn og
unglingar eru einhverjir allra
áhugasömustu kvikmyndahús-
gestirnir ... Walter Matthau á
ekki vanda til aö svikja aödá-
endur sina og nú hefur hann
fengiölitla telpu aö mótleikara i
kvikmynd Laugarásbiós Hættu-
spil.Það má heita daufgerö per-
sóna sem Walter Matthau getur
ekki kreist fáein bros út úr....
All the Jazzer prýðisgóö mynd,
skrautleg, kraftmikil og afar
likleg til að hrifa áhorfandann
meö sér. Hún fjallar um leik-
stjóra sem hefur sett upp fjölda
söngleikja en á skammt ófarið i
gröfina þegar hann byrjar aö
æfa þann siöasta. I banalegunni
dundar hann viö aö setja ævi
sina upp I söngleik og útkoman
verður afbragö dans- og
söngvamynd....
og Fassbinder i
Fj alakettinum
Þeir Fjalakattarmenn
bjóða ekki uppá neitt moð
á nóvemberdagskránni
frekar en fyrri daginn.
Dagskrána sem staðið.
hefur yfir frá 7.
nóvember og lýkur 15.
nóvember hafa þeir
helgað þrem leikstjórum,
Rainer Werner Fass-
binder annars vegar en
bræðrunum Adolfas og
Jónasi Mekas hinsvegar.
Fassbinder er Islendingum
vel kunnur þvi myndir hans
hafa veriö sýndar á kvikmynda-
hátiöum, sýningum Fjalakatt-
arins, i sjónvarpinu og á al-
mennum sýningum þriggja
kvikmyndahúsa aö minnsta
kosti. Eftir þessa löngu upp-
talningu væri meira aö segja
hægt aö láta sér detta i hug aö
hann hafi jafnvel komist i
islenskt video eöa er það of
mikil bjartsýni?
En þó Fjalakötturinn sé nú að
sýna tvær myndir Fassbinders,
Kinverska rúllettu” frá 1977 og
„Afkvæmi satans” er ekki um
neinar endursýningar aö ræöa
þvi af nógu er aö taka þegar
kvikmyndir Fassbinders eru
annars vegar, þær munu vera
orðnar um fjörutiu aö tölu.
Myndirnar tvær eru um margt
forvitnilegar. Þær eru frá þeim
árum er hróöur Fassbinders tók
fyrir alvöru aö berast út fyrir
landamæri Þýskalands og i
þeim má greina breytingar á
ferli hans. Einkum þykir i „Kin-
verskri rúllettu” bera meira á
flóknari myndmáli en Fass-
binder hafði áöur notaö. 1
„Afkvæmi Satans” varöa breyt-
ingarnar meira efniviöinn,
Fassbinder viröist fremur leit- ^
ast viö aö fjarlægjast persón-’
urnar.
En eins þekktur og
Fassbinder er oröinn eru
Mekasbræöur aö sama skapi
Sólveig K.
Jónsdóttir.
skrífar
óþekktir hér á landi. Þeir
fluttust áriö 1955 frá Litháen til
New York og hófu nær þegar
kvikmyndagerö og útgáfu kvik-
myndatimarits.
Myndirnar sem Fjalakött-
urinn sýnir eftir þá bræöur heita
„The Brig”, „Hallelujah The
Hills” og „Companeras and
Companeros”. Jonas Mekas
leikstýrir „The Brig” en hún er
kvikmyndun staðsetningar á
samnefndu leikriti eftir
Kenneth Brown. Myndin þykir
einkar merk og hefur undarlega
vel tekist til viö kvikmyndun
sviösverks.
Adolfas Mekas leikstýrði
„Halleluhja The Hills” en hún
er mjög frjálsleg að öllu leyti,
hvort heldur litiö er á klæöaburö
leikaranna, söguþráðinn eöa
uppbyggingu myndarinnar.
„Compenaras and Companer-
os” er sömuleiöis unnin undir
leikstjórn Adolfas Mekas.
Af 3. dagskrá Fjalakattarins
eru nú einungis tveir dagar eftir
en allar myndirnar standa enn
til boða. Vert er að minna einu-
sinni enn á aö hægt er að kaupa
sérstakt skirteini fyrir hverja
einstaka dagskrá Fjalakatt-
arins i vetur.
—SKJ
hvaó, hvar...?
1 næstu viku hefjast sýningar á
kvikmyndum gerðum af mynd-
listarmönnum i Nýlistarsafninu,
Vatnsstig 3b. Þessar kvikmyndir
eru forvitnilegar, þvi þær lúta
ekki lögmálum frásagnar eins og
við eigum að venjast, heldur
reynir kvikmyndamaöurinn að
setja fram myndræna túlkun með
hinum ýmsu möguleikum list-
formsins.
Sýningarnar hefjast þ. 18 á miö-
vikudaginn og verða i fyrstu
sýndar erlendar myndir eftir ev-
rópska og bandariska listamenn,
t.d. Serra, Innone, Marina og
Ulay, Marcel Brothers o.fl. Sið-
ustu dagana verða svo islensku
myndirnar sýndar og er öllum
scm vilja taka þátt boöiö aö koma
með eigin kvikmyndir og sýna
þær i Nýlistasafninu 8 og 16 mm.
Þessi kvikmyndahátiö stendur
yfir dagana 18—30 nóvember og
hefjast sýningar kl. 20 alla virka
daga og kl. 14 laugardag og
sunnudag.
Myndlist
Galleri Lækjartorg:
Þar sýnir Haukur Halldórsson hvað er aö vera i Tröllahöndum, en
sýningin ber þá yfirskrift. Hún er opin frá kl. 14-22 alla daga, en Gallerí
Lækjartorg er aö Hafnarstræti 22.
Listmunahúsiö:
Þarhanga á veggjum myndir eftir Jón Engilberts, Gunnar Orn, Alfreö
Flóka, Óskar Magnússon, vefara og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Svo er
nýja kaffistofan opin.
Listaskáli ASl:
„Guernica” eftir Picasso — saga málverksins rakin á fræðandi hátt.
Kjarvalsstaöir:
Þóröur Ben. Sveinsson heldur sýningu, þar sem hann varpar fram hug-
myndum aö skipulagi Reykjavlkur. Sýningu Arnar Inga frá Akureyri
lýkur um þessa helgi.
Listasafn tslands:
Sýning á eigin verkum safnsins. Safnið er opiö laugardaga, sunnudaga,
þriöjudaga og fimmtudaga milli kl. 13.30-16.00.
Galleri Langbrók:
Textílsýning Rögnu Róbertsdóttur. Galleriið er opiö 12-18 virka daga,
og 14-18 um helgar.
Asmundarsalur:
Þar eru sýndar tillögur aö veggskreytingum á Stöðvarhúsinu að Sig-
öldu, en sýningunni lýkur á sunnudagskvöldiö. Asmundarsalur er opinn
14-22.
Djúpiö:
Myndlistarsýning Siguröar Eyþórssonar. Meöal annars málar Sigurö-
ur málverk meö egg tempera tækni á sýningunni.
Stúdentakjallarinn:
Sýning á ljósmyndum frá Poitou-Charente héraöinu i Frakklandi i
samvinnu viö Franska sendiráöiö.
Happý-húsið, Reykjavikurvegi 64:
Bjarni Jónsson sýnir: á sýningunni eru m.a. myndir sem hann geröi i
kjölfar vinnu sinnar viö Islenska sjávarhætti Lúðviks Kristjánssonar.
Norræna húsiö:
I sýningarsal i kjallara sýnir Agúst Petersen, en sýningu hans lýkur á
sunnudagskvöldiö. 1 anddyri hússins stendur yfir sýning á verkum
finnsku grafiklistakonunnar Lisbet Lund.
Mokka café:
Þar sýnir Olga von Leuchtenberg vatnslita- og oliumyndir, sem hún
hefur m.a. málað i sumarleyfum sinum hérlendis.
Húsavik:
Hringur Jóhannesson og Sigurlaug Jóhannesdóttir opna sýningu i Safn-
húsinu I dag kl. 2. Hringur sýnir 30 verk — oliumyndir og teikningar,
Sigurlaug vefnaö unninn úr hrosshári. Sýningin stendur aöeins til
þriðjudagskvölds 18. nóvember og er opin frá 2-10.
Borgarnes: £
Sunnudaginn 15. nóv. opna þær Aslaug Benediktsdóttir tog Carmen
Bonitch myndlistarsýningu i Hótel Borgarnesi. A sýningunni eru oliu-
málverk, vatnslitamyndir og tússteikningar, og mun sýningin standa í
eina viku.
Leiklist
Alþýöuleikhúsiö:
Stjórnleysingi ferst af slysförum I kvöld kl. 23.30. A'llra allra siðasta
sinn.
Sterkari en súpermann: Á morgun kl. 15.
Kópavogsleikhúsiö:
Aldrei er friöur eftir Andrés Indriðason. Frumsýning í kvöld kl. 20.30.
Næstu sýningar: Sunnudag kl. 15, fimmtudag kl. 20.30.
Leikfélag Reykjavikur:
Undir álminum: á morgun kl. 20.30
Jói: 1 kvöld kl. 20.30 — uppselt.
Nemendaleikhúsiö:
Jóhanna frá Ork, sýning á morgun kl. 20.30.
Þjóðleikhúsiö:
Hótel Paradis i kvöld kl. 20.
Dans á rósum á morgun kl. 20.
Hljómsveitin Spilafifl heldur tvenna tónleika á næstunni. Fyrst á morg-
un kl. 211 Félagsstofnun stúdenta og svo á Borginni á fimmtudaginn kl.
21.30. Jonee Jonee koma lika fram á morgun.
Hliðarendi:
Sunnudaginn 15. nóv. mun Guðrún A. Simonar syngja fyrir matargesti
veitingahússins Hllöarenda. Á efnisskránni eru lög úr ýmsum áttum,
en undirleikari er Arni Elfar. Guörún hefur söng sinn kl. 21.30.
Fóstbræöraheimilið:
Haustskemmtunin þeirra Fóstbræðra verður I siöasta sinn I Reykjavik
um þessa helgi. Svo veröur haldiö út á land.
Kjarvalsstaðir:
Simon Ivarsson heldur gitartónleika i dag, laugardag, kl. 16.30. A tón-
leikunum leikur hann eingöngu spænska gitartónlist, klassiska og
flamingó.