Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001
Þ
ÓRBERGUR Þórðarson segir
frá því í samtalsbók hans og
Matthíasar Johannessen Í
kompaníi við allífið að skömmu
fyrir fimmtugsafmæli Stefáns
frá Hvítadal, haustið 1937, hafi
Helgi Hjörvar beðið hann að
flytja erindi í útvarpið um skáld-
ið. Þórbergur brást góðfúslega við beiðninni og
flutti tvö erindi sem fjölluðu um líf þeirra á
Siglufirði og Akureyri árið 1912. Þórbergur
segir: „Fólki líkaði erindin vel og ég fékk hrós
fyrir. Svo hugsaði ég með mér: – Sennilega má
nú gera bók um þetta. Og í henni varð svo elsk-
an mín aðaluppistaðan, eins og þú veizt.“ (Í
kompaníi við allífið, 1959, 21)
Hér er Þórbergur að sjálfsögðu að segja frá
aðdraganda þess að hann skrifaði Íslenzkan að-
al sem kom út árið 1938 og var fyrsta „bók-
menntaverk“ hans frá því að Bréf til Láru kom
út árið 1924. Þarna koma fram þeir tveir meg-
inþræðir sem Þórbergur spinnur út frá í Ís-
lenzkum aðli, þ.e.a.s. líf hans og skáldbræðr-
anna (Stefáns frá Hvítadal og fleiri) á Siglufirði
og Akureyri árið 1912 og „ástarsagan“ – eða
sagan af „elskunni“ hans Þórbergs.
Er Íslenzkur aðall sjálfsævisaga?
Alla tíð hafa menn átt í erfiðleikum með að
flokka þetta verk (eins og reyndar flest verk
Þórbergs) og spurt að því hvort hér sé um að
ræða sjálfsævisögu eða skáldsögu. Flestir hafa
hallast að því að kalla verkið sjálfsævisögu með
skáldlegu sniði. Smám saman hefur þó komið í
ljós að verkið getur varla fallið í flokk hefð-
bundinna sjálfsævisagna, til þess er skáldskap-
urinn of ráðandi í verkinu. Sjálfur segir Þór-
bergur á einum stað:
Mínar bækur eru yfirleitt sannar frásagnir,
hafnar dálítið upp í æðra veldi að sínu leyti eins
og Gunnarshólmi Jónasar Hallgrímssonar,
sem er sönn saga sögð á skáldlegu máli. En Ís-
lendingar eru svo þunnir í skáldskaparmati, að
þeir halda að ekkert sé skáldskapur nema mað-
ur „skapi“ persónur, og sköpunin er venjulega
ekki frumlegri en svo, að höfundarnir taka per-
sónur, sem þeir hafa þekkt í lífinu eða haft
sagnir af og hnoða upp úr þeim bókmanneskj-
ur. (Í kompaníi við allífið, 1959, 99)
Til að athuga nánar hvernig Þórbergur „hef-
ur sannleikann upp í æðra veldi“ er ágætt að
skoða „aðaluppistöðu“ Íslenzks aðals, ástarsög-
una. Hvert er sannleiksgildi þeirrar sögu? Það
má skoða frá nokkrum sjónarhornum.
Haustið 1911 leigði ung stúlka að nafni Arn-
dís Jónsdóttir sér herbergi í Bergshúsi, Skóla-
vörðustíg 10, þar sem Þórbergur bjó á árunum
1909–1913. Arndís stundaði nám við kennara-
skólann í Reykjavík en dvaldist heima í Hrúta-
firði á sumrum. Kennaranáminu lauk hún vorið
1914 og flutti þá alfarin norður í land þar sem
hún gerðist barnakennari og giftist nokkrum
árum seinna. Ljóst er að „elskan“ hans Þór-
bergs sem sagt er frá í Íslenzkum aðli og Ofvit-
anum er byggð á persónu þessarar stúlku og
ýmsum raunverulegum atriðum er haldið til
haga. „Elskan“ er aldrei nafngreind í bókunum
en hún leigir sér herbergi í Bergshúsi og kem-
ur frá Bæ í Hrútafirði.
Þegar Íslenzkur aðall kom út var Arndís
Jónsdóttir við fulla heilsu og henni var ljóst að
hún var fyrirmynd „elskunnar“ í bókinni en
hún fullyrti hins vegar að þrátt fyrir að þau
Þórbergur hefðu þekkst væri lýsingin á sam-
bandi þeirra í bókinni hreinn uppspuni. Í dag-
bókum Þórbergs og ýmsum bréfum sem
geymd eru á handritadeild Landsbókasafns er
víða minnst á Arndísi og kemur þar fram að
Þórbergur hefur verið hrifinn af henni en ekki
er hægt að sjá að hrifning hans hafi verið end-
urgoldin eða að samband þeirra hafi verið nán-
ara en gerist og gengur á milli kunningja sem
búa í sama húsi. Helgi M. Sigurðsson sem rit-
stýrði úrvali úr dagbókunum og öðrum óbirtum
handritum Þórbergs segir í formála að fyrra
úrvalinu:
Á þessum árum steig Þórbergur fyrstu
skrefin í kynnum sínum af kvenþjóðinni, en
draumlyndi hans í þeim efnum var í litlu sam-
ræmi við raunveruleikann og olli honum
ómældum sársauka. Ein stúlka, Arndís Jóns-
dóttir, átti hug hans í heil fimm ár, þó að samb-
and þeirra yrði aldrei náið. Um það má að
nokkru lesa í dagbókunum frá 1912 og 1914.
(Ljóri sálar minnar, 1986, 9)
Þórbergur og „elskan“
Í Ljóra sálar minnar eru birt átta bréf til
Þorleifs Gunnarssonar sem var einn af skáld-
bræðrunum sem sagt er frá í Íslenzkum aðli.
Bréfin skrifar Þórbergur á tímabilinu júlí 1911
til maí 1912. Lengsta bréfið er skrifað 1. des-
ember 1911 og teygir það sig yfir margar
prentaðar síður. Það er jafnframt fyrsta bréfið
sem Þórbergur skrifar Þorleifi eftir að Arndís
flytur í Bergshús. Þórbergur skiptir bréfinu
niður í sjö kafla og nefnist fimmti kafli (sem er
stystur) „Kvenfólkið“. Hann hljóðar svona:
Ég get verið fáorður um það. Kvennafar
heyrist nú eigi nefnt af þessum gömlu kump-
ánum. Það er eins og þeir séu dauðir úr öllum
æðum. Það er dálítið öðruvísi en í fyrra vetur.
Ég fer aldrei út á kvöldin nema eg eigi brýnt
erindi.
Tvær stúlkur komu hingað í húsið í haust og
eru hér til vistar í vetur. Önnur þeirra er systir
Önnu sem hér var í fyrra; hin er norðan úr
Hrútafirði. Báðar eru þær laglegar vel, einkum
hrútfirska kvinnan; hún er líka bráðskynsöm.
Hún er systir Sigurgeirs, sem hér var í fyrra og
er hér nú; þú kannast við hann.
Við höfum feykilega gaman að þeim. Sumir
segja að stúlkan að sunnan sé ekki fráleit í hitt
og þetta
- - - .
Læt eg svo úttalað um það. (Ljóri sálar
minnar, 63)
Ekki er hægt að ráða af þessu bréfi að Þór-
bergur sé beinlínis kolfallinn fyrir stúlkunni
þótt honum finnist hún lagleg vel og bráðskyn-
söm. Ekki er tiltekið að hún sé til í „hitt og
þetta - - - “, líkt og stallsystirin, enda hefði hún
þá verið ófær sem fyrirmynd „elskunnar“. Bréf
þetta endar Þórbergur á því að kvarta um van-
líðan og þunglyndi: „Mér er lífið þungbært,“
segir hann og „það er eins og það létti á sál
minni í svipinn ef eg get gert ofurlítið að gamni
mínu þótt gamanið sé ómerkilegt.“ (63–64)
Næsta bréf er skrifað mánuði síðar, 2. janúar
1912, og þar minnist hann ekkert á Arndísi en
segir hins vegar frá því að hann og Emil Thor-
oddsen vinur hans hafi komist: „á smávegis
kvennafar; en ekki má eg segja þér hvernig því
var farið; en kynnu sumarhallirnar suður við
Öskjuhlíð að tala, þá gætu þær sagt sögu, sem
skírlífar heiðurskonur myndu eigi kæra sig um
að heyra í fjölmenni. Kl. 4 um nóttina kom eg
heim.“ (68)
Næsta bréf er dagsett 27. janúar 1912 og þar
segir m.a.: „Af mér er það frekast að segja að
mér líður vel. – En eigi get eg þó neitað því, að
tilkomulítið er lífið og oft er skuggalegt í sálu
minni. En svo rofar til annað kastið; þá leik eg
mér eins og lamb og flýg á kvenfólkið, svo allt
ætlar um koll að keyra (71). Síðar í bréfinu seg-
ir hann: „Kvennafar heyrist nú tæplega nefnt,
nema þegar við Gunnar sitjum hér einir og
hjölum um hitt og þetta sem á daga okkar hefur
drifið í ástamálum o.s.frv. Það færð þú að heyra
þegar við sjáumst næst“ (74). Hann minnist
ekki á Arndísi en segir Þorleifi frá þeirri fyr-
irætlan sinni að fara norður á Siglufjörð í síld-
arvinnu þá um sumarið því það sé mikið hægt
að hafa upp úr því. Hann segist hins vegar vera
„alveg hættur við vegavinnuna, því hún gefur
svo lítinn hagnað“. (76)
Næsta bréf er dagsett tæplega mánuði síðar,
23. febrúar 1912, og þá dregur loksins til tíð-
inda í meintum samdrætti þeirra Þórbergs og
Arndísar. Þórbergur skrifar: „Nú er klukkan
orðin 1 að nóttu. Ég hef setið hér hjá yndislegri
stúlku síðan klukkan 9 í kvöld, en nú er hún ný-
gengin niður og þá byrja eg á bréfinu“ (77). Hér
er líklega óhætt að fullyrða að um Arndísi hafi
verið að ræða því herbergi hennar var einmitt á
hæðinni fyrir neðan herbergi Þórbergs. Fleira
segir Þórbergur ekki um þennan fund þeirra í
bréfinu heldur snýr sér að öðrum málum.
Eitt af því sem hann segir þar frá er kvæði
sem birst hafði í Ísafold eftir mann sem kallaði
sig H. Hamar. Kvæðið hafði vakið umtal, sér-
staklega fyrir það sem Þórbergur nefnir „hóg-
vært klám“, „en það geta kvensniftirnar eigi
þolað sóma síns vegna!!“ segir hann í bréfinu
(76). Þórbergi finnst kvæðið hins vegar lélegt
og tilgerðarlegt og gerir hann mikið grín að
manni sem „tók sér þann kross á herðar, að
reyna að skýra kvæðið fyrir oss málfundar-
mönnum“:
Það var regluleg unun að heyra til Helga
þegar hann stritaðist við að skapa vit úr vitleys-
unni, og þó var gamanið mest er hann reyndi að
gera holdlegu tilfinningarnar að háleitum ást-
artilfinningum. Menn réðu sér öðru hvoru ekki
fyrir hlátri; og jafnan rek eg upp skellihlátur er
eg minnist ræðu Helga og það nú er eg skrifa
þér þessar línur. (79)
Þetta eru athyglisverð orð í ljósi ástarsög-
unnar í Íslenzkum aðli því af þeim má ráða –
sem reyndar víða annars staðar í skrifum hans
– að Þórbergi var vel ljós andstæða háleitra
ástartilfinninga og holdlegra tilfinninga eins og
slíkt er sett fram í rómantískum skáldskap. Í
Íslenzkum aðli er Þórbergur nefnilega öðru
fremur að gera grín að – eða að skopstæla –
slíkar ástarsögur, eins og vikið verður að síðar.
Næsta bréf til Þorleifs er dagsett 11. apríl
1912. Í því langa bréfi er ekki minnst beint á
Arndísi en undir blálok bréfsins segir: „Nú er
klukkan orðin 12½ að miðnætti. Kvenfólkið
glepur fyrir mér. – Nú eru hér skemmtilegar
stúlkur. - - - Kveð eg þig svo með kærri kveðju,
og bið þér allrar hamingju og heilla“ (90). Síð-
asta bréfið til Þorleifs er dagsett 6. maí 1912 og
er það skemmst frá því að segja að þar er ekki
minnst á Arndísi né annað kvenfólk.
Umrædd bréf eru skrifuð á því tímabili sem
Þórbergur á, ef trúa á Íslenzkum aðli, að hafa
verið að farast úr ást á Arndísi Jónsdóttur, ali-
as „elskunni sinni“. Hann hefur þá farið ansi
leynt með þær tilfinningar í persónulegum
sendibréfum. En hvað með dagbækurnar? Nú
er dagbókarformið yfirleitt það form persónu-
legra skrifa þar sem ritarinn er hvað hrein-
skilnastur varðandi tilfinningar sínar og innri
líðan. Í kaflanum „Skærasti bjarmi vona
minna“ í Ljóra sálar minnar eru birt
dagbókarbrot frá tímabilinu 15. maí til 6. júlí
1912 og þar kemur í ljós að „margt breytist í
endurminningunni“, eins og ritstjóri bókarinn-
ar orðar það. Af dagbókunum má ráða að ein-
hverjar tilfinningar hefur Þórbergur borið í
brjósti til Arndísar en í Íslenzkum aðli hefur
hann þær upp í æðra veldi í samræmi við þau
lögmál sem frásögnin krefst. Með öðrum orð-
um þá ríkja lögmál skáldskaparins yfir lögmál-
um sannleikans í málinu. Í ljós kemur líka að
sjálfur hápunktur frásagnarinnar – framhjá-
gangan – átti sér aldrei stað. Um það má einnig
lesa í bók Helga M. Sigurðssonar Frumleg
hreinskilni sem kom út 1992. Helgi er á þeirri
skoðun að „Þórbergur hafi ekki gert sér upp
neinar tilfinningar í garð Arndísar í bókum sín-
um“ (Frumleg hreinskilni, 30) þótt vissulega sé
ekki allt kórrétt sem hann skrifar um samskipti
þeirra. Helgi segir að Þórbergur hafi skipt
„kvenfólki í tvo flokka, gyðjur og kynverur“ og
„Arndís [hafi] hafnað í þeim fyrrnefnda. Hrifn-
ing hans á Arndísi kom fram í þögulli tilbeiðslu.
Hún var ósnertanleg helgimynd. Í návist henn-
ar lét hann á engum tilfinningum bera“ (28).
Vera má að þetta sé rétt tilgáta hjá Helga – en
það er þó aðeins tilgáta.
Það skiptir kannski ekki höfuðmáli hvaðan
þær tilfinningar eru sprottnar sem Þórbergur
lýsir í Íslenskum aðli eða hvort þær eru „sann-
ar“; aðalatriðið er að þær lúta ákveðnu frásagn-
armynstri sem er alþekkt í bókmenntum. Ég
fæ ekki betur séð en í verkinu sé Þórbergur á
mjög meðvitaðan hátt að skopstæla ákveðna
tegund frásagnar: Hina rómantísku ástarsögu
– söguna um elskendurna sem ekki var skapað
nema að skilja. Skopstælingin er einnig aðal-
einkenni á „hinni“ meginfrásögninni sem fram
fer í verkinu, þ.e. frásögninni af skáldbræðr-
unum.
Það sem ég tel að hafi vakað fyrir Þórbergi
öðrum þræði var að skrifa ástarsögu sem hefði
drætti dæmigerðrar rómantískrar frásagnar
um leið og hún hæðist að og skopstælir einmitt
slíkar frásagnir. Hann hefur tilfinningar sínar
gagnvart „elskunni“ upp í „æðra veldi“ róm-
antíkur og goðsagnar, en um leið sýnir hann
okkur stöðugt misræmi á milli þess sem er og
þess sem hann ímyndar sér. Í ímyndunum hans
ráða ýkjur ferðinni á meðan dregið er úr þegar
raunveruleikinn blasir við. Af þessu misræmi
skapast írónía textans og hann verður stórkost-
lega fyndinn. Ef þetta er saga um „elskendur
sem var ekki skapað nema að skilja“ þá er hún
það með öfugum formerkjum: Elskan hefur
ekki hugmynd um tilfinningar elskhugans og
kærir sig líklega kollótta um þær. Tilfinninga-
lífið sveiflast frá hæstu hæðum til dýpstu lægða
og aftur upp á örskotsstundu og allt er þetta
óborganlega fyndið.
Er Íslenzkur aðall skáldverk?
Er Íslenzkur aðall þá skáldsaga? Ég svara
því á þann veg að Íslenzkur aðall sé skáldævi-
saga. Ég held því fram að verkið er dæmi um
bókmenntategund sem fæðist fullþroskuð í
verkum Þórbergs (eftir ákveðinn meðgöngu-
tíma í íslenskri bókmenntasögu) og hefur æ síð-
an lifað og dafnað með öðrum íslenskum bók-
menntum þó staða hennar hafi verið
jaðarstaða, staða hins „óhreina“ forms eða
blendings sem hefur kannski einmitt fyrir þær
sakir lent utangarðs í bókmenntaumræðunni
og fræðimennskunni. Ef til vill er ein skýringin
sú að við höfum ekki átt nafn yfir þessa bók-
menntategund fyrr en á allra síðustu árum
SANNLEIKUR-
INN HAFINN
Í ÆÐRA VELDI
UM ÍSLENZKAN AÐAL
EFTIR ÞÓRBERG ÞÓRÐARSON
„Er Íslenzkur aðall skáldsaga? Ég svara því á þann
veg að Íslenzkur aðall sé skáldævisaga. Ég held því
fram að verkið er dæmi um bókmenntategund sem
fæðist fullþroskuð í verkum Þórbergs (eftir ákveðinn
meðgöngutíma í íslenskri bókmenntasögu) og hefur
æ síðan lifað og dafnað með öðrum íslenskum bók-
menntum þó staða hennar hafi verið jaðarstaða,
staða hins „óhreina“ forms eða blendings sem hefur
kannski einmitt fyrir þær sakir lent utangarðs í bók-
menntaumræðunni og fræðimennskunni.“
E F T I R S O F F Í U A U Ð I B I R G I S D Ó T T U R