Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.04.2001, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 7. APRÍL 2001 Mennskan sundlar huga að hugsa þangað, er huliðsblæja felur alla sýn. Ljóssins geisla helsvört hefur fangað, í hnit, þar aldrei glætuvottur skín. Ægivaldið efnishyggju kreisti, sitt eigið sjálf, og bylgjulengdin hvarf, hvort einhvern tíma aftur kvikni neisti? sem ekkert rúm né tíma lengur þarf? Og vesæll maður munt þú vegu rata, um myrkan geim er enginn þekkti fyrr? þar efnismassar eðli sínu glata og elfur tímans frosin stendur kyrr! KRISTJÁN ÁRNASON Höfundur dvelur á Dvalarheimili aldraðra á Sauðárkróki. SVARTHOL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.