Pressan - 02.09.1988, Page 1

Pressan - 02.09.1988, Page 1
1. tbl. 1. árg. 2 sept. 1988. Verð kr. 100. Islendingur ætlar að skipta um kyn PRESSAN ræðir við ungan mann, sem ekki ætlar að gefast upp fyrr en hann er orðinn kona — þó því fylgi viss áhætta, sem hann er fyllilega meðvitaður um. Mun hann t.d. geta lifað kynlífi eftir skurðaðgerðina og þá með hverjum? Það er maður mitt á meðal okkar hér á íslandi, sem á við vægast sagt óvenjulegt vandamál að stríða. Hann er á þrítugsaldri og lítur út eins og hver annar ungur maður, en í eigin huga er hann — og hefur alltaf verið — kvenkyns. Sjálfsímynd hans er af konu, sem er fangi í líkama karlmanns. Manninum líður að sjálfsögðu ekki vel í þessu ástandi. Hann þráir það eitt að skipta um kyn, svo sættir geti tekist með lík- ama og sál. En þó einhver fjöldi erlendra karlmanna hafi gengist undir kyn- skiptingu er ekki þar með sagt að slíkar aðgerðir liggi beinlínis á lausu. Það komst maðurinn að raun um, þegar hann gekk fyrir nokkrum árum á milli Pontíusar og Pílatusar í „kerfinu“. Eftir þá tilraun lét hann málið kyrrt liggja um sinn, en ætlar fyrr eða síðar að hefja baráttuna á nýjan leik. SJÁ VIÐTAL Á BLS. 5 GEF STJÓRN 3 VIKUR Davíð Oddsson borgarstjóri er mót- fallinn niðurfcersl- unni og segist eiga von á að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar springi innan þriggja vikna. G ulltékki með mynd eykur öryggi þitt, öryggi viötakanda og öryggi bankans þíns. Það fer ekki milli mála hver þú ert. Sérprentun án aukakostnaöar! i r BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.