Pressan


Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 8

Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 8
8 VIKUBLAÐ Á FÖSTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. — Alþýðublaðið Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn <?g skrifstofur: Ármúla 38, sími: 68 18 66. Auglýsingaslmi: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sfmi 68 18 66. Setning og umbrot: Filmurog prent. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 100 kr. eintakið. Pressan er komin PRESSAN er komin á markaðinn! Nýtt viku- blað, sem gefið verður út á hverjum föstudegi. Blað, sem kafar djúpt í íslenskt þjóðlíf, jafnt sem það fleytir á því kerlingar. Frá upphafi hefur það legið ljóst fyrir að PRESSAN yrði ólík þeim blöðum, sem fyrir eru á markaðinum. Þjóðin þarf ekki á enn einum fjölmiðlinum að halda, ef hann á bara að vera eftirlíking þeirra sem fyrir eru. PRESSAN ber að sjálfsögðu merki þess að hún kem- ur út vikulega en ekki á hverjum degi. í PRESSUNNI verður því ekki upptalning á fréttum síðasta sólarhrings, heldur munum við leitast við að skyggnast undir yfir- borðið og gera viðameiri úttektir á málum en venja er um dagblöðin. En PRESSAN ætlar ekki að einblína á alvarlegri hliðar tilverunnar. Það er nefnilega margt skemmtilegt og skrítið að gerast í kringum okkur og um það verður líka fjallað í PRESSUNNI. Niðurstaðan verður þessi sígilda blanda gamans og alvöru, sem er jú uppistaðan í lífinu. IPRESSUNNI verða m.a. viðtöl við athyglisvert fólk, greinar um flest sem efst er á baugi hverju sinni og um- fjöllun um stefnur og strauma á hinum ólíku sviðum þjóðlífsins. Við áskiljum okkur eiginlega rétt til þess að birta greinar um alla mögulega og ómögulega hluti milli himins og jarðar — hvorki meira né minna. Ef ÞÚ vilt lesa um það, mun PRESSAN skrifa um það! í PRESSUNNI verða einnig margir gómsætir fastir þættir — nokkurs konar kirsuber í kokkteilinn. Hin eftirsótta spákona Amy Engilberts mun t.d. lesa úr lófa eins lesenda PRESSUNNAR í viku hverri. Flosi Ólafs- son leikari skrifar pistla eins og honum einum er lagið og það gerir líka Eyvindur Erlendsson, kollega hans. Óttar Guðmundsson læknir fræðir lesendur um ýmis- legt viðvíkjandi heilsufari og hollustu og við kynnumst óhefðbundnum læknisaðferðum í mánaðarlegum grein- um Hallgríms Magnússonar, sem teljast verður til braut- ryðjenda í þeim fræðum hér á landi. Skákáhugamenn fá sinn skammt í vikulegum þáttum Guðmundar Arnlaugssonar, krossgátufíkn lesenda verður einnig svalað og íþróttaunnendur gleymast held- ur ekki. PRESSAN teygir sig m.a.s. alveg niður í vöggu til yngstu þjóðfélagsþegnanna. Við bjóðum nýbökuð- um foreldrum nefnilega upp á þá þjónustu að fá birta mynd af afkomandanum í dálki, sem við köllum „Vel- komin í heiminn“. Kveðja frá Ómari Dálkahöfundur PRESSUNNAR um bridge er lesendum eflaust kunnur, þó hann sé ekki íslenskur að uppruna. Hann er enginn annar en leikarinn víðfrægi og bridgespilarinn ólæknandi Ómar Sharif. Ómar bað fyrir góðar kveðjur til bridge-áhugafólks á íslandi og sagðist vona að sem flestir gætu haft ánægju af pistlum hans. Þeim skilaboðum er hér með komið á framfæri við lesendur PRESSUNNAR. Föstudagur 2. september 1988 0 ■ ^ ^ + mm ^ Rf<Pt iiiritrt; C i Eilifðarvelin I Pressunni munu vikulega birtast teikningar eftir Arnþór Hreins- son. Hann er 24 ára gamall og hefur stundað nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands síðastliðin þrjú ár. __________________ hin pressan „Hvað dómarann varðar þá bendir margt til þess að hann sé kommúnisti." Siegfried Held landsliðsþjálfari að loknum landsleik Sovét/ísland. „Af eölilegum ástæðum getum við ekki stjórnað leiknum allan tímann." Sigurður Grétarsson knatt- spyrnumaður eftir landsleik Sovét/ísland. „Trúleysi mitt er meðfætt en ég hef þó gaman af prestum. Guðni Ágústsson talaði hér fyrr eins og vakningaprestur um vonina og trúna.“ Hjörleifur Siguróarson bóndi á aðalfundi Landssamtaka sauð- fjárbænda. „í íslenskum fyrirtækjum er litið eigið fé en mikið lánsfé.“ Steingrímur Hermannsson í samtali við Tímann. „Segja má að allar ráðstafanir stjórnvalda að undanförnu hafi gengið út á að skera skuldarana niður úr snörunni." Ellert B. Schram, ritstjóri DV. „Frásögnin um Örlygsstaða- bardaga sýnirokkuref til vill einna helst hvernig á að standa beinn i baki i miklum háska.“ Jón Torfason, starfsmaður Þjóðskjalasafns, um Örlygsstaða- bardaga. „Auðvitað hlýtur nútímamaður- inn að hafna þessum takmörkun- um í jafnsjálfsögðum frumþörfum og samgöngur eru.“ Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri áSeyðisfirði, um seinagang í jarðgangagerð á Austfjörðum. „..einnig er ráðgert að gera i haust tilraun með niðurbrytjun og snyrtingu á kjöti fyrir frystingu til þess að draga úr geymslukostn- aöi“. Haukur Halldórsson, formaöur Stéttarsambands bænda, um vandamálin í sauðfjárræktinni. „Engin hægri stjórn i landinu þarf að taka tillit til miðstjórnar ASÍ nema til þess að misnota hana sér til framdráttar." Kristbjörn Árnason um „sam- ráð“ rikisstjórnarinnar og ASÍ. „Fegurðin leynist innan um Ijótleik- ann.“ Messiana Tómasdóttir mynd- listarmaður um H.C. Andersen sem fann fegurðina í Ijótleik- anum. „Litt stoðar, að ráðherrar býsnist yfir þenslu og verðbólgu, meðan þeir sjálfir valda mestu um þá óáran.“ Haukur Helgason, aðstoðar- ritstjóri DV. „í fyrra bar þjóðin ekki gæfu til að veita okkur brautargengi og horfir núna upp á miklar þrenging- ar fram undan.“ Pétur Guðjónsson, formaður Flokks mannsins. „Alþýðubandaiagið vili verja lifskjör launamanna, sjómanna og bænda, aldraðra og öryrkja." Úr tillögum þingflokks Alþýöu- bandalagsins. „Hér eru þessir menn kallaðir rassaglennar.“ Frásögn Tímans af nöktum manni á Laugardalsvelli. ,,Það sem heillar mig mest við geðveiki er hið hreina og tæra augnablik hinnar algeru sturlunar./y Jón Gnarr, fjölskyldumaður, skáld og áhugamaður um geð- deildir, i viðtali í Morgunblaðinu.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.