Pressan - 02.09.1988, Qupperneq 22
22
Föstudagur 2. september 1988
lega á gámla manninum og eftir
þetta var ég gjörsamlega glataður í
hans augum!!“
— En faðir þinni vildi semsagt
að þii yrðir bókmenntafræðingur?
„Réttara sagt virðulegur
norrænufræðingur, sprenglærður
deli. Hinsvegar vildi ég hafa bók-
menntirnar sem hobbí, því meðan á
minni stuttu menntaskólavist stóð
var ég inni á bókasöfnunum að lesa
svona kjána eins og Þórberg og
Laxness. Þess á milli var ég hjá
skólastjóranum."
Sverrir segist hafa komist að því
á unglingsárunum að hann vildi
verða tónlistarmaður og ekkert
annað, hvort sem hann yrði for-
ríkur eða skítblankur: „Markmiðið
var að sjálfsögðu að geta lifað af
tónlistinni og það geri ég, meira að
segja lifi ég alveg ágætis lífi af þess-
ari músík sem ég hef verið að
semja.“
— Frú hverjum varðstu fyrir
mestum áhrifum í tónlist?
„Það voru svo margir, hellingur af
góðum köllum; Demis Roussos,
Hollies og einkum og sér í lagi
Bítlarnir, því mér þótti þeir lang-
skemmtilegastir. Og nasasjónina af
klassik fékk ég svo þegar pabbi var
fullur, því þá var Mozart skellt á
fóninn og síðan lygndi kallinn aftur
augunum í sófanum. Ég féll í sama
transinn og hann, en að vísu þurfti
ég ekki áfengi til."
— Eftir þessa fyrstu plötu þína,
sem þú nefndir þarna áðan, las ég í
blaði frá einhverjum gagnrýnanda
sem ég man ekki lengur nafnið á að
þú œttir að hypja þig úr landi.
Hefur það aldrei hvarflað að þér?
„Já, var það! Þetta er nú með því
sniðugra sem ég hef heyrt frá gagn-
rýnanda. Þetta er alls ekki svo vit-
laus hugmynd og kannski bæði mér
og þjóðinni fyrir bestu," segir hann
og hlær. „En í alvöru þá hef ég verið
að velta þessu fyrir mér vegna þess
að það er ekki líft hér á klakanum,
að vísu hef ég það ágætt, en obbinn
af þjóðinni hefur það ferlega skítt.
(Þess vegna vil ég beina því til allrar
þjóðarinnar að hypja sig úr landi og
leyfa þessum gaurum niðrá Alþingi
að sitja einum að sínum grautar-
skálum.) í rauninni er ísland ekkert
annað en pínulítið dekkjaverk-
stæði, ef við mælum á amerískan
mælikvarða. Og það sniðugasta
sem við gætum gert væri að fá þrjá
góða spekúlanta, t.d. frá Sviss, til
að stjórna þessu dekkjaverkstæði,
því hvaða naut sem er með heil-
brigða skynsemi getur stjórnað
þessu landi.“
— Setjum sem svo að þú fœrir
úl, myndirðu saknu einhvers
héðan?
Sverrir hugsar sig vandlega um i
þó nokkurn tíma en segir svo loks:
„í rauninni veit ég ekki hvað það
ætti að vera.“
— Náttúran?
„NÁTTÚRAN! Þetta er Ijótasta
land í heimi, fólk er að segja að
náttúran sé hrikaleg og það er rétt,
hún er hrikalega Ijót. Ég var úti í
Evrópu núna í sumar og þegar ég
var í Sviss sá ég hrikalega fallega
náttúru. En það er þannig hér
heima að ef þrjú tré sjást saman þá
er það kallað skógur. Ég veit í raun-
inni ekki hvers ég ætti að sakna
héðan, ég held mig mikið innan-
dyra og finn því lítið fyrir hreina
loftinu og vatnið drekk ég bara ekki
eins og það kemur úr krananum.“
FÉLAGSSKAPUR DROTTINS
ALLSHERJAR OG HANS
KÓNA ^
— En ef við getum talað um
frægðarferil hjá þér, hvenœr tel-
urðu að hann hafi byrjað?
„Ætli það hafi ekki verið með
„Þórði“ og reyndar held ég að það
hafi verið með því lagi sem menn í
tónlistarbransanum fóru að gefa
mér gaum.“
— Hver var þessi Þórður?
„Hann var einfaldlega langbesti
vinur minn og sá maður sem hafði
hvað mest áhrif á mig sem hugsandi
veru og tónlistarmann. Hann dó
daginn áður en fyrsta platan mín
kom út og reyndar kom hann tölu-
vert við sögu á þeirri plötu.
Ég er sannfærður um að hann er
ekki í félagsskap Drottins allsherjar
og hans kóna, reyndar lika að hann
er ekki í helvíti. Hann er bara i gröf-
inni og þaðan fara menn ekkert, að
ég held.“
DULSPEKI OG RRAUDFÆTUR
— Þú trúir þá ekki á upprisu
holdsins?
„Ekki í guðfræðilegum skilningi,
alls ekki. Og ef mér byðist annað líf
til þess að skrifa upp á þá myndi ég
ekki krota nafnið mitt á það plagg
því ég held að eitt líf sé feikinóg."
Og Sverrir kemst í stuð við að
tala um trúmál og segist ekki þola
menn sem halda að þeirra skoðanir
séu Sannleikurinn með greini og
stórum staf. Hann talar um Jesúm
Krist og segir hann hafa verið hald-
inn þeirri leiðinlegu ástríðu að vera
í sífellu að troða sínum skoðunum
upp á fólk sem heilögum sannleika,
og þess vegna hlyti hann að hafa
verið af rússnesku bergi brotinn:
„Ég er trúarbragðalaus en ekki trú-
laus, það er tvennt ólíkt. Ég aðhyll-
ist engin trúarbrögð en vissulega
hef ég mína trú á ýmsum hlutum.
Það sem mér finnst svo Ieiðinlegt er
að fólk er alltaf að mikla hlutina
fyrir sér og gera þá dularfyllri en
þeir eru í eðli sínu. Fólk sem aðhyll-
ist trúarbrögð og er á kafi í ýmiss
konar dulspeki er yfirleitt fólk sem
stendur á brauðfótum og þarf ein-
hverjar hækjur til að styðja sig við.
Og auðvitað er Jesús ekkert annað
en „spítt“ ásamt öllum þessum
köllum eins og Búdda, Múhameð
og fleirum."
Loks hættir Sverrir að tala um
trúmál og við snúum okkur að síð-
ustu breiðskífu hans, Guðspjöllun-
um, sem kom út fyrir síðustu jól. Ég
spyr hvort hann sé ánægður með þá
plötu.
„í fyrsta lagi hefði ég ekki gefið
hana út ef ég hefði ekki verið
ánægður með hana. Ég lá töluvert
yfir þessari plötu og reyndi að láta
hana hljóma gamaldags, t.d. með
því að nota orgel í stað píanós. Ég er
líka ánægður með útsetningarnar
og textana, enda er það allt eftir
mínu höfði. Mér finnst plöturnar
báðar alveg ágætar þó svo að gagn-
rýnendur segðu að ég hefði mátt
sleppa annarri þerira. Ég bara skil
það ekki, enda er ég ekki alltaf að
lilusta á hvað gagnrýnendur segja.“
— En finnst þér að fólk hafi
verið búið að taka þig í sátt á þeim
tíma sem Guðspjöllin komu út?
„í rauninni held ég að það hafi
verið fyrr, reyndar þegar Lífs-
leiðin(n) kom út. Ég heyrði ekki
eins mikið skítkast á því tímabili
miðað við þegar fyrsta platan mín
kom út.“
BARNAPLATA VÆNTANLEG
— Þannig að þú ert í góðu ásig-
komulagi og gott betur?
„Já, já og það eru margir
skemmtiiegir hlutir framundan. Ég
er núna að byrja á barnaplötu sem
á að heita Nú er ég klœddur og
kominn á rokk og ról. Á henni
verða eingöngu frumsamin barna-
lög. Svo er ég líka að hefja upp-
tökur á klassískri plötu, sem vel að
merkja verður öll frumsamin. Og
mig langar að taka það fram að
textarnir á barnaplötunni verða
allir fyrir ofan mitti. Lögin verða
mjög í stíl við lagið Þú og þeir, sem
ég hugsaði upphaflega sem barna-
lag og fyrsta lag þessarar plötu. —
Báðar þessar plötur koma út fyrir
jólin.“
— Hverjir koma til með að
vinna með þér á barnaplötunni?
„Ætli það verði ekki Ingi R. Inga-
son á trommur, en hann spilaði ein-
mitt á Guðspjöllunum, bassaleikari
verður trúlega Jón Ólafsson, sem
var í Pelican hér á árum áður, en
gítarleikari er óákveðinn í augna-
blikinu. Svo verða söngvararnir
Richard Scobie, sem mér finnst
alveg ágætis söngvari, Stebbi
Hilmars og ég náttúrlega. Svo á ég
eftir að tala við Ladda, því það væri
virkilega gaman að raula eitt lag
með honurn."
JÚRÓVISJÓN OG HRÆSNI
Það er ljóst á þessum orðum
Stormskers að hann hefur í nógu að
snúast þessa dagana. En einn er sá
kafli í lífi Sverris Stormskers sem
blaðamaður átti alveg eftir að
spyrja hann út í og það er Júró-
visjónkeppnin margfræga og þátt-
taka hans í henni. Var hann alltaf
sannfærður um að lagið hans, Þú
og þeir, myndi vinna keppnina hér
heima?
„Já, ég var það, en samt hafði ég
smáefasemdir því ég hafði áður
sent lög inn í keppnina og þau
komust ekki einu sinni í úrslit hvað
þá annað. Þetta var þegar Gleði-
bankinn vann og ég hugsaði með
mér að þjóðin hefði ekki breyst svo
mikið að ég ætti séns á að vinna.
Því fannst mér að þetta lag væri
stórfínt í þessa skemmtilega leiðin-
legu keppni og ef að þeir sem gæfu
stigin hefðu einhverja heilbrigða
skynsemi þá ætti ég kannski mögu-
leika. “
— A meðan á keppninni stóð
varstu mjög yfirlýsinjgaglaður í
fjölmiðlum. Heldurðu að þetta hafi
verið rétt spilað hjá þér?
„Ég veit það ekki... ég er bara
þannig að mér finnst óskaplega
gaman að reyna á þolrifin í fólki og
þetta var engin undantekning. Mér
finnst allt í lagi að vera með fullyrð-
ingar um allt og ekkert, því varla
var verið að gefa fullyrðingum
mínum stig, lagið átti að fá stigin og
fékk þau að lokum. Niðurstöður
komu mér á óvart, því mér finnst
lagið í rauninni ekki neitt neitt,
textinn er bara upptalning á þekkt-
um nöfnum, sem er náttúrlega her-
bragð út af fyrir sig, en flest fólk
fattaði það ekki eins og svo margt
sem ég hef gert um dagana.“
— Setjum sem svo að þú færir
aftur í nœstu keppni, myndirðu þá
breyta einhverju í hegðun þinni?
„Nei, ég fer aldrei að breyta
hegðun minni til þess að öðlast
skjótfengnar vinsældir. Annað-
hvort kann fólk við mig eða ekki.
Ég kem ekki til fólksins heldur á
það að koma til mín. Ég væri nú
heldur skammarlegur durtur ef ég
myndi bara allt í einu breyta mér í
eitthvað annað en ég er og kæmi
fram með sætt og pent júrósmæl.
Það væri ógeðslegt."
— En ertu sáttur við frammi-
stöðu þína í keppninni, bæði hér
heima og eins úti?
„Það er ég svo sannarlega og ég
er mjög ánægður með að fólk skuli
ekki hafa blandað persónuleika
mínum inn í keppnina, vegna þess
að ég held að mörgu fólki líki ekkert
vel við mig, eða a.m.k. hefur maður
það stundum á tilfinningunni.
Hvað varðar framkomu mína á
inni allt saman gott og blessað, en
hún hefur fengið á sig lélegan
stimpil af skiljanlegum ástæðum.
Mér finnst þess keppni eiga fullan
rétt á sér og það væri líka allt í lagi
að halda keppni sem þessa fyrir
klassíska tónlist, þó svo sumir vilji
meina að klassík sé óháð tíma og
rúmi. Það er bara bull að mínu
mati, poppið er bara mikiu yfir-
borðskenndara vegna þess að takt-
urinn er mjög líkur frá einu lagi til
annars. En ef við tökum þátt í
keppninni í svona fimm til tíu ár til
viðbótar þá förum við að eiga séns.
Það má líkja þessu við verkamann
sem kemur í eitthvert voðalega fínt
ráðherrapartí þar sem allir helstu
hagfræðingar landsins og aðalmell-
urnar eru samankomin. Verka-
mannsgreyinu er bara bent á sval-
irnar og hann beðinn að stökkva
fram af. En ef hann kemur aftur er
eins víst að einhver ráðherrann álp-
ist til að heilsa honum, hann fái að
sleikja vínsletturnar af gólfinu og
reykja stubbana úr öskubökkun-
um. Svona smám saman vindur
þetta upp á sig. Fólk horfir samt
ennþá á söngvara frá einhverju
skaðbrenndu indíánaþorpi eins og
íslandi með glott á vör og býst ekki
við neinum stórkostlegum menn-
ingarstraumum þaðan.“
Þessi orð Sverris um Júróvisjón-
keppnina létum við nægja en sner-
um okkur þess í stað að honum
sjálfum. Hvernig myndirðu lýsa
manni sem þú sæir og sá maður liti
nákvæmlega eins út og þú sjálfur?
„Þá myndi ég segja hvað þessi
maður hefði afskaplega skemmti-
legt skegg, hann mætti að vísu hafa
aðeins síðara hár en ekki láta eitt-
hvert Þjóðverjafífl sem skildi ekki
orð í ensku klippa það af sér í
Hannover eins og kom fyrir mig í
sumar.“
HEF ALDREI LAMIÐ
MÍNA HEITTELSKUÐU
— Hvernig skapgerð telurðu þig
hafa?
„Þarna komstu virkilega að
veikum punkti. Gunnlaugur
stjörnuspekingur gerði eitt sinn
stjörnukort um mig fyrir Helgar-
póstinn sáluga og ég var alltaf að
bíða eftir því hvað hann segði um
skapið, en hann komst aldrei að
hinu rétta í því efni. Það má segja
að ég sé alveg herfilega uppstökkur,
svo jaðrar við geðveiki, mjög skap-
ur
bílskúmum
Orðsending til allra
starfandi bílskúrsbanda
Það má með sanni segja að
mannfólkið sé alltaf að leita að ein-
hverju; Stuðmenn leita að Iátúns-
börkum um víðan völl, hinn al-
menni borgari Ieitar að hamingju
og lífsfyllingu og svo mætti lengi
telja. En nú ætlar Rokkpressan að
hefja Ieitina að bílskúrsböndum.
Hér er því þess farið á leit við þær
hljómsveitir sem nú eru að þenja
hljóðfæri sín í bílskúrum eða öðru
húsnæði víðsvegar um landið að
þær láti heyra í sér eins fljótt og
kostur er. RP þætti vænt um að fá
sendar spólur með tóndæmum,
upplýsingar um hljómsveitina sem
spóluna sendir, þ.e.a.s. fjölda með-
Iima, aldur, hljóðfæraskipan, hvað
sveitin hefur verið lengi starfandi
og slíkt. Nauðsynlegt er að senda
mynd og helst að hafa hana svart-
hvíta.
ET þetta tekst vel er mjög líklegt
að fjallað verði um snældur hljóm-
sveitanna eins og um hljómplötur
væri að ræða. Þess vegna verða
upptökurnar að vera þokkalega
gerðar, ekki teknar upp á ferðatæk-
ið sem litla systir fékk í fermingar-
gjöf, þó svo að slík tæki séu orðin
glettilega góð, tæknilega séð.
BÍLSKURSBÖND! Endilegalát-
ið heyra í ykkur og munið að marg-
ar bestu og frægustu hljómsveitir
þessa lands og annarra hófu feril
sinn í bílskúr. Sendið því kassettu,
upplýsingar og mynd til:
PRESSAN
C/O ROKKPRESSAN
ÁRMÚLA 38,
105 REYKJAVÍK
siðferðislegan mælikvarða þá getur
vel verið að hún hafi verið óeðlileg
eða óæskileg, en ég nenni bara ekki
að smjaðra fyrir einhverjum, sama
hvort það er þjóðin eða mér hærra
settir menn. Smjaður er hlutur sem
ég þoli bara alls ekki.“
HELSTU HAGFRÆDINGAR
LANDSINS
QG AÐALMELLURNAR
— Hvert er heUdarálit þitt á
þessari keppni?
Sverrir hugsar sig um andartak
en segir síðan: „Mér finnst í raun-
bráður og alveg svakalega erfiður í
umgengni. Þetta reynir hvað mest á
foreldra mína og fjölskyldu því þau
hafa það sem þarf til að espa mig
virkilega vel upp. Hinsvegar kemur
þetta ekki niður á vinum mínum
enda vel ég þá vel, á fáa en góða
vini. Og við mína heittelskuðu er ég
mjög prúður, vænn og góður, vaska
upp og geri allskonar svoleiðis
gloriur, t.d. hef ég aldrei lamið
hana, en það er nokkuð sem skyld-
mennin hafa fengið að reyna.
í það heila held ég að ég sé ágætis
drullusokkur," segir Sverrir
Stormsker að síðustu og drepur í
sígarettunni, ákveðinn í bragði.
Fólk horfir samt enn-
þá á söngvara frá ein-
hverju skaðbrenndu
indíánaþorpi eins og
íslandi með glott á
vör og býst ekki við
neinum stórkostlegum
menningarstraumum
þaðan.
44