Pressan - 02.09.1988, Síða 25

Pressan - 02.09.1988, Síða 25
Föstudagur 2. september 1988 25, ibrottir HANDBOLTALANDSLIÐIÐ Áhuga- eða atvinnumenn? Landsliðsmenn okkar í handknattleik eru á allra vör- um þessa dagana og þá sérstaklega eftir frækilegan sigur á Sovétmönnum. Menn koma varla inn á þann stað þar sem ekki er rætt um leikinn. Sennilega eru einhverjir enn sveittir eftir hasarinn í Höllinni og fara í gegnum leikinn aftur og aftur í huganum. Þannig hefur maður fengið lýsingar á hinu og þessu markinu, hraðaupphlaupinu, þrumuskotinu og markvörslunni, jafnt frá konurn, körlum og krökkum. Allir eru að springa úr monti og eru hreyknir af að vera íslendingar. Þessari smáþjóð tókst að sigra Rússa eftir rúmlega árs sigurgöngu þeirra. Og því skyldi maður ekki flagga því?? En hvað þarf til að sigra svona lið eins og Sovétmenn? Ekki eintóma heppni, það er öruggt. íslensku strákarnir eru sterkir, enda hafa þeir alltaf æft af kappi, og þá sér- staklega núna þegar Ólympíuleik- arnir eru í nánd. Og það er ekki lítið sem þessir kappar leggja á sig. Þrot- lausar æfingar dag eftir dag, oft á dag, og það er ekki allt. Þessir menn þurfa jú að sjá fyrir sér og sínum og það gera þeir með vinnu eins og aðrir. Þannig að dagarnir hjá þeim geta verið ansi langir. HÁLFATVINNUMENNSKA? Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska liðsins, er viðskiptafræð- ingur að mennt. Hann Iauk námi við háskólann í janúar 1987 og hef- ur starfað á fjármálasviði Iðnaðar- bankans frá því í mars í fyrra. Að- spurður segist hann vera mjög lán- samur þar sem hann hefur alltaf getað losnað úr vinnu þegar mikið er að gera í handboltanum. Hann segir vinnuveitendur sína og sam- starfsfélaga mjög skilningsríka og reyndar eigi það einnig við um vinnuveitendur hinna strákanna. Þeir hafi staðið sig mjög vel og stutt vel við bakið á þeim. Þorgils segir einnig að menn geti auðvitað ekki hlaupið svona úr vinnu endalaust. „En þetta er nú stórátak sem hefur staðið yfir í allt sumar vegna Ólympíuleikanna og yfirmenn okk- ar sýna þessu öllu saman mikinn skilning og þolinmæði.“ Og skyldu þeir ekki vera orðnir þreyttir? „Nei, við erum ekki þreyttir," segir Þorgils, „ekki í dag. Það er auðvitað spurning hvað menn geta lagt á sig, þeir sem eru í vinnu þurfa að hugsa um framtíðina, þeir lifa ekki á handbolta. Það er ljóst að líklega munu einhverjir hætta eftir leikana ef vel gengur, en ef ísland lendir í B-keppninni býst ég við að allir klári hana.“ Um atvinnumennsku segir Þor- gils að hún fyrirfinnist ekki hér heima, m.a.s. hlunnindi séu varla til. „En í svona undirtíúningi verður að sjá til þess að menn tapi ekki neinu og fái allt vinnutap greitt. Annars er ekki hægt að standa í þessu. Hvað félögin varðar eru örugglega ekki til peningar til að fara út í atvinnumennsku. Ekki eins og staðan er í dag. ÖIl félögin eru að vísu styrkt af fyrirtækjum nú þegar, en það þarf miklu meira fjár- magn til áður en farið er út í at- vinnumennsku. En vonandi kemur kannski sá tími að sterk fyrirtæki geti stutt félögin enn betur og hjálp- að þannig til í þessum efnum. Ef maður vill atvinnumennsku í dag þá verður maður að „flýja land“.“ ÞÁ KEMUR KRAFTUR HANS í LJÓS Yfirmaður Þorgils Óttars er ANNA-BJORK BIRGISDÓTTIR Kristín Guðmundsdóttir, forstöðu- maður fjármálasviðs í Iðnaðar- bankanum. Hún segir það hafa verið ljóst í upphafi að hann yrði mikið frá vinnu. Þorgils er í fullu starfi hjá þeim og sú ákvörðun var tekin að styðja við bakið á honum og handboltanum með þessu móti. Kristín segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að ráða Þorgils og þar sem hafi verið vitað fyrirfram um fjarveru hans væru engin óþæg- indi samfara henni. „Hann hefur notað sumarfríið sitt þá daga sem hann er fjarverandi, t.d. erlendis. Þegar mikið er um æfingar á dag- inn hér heima mætir hann fyrr á morgnana og reynir þannig að stefna að því að vinna alltaf 8 tíma á dag.“ Kristín segir einnig að þrátt fyrir miklar æfingar og púl hjá Þor- gils sýni hann síður en svo einhver þreytumerki. „Þegar hann er í vinn- unni kemur hans innri kraftur í ljós.“ „EF ÞEIR VERÐA EKKI RÚNIR AÐ FÁ NÓG AF MÉR" Alfreð Gíslason er kerfisfræð- ingur og starfar hjá Tryggingamið- stöðinni. Hann segist vera mjög heppinn og leggur áherslu á orð sín. „Eg lenti hjá Tryggingamiðstöðinni og það var samið um það í upphafi að ég fengi að fara í þennan Ólymp- íuundirbúning. Þeir hafa verið eins hjálplegir og hægt er, ég hef fengið að æfa eins og ég hef þurft. Það hefur aldrei verið neitt vandamál. Ég held svo áfram hjá þeim í vetur, ef þeir verða ekki búnir að fá nóg af mér,“ segir hann og hlær. Sem kunnugt er verður Alfreð með KR í vetur og sögusagnir eru um að KR veiti honum ýmis hlunn- indi, jafnvel peninga. „Nei, nei, KR hjálpaði mér að finna íbúð þegar ég kom heim, en auðvitað borga ég hana sjálfur. Ég vil taka það fram, þó það trúi því að vísu enginn! Þeir hafa verið hjálplegir, en að sjálf- sögðu er ég eins og hver annar leik- maður hjá KR. Ég spila með þeim ánægjunnar vegna. Það er ekki til nein atvinnumennska á íslandi svo ég viti. Og ef þeir hjá Trygginga- miðstöðinni væru ekki svona liðleg- ir hefði ég aldrei getað farið út í þennan Ólympíuundirbúning." „MIKILL STUÐNINGSMAÐUR“ Guðmundur Gunnarsson, deild- ana. Þá breytist þetta og allt fer á fulla ferð.“ Guðmundur segist vera mikill stuðningsmaður handknattleiks- liðsins og að það hljóti að skipta einhverju máli. „Það er allt gert í sameiningu i þessu fyrirtæki og það standa allir starfsmennirnir með honum og strákunum öllum.“ Bæði Þorgils Óttar og Alfreð sögðu að vinnuveitendur landsliðs- mannanna allra ættu skilið mikið þakklæti fyrir sinn hlut í þessu Ólympíudæmi. Og það er ljóst að landsliðssætið er ekki bara heiður. Það er hörkuvinna og leikmenn gengur. Nú þegar september er genginn í garð nálgast Ólympíuleikarnir óð- fluga. Handknattleiksmennirnir fara utan þann 11. september og þeirra bíður strembið verkefni. Það hafa alltaf verið gerðar miklar kröf- ur til þessara manna. Sumir segja of miklar. En landinn er nú loks farinn að sjá að landsliðið hefur þegar gert mun betur en þorandi var að vona. Og það er sama hver árangurinn á leikunum verður. íslenska hand- knattleiksliðið hefur ekki brugðist neinum. Og við ætlum ekki heldur að bregðast þeim. Þorgils Óttar Mathie- sen við tölvuna, sem hann handleikur ú milli æfinga og leikja. arstjóri hjá Tryggingamiðstöðinni, segir að það að hafa svona lands- liðsmann í vinnu hjá sér sé „eins og við var að búast“. Alfreð hafi verið ráðinn upp á þetta. „Fyrstu mánuð- irnir í starfinu eru hálfgerður skóli. Það tekur nýja starfsmenn alltaf 4—6 mánuði að komast inn í hlut- ina og Alfreð er einmitt í því núna, þannig að hans starf hefst hvort eð er ekki af alvöru fyrr en eftir leik- liðsins hafa eytt miklum tíma, kröftum og svita til að ná þeim góða árangri sem þeir hafa sýnt. Ýmis fyrirtæki hafa stutt liðið, en þeir peningar fara beint til HSÍ, sem síðan borgar vinnutap leikmanna, ferðakostnað og uppihald erlendis. Það er þvi greinilegt að enginn liðs- manna kemur út í gróða. Langt í frá. Enda á þetta að heita áhugamál og þeir fá greitt í ánægju, þegar vel Alfreð Gíslason segist borga íbúðina sína sjálfur — hvort sem fólk trúi því eða ekki.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.