Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 2

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 2
. i Vi 4 i Yi Yi i Y Fimmtudágur 27. október 1908 PRESSU MOLAR |( M^kettir eru aö llestra mati indælisskepnur. En eins og börnin eru þeir ekki allir jafnvel uppaldir. Þeir geta meira aö segja stundum verið vandræðakcttir, alveg eins og unglingar eru stundum kallaðir vandræðaunglingar. Læða ein á Stöðvarl'irði skipaði sér í hóp vand- ræðakatta á dögunum. Foreldrar hennar brugðu sér á sólarströnd í háll'an mánuð og treystu henni l'yrir húsinu á meðan. Kisa var að sjáll'- sögðu skilin el'tir með l'ullt hús matar og opinn glugga svo hún gæti spókað sig í þorpinu og lil'að l'rjálsu og eðlilegu lil'i. Hún var eft- irlæti foreldra sinna og hefði verið tekin með í sólina el' ferðaskril'stol'- ur og yl'irvöld bæru meiri virðingu lyrir hennar likum. Hún var því k vödd með söknuði áður en lagt var al' stað. Hállutn mánuði síðar, við heimkomuna, brá aðdáendum kisu hinsvegar illa við. Hún reyndist ekki traustsins verð. Húsið var l'ullt af lélögum hennar, villiköttum og vinum úr nærliggjandi húsum, sem höl'ðu staðið fyrir einu allsherjar kattapartíi á meðan húsráðendur nutu sólar í suðrænum löndum. Kettirnir báru að sjálfsögðu litla virðingu fyrir innbúi hjónanna og gerðu sínar þarfir óháð afskiptum mannskepnunar... leikkonan Julie T. Wallace, sem lék kvendjöfulinn í sjónvarpsþátt- unum eftir sögu Fay Weldon, vakti mikla athygli lyrir frábæran leik. Aðdáendum hennar til fróðleiks getum við sagt frá því að Julie er um þessar mundir stödd í Búdapest. Hún fer með hlutverk í Túskildings- óperunni, sem verið er að kvik- mynda þar í borg... Beljavski, Nikolic, Jusupov og Tal voru ibyggnir á svip og virtust ekki enn hafa náð sér eftir átökin á köflótta borðinu. Garri Kasparov virðist vera að útlista eitthvað fjálglega fyrir kollegum sínum, þeim Jan Timman og Friðriki Ólafssyni. Eitthvað virðist athyglinni vera ábótavant hjá þeim félögum; það skyldi þó aldrei verið að ræða um skák! Tæknilið Stöðvar 2 tekur sér smáhvíld frá mynda- tökum, en er þó tilbúið í siaginn aftur. Að loknu heimsbikarmótinu í skák efndi Stöð 2 til heljar- mikillar kokkteilveislu fyrir skákmennina og aðstandendur mótsins. Andrúmsloftið á Hótel Sögu í fyrrakvöld var aldeilis laust við þá spennu sem hefur ríkt í kringum skákmennina í Borgarleikhúsinu undanfarna daga, enda sigurinn kominn í örugga höfn heimsmeistarans Garrís Kasparov og menn loks- ins farnir að anda léttar. Nefndin: Björn G. Björnsson, Sig- urður Kolbeinsson og Páll Magnús- son. Þetta eru mennirnir á bak við undirbúning skákmótsins. Kampakátir veislugestir. Greinileg gleði í gangi. velkomin i heiminn ! 1. Þau Astriður Stefánsdóttir og Hermann Þór Jónsson eignuðust þriðju stelpuna þann 21. október. Uppskriftin hefur greinilega heppnast vel, svo það er sjálfsagt að halda sig við hana. Nýjasta telpan er mesta myndarbarn, 18,5 merkur og 55 sm að lengd. 2. Þessi Ijóshærða mær er dóttir Önnu Sesselju Harðardóttur og Þórðar Kr. Sigurðssonar. Hún fæddist á Fæðingarheimilinu í Reykjavik (eins og hinar telpurnar tvær) 25. október og mældist 14 merkur og 53 sm. 3. Þessi hárprúða stelpa virðist einna helst vera að kalla á ein- hvern. Hún fæddist 23. októberog er 13 merkur og 52 sm. Pabbi og mamma heita Benedikt Sigur- jónsson og Sigrún Vikar. Pressan minnir alla nýbakaða foreldra á að þeir geta fengið birta mynd af barn- inu sínu í blaðinu, ef þeir senda okkur Ijósmynd. Heimilisfangiö er: PRESSAN, Ármúla36, 108 Reykjavík. Guðmundur Benediktsson, ráðu- neytisstjóri i forsætisráðuneytinu, og Baldur Möller, kunnir skák- áhugamenn, eru liklega að fara yfir einhverja flókna leikfléttu. Steingrimur Hermannsson forsæt- isráðherra og Jan Timman fylgjast andaktugir með einhverju öðru en linsu Ijósmyndarans.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.