Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 32

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 32
PRESSU MQLAR ■ isinn á dagblaðamarkaðnum, Mogginn, hefur ekki farið varhluta af samdrættinum í þjóðfélaginu. Auglýsingum hefur fækkað í blað- inu og þá horfir heildardæmið auð- vitað öðruvísi við. Forráðamenn Moggans eru sagðir hafa skipulagt samdráttaraðgerðir sem fela m.a. í sér engar nýráðningar á ritstjórn, a.m.k. fram á vorið. Þá mun blaða- mönnum hafa verið fækkað í dag- legum fréttum, en nokkrir færðir yfir á nýtt sunnudagsblað, sem Árni Þórarinsson, fyrrum ritstjóri Helgarpóstsins og Mannlifs, hefur undirbúið um nokkurra mánaða skeið. Aðgerðirnar eru sagðar mælast misvel fyrir á ritstjórn blaðsins... taka eiga giidi á 75 ára afmælinu innan skamms. Meðal þess sem við heyrum er að felldar verði niður fasteignaauglýsingar blaðsins í nú- verandi formi og í staðinn gefið út sérstakt fasteignablað reglulega sem fjalli um fasteigna- og hús- næðismál auk hinna miklu fast- eignaauglýsinga sem Mogginn ætlar auðvitað ekki að missa þrátt fyrir allar breytingar... lú standa miklar breytingar fyrir dyrum á Morgunblaðinu, sem lenn velta auðvitað fyrir sér skuldum Holiday Inn þegar svo er komið að eigandi hefur fengið greiðslustöðvun til að forða gjald- þroti. Þegar hótelið var opnað, fyrir rúmu ári, sagðist Guðbjörn Guð- Kostir GuttvmidarSjóvá leynasérekki En með samanburði við eldri tryggingar koma þeirþó enn betur í Ijós Lítum fyrst á Fjölskyldutrygginguna sem er grunntryggingin í Gullvernd. Hún hefur sannarlega ýmislegt umfram gömlu heimilistrygginguna: Tjónshætur eru miðaðar við kaup á nýjum munum; tryggingarverðmæti innbúsins fylgir mánaðarlegum hækkunum framfærsluvísitölu; gildissviðið ersett upp í skilmálum með ótvíræðum hætti; hætur vegna skammhlaups, skemmdarverka, brots og hruns eru nýir liðir; sömuleiðis útfararkostnaður, greiðslukorta- trygging og farangurstrygging; ábyrgðartrygging er endurbætt, bótasvið vegna kœli- ogfrysti- tœkja er víkkað út og þannig má áfram telja. Fasteignatrygging í Gullvernd Sjóvá er aukin og endurbætt húseigendatrygging. Nýjungar eru til dæmis: Úrfellis- og asahlákutrygging, brot- og hrunstrygging, snjóþungatrygging, frost- sprungutrygging og hreinlætis- tækjatrygging. Síðan má bæta við ýmsum sérþáttum svo sem loftneti, garðskála eða mót- tökudiski fyrir gervihnatta- sendingar. Og nú er spurt: Til hvers öll þessi aukna vernd? Svar: Gleymum aldrei að tryggingar, - hversu einfaldar sem þær eru, snúast þegar á reynir fremur um bætur fyrir tjón en iðgjöld og afslætti. Leitið nánari upplýsinga um aðra þætti Gullverndar, iðgjöld og greiðslukjör í síma 692500. Sjóvátryggingarfélag tslands hf, Suðurlandsbraut 4, sími 91-692500. jónsson eigandi hafa lagt 100 milljónir í fyrirtækið. Þeir peningar virtust afrakstur Fóðurblöndunnar sem hann átti og rak áður en hann fór út í hótelreksturinn. Jafnframt lýsti Guðbjörn því yfir, fyrir rúmu ári, að sérfræðingar Holiday Inn- hótelkeðjunnar teldu að herbergja- nýting þyrfti að verða um 70% ef reksturinn ætti að standa undir sér. Þessar forsendur virðast hafa brugðist og er talið að í dag nemi heildarskuldir hótelsins um 600 milljónum króna... þ»„ hefur ráðið sér nýjan blaðamann til starfa á Tímanum, en starfið hefur verið laust um nokkurt skeið eftir að Þórður Ægir Óskarsson stjórn- málafræðingur hóf störf í utanrík- isráðuneytinu. Arftaki Þórðar er ungur skagfirskur sveinn, Árni Gunnarsson. Páll Pétursson, for- maður þingflokksins, er sagður hafa beitt sér fyrir ráðningu Árna, enda úr hans kjördæmi. Reyndar er Árni úr sömu sveit og Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóriTímans. Ind- riði mun hins vegar lítið hafa með ráðningu þingfréttaritara að gera, þar sem laun þeirra koma frá þing- flokki Framsóknar., 'igandi Holiday Inn-hótels- ins, Guðbjörn Guðjónsson, hefur sem kunnugt er fengið tveggja mán- aða greiðslustöðvun. Erfiðleikar hafa verið miklir í rekstri og var greiðslustöðvunin veitt til þess að gefa eiganda færi á að auka hlutafé og skuldbreyta, svo komist yrði hjá gjaldþroti. Það mun aðeins hafa tekið Guðbjörn einn dag að fá heimild skiptaráðanda til greiðslu- stöðvunarinnar. Bókhaldið var sem sagt á sínum stað, þótt tölurnar sýndu ekki glæsilega rekstrarstöðu. Guðbjörn réð nefnilega þrjá valin- kunna menn til að greiða úr málum sínum og hafa þeir fullt urnboð til verksins. Þeir eru Knútur Bruun Iögfræðingur, Guömundur Óskars- sqn, löggiltur endurskoðandi, og Ólafur Garðarsson lögmaður,. I ' dag getur brugðið til tíðinda í háskólanum. Þar verður haldinn fundur í háskólaráði þar sem rætt verður um breytingu á reglum er varða mannaráðningar við há- skólann. í beinu framhaldi af því verða málefni Hannesar Hólm- steins líka á dagskrá, því háskólinn mun ekki hafa sagt sitt síðasta orð í deilunni sem varð vegna skipunar hans í lektorsstöðuna í sumar. Þá munu mál þeirra Ólafs Þ. Harðar- sonar og Gunnars Helga Kristins- sonar, sem báðir urðu að, lúta í lægra haldi fyrir Hannesi, einnig koma til kasta háskólaráðs í dag. Munu þeir Ólafur og Gunnar Helgi nú vera að íhuga að láta reyna á ákvörðun menntamálaráðherra um að veita Hannesi lektorsstöðuna með því að kæra málið til umboðs- manns Alþingis,. ■ borgarstjórn hefur komið upp hálfgert stríð vegna gamallar fisk- búðar við Víðimel. Heilbrigðisráð ákvað nýverið einhliða að leyfa ekki áframhaldandi fisksölu vegna óþrifa. Heilbrigðiseftirlit borgar- innar hefur oft bent á að mörgu sé ábótavant hvað hreinlæti varðar í þessari 40 ára gömlu fiskbúð. Borg- arráð tók málið til umfjöllunar síðastliðinn þriðjudag og krafðist þess að ástæður fyrir þessari Ieyfis- sviptingu yrðu rökstuddar. Um þetta hefur staðið nokkur styr þar sem borgarráðsmenn telja að heil- brigðisráðið hafi ekki heimild til svo harkalegra aðgerða, einhliða og án samþykkis borgarfulltrúanna..

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.