Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 14

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 27. október 1988 q rjótharðar flokksfréttir þykja ekki alltof trúverðugar nú þegar komið er fram á ofanverða tuttugustu öldina. Flestir þeir sem stýra gömlu flokksmálgögnunum virðast nokkuð meðvitaðir um þetta og hafa sýnt æ meira hlutleysi í almennum fréttaskrifum. Þá hefur sú breyting einnig orðið, að i dag vinna hjá flestum blöðunum menn sem vilja vera óháðir stjórn- málaflokkum. Morgunblaðið hefur m.a. á siðustu árum reynt að hverfa al' þeirri braut, að skrifa fréttir í pólitískum tilgangi. Það mun því hafa farið fyrir brjóstið á blaðamönnum að sjá rammagrein á baksíðu blaðsins, þar sem gert var að stórmáli, að Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefði stöðvað dreifingu á fréttabréfi menntamála- ráðuneytisins. Fréttabréfið var unnið í tíð Itirgis Isleifs Gunnars- sonar Ibrvera Svavars. í fréttinni var einungis talað við Guðmund Magnússon, aðstoðarmann Birgis og fyrrum blaðamann á Moggan- um. I fréttinni segist Guðmundur ekki nota orð eins og valdníðsla og ritskoðun um gjörning Svavars, þótt óneitanlega hafi þau komið honum í hug. Morgunblaðið virtist ekki sjá ástæðu til að fá fram sjón- armið Svavars eða aðstoðarmeyja hans. Bjöm Bjarnason aðstoðarrit- stjóri er sagður hafa ritstýrt frétt- inni framhjá fagmönnunum í blaðamannahópnum... c ^^íðastliðinn sunnudag birtist auglýsing i Morgunblaðinu, þar sem athygli „senatora“ var vakin á kvöldverðarfundi með Ólafi Ragn- ari Grímssyni. Marglrróku upp stór augu og veltu því fyrir sér hvaða félagsskapur þetta væri eiginlega, en þarna mun vera unt JC-félag að ræða... #• I Lögbirtingablaðinu má sjá, að í surnar hafa prentsmiðjurnar Guö- jón Ó. hf. og Reiknistofa Hafnar- fjarðar ht, ásamt einstökum eig- endum þeirra, stofnað fyrirtækið Markaðsmiðlun hf. í hinu nýja fyrirtæki er stjórnarformaður Har- aldur Blöndal hæstaréttarlögmað- ur, en tilgangur fyrirtækisins er sagður póstmiðlun og skyld starf- semi. Ekki vitum við hvað þar er átt við í smáatriðum, en Reiknistofa Hafnarfjarðar hf. hefur hingað til aðallega verið kunn fyrir að gefa út 10 þúsund nafna skrána sem kölluð er „Svarti listinn“... A itt af verkum ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar var að ákveða að endurgreiða skyldi söluskatt af ábyrgðartryggingum bifreiðaið- gjalda öryrkja. Þótti mörgum sem þarna væri um gott mál að ræða. Túlkun heilbrigðisráðuneytisins á reglugerðinni er sú, að þessar end- urgreiðslur nái ekki til ellilífeyris- þega. Þeir öryrkjar, sem einnig eru svo ólánsamir að vera ellilífeyris- þegar, njóta því ekki þessarar undanþágu... ÞETTA ER ÓTRÚLEGT NAUTA- ÉflKQ INNLÆRI U90 KR. KG. SVÍNABÓGUR KR. KG. NAUTA- BÓGSTEIK 445 KR. KG. SVÍNALÆRI KR. I <G. NAUTA- GRILLSTEIK 445kr KG. PYLSURÁ HEILDSÖLUVERÐI 099 KR. KG. SVÍNAHAMBORGARA- HRYGGUR m/beini NAUTAHAMBORGARI MEÐ BRAUÐI OKKAR VÖRUVERÐ ER ÞtN LAUNAHÆKKUN!!!! KJOTMIÐSTOÐIN GARÐABÆ S. 656400 c ^^jálfstæðismönnum í Kópa- vogi er mjög annt um gamla fólkið í landinu, og er það vel. í málgagni sínu, Vogum, auglýstu þeir um síð- ustu helgi ráðstefnu á vegum Sjálf- stæðisflokksins, þar sem málefni aldraðra voru aðalefnið. Þar segir að fyrrverandi biskup íslands, sr. Sigurgeir Sigurðsson, muni flytja ávarp á ráðstefnunni, en mynd af sr. Sigurbirni Einarssyni fylgir auglýs- ingunni. Sr. Sigurgeir, sem er faðir sr. Péturs Sigurgeirssonar, núver- andi biskups, var eins og kunnugt er biskup á undan sr. Sigurbirni, en er nú löngu látinn. Það er því synd að segjá að þeir fylgist vel með þarna í Kópavoginum... A nn ein sönnun þess að gæðum er misskipt milli manna og tvær þjóðir búa í þessu landi birtist i atvinnuauglýsingu í DV í síðustu viku. Þar er auglýst eftir hraustri og aðlaðandi stofustúlku á fallegt for- stjóraheimili í Reykjavík. í boði voru allt að 25 þúsund króna laun á mánuði fyrir 4 til 5 klst. vinnu á viku, eða 16 til 20 tíma á mánuði. í framhaldi má geta þess að skv. síð- ustu samningum ASÍ eru byrjunar- laun í fiskvinnslu rúmar 32 þúsun^ krónur fyrir 80 klst. á mánuði... v ið höfum áður minnst á harða samkeppni tryggingafélag- anna á markaðnum. Þessi sam- keppni getur tekið á sig hjákátleg- ustu myndir. Sjóvá varð 70 ára fyrir skömmu og var fjölda manns boðið þangað, jafnt keppinautum sem öðrum. Flestir keppinautanna létu sjá sig og færðu afmælisbarninu gjafir í tilefni dagsins. Mönnum þótti hins vegar nokkuð skondið að enginn fulltrúi mætti frá Sam- vinnutryggingum... f ■ yrirhuguð er á næstu vikum hlutafjáraukning hjá Þörungaverk- smiðjunni hf. á Reykhólum. Hluta- fé fyrirtækisins nú er rúmar 4 milljónir, en heimild er til að auka það upp í 22 milljónir króna og er ætlunin að leita eftir nýjum hluL höfum bæði innanlands og utan. í því skyni er augum beint að helstu viðskiptavinunum í Skotlandi, Sví- þjóð og víðar. Fyrirtækið, sem stofnað var árið 1986, hefur nokkuð liðið fyrir það orð sem fór af forvera þess, sem varð gjald- þrota... A rfiðleikar í fyrirtækjarekstri og gjaldþrot eru daglegt brauð um þessar mundir. Ekki síst heyrast sögur af erfiðleikum hjá bílainn- flutningsfyrirtækjunum, enda met- innflutningur á bílum árið 1987. Hafa þau, eins og kunnugt er, að undanförnu verið með ýmiss konar kostaboð á varningi sínum. Er það mál. manna að sum fyrirtækjanna hafi teflt á tæpasta vað. Hvað sem veldur má lesa að húseign Mazda- umboðsins Bílaborgar hf„ Foss- hálsi 1, er auglýst á uppbdði í síð- asta blaði Lögbirtingablaðsins vegna vangoldinna fasteignagjalda upp á tæpar 4 milljónir auk vaxta og kostnaðar... c ^írtjórnsýsluhúsið á Isafirði virðist ætla að verða umdeilt. Á húsinu er gierveggur mikill og herma sögur að það þurfi að girða stjórnsýsluhúsið í hvert sinn sem það snjóar vegna snjóflóðahættu sem hallandi veggurinn skapar! Þá þykir marmaragólf hússins einstak- lega hált, nánast eins og skautasvell þegar bleyta berst að utan...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.