Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 28

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 28
28 Fim mtudag u-r-27. .9któbeM938 dagbókin hennar dúllu Kœra dagbók. Ég er á alveg ógeöslegum bömmer. Enskukennarinn (sem ég er svo skotin í) er búinn að skipa okkur að skrifa stutta ritgerð um þættina um kvendjöfulinn. Hvað á ég að gera?! Mig langar rosalega til að gera þetta vel, en ég treysti mér barasta alls ekki til þess. Ég skildi sko hvorki upp né niður í þessum þáttum, þó ég rembdist og rembdist og rembd- ist. Þetta voru alltof frumlegir þættir fyrir minn smekk. Kellingin (þessi djöfull eða norn eða það...) var alveg ferlega ljót, leiðinleg, feit og bólótt og það var kraftaverk aldar- innar að hún skyldi nokkurn tím- ann hafa gengið út. Mér fannst hún nú bara mega þakka fyrir að hafa eignast mann smástund og meikað það að eignast tvo krakka með hon- urn áður en hann gafst upp á henni. En hún var bara með múður! (Mamma segir að ég sé ennþá á Barbiedúkku-stiginu, eins og þeir sem framleiða Dallas og Dynasty. Það sé innri fegurðin, sem skipti máli. En hvaða innri fegurð var svo sem í þessum kvendjöfli, ef mér leyfist að spyrja? Hún var ekkert skárri innvorlis en útvortis!) Mér fannst eiginlega verst hvern- ig ófreskjan lör með vesalings börnin sín, sem höfðu ekki gert flugu mein. Hún bara hendir þeiin í manninn, sem loksins hafði náð sér i almennilega mjóa og sæta konu, og eyðileggur allt— bæði fyrir honum, fallegu konunni og krökk- unum. Kærustuparið vildi náttúru- lega fá að vera í friði, en börnin vildu láta hugsa vel um sig af ein- hverjum öðrum en þjónum. Mamma þeirra (kvendjöfullinn) hefði átt að þakka manninum inni- lega fyrir að hafa gifst sér og óska honum góðs gcngis og síðan hefði hún átt að lifa fyrir börnin sín, eins og almennileg ntanneskja. Búa til mat handa þeim og svolciðis... Það versta er bara að ég þori ekki að skrifa þetta í ritgerðinni, ef min skoðun skyldi nú vera vitlaus miðað við það sem kennaranum finnst. Mamma er með pról' í bókmennt- um og hún er alveg sjúk í þessa Wey Feldon. Kannski er „Árni english" á sömu skoðun og hvað þá? Hvort á ég að segja það, sem mér finnst sjálfri, eða láta eins og þetta sé meiriháttar meistaraverk? Bæ í bili. Ég ætla að skreppa til Bellu vinkonu og fara í andaglas, ef það skyldi einhver góður draugur geta hjálpað mér í þessari krísu. Dúlla Skemmtistaðurinn (Lækjar)- tungl er á góðri leið með að verða (ef ekki orðinn) besti vettvangur lif- andi tónlistar hér á landi. Staðurinn einskorðar sig ekki við innlenda flytjendur, heldur flytur inn út- lenda listamenn af krafti. Síðast var það Pere Ubu en nú er það DE- FUNKT, sem, eins og Pere Ubu, á rætur að rekja til Bandaríkjanna. Tónleikarnir verða nk. fimmtu- dagskvöld, 3. nóvember, i Tunglinu. Hljómsveitin var stofnuð í New York l'yrir réttum áratug af þeim Bowie-bræðrum Joseph, Lester og Byron. Það var mikið að gerast í tónlistarlífi borgarinnar á þessum árum og var nýbylgjan m.a. að slíta barnsskónum með hljómsveitum eins og Talking Heads, svo dæmi séu tekin. Fólk var að ryðja úr vegi gömlum hefðum og jafnframt að skapa nýjar. I þessu byltingar- kennda andrúmslofti varð DE- FUNKT til og komu áhrif þessara nýju tónlistarstefna berlega fram í tónlist hljómsveitarinnar. Pönktón- list og fönk blönduðust einnig í tón- smíðar sveitarinnar, sem eftir út- koniu l'yrstu breiðskífunnar árið 1980 var kölluð „svalasta neðan- jarðarsveit New York-borgar“. Þegar hér var komið sögu hafði Lester Bowie yfirgefið DEFUNKT til að einbeita sér að trompetleik og er iiú í dag einn sá virtasti á sínu sviði. En DEFUNKT hélt ótrauð áfram og 1982 kom út platan Thermonuelear Sweat. Platan hlaut fádæma lof gagnrýnenda og var af mörgum kölluð meistaraverk. En árið cftir leystist DEFUNKT upp, aðallega vegna fikniefna- neyslu Josephs Bowie, sem var orð- inn djúpt sokkinn í heróinhyldýpið. Það tók hann þrjú ár að losa sig við fíknina og nú eru um tvö ár síðan DEFUNKT var endurreist. Fyrir skömmu kom svo út þriðja breið- skífa sveitarinnar, In America. Þyk- ir hún ekki síðri cn hinar tvær og hel'ur vakið töluverða athygli beggja vegna Atlantshafsins. DEFUNKT hefur að undan- förnu verið að spila í Evrópu og héðan kemur hljómsveitin beint frá Amstcrdam. Liðskipan hennar er sem hér segir: Kim Annette Clark; bassiogsöngur, Bill Bickford; gítar, John Mulkerin; trompet, Kenny Martin; trommur, Ronnie Drayton; gítar, og Joseph (Joe) Bowie, sem spilar á básúnu og syngur. DE- FUNKT kemur fram á stærra og breyttu sviði í Tunglinu þann 3. nóvember eins og áður sagði. Því íctti að vera nóg pláss fyrir Joe Bowie, sem er víst æði skrautlegur á sviði; oftast ber að ofan og í trimm- buxum en gjarnan með básúnuna i hendinni. Mikill ryþmi er í tónlist GUNNAR H. ÁRSÆLSSON DEFUNKT og því ætti að vera hægt að dansa nóg næstkomandi fimmtudagskvöld í Tunglinu. Tryggið ykkur miða! bækur Of mikið af því góða MARGE PIERCY Author of GONf ro saotíss >' XaœL V '' fi ' / :'/í' i 1 ), 'n > ' / #1, VIDA An exfroordínafy wotnon's - ■> ' ' 'ýí ynyioíding possions ond poiifíCv Titill: VIDA Höfundur: Marge Piercy Útgefandi: Fawcell Cresi Lengd: 477 bls. Verð: 363 kr. hjá Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar Bókin fœst ekki hjá Máli og Menn- ingu um þessar mundir. Bandaríska skáldkonan Marge Piercy hefur skrifað átta skáldsögur og er orðin mjög þekkt, bæði í heimalandi sínu og víðar. (Hún er m.a. höfundur bókanna „Woman on the Edgeof Time“ og „The High Cost of Living“.) Konur eru gjarn- an aðalpersónurnar í verkum Piercy og þeir, sem eru mikið fyrir að flokka hlutina niður í afmörkuð hólf, myndu eflaust kalla sögur hennar kvennabókmenntir. I krafti þess var skáldkonunni líka boðið að ávarpa konurnar á kvennaráðstefn- unni, Nordisk Forum, í Osló. Piercy afþakkaði hins vegar, þegar hún komst að þvi að hún fengi ekki búnt af dollurum fyrir. Það átti nefni- lega ,,bara“ að greiða fyrir liana l'lugfar og hótelkostnað. Nóg um það. VIDA fjallar um samnefnda bandaríska konu af ’68- kynslóðinni, sem á tímum stríðsins i Víetnam og stúdentaóeirða tók þátt í alls kyns mótmælaaðgerðum og jafnvel sprengjutilræðum. Þannig komst hún á svartan lista og þegar sagan hefst hefur Vida lifað nokkurs konar neðanjarðariífi í mörg ár. Hún er eftirlýst, verður að fara huldu höfði og gæta þess að stansa aldrei of lengi á sama stað. Þetta er saga um afdrif unga fólksins með hugsjónirnar, kröfu- spjöldin, dreifibréfin og frjálsu ást- irnar. Fólksins, sem sat alla sellu- fundina og ætlaði að breyta heimin- um. En VIDA er einnig ástarsaga. Söguhetjan á eiginmann, sem hún þráir að fá að vera hjá, en getur ein- ungis hitt á margra mánaða fresti. Hann hefur sína hentisemi í kvennamálum — samkvæmt sam- komulagi sem hann er-sáttari við en hún. Síðan kynnist Vida ungum manni, sem verður henni afar kær, og þá gerast hlutirnir flóknir og sál- arlífið erfitt. Sagan um baráttukonuna Vidu er mjög vel skrifuð og fyrr en varir er lesandinn farinn a§ lifa sig inn í þennan framandi heim flóttafólks, sem getur á hverri stundu átt von á því að verða handtekið. Fólks, sem ekki getur einu sinni heimsótt ná- komna ættingja á dánarbeðinn af ótta við að vera gripið af útsendur- um yfirvalda. Eini verulegi gallinn við bókina er sá, að Pierey teygir lopann óþarflega mikið. VIDA hefði að skaðlausu getað verið svo sem hundrað síðum styttri. Það þarf töluverða enskukunn- áttu til að njóta þessarar bókar, þó ef til vill sé hægt að fylgja þræðin- um sæmilega með miðlungsþekk- ingu á málinu. Þetta er hins veg'ar ekki þannig bók að spennandi atburðarás beri mann hálfa leið, eins og t.d. í morðsögum. Þeir, sem ekki eru sterkir á enskusvellinu, ættu þess vegna að leita á önnur mið, en hinir geta átt nokkuð góðar stundir við lestur VIDU. JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR ROKKPRESSAN T O P P F 1 M M T Á N 1. U2 RATTLE AND HUM 2. KIM LARSEN YUMMI YUMMI ' 3. DIRE STRAITS . MONEY FOR NOTHING (SAFNPLATA) 4. PET SHOP BOYS INTROSPECTIVE 5. JEAN MICHEL JARRE . . . REVOLUTION 6. PROCLAIMERS SUNSHINE AT LEITH 7. RAPTRAX ÝMSIR FLYTJENDUR 8. LEONARD COHEN I’M YOUR MAN 9. BOBBY McFERRIN SIMPLE PLEASURES 10. MAX MIX ÝMSIR FLYTJENDUR 11. OZZY OSBOURNE NO REST FOR THE WICKED 12. THE GO-BETWEENS 16 LOVERSLANE 13. BUBBI MORTHENS 14. KIM LARSEN MIDT OM NATTEN 15. GUNS’N’ROSES APPETITE FOR DESTRUCTION | Listinn er byggöur á smásölu úr verslunum Steina hf., Skífunnar og Grammsins. í BÆJARBÍÓI lauj»ard. kl. 17.00 sunnud. kl. 17.00 Fáar sýningar eftir! Midapantanir i sima 50184 allan sólarhringinn SKJALDBAKAN KEMST ÞANGAO LÍKA Höfundur Árni Ibsen Leikstjóri Viðar Eggertsson Leikmynd Guðrún S. Svavarsd. Tónlist Lárus Grímsson Lýsing Ingvar Björnsson Leikarar Theodór Júlíusson og Þráinn Karlsson. 7. sýn. fös. kl. 20.30 8. sýn. laug. kl. 20.30 Síðuslu sýningar! Midasala opin Irá kl. 14.00—18.00 Sala aðgangskorta er hafin. EUmU<glNMI ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ A»m»imt«niil v/Prryjugtitu ELSKHUGINN Höf. Harold Pinter laugard. kl. 20.30 sunnud. kl. 16.00 Aðeins þessar tvær aukasýningar! Miöapantanir allan sólarhringinn i sima 15185 og i Ásmundarsal tveimur timum fyrir sýningu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.