Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 3

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 3
PRESSU MOLAR ngir kratar í Hafnarfirði kjósa nýjan formann FLIJ á aðal- fundi á laugardag. Tveir hafa verið orðaðir við formennsku, þeir Emil Sigurðsson læknir og Steindór Karvelsson skrifstofumaður, sonur Karvels Pálmasonar alþingis- manns... annlæknar hafa enn ekki opn- að munninn í tilefni af umfjöllun Pressunnar um tannlækniskostn- aðinn í landinu. Sem kunnugt er greindi blaðið frá því að samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar mætti ætla að munurinn á fram- burði skjólstæðinga tannlækna og framburði þeirra um eigin rekstrar- tekjur væri um 1.200 milljónir króna, en þessi óútskýrða hola í tannlækniskostnaði virðist þó að minnsta kosti vera um 720 milljónir króna af útreikningi framfærslu- kostnaðarins að dæma. Tann- læknafélagið hefur enn engin við- brögð sýnt við greinum þessum, en samkvæmt heimildum Pressunnar eru miklar líkur á að mál þetta beri á góma Alþingis með einhverjum hætti. Einu viðbrögð tannlækna fyrst eftir fréttirnar voru að efast um það í útvarpsfréttum að niður- stöður og aðferðir Félagsvísinda- stofnunar væru réttar og var bent á að von væri á niðurstöðum könn- unar Guðjóns Axelssonar, prófess- ors í tannlæknadeild, á tannheilsu <^4 landsmanna 1985. Könnun þessi var gefin út um síðustu helgi, en hefur enn ekki verið kynnt fjöl- núðlum af einhverjum sökum. í könnuninni eru teknir fyrir aldurs- hóparnir 18 ára, 35—44 ára og 65 ára og eldri, þannig að erfitt er um beinan samanburð við könnun Félagsvísindastofnunar og í könn- un Guðjóns er alls ekki fjallað um tannlækniskostnaðinn. Á hinn bóginn virðist könriun Guðjóns meðal annars staðfesta rækilega að láglaunastéttirnar fælast tann- lækna og þá væntanlega vegna þess hversu þjónustan er dýr. Enn sem fyrr er þó beðið eftir útskýringum tannlækna á holunni stóru og auð- vitað spyrja menn hvort fjármála- ráðherra finni á þessum slóðum dulitla tekjulind upp í fjárlaga- gatið... ] I. ■ er gj£ tlddagi húsnæÖislána nóv ÞÚ HAGNAST Á EIGIN SKILVÍSI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri hluta, til dæmis í að: Auka vió skíóabúnaó fjölskyldunnar endurbæta lýsinguna á heimilinu eóa fá þér áskriftar í leikhúsió. Eindagi 1‘ána með lánskjaravísitðln. 3 >• Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÓLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. nóvember hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. Óh HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Li LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK 3:6969 00 GADDAFI VILL I AMNESTY „Skœrutiðaforinginn Moammar Gaddafi vitt verða góður strákur, “ segir Arbeiderbladet i Noregi í frétt um daginn. Heimildir blaðsins herma að hinn alrœmdi hryðju- verkamaður hafi sótt um aðild að Amnesty lnternational, en þarsem samtökin séu ekki til staðar í Líbýu hafi hann einungis getað gerst styrktarmeðlimur. I skrám Amn- esty er Líbýa hins vegar eitt af þeim löndum þar sem mannréttindabrot eruframin, svo þessi umsókn hlýtur að vera svolítið vandrœðamál. DEA TRIER MEÐ NÝJA RÓK Danska skáldkonan Dea Trier Morch, sem m.a. skrifaði bækurnar Vetrarbörn, Miðbærinn og Kastan- íugöngin, hefur sent frá sér nýja bók. Hún nefnist Skipið íflöskunni og gerist í lok stríðsins. Fjallar sag- an um stelpuna Mette, sem býr með mömmu sinni í Kaupmannahöfn. Mamman á Mette og seinna lítinn dreng með giftum manni og er ást- arsambandi þeirra lýst frá sjónar- hóli litlu stálkunnar. Bókin er myndskreytt af höfundinum sjálf- um, eins og fyrri bœkur hennar. Enn eitt ráð við hungri Fyrir skemmstu birtist grein um hungur hér í Pressunni. Frá því hún var rituð hefur hins vegar rekið á fjörur okkar enn eitt ráðið við hungurverkjum. Taktu nú eftir: Þegar svengdin hellist yfir þig skaltu standa upp, herpa saman magavöðvana og telja hœgt upp að tíu. Slakaðu svo á vöðvunum og teldu aftur upp að tíu. Endurtaktu þetta síðan tvisvar. Megrunarsérfræðingurinn Elior Kinarthy segir að með þessari ein- földu æfingu sé hœgt að bægja hungrinu frá í heilan klukkutíma. Við seljum það ekki dýrar en við keyptum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.