Pressan - 27.10.1988, Qupperneq 25
Fimmtudagur 27. október 1988
25
leikhús
Bœði háalvarlegt og fyndið
Koss kóngulóarkonunnar
A Iþýðuleikhúsið
Höfundur: Manuel Puig
Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir
Tónlist: Lárus Halldór Grímsson
Lýsing: Árni Baldvinsson
Leikmynd og búningar: Gerla
Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Þessi vetur er 14. leikár Alþýðu-
leikhússins og þetta leikrit er 39.
verkefnið. Margar eftirminnileg-
ustu stundirnar í leiklistarlífinu
hafa verið á sýningum Alþýðuleik-
hússins. Er það ekki nteð ólíkind-
um hvernig það hefur þraukað
áhugaleysi (jafnvel andstöðu) vald-
og sjóðhafa þessarar þjóðar?
Samastað á þetta leikhús í hugum
áhorfenda og í leikáhuga leikar-
anna, sem þar eru alltaf að ganga á
brattann, en mikið væri nú gaman,
ef sá samastaður gæti orðið reglu-
lega fokheldur. Otæmandi getur
hún naumast verið auðlindin, sem
heldur lífinu í þessu leikhúsi, frem-
ur en aðrar. Nú gerir það sér vonir
um að fá inni í gamla Iðnó í fylgd
nteð öðrum frjálsum leikhópum og
unt leið og ég þakka þeim fyrir
ánægjulega sýningu á Kossi kóng-
ulóarkonunnar óska ég þeim þess
að sá draumur rætist.
Koss kóngulóarkonunnar gerist
allur í fangaklefa. Kjallari Hlað-
varpans hefur allt til að bera til að
gera það umhverfi sem raunveruleg-
ast, hann er kaldur og hrár og gestir
eru m.a.s. læstir inni á meðan á sýn-
ingu stendur. Svo sitjum við um-
hverfis klefagólf fánganna, þar sent
eru fleti þeirra og það muna, sent
þeim er leyft að hafa með sér í vist-
ina. Miskunnarlaus hljóð eftir
Lárus Halldór Grímsson lemja
okkur utan og á sviðinu eru klefafé-
lagarnir: Valentin, leikinn af Guð-
mundi Ólafssyni — dæmdur vegna
pólitiskra skoðana, og Molina,
leikinn af Árna Pétri Guðjónssyni
— dæmdur fyrir að afvegaleiða
unglinga. Þeir stytta sér stundir
með því að tala saman. Þegar leik-
urinn hefst er Molina að rekja af
mikilli nákvæmni þráð í kvikmynd-
inni „Hlébarðakonunni" og því
heldur hann áfram allt til loka Ieik-
ritsins. Sá söguþráður verður þeim
félögum tilefni margra orða unt til-
veruna og mannfólkið og varpar
ljósi á innri mann beggja um leið,
þannig að sagan af hlébarðakon-
unni verður saga í sögunni og teng-
ist henni jafnframt á vissan hátt.
Valentin og Molina eru mjög
ólíkar manngerðir, sem óhjá-
kvæmilega nálgast hver aðra af tor-
tryggni. Valentin er pólitiskur
„aktívisti", uppfullur af kenning-
um, ekki aðeins um pólitík heldur
einnig um persónur, sem að hans
mati þurfa að láta þrár sínar og til-
finningar hopa vegna pólitískra
markmiða. Molina er hommi,
dæmdur vegna persónu sinnar og
ekki vegna skoðana sinna. Eitt af
því sem mér fannst þetta leikrit taka
vel á er einmitt þessi viðtekni að-
skilnaður þess pólitíska og þess
persónulega, sem sýnt er að er þó
ekki fyrir hendi. Eftir því sem á Iíð-
ur þróast með þessum tveimur karl-
mönnum samband hlýju og vænt-
umþykju. Bæði þurfa þeir einfald-
lega hvor á öðrum að halda en ekki
síðpr hlýtur þeint að verða ljóst, að
þrátt fyrir allt sitja þeir í sömu súp-
unni þó á ólíkum forsendum sé;
annar vegna hlutskiptis sem hann
hefur valið sér, hinn vegna þess ein-
faldlega að hann er það sem hann
er. Og hrammur valdsins nær til
þeirra 'inn fyrir rimlana — e.t.v.
vegna þess að sá hrammur kann að
búa innra með þeim sjálfum líka?
Um miðbik leikritsins komast
áhorfendur að nokkru, sem Valent-
in veit ekki um og ég held að tæpast
sé ástæða til að ljóstra upp hér. Né
heldur unt sögulokin. En verkinu
tekst að byggja upp kvíðablandna
spennu og samúð með þessum
tveim hlekkjuðu karlmönnum, sem
meinað er aílt annað en brjótast dá-
Iítið meira um í netinu.
Því fer að minu mati víðs fjarri
að í þessu verki sé „bara“ verið að
lýsa fangelsisvist í Suður-Ameríku.
Sú vist er notuð á snjallan hátt til að
fjalla um ófrelsi mannanna, þau
net sem við ríðum hvert öðru með
eigin hömlum og fordómum. Þarna
eru tveir karlmenn að afhjúpa
sjálfa sig og hvor annan svo þeir geti
náð sarnan i einhverjunt mannkær-
leik, sent þó er dæmdur til að tor-
tíma þeim.
Og ef einhver heldur að þessu
lesnu, að hér sé á ferðinni mikil
alvara, þá er það auðvitað rétt, en
leikritið er samt sent áður bráð-
skemmtilegt og á köflunt hreint og
beint fyndið!
Leikur bæði Guðmundar og
Árna Péturs er afbragð. Hlutverk
Guðntundar er öllu vanþakklátara
því satt best að segja er Valentin
ekki mjög aðlaðandi persóna.
Hann er „dogmatískur", karl-
remba, uppfullur af sjálfsmeð-
aumkvun og erfitt að ímynda sér
hann í fremstu víglínu skæruliða.
Það hvarflaði að mér stundum
hvort höfundurinn væri jafnvel að
gera grín að byltingarhetju með
stórum staf! En hvað um það, Guð-
mundi tekst vel að sýna manninn á
bak við ytra borðið.
Hlutverk Árna Péturs er af allt
öðrum toga, persóna hans er sem
opið sár, fyndin og hlý í senn. Hon-
um tekst sallavel að líkja eftir þeim
hreyfingum, sem hommunt eru
stundum tamar, en teflir alveg á
tæpasta vað og má sjálfsagt gæta
sín að spila ekki um of á hláturtaug-
ar leikhúsgesta því til þess er leikur-
inn svo sannarlega ekki gerður. Ör-
lítið hlutverk fangavarðar er i hönd-
um Rúnars Lund og hefði að ósekju
mátt gera hann vaidsmannslegri í
framgöngu.
Hlaðvarpakjallarinn er sent snið-
inn fyrir þessa sýningu, en auðvitað
er það samt Gerla sem á heiðurinn
af andrúmsloftinu. Mér fannst
skemmtilegt að sjá alla litina á mat-
arbirgðunum, þær urðu í raun og
veru það sem léði fangavistinni lit,
enda ekki veigalítill þáttur í gráum
hversdagsleika fanganna. En e.t.v.
var einum of langt gengið með silki-
púðann hans Molina, a.m.k. teflt á
tæpasta vað, líkt og Árni Pétur
sjálfur gerði!
í það heila tekið var þessi kvöld- að vera vel klædd því það er fjári
stund með Alþýðuleikhúsinu kalt í kjallaranunt!
áhrifantikil og skemmtileg og ég
ráðlegg öllunt að fara — en munið Magdalcna Scltram
Þarna eru tveir karlmenn að afhjúpa sjálfa sig
og hvor annan, svo þeir geti náo saman i
einhverjum mannkærleik.
tónlist
Fjör í óperunni
Föstudaginn 21. október frum-
sýndu Islenska óperan og Þjóðleik-
húsið óperuna „Ævintýri Hoff-
mans“ eftir fransk-þýska tónskáld-'
ið Jacques Offenbach. Óhcett er að
segja að í þessari samvinnu Þjóð-
leikhússins og Islensku óperunnar
hafi verið tjaldað öllu sem til var og
er árangurinn eftir því; stór-
skemmtileg og vel heppnuð sýning.
Offenbach samdi „Ævintýri
Hoffmans“ undir Iok ferils síns sem
einn afkastamesti framleiðandi
allra tíma á léttum óperettum og
mun þar hafa vegið þyngst óskin
um að semja a.m.k. eitt verk sem
myndi standast tímans tönn. Það
tókst svo sannarlega, því útkoman
er ein af betri óperum tónbók-
menntanna, sem hefur notið óslit-
inna vinsælda fram á þennan dag.
Umgerð óperunnar gerist á krá
Luthers þar sem skáldið og
drykkjurúturinn Hoffman bíður
eftir að sín heittelskaða komi úr
óperunni. Á meðan segir hann sög-
ur af þremur fyrri ástkonum sínum
og óförum sínum í samband við
þær. Þessar ástkonur eru hinar
skrautlegustu manngerðir; vélbrúð-
an Olympia, berklasjúklingurinn
Antonia og vændiskonan og
djöfladýrkandinn Guilietta. Fær
hver þeirra einn þátt í óperunni.
Þessi þrjú tilbrigði við ást Hoff-
mans eru i raun þrjár óperur inni í
óperunni og býður þetta form upp á
mikla fjölbreytni í persónusköpun,
tónlist og sviðsmynd, möguleika
sem voru vel nýttir í þessari upp-
færslu Þjóðleikhússins og íslensku
óperunnar.
Garðar Cortes söng hlutverk
Hoffmans og tókst ágætlega að
valda þessu stóra og kröfuharða
hlutverki, þó oft á tíðum jaðraði'
við að hann ofléki. Þar hefur ef-
laust hjálpað til að hann er eins og
skapaður í hlutverkið og hefði lík-
lega komist ágætlega af með því
einu að vera hann sjálfur. Hann
passaði alls staðar jafnvel í hlut-
verkið, hvort sem um var að ræða
drykkjurútinn Hoffman í upphafi
og enda óperunnar, bláeyga fíflið í
2. þætti, í vægast sagt lostafullum
dúett hans og Signýjar Sæmunds-
dóttur í 3. þætti, eða sem róman-
tíski elskhuginn í 4. þætti.
Sigrún Hjálmtýsdóttir debúter-
aði glæsilega á íslensku óperusviði
í hinni vélrænu aríu brúðunnar
Olympiu. Það er hrein upplifun að
sjá hana skrölta eins og vélmenni
um sviðið á meðan hún syngur
linnulausa tónstiga og brotna
hljóma í stíl Næturdrottningar
Mozarts, stoppar ekki nema við og
við þegar þarf að trekkja hana upp.
Þetta er sko leikhús. Bravissimo!
Aragrúi annarra söngvara kom
þarna fram og stóðu sig flestir með
stakri prýði. Meðal nýliðanna má
nefna Signýju Sæmundsdóttur og
Guðjón G. Óskarsson, en gömlu
brýnin John Speight og Sigurður
Björnsson komu einnig skemmti-
lega á óvart í hjákátlegum hlutverk-
um sínum. Sérstök aukaverðlaun fá
þeir sem lögðu John til förðun og
búning.
Rannveigu Fríðu Bragadóttur
vantaði fyllingu í röddina til að
valda hlutverki sínu sem skyldi, en
eftir frammistöðu hennar verður
ekki efast um að hún nær henni áð-
ur en langt um liður. Kristinn Sig-
mundsson lék þrjá skúrka á til-
komumikinn hátt en eitthvað vant-
aði á að rödd hans bærist almenni-
lega út í sal. Ólöf Kolbrún Harðar-
dóttir dansaði á markalínu væmn-
innar í hlutverki Antoniu en ekki
skal fetta fingur út í það hér því hún
hefur oft verið mun verri.
Hljómsveitin komst stórslysa-
laust frá sínu undir öruggri stjórn
Anthony Hose. Þeir lítilvægu sam-
spilsgallar sem voru á frumsýning-
unni verða örugglega komnir í gott
lag þegar þessi grein birtist.
Hinar raunverulegu hetjur þess-
arar sýningar eru leikstjórinn, Þór-
hildur Þorleifsdóttir, og þeir Nicol-
as Dragan og Alexander Vassiliev
sem sáu um leikmynd og búninga.
Hverju þeirra datt annars í hug að
stilla kardínála upp í vændishús-
inu? í alvöru talað, þá eru bæði
leikmynd og búningar frábær. Sér-
staklega eru eftirminnilegir búning-
ar Kristins Sigmundssonar; Copp-
elius með alla mælana hangandi ut-
an á sér, og hinn græni Doktor
Miracle, með köngulóna á hausn-
um.
Mestan heiður á þó Þórhildur
Þorleifsdóttir skilinn fyrir að sjá til
þess að allan tímann var aldrei
dauður punktur í sýningunni og
gera sér grein fyrir því að ópera er
allsherjarleikhús þar sem statist-
arnir eru ekki síður mikilvægir en
söngvararnir.
Það er engin spurning um að fara
eða fara ekki, og óþarfi að hugsa sig
um tvisvar. Sameiginleg uppfærsla
Þjóðleikhússins og íslensku óper-
unnar á Ævintýrum Hoffmans er
tvímælalaust besta skemmtun í
bænum og ekki annað hægt en ráð-
leggja öllum sem vettlingi geta vald-
ið að fjölmenna á þessa stór-
skemmtilegu sýningu.
Ríkharður H. Friðriksson
Þórhildur Þorleiffsdótlir sá til þess að aldrei var
dauður punktur i sýningunni með því að gera
sér grein ffyrir þvi að ópera er allsherjjar leikhús
þar sem statistarnir eru ekki siður mikilvægir
en söngvararnir.