Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 26

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 27. október 1988 Spurninaaleikur'lyrir þá, sem vilja komast ao þvi hvort samband er líklegt til að endast eitthvað þeirra Þetta er fallvaltur heimur. Það, sem virðist öruggt í dag, getur verið hrunið á morgun — hvort sem um er að ræða ríkisstjórnir, ; fyrirtæki, forstjóra, heilsufar, hjónaband eða annað. Hjónaband og sambúð (eða óformlegra sam- krull kynjanna) eru reyndar alveg sérstakur kapítuli í tilverunni. Þar getur greinilega allt gerst. Siggi og :Gunna, sem manni finnst kannski . jafnólík og dagur og nótt, leiðast ástfangin í gegnum lífið og grána í vöngum hvort í sínum hæginda- stólnum í þjónustuíbúð fyrir aldraða. En Jói og Stína — þetta fyrirmyndarfólk, sem var hrein- lega skapað hvort fyrir annað — skilja bara upp úr þurru og talast ekki við upp frá því, nema í gegn- j um lögfræðinga. Þeir, sem hafa áhuga á að kanna lífslíkur hjónabandsins eða sambúðarinnar, sem þeir eru í, la hér svolítið að glíma við. Þetta er nokkurs konar könnun á því hve vel þið eigið saman, hjónakornin. En spurningunum verður auðvitað að svara af fyllsta heiðarleika svo eitthvað sé að marka niðurstöð- una. | Þið eigið bæði að svara spurn- ingunum og niðurstaðan fer síðan eftir því hversu mörg af svörum i ykkar eru þau sömu, þar sem það gefur til kynna hve lík þið eruð inn við beinið. Ef makinn, sam- býlismaðurinn/konan eða kærast- inn/an er ekki við höndina getur þú einfaldlega svarað fyrir hann/ hana líka. Þú svarar þá eins og þú heldur að viðkomandi hefði sjálf- ’ ur gert — og ekkert svindl! Fyrst fer annar aðilinn yfir spurning- arnar og athugar hvort hann kýs svar a, b, c, d eða e hverju sinni, en hann verður að skrifa þetta hjá sér á sérstakt blað, svo hinn aðil- inn sjái ekki svörin. Þegar bæði hafa svarað eru svörin borin sam- an og niðurstaðan fer siðan eftir því hversu oft þið hafið svarað eins. Góða skemmtun. Svarið eftirfarandi spurningum á þann hátt að velja það svar, sem á við ykkur. Ef ekkert þeirra er nákvæmlega rétt skuluð þið þó velja það svar, sem kæmst næst því. 1. Kristin trú er: a) mjög mikilvæg í lífi mínu b) mikilvæg I lífi mínu c) nokkuð, sem ég ber virð- ingu fyrir, en hún er ekki fyrirferðarmikil í lífi mínu d) ekkert mikilvæg e) nokkuð, sem ég er mikið á móti 2. Ef bæði vinna úti eiga hús- verkin: a) að skiptast jafnt á milli beggja aðila b) að vera á ábyrgð kon- unnar, en karlinn á að hjálpa henni c) að vera I höndum kon- unnar, því karlinn sér um viðhald á húsinu, bílnum og garðinum d) aö vera í höndum kon- unnar, þvi hjónabandið endist frekar með hefð- bundinni verkaskiptingu kynjanna e) að vera í höndum kon- unnar, því þau eru niður- lægjandi fyrir karlmenn. 3. Finnst þér tryggð i hjóna- bandi/sambúð: a) mjög mikilvæg fyrir kon- ur b) mjög mikilvæg fyrir báða aðila c) töluvert mikilvæg fyrir konur d) töluvert mikilvæg fyrir báða aðila e) skipta litlu máli 4. Finnst þér rétt að nota greiðslukort: a) alveg upp að leyfilegri hámarksupphæð b) aðallega, þegar kaupa á dýr tæki eins og þvotta- vél eða þurrkara c) ekki meira en svo að auðvelt sé að greiða reikninginn um mánaða- mót d) einungis í neyðartilvik- um e) alls ekki 5. Hvaða tónlist finnst þér ánægjulegast að hlusta á: a) kammertónlist b) sinfóníurog konserta c) sígild dægurlög og lög úr söngvamyndum d) popp- og rokktónlist e) sveitatónlist 6. Finnst þér að pör ættu að verja frítíma sinum saman: a) eiginlega alltaf b) u.þ.b. tveimur þriöjuhlut- um c) frá fjórðungi frítímans upp í helming d) það færi eftir því hvort þau ættu sameiginleg áhugamál e) hvaöa frítíma? 7. Finnst þér að peningavöld- in ættu að vera: a) hjá karlmanninum b) hjá þeim aðila, sem vinnur fyrir peningunum c) hjá konunni d) hjá þeim aðila, sem hef- ur meira vit á slíku e) hjá báðum aðilum sam- eiginlega 8. Vildir þú búa: a) í stóru einbýlishúsi í Breiðholti b) í miðlungsstórri sérhæð í Vesturbænum c) í litlu einbýlishúsi úti á Granda d) I Hafnarfirði e) I afskekktu húsi í skóg- arrjóðri fyrir austan fjall 9. I hvernig húsi viltu helst búa: a) gömlu tibmurhúsi b) húsi, sem byggt er upp úr stríðslokum c) húsi, sem byggt er á árunum 1960—75 d) húsi, sem byggt er á síð- asta áratug e) glænýju húsi, sem eng- inn hefur áður búið í 10. Finnst þér skilnaður: a) eðlilegur hlutur í nú- tímaþjóðfélagi b) því miður verða sífellt algengari c) betri en að búa áfram með persónu, sem þú elskar ekki lengur d) neyðarúrræði e) aldrei eiga að koma til greina Teljið saman hversu mörg af svörum ykkar voru eins og þá er það niðurstaðan: 9—10 svör eins. Þið eruð svo nauðalík að þetta ætti að geta verið ljómandi sam- band. Sumum fyndist það kannski of litlaust, en valið er ykkar. Þið kjósið ef til vill sam- búð, sem er jafnþægileg og gömlu góðu inniskórnir, þó öðrum finn- ist svolítill ágreiningur af og til bara örvandi. Og þá eruð þið svo sannarlega á réttri hillu. ■ 6—8 svör eins. Þið eruð að mörgu leyti lík og eigið vel saman hvað það varðar, svo samband ykkar gæti átt glæsta framtíð fyrir sér. Það er - hins vegar einnig nauðsynlegt að ákveðnir straumar séu á milli ykkar, en þið þurfið engan spurn- ingalista til að ákvarða hvort svo sé eður ei. 3—5 svör eins. Það verður að hafa mikið fyrir því að halda þessu sambandi gangandi fyrst skoðanir ykkar eru jafnólíkar og raun ber vitni. Þó er það alls ekki óhugsandi, ef þið talið t.d. bara um veðrið! En kannski eruð þið sú manngerð, sem þrífst á deilum og ágreiningi, og þá er allt í sóma. 0—2 svör eins. Hvernig lentuð þið eiginlega saman? Og hvernig ætlið þið að láta þetta endast, þegar rómantík- in kólnar? Það er annars aldrei að vita, því mannskepnan getur verið óútreiknanleg. Kannski verðið þið undantekningin, sem sannar regl- una. I

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.