Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 24

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 24
24 Q.V O ► •. r r! f 4 \| V C -• i i r < ■ •11 l ' m r | -1 Fimmtudagur 27. október 1988 bridge Spil vikunnar er árlegt framlag mitt í bækling Góðgerðarbikarsins. Það var sérstök ánægja að frétta að 17.600 £ (1,5 millj. ísl. króna) söfn- uðust í ár í þágu góðs málstaðar. En frá og með næsta ári verður starf- semin rekin af samtökunum „Betri bridge í Bretlandi". Víkjum þá að spilinu; athyglisr verðu varnardæmi; ♦ Á109863 V 642 ♦ KG102 ♦ 54 y D1073 ♦ 54 «f» D8532 N V A S ♦ D72 V ÁKG9 ♦ D76 ♦ KG6 ♦ KG V 85 ♦ Á983 ♦ Á10974 Austur vakti á 1-grandi og eftir tvö pöss sagði norður 2-spaða. Suð- ur þreifaði fyrir sér með 2-gröndum en norður hörfaði í 3-spaða. Suður þráaðist við; 3-grönd og vestur doblaði. Pass hringinn. Útspilið var lauf-3, kóngur og ás. Sagnhafi spilaði tígli á kóng og hleypti síðan tígulgosa. Þegar gos- inn hélt var spaða svínað. Þá var bara eftir að taka á spaðakóng, tígulás og tígull á tíuna. Árangurinn, 11 slagir, var vægast sagt óverðskuldaður. í fljótu bragði sýnist vörnin úr- ræðalaus eftir útspilið, en því fer fjarri. Segjum að austur leggi á tígulgosann. Þá er aðeins ein inn- koma í borðið og sagnhafi getur ekki bæði gert spaðann góðan og nýtt sér hann. Og þegar grannt er skoðað; þá er jú tígultvistur í blindum fyrir allra augum. skák Skákin berst til Islands Ekki er vitað hvenær eða hvernig skáktaflið barst til íslands. En það hefur verið snemma, því að tafls er getið á nokkrum stöðum í fornsög- um okkar, m.a. í Heimskringlu og Sturlungu. Úr Sturlungu er komið orðtakið „í uppnámi“ sem notað er enn í dag, bæði í skák, þar sem það merkir vísan dauða taflmanns, og í daglegu lífi, þar sem það merkir glundroða eða æsing. Það er í Þor- gils sögu skarða sem orðtakið kem- ur fyrir: „Sá atburður var að þá skildi á um tafl, Þorgils Böðvarsson og Sám Magnússon frænda Gissur- ar. Vildi Sámur bera aftur riddara er hann hafði teflt í uppnám, en Þorgils lét því ekki ná.“ Ekki virðist vafi á að sá sem skrifaði þessar línur hafi verið sæmilega handgenginn skák. íhugunarefni er það að íslenskar nafngiftir í skák benda til nánara sambands við England en Norður- lönd og Mið-Evrópu. Hrókur, biskup og peð eru samstofna ensku orðunum Rook, Bishop og Pawn, en ekki tárn, löber og bonde sem notuð eru í Norðurlandamálunum og þýsku (Turm, Laufer und Bauer). Riddari er skyldara enska GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON orðinu Knight en Springer sem not- að er í Norðurlandamálum og þýsku. Drottningin var oft kölluð frú fyrr á tímum, en á fyrrnefndum granntungum okkar er talað um Queen og Dame. íslendingar virðast einir þjóða eiga sögnina að tefla, annars staðar eru notuð orð sem merkja að leika (spille, spielen, play, jouer...). Ætli það hafi ekki verið íslandsvinurinn Willard Fiske, mikill fræðimaður um sögu skákarinnar, sem fyrstur benti á það að þegar tafls er getið í fornum bókum er óvarlegt að draga af því aðrar ály ktanir en þá að taflið hafi verið þekkt þegar sagan var rit- uð. Nú er talið að Heimskringla sé eigi rituð síðar en um miðja 13. öld, en þar er tafls getið í fróðlegri frá- sögn. krosscpatcm 70 mr KLfifl ' v Kon JfW % )Nr(fífJ :v W Kjrr SVÆSIÉ -V DUdí£CS 18 Tmrzr mzr Zl SLh d'/Ki HJ úPiAd H'/Af) 1S \x Plf/NAR 17 PJKl' Lé<vT ftNPI M US U.T Art 5/4HA- Hbe SKflKT' G,<ílAlL n L’AT- MA&D H.oTitihl Vf-l-OlR ElZl I KV’/SL 17 FRJ'AIS hö fc&clA WfiRLfi foL UMOÆwí- STAF/L HLÝDI SfOÍUR STEATuk Si AL fíTHvai F-FHt a HJot! CsÆ-TuM A/fíuMfí ffíLSA KfYR SKAfl ENOuR- SKlNS- MF-RIO F-LP- ST/t-ÐI )0 UHA GofGl ViPujt- HFtHi GORT RlMPAR. 1S ERfiÉi Boe&i f/SKS DÓLIST Glati fyfíi TofílT FLAS HRYPJA SKFHS flu-Qut r H/E-Ðum FR'fí L'/Til t'imgui/- AHFRuma DRVKK HRAfí- lt(N ÝOLfifíl R/Sfl fr~~ 'UL'AT As t- foLG/Hti REIKA Dö'ASk HftFyfl RÆt/fi Up- POM/ FuGiLaL LKKI HEsr 17 FoR HoRfifí. Eykta- /YIARK 7 5 20 24 10 15 Pressukrossgáta nr. 5 Skilafrestur er til 9. nóvember og er utaná-' skriftin eftirfarandi: Pressan — krossgáta nr. 5, Ármúla 36, 108 Reykjavík. Verðlaunin eru hin áhugaverða bók Drekktu vín, lifðu betur — lifðu lcngur, sem marga fýsir eflaust að glugga í. Hún er eftir Erik Olaf-Hansen og er gefin út af Tákn sf. Dregið hefur verið úr réttum lausnum á krossgátu nr. 3 og kom upp nafn Lýðs Skúla- sonar, Keldum, Rangárvallasýslu. Hann fær senda bókina um kvendjöfulinn eftir Fay Weldon, sem Forlagið gefur út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.