Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 21

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 27. október 1988 21 Ástæðan fyrir því að amerískir strákar taka fegurð fram yfir gáfur er sú. að þeir eiga auðveldara með að sjá en hugsa Farrah Fawcett ULLKORN Oft hrynja óborganleg gullkorn af vörum fólks. Það gerist eflaust ekkert síður hjá okkur, þessum sauð- svörtu, en hjá þeim frœgu og/eða ríku — en þegar við segjum eitthvað snjallt finnst bara engum taka því að festa það á blaðl Því er öðruvísi farið með þekkta ein- staklinga. Þeir mega vart opna munninn, án þess að einhver skrái hjásér hvert orð. Það verður hins vegar að viðurkennast að stundum er það ómaksins vert, eins og eftirfarandi tilvitnanir sýna. Sum af þessum gullkornum er að finna í bókinni „Picking on Men“, sem Judy Allen tók saman. Önnur eru úr gamalli úrklippubók, sem gullmolasafnari nokk- ur veitti PRESSUNNI aðgang að. Hún reyndist vera náma alls kyns heilræða, orðatiltœkja og málshátta víðs vegar að úr heiminum. Hér á síðunni gefur einungis að líta brotabrot af þessu skemmtilega safni, en ef til vill fá lesendur blaðsins annan skammt síðar í vetur. Samantekt: Jónlna Leósdóttir Menn elska að setja konur upp á stall, vegna þess að þá njóta þeir þess enn betur að hrinda þeim niður. Fallið er hærra. Clare Boothe Luce Karlinn er húsdýr, sem hægt er að kenna margar listir, ef hann er meðhöndlaður af ákveðni. Jilly Cooper Karlar eru fvrirbæri með tvo fætur og útta hendur. Jayne Mansfield Heiöursmaóur er karl, sem tekur ofan hattinn áöur en hann slær konur. Fred Allen l>ad cr injötg cri‘itt ad vcru kona, l»ar scm l»ví fvlgjii niikil samskipti vid karla. ónefnd kona Þó peningar yxu á trjánum væru það alltaf snjöllustu fuglarnir, sem næðu þeim. Mcíihvr kcinur ciuuni>'is aii i»ai£ni, ci’ maiiur cr a«1 fara citthvcrt. Karlmenn eru eins og plastfilma, sem maður vefur matvœlum í. Það sést í gegnum þá og það er e.kki heiglum hent að losna xrið þá. Jacob M. Braude Konur verða ið gera allt tvisvar sinnum betur en Itarlar til þess að vera álrtnar komast í bálfkvisti við þá. Sem betur fer er það nú ekki erfitt. Charlotte Whitton Karlmaður myndi aldrei hlusta á það, sem þú hefur að segja, ef hann vissi ekki að röðin kæmi næst að honum. Ed Howe Þegar Guð skapaði karlmanninn var hún bara að æfa sig. Veggjakrot á kvennaklósetti Þeir, sem alltaf tala vel um konur, þekkja ekki nægilega vel til þeirra. Þeir, sem alltaf tala illa um konur, þekkja þær alls ekki. Pigault-Lebrun Maður á að stefna að tvennu í lífinu. í fyrsta lagi að fá það, sem mann langar í, og í öðru lagi að njóta þess. Einungis hinir snjöllustu okkar ná öðru stiginu. Logan P. Smith Reiðin bætir ekkert, nema kryppuna á baki kattarins. Coleman Cox Þegar kona elskar karl af öllu hjarta getur hann látið hana gera hvað sem henni þóknast. Það versta við konur er það, aö þær hafa oftast rétt fyrir sér. James Barrie Gáfaðir mcnn ræða um hugmyndir. Mcðalmenn ræða um hluti. Lítilmenni ræða um fólk. Walter Winchell Ég átti enga skó og kvartaði og kveinaði þar til ég mætti manni, sem var fötalaus. Arabískur málsháttur Menn, sem reyno að gora eitthvai en mistokst það, eru mun botri en þeir, sem reyna ekki að gera nertt og tekst það! Lloyd Jones Karlmenn vilja að konur séu nægilega gáfaðar til að skilja og meta þeirra eigin gáfur, en eliki svo gáfaðar að þær verðskuldi sjálfar athygli. Lord Byron Visindamenn segja að það taki milljónir ára fyrir dýr að breytast í mann, en ást getur gert það á einni sekúndu. William Lyon Phelps Karlmenn ætlast til þess að konur gleymi loforðunum, sem þeir gáfu þeim, en muni hve marga sykurmola þeir vilja í kaffibollann. E.J. Hardy Karlar eru ekki jafnhugrakkir og konur. Karlmaður myndi t.d. aldrei máta tiu jakkaföt i verslun, þegar aleiga hans væri hundraðkall. Evan Esar Kona er pcrsóna, scm nær í stól um leiö og hún svarar símanum. Milton Wright Lífið cr cins og cinstcfnugata. Maöur gctur ckki snúiö viö og fjöldinn allur af fólki fcr í villausa átt. Einungis þcir, scm hafa þoiinmæði til að inna cinfalda hluti vcl af hcndi, gcta lærl aö framkvæma flókna hiuti auövcldlcga. Schiller l't'giii (lanid scgii nci iiicinai Ihiii kitnnski. I’cgiii (liini.i scgir k.itinski mciniit húii j.i. I'cg.u d.iniii scgir j.j ci luiii cngin d.iniii. Þaö er ekki hægt aö slá konu neina gullhamra, sem koma henni á óvart. Það er ógaefa mannsins að honum skuli ekki skiljast, að það er svo fátt, sem máli skiptir. H.C. Branner ltg hcf aldrci gcngiö í hjónaband þar scm þaö var engin áslæöa lii þcss. Kg á hund, scm urrar, páfagauk, scm blólar, og köll, scm kcmur scint hcim á kvöldin. MarieCorellí Smndiiin icknr ji.iö konti ckki ncniii hiilíiin tliig <iö knm.isi ,id cinhvcrjn. scm vcldtir licnni (ihiimingjn lil icvilokii. M. Switzer Kona byrjar á því að verjast ágengni karlmannsins, en endar með því að varna honum undankomu. Oscar Wilde Sjúkralnis er staöur þar scm maöur er vakinn af værum • hlundi klukkan hálfscx og sagt aö morgunvcröur vcröi borinn fram klukkan hálfátta. J.P. Clugston Lítil stúlka útskýrdi eilt sinn oröið ,,iðrun“ á þennan hátt: Að skammast sín svo mikið að maður hœtlir. C.H. Kilmer Ef þú ætlar að lifa hamingjusömu lífi með karlmanni verður þú að sýna honum mjög mikinn skilning og eiska hann örlitiö. En ef þú ætlar að lifa hamingjusömu lifi með konu verður þú að elska hana mjög mikið og alls ekki reyna að skilja hana. Helen Rowland Ég ætti auðveldara með að sætta alla Evrópu en tvær konur. Loðvik fjórtándi. Konur skemmta sér miklu , betur en karlar, því það er svo margt, sem þeim er bannað að gera. Oscar Wilde Kona frcttir yfirleill ekki um sina vcrstu galla fyrr en hún rífst viö bestu vinkonu sína. Það er hœgt að beita fjórunt aðferduin við að segja konu leyndarmál: I. Skrifa henni. 2. Hringja í hana. 3. Senda lienni skeyti. 4. Segja annarri konu að segja lienni það ekki. Konut' hugga okkur, en ef engar konur væru til þyrfti aldrei að hugga okkur. Don Herold Það ent til tvenns konar kcninwtni: Þeir, sent elskct kntntr, <>g þeir vcilclct nicnnii óbcniiingju. Og þeir, seni elskci ekki knnur, og þeir eru leiðinlegir. Glæpamenn heimta annaðhvort peningana eða lífið, en konur vllja hvort tveggja. Samuel Butler Raddir stúlkna breytast lika á gelgjuskeiðinu. Þá fara þœr að segja „já“ í staðinn fyrir „nei Ég er kona, sem ætluð er karlmanni. Ég fann bara aldrei mann, sem stóðst samanburðinn. Bette Davies Það var svo auðvelt að vera sannur karlmaður hér áður fyrr. Maður þurfti bara að berja konur, stela landareignum indíána og henda geislavirkum úrgangi á góðum stað. Bruce Feirstein Menn eru alltaf tilbúnir til að bera virðingu fyrir þvi, sem þeim leiðist. Marilyn Monroe Maður skyldi aldrei treysta stuUfættum körlum. Þaö er of stutt á milli heilans og afturendans. Noel Coward Vertu ekkert að flýta þér elskan. Þér finnst biðin hafa borgað sig, ef þú eignast að lokum góðan eiginmann. Og ef þú eignast slæman mann, muntu óska þess að þú hefðir beðið lengur. E.A. Thurston Þegar við erum ung höldum við að hatur sé andhverfa ástarinnar. Seinnu konnunst við að því — oft á sársaukafullan hátt — að það er eigingirnin, sein er andhverfa ástarinnar. Mary Cholmondeley Háðfugl er viðkvcem tilfinningavera, setn einhver befur scert djúþu sciri. Elisabeth Robins Sá, sem vill láta draum rætast, verður að byrja á því að vakna. Konur gleyma oft því, sem maður gerir fyrir þær, en þær muna alla tíð eftir því, sem maður gerir ekki! Á bakvið hvern mann, sem nær langt í lífinu, stendur furðu lostin kona. Maryon Pearson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.