Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 8

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 27. október 1988 VIKUBLAÐ Á FÖSTUDÖGUM Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjóri Jónína Leósdóttir Fréttastjóri Ómar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 38, sfmi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 38, sfmi 68 18 66. Setning og umbrot: Filmur og prent. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald: 400 kr. á mánuöi. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðu- blaðið: 800 kr. á mánuði. Verð I lausasölu: 100 kr. eintakið. Blómstrandi menningarlíf, en... Við íslendingar þykjumst geta hreykt okkur af ýmsu. Þjóðarstoltið er meira að segja oft á tíðum það mikið að úr verður drambslegur rembingur. En á sumum sviðum stendur þjóðin vissulega undir stoltinu — og það með glæsibrag. T.d. hvað varðar menningarlíf. Um þessar mundir geta leikhúsunnendur á höfuð- borgarsvæðinu valið um einar fjórtán sýningar fyrir börn og fullorðna. Slíkt úrval leikverka hlýtur að vera algjört einsdæmi í heiminum á svæði þar sem ekki búa nema rúmlega hundrað þúsund manns. í mun stærri borgum í öðrum Evrópulöndum þætti verulega gott, ef hægt væri að þefa uppi svo sem eina leiksýningu! Fjölbreytnin í íslensku leikhúslífi er líka mjög mikil og ætti hver og einn að geta fundið þar eitthvað við sitt hæfi. Tónlistarhneigðu fólki stendur til boða glæsileg sýning Þjóðleikhússins á Ævintýrum Hoffmanns og áhugamenn um klassísk verk geta bæði farið á upplestur á verkum Tjékovs og séð rómaðan flutning Leikfélags Reykjavíkur á Hamlet. Hægt er að fara með börnin á Hvar er hamarinn eða þá Línu langsokk og unglingarnir geta skroppið til Mosfellsbæjar og hlegið að Dagbók- inni hans Dadda. Svona mætti lengi telja og auðvitað eru einnig leikhús starfandi utan Reykjavíkursvæðisins. Á Akureyri standa t.d. yfir sýningar á Skjaldbökunni og um jólaleytið frumsýnir áhugaleikhópur í Varmahlíð Uppreisnina á ísafirði, svo eitthvað sé nefnt. Állar þessar leiksýningar eru þó alls ekki einu menn- ingarviðburðirnir á landinu þessa dagana. Af og frá. Mikið er líka um áhugaverða tónleika af ýmsu tagi. Sigríður Ella Magnúsdóttir er m.a. stödd á landinu og söng í Gerðubergi í vikunni, ungir, norrænir einleikarar eru að spreyta sig í íslensku óperunni. Þar að auki líður vart sú vika að ekki sé opnuð fleiri en ein málverka- eða höggmyndasýning og ný íslensk kvikmynd var frum- sýnd fyrir fáeinum dögum. Þetta er einfaldlega ótrúlegt menningarlíf hjá þjóð, sem telur um 250 þúsund manns. Við eigum hreint frábæra listamenn á svo til öllum svið- um og megum sannarlega vera stolt af þeim. Hin tragíska hlið á þessu máli er hins vegar sú, að aðsókn að þessum athyglisverðu viðburðum mætti gjarnan vera meiri en hún er. Því miður erúm við nefnilega einnig ein vinnuþjakaðasta þjóð heims og tími fyrir leikhúsferðir og annað kúltúrlíf af skornum skammti. Sárgrætilegast er það þó barnanna vegna hversu erfitt fólk á með að finna tíma til að njóta hinnar fjölbreyttu menningar, sem hér er á boðstólum. Það hefur afar mik- ið að segja að foreldrar fari snemma með börn sín í leik- hús, á tónleika, málverkasýningar og aðra listviðburði. Börn, sem venjast því í æsku að menningarviðburðir séu eðlilegur þáttur tilverunnar, njóta góðs af því alla ævina. Listin auðgar líf þeirra og gefur því aukið gildi. Á efsta degi á Stöð 2 „Og munið þið litlu þegnar, að mínum dómi getur enginn áfrýjaðþ hin pressan „Þad á ekki aö vera ad blása þetta út þar sem þetta er, strangt til tekið, ekki löglegt. Þetta er það sem gert er alls staðar — en á ekki að vera blaðamál þar sem þetta er ólöglegt.“ — Jón isberg, sýslumaöur Húna- vatnssýslu, i DV um notkun skipverja á áfengi sem hafói verið gert upptækt, en þeir fengu afhent til aö halda veislu vegna þess aö smlöi báts þeirra var ný- lokió. „Stórmenni landsins hafa ekki látið rekja þennan lið ætta sinna nákvæmlega.“ — lilfar Þormóösson, Sþegilmaður, rithöfundur og frímúraraskelfir, I DV um afkomendur Axlar-Bjarnar. „Meirihlutinn, og þó sérstak- lega Davíð, launar þeim ríkulega sem makka rétt og refsar þeim sem risa upp. í þessu sambandi er nóg að líta á þá sem skrifuðu undir stuðningsyfirlýsinguna við Davíð fyrir síðustu borgarstjórn- arkosningar." — Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fv. borgarfulltrúi Kvennalistans, í Veru. „Ég hef stundum sagt um þing- mannsstarfið, að það byrji hvergi og endi aldrei.“ — Steingrimur J. Sigfússon ráóherra f helgarviötali Dags á Akureyri. „Það eru margir sem virðast halda að sjóðurinn eigi ósköpin öll af peningum en svo er nú ekki. Við fáum 1 milljarð frá ríkinu á þessu ári og þvi næsta og höfum auk þess heimild til að taka sömu upphæð að láni erlendis." — Gunnar Hilmarsson, stjórnarfor- maöur Atvinnutryggingasjóðs útflutn- ingsgreina, Stebbasjóös, i viðtali viö Dag. „Fallegur pappír, fallegt letur og hellingur af óskiljanlegu rugli.“ — Guömundur Guömundarson fram- kvæmdastjóri i Morgunblaðinu, þar sem hann gagnrýnir Ljóöaárbókina 1988. „Ég væri hræsnari ef ég segði það.“ — Kristján Thorlacius, fráfarandi for- maður BSRB, ( Þjóðviljanum, að- spuröur um hvort samtökin kæmu sterkari úreftirsigurögmundar Jónas- sonar í formannaslagnum. „Ég get ekki betur séð en Þor- steinn Pálsson og aðrir ráðherrar hafi týnt áttum.“ — Einar Oddur Kristjánsson, útgerð- „Belgurinn á J-inu bendir til að við- komandi sé mót- tœkilegur fyrir smjaðri og sé hégómagjarn, hugsanlega eigin- gjarn. Langur leggur á lokastaf l-inu, bendir til festu, þrjósku og jafnvel ofsa. “ — Tveir áhugamenn um skriftarfræói lesa út úr undirskrift Jóhannesar Nor- dal Seólabankastjóra í helgarblaói Þjóöviljans. armaöur og leiðtogi forstjóranefndar- innar sálugu, i Heimsmynd. „Allt innbú i hótelinu er í eigu Hótels Arkar hf. og því óviðkom- andi þrotabúi Verktakafyrirtækis Helga Þórs Jónssonar." — Helgi Þór Jónsson, aðaleigandi beggja fyrirtækja, i Timanum. „Ég er alveg i sjöunda himni og væri i þeim áttunda eff það væri hægt." — Ólaf ur Jensson, formaður íþróttasambands fatlaðra, vegna árangurs islenskra þátttakenda á Ólympiuleikum fatlaðra.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.