Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 11

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. október 1988 11 Margeir Pétursson; stundar lögfræðistörf með betri arangri en Paul Morphy. lesiiiuii. Mér verður óglall í neð- anjarðarlesiinni. Það verður Mercedes Benz. Eða kannski Rolls Royce, sérsmiðaður handa mér. Kannski kaupi ég þom. Og snekkju. Síðan ælla ég að láta sauma á mig fleiri föl. Ég gœii hugsað mér að verða einn af tíu besl klœddu mönnum í heimin- um. Svo ælla ég að byggja mér hús. Ég veil ekki hvar, en örugg- lega ekki í Greenwich Village. Þar er alli fullt af skitugum lýð. Kannski byggi ég það i Beverly Hills. Það er reyndar liálfgert hallœrispakk sein bvr þar, en lofislagið er goit. Ég veit nákvœmlega hvernig húsið initl á að vera. Ég ælla aðfá besla arkí- lekt sem lil er og láia hann byggja það eins og hrók. Já, það vœri eilllivað J'yrir mig. Slíll. Hring- siigar, svalir, alli. Það sem eftir er vil ég búa í húsi sem er nákvœm- lega eins í laginu og hrókur. Sagði Fisclier á árunum upp úr 1960. Það þart' kannski engan að undrasem fylgdist með lundarfari hins unga Fischers að nú býr hann miðaldra maður, einangraður og ofsóknarbrjálaður, einhvers staðar í Kaliforníu. Hann hefur fundið sinn hrók. Bobby Fischer hefur margsinn- is verið likt við landa sinn Paul Morphy, sem var mestur skák- maður á öldinni sem leið. 111- kvittnar tungur segja að Morphy hafi orðið sér úti um sárasótt á frægu skákferðalagi um Evrópu uni miðbik siðustu aldar. Aðrir segja að hann hafi aldrei jafnað sig á haílærislegri framkomu Howards Staunton, sem í þá tíð taldist einhvers konar heimsmeist- AFSLÁTTUR RÝIHING ARSALA!! Við eigum nokkra MAZDA 626 árgerð 1988, sem við seljum í dag og næstu daga með VERULEGUM AFSLÆTTI: Fullt verð VERÐ NÚ Þú sparar 2 stk. 4 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 826.000 710.000 116.000 5 stk. 4 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 956.000 844.000 112.000 3 stk. 5 dyra LX 1.8 L 5 gíra/vökvast. 845.000 725.000 120.000 5 stk. 5 dyra LX 1.8 L sjálfsk./vökvast. 903.000 773.000 130.000 5 stk. 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 989.000 852.000 137.000 2 stk. 5 dyra GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.088.000 945.000 143.000 1 stk. 5 dyra GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og sóllúgu 1.134.000 968.000 168.000 2 stk. 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. 959.000 839.000 120.000 / 1 stk. 2 d. Coupe GLX 2.0 L sjálfsk./vökvast. m/sóllúgu 999.000 870.000 129.000 3 stk. 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum og vindskeiðum 1.100.000 954.000 146.000 1 stk. 2 d. Coupe GTi 2.0 L 16v 5 gíra/vökvast. m/álfelgum, vindskeið og sóllúgu 1.170.000 998.000 172.000 Þetta eru án efa bestu bílakaup ársins, Tryggid ykkur því bíi strax!! OPiÐ LAUGARDAG FRÁ KL. 10-5. BÍLABORG H.F. FOSSHÁLS11, SÍMI6812 99 ari í skák. Staunton þessi talaði tveimur tungum; með annarri sagðist hann ætla að tefla við snillinginn unga frá Nevv Orleans, en með hinni fór liann stöðugt undan í flæmingi og svo fór að þeir mættust aldrei við skákborð- ið. Enn segja aðrir að Morphy hafi ekki lánast að samræma skákfýsn sína viljanum til að al'la sér lifibrauðs með „heiðvirðari" hætti, en tilraunir Morphys til að leggja fyrir sig lögfræðistörf kváðu vera samfelld sorgarsaga. Það eitt er víst að Morphy dó veill á geðsmunum. Hvað skákstíl varðar var heims- meistarinn Wilhelm Steinitz al- gjör andstæða Morphys, þyngsla- legur og rökvís. En örlög hans urðu engu að síður dapurleg. Hann glataði heimsmeistaratign- inni og sextugur að aldri skoraði hann á Emmanúel Lasker, þáver- andi heimsmeistara, í einvigi. Steinitz hlaut háðulega útreið og dó nokkrum árum síðar, sár- latækur og geðbilaður, kannski af vonbrigðum og gremju ylir að hafa misst heimsmeistaratitilinn. Jonathan Speelman; til er saga af frægum skák- meistara sem tefldi aldrei vel nema fyrir há- decji. Hann brá ekki út af þeim vana að skola niður einni vínflösku með há- degismatnum og gat ekkert tefIt af víti það sem eftir lifði dags. Óhófsliferni er skák- mönnum liklega óhollt. Speelman fór út á galeið- una eitt laugardags- kvöldið og daginn eftir sá hann ekki *■! sólar i skáksalnum. Annar heimsmeistari, Alex- ander Aljékín, var alsjáandi í skáksalnum, en órólegur andi utan hans og líklega heldur ógeð- felldur maður, eins og sést glöggt á ljótum skrifum hans um skemmdarverk gyðinga á skák- sviðinu. Einn morgun, skömmu eftir stríð, l'annst Aljékín dauður á hótelherbergi i Portúgal með taflborð fyrir framan sig. Alla nóttina hafði hann setið og rýnt í taflið og segir sagan að hann hafi verið að rannsaka afbrigði sem líkt og fjölmörg snilldarbrögð Aljékíns hefðu öðlast ódauðlega frægð í skáksögunni. Að nafninu til var hann ennþá heimsmeistari, en hann var einntana maður, saddur lifdaga og liklega ekki lengur í fremstu röð skákmeist- ara. Líkt og fyrir sögupersónuna Ljúsín var líf hans hvorki mikið né merkilegt þegar reitunum sex- tíu og fjórum sleppti. KONUR KUNNA EKKI AÐ TEFLA SKÁK!

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.