Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 13

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 13
 Fimmtudagur 27. október 1988 113 pressupennqr/munchen Hnuplum, hnuplum Þessi maður var einn af traust- ustu viðskiptavinum hljómplötu- verslunarinnar. En í hvert sinn senr hann keypti plötu stal hann öðru eintaki um leið. Kom síðan daginn eftir, skipti stolna eintakinu eða fékk kaupverð þess endurgreitt. Þegar upp komst um kauða kom í ljós að hann hafði stolið hljómplöt- um fyrir u.þ.b. 40.000 vestur-þýsk mörk (nálægt einni milljón ísl. króna). í nýjasta hefti tímaritsins „Wien- er“ er stórskemmtileg grein um nýj- an lífsstíl, sem finna má í stórborg- um V-Þýskalands; að hnupla úr verslunum í tómstundum... og verða meistaraþjófur. Tökum Heinz G. sem dæmi, 22 ára Múnchenarbúa sem býr ásamt vinkonu sinni í fallegri þriggja herbergja íbúð með frábæru útsýni. Bæði eru þau í vellaunuðum störf- um og munar ekkert um að borga annars háa húsaleigu. En það er ekki aðeins launanna vegna sem þau hafa það gott; Heinz er ástríðu- fullur búðaþjófur og kemst iðulega upp með að borga ekki nokkurn skapaðan hlut fyrir föt á sig og vin- konu sína eða hluti í búið. í augum Heinz er hnuplið hæsta þrep neyslusamfélagsins, stórfeng- legur möguleiki í heimi þar sem allt fæst fyrir peninga. Hann hefur hnuplað frá því hann var barn að aldri, man reyndar ekki einu sinni eftir því hvenær hann hófst handa. Heinz hefur sett sér tvær meginregl- BJARNI JÓNSSON JPP^K ur: Að stela aðeins frá þeim, sem hann veit að finna ekki fyrir því, og að ræna aldrei peningum. „Þeir skipta mig engu máli,“ segir hann. Skemmtilegast finnst honum að hnupla í Harrods í London og í Kaufhaus des Westerns í Berlín, „vegna þess að þar er allt svo guð- dómlega dýrt“. Þannig hagar Heinz sér eins og venjulegur neytandi, að öðru Ieyti en því, að hann borgar ekki fyrir vöruna. Höfundur greinarinnar segir hnupl eiga sér langa hefð í Þýska- landi. Sósíalistarnir gömlu töldu alla eign í raun þjófnað og um leið og afurðir verkalýðsins væru komnar í hendur fjáreignamanna væru þær orðnar þýfi. Ekki bætti hegðun nasista úr skák, þegar spurningin um réttlæti hnuplsins dúkkaði upp; þeir stálu öllu því sem gat talist „arískt“ eða tilheyrði „röngum“ flokki manna. Sviss- lendingar ku síðan hafa grætt á því að nasistar skyldu koma verðmæt- unum fyrir í svissneskum bönk- um... þau voru nefnilega aldrei sótt eftir stríðið. Síðan vandist þýska þjóðin ýmsu í stríðinu; svartamark- aði, smygli og ránum. Meira að segja kirkjan veitti öllum kola- og matvöruþjófum aflausn með orð- unum: „Þetta eru erfiðir tímar.“ Og hvenær eru tímar svo sem ekki erfiðir? Heinz tilheyrir þeim hópi fólks, sem vill ekki versla eins og þýski meðaljóninn, heldur vill hafa gam- anafþví aðveraneytandi. Stundum hittist þetta fólk, ræðir saman eins og fagfólki sænrir um mismunandi aðferðir við að losa öryggisflipa af fötum, eða hvernig hægt sé að rugla viðvörunarkerfið, setja það jafnvel úr sambandi (breiða álpappír yfir öryggisflipann eða trufla kerfið með þvi að vera með vasadiskó á höfðinu). A.m.k. er það ljóst, að ekki er það fátækt eða brask, sem fær þennan hóp til að koma saman og ræða um búðahnupl eins og um frímerki! í lok greinarinnar unr búðahnupl kemst höfundurinn síðan að þeirri niðurstöðu, að það sé hin mesta ósvífni að stimpla búðaþjófa sem glæpamenn, frekar en t.d. þá sem selja falsanir af vörum fyrirtækja eins og Cartier eða Lacoste. Sjálf- um flaug mér í hug, eftir að hafa lesið títtnefnda grein, hvort hér væri ekki komin skammtímalausn á efnahagsvanda íslensku þjóðar- innar. Vegna þess að við íslendingar höfum aldrei haft rænu á að hugsa fram í tímann, en gengur hins vegar afar vel að hirða hver um eigin rass, þá eigum við að aðlaga okkur þess- um nýja hnupl-lífsstíl og ganga í verslanir með skjóður og poka. Þar getum við bara stolið nauðsynja- vörum og því glingri sem hugurinn stendur til i það og það skiptið. Auk þess fellur þessi lífsstíll sjálfsagt vel að hinum kröfuharða íslenska neyt- anda, sem heimtar ekkert nema það besta í vörumerkjum heimsins. Auðvitað gengur það ekki til lengd- ar, að landsmenn fái að vaða um búðahillur án þess að borga fyrir vöruna. En hvenær hafa efnahags- ráðstafanir gengið til lengdar á Fróni? Það hefur lengi tíðkast á íslandi að stela snæri og sauðfé. Og i seinni tíð hafa menn reynt sem þeir geta til að svíkjast undan einu eiginlegu skyldu sinni við velferðarþjóðfélag- ið, að borga skatta. Hnuplið fellur því gjörsamlega inn í hina íslensku hugmyndafræði: Sá er mestur og bestur sem nær að koma ár sinni fyrir borð, með öllum mögulegum og ómögulegum ráð- um... og kemst upp með það. Bjarni Jónsson, Múnchen. PANTIÐ TIMANLEGA MYND LJOSMYNDASTOFA S.54207 HANDHENNTASKOU ISLANDS Simi 27644 box 1464 121 Reykjavík Handmenntaskóli fslands hefur kennt yfir 1250 fsiending- um bæði heima og erlendis á síðastliðnum sex árum.'Hjá okkur getur þú lært teikningu, litameðferð og skrautskrift - fyrir fullorðna - og föndur og teikningu fyrir börn í bréfaskólafomi Þú færð send verkfæri frá okkur, sendir okkur úriausnir þínar og þær eru sendar leiðréttar til baka. Þeim, sem minni tíma hafa, bjóðum við uppá stutt hæfileikapróf á þessum sviðum. - Biddu um kynningu skólans með því að snda nafn og heimilisfang til okkareða hringdu í síma 27644 núna strax, símsvari tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. - Tímalengd námskeið- anna stjórnar þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um framhaldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra teiknun og skrautskrift á auðveldan og skemmtilegan hátt. Þú getur þetta líka. Iác ÓSKA EFTIR AD FA SENT KYNNINGARRIT HMÍ MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU | NAFN_________________________________ | HEIMILISF.___________________________ 4 1 I L n L Hvernig sem á stendur Við erum á vakt allan sólarhringinn 68 55 22

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.