Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 6

Pressan - 27.10.1988, Blaðsíða 6
6 88Gr I9dð}>)c A2 lUBBbuimnfijl Fimmtudagur 27. október 1988 HRESSI STUDMAÐURINN — Þú verður ekkert afhuga rokkinu, nú þegar þú ert að nálgast miðjan aldur? „Þú þarft varla annað en að skima yfir þjóðfélagið okkar til að sjá að fyrir utan leikhús og bíó eru þær skemmtanir sem íslenska þjóð- in sækir helst þessa dagana alls konar uppfærslur á rokki. Það brestur á hver sýningin á fætur annarri sem gerir út á rokk og það sem af rokkinu spratt — „Great balls of fire“ aftur og einu sinni enn. Við sjáum líka að þeir sem eru farnir að halda um stjórnar- taumana í þjóðfélaginu eru menn sem voru Presley-aðdáendur á unglingsárum sínum. Og Bítlakyn- slóðin er ekki langt undan, hún er farin að hasla sér völl í hagkerfinu. Þannig að ég held að það sé rétt sem segir í kvæðinu, að hún hverfi ekki þessi tónlist.“ — Maður hefur stundum á til- finningunni að þú getir búið til vinsæl popplög hérumbil að vild. Er sá gállinn á þér á þessari plötu? Ertu að framleiða fleiri smclli? „Smellurinn er náttúrlega eftir- sóknarverður að vissu Ieyti, þó ekki sé nema fyrir þær sakir að hann hjálpar fólki að vera til. En auð- vitað eru til margs konar smellir; maður getur sest niður með það fyrir augum að nota misjafnlega vönduð meðul til að bora sig inn í heilabörkinn á fólki. Ég hef yfirleitt ekki eytt miklum tíma í áð semja þessi lög mín sem hafa orðið livað vinsælust. Þau hafa komið mikið til af sjálfu sér. Það er kannski hluti af eðli smellsins, ákveðinn einfaldleiki sem grípur fólk. Annars stend ég mig að því að vera mjög hændur að hinu einfalda formi; það getur nefnilega verið býsna f'lókið að setja saman einfalt lag sem stendur undir sér. Ég ætla samt ekki öllum lögunum á þessari plötu að verða smellir, en hins vegar eru þarna nokkur lög sent gætu orðið það.“ — Ég held að þú liafir það orð á þér að þú sért glaði og skemmtilegi stuðmaðurinn sem samdir öll hress- ustu lögin... „Á því máli eru kannski tvær hliðar. Ég hef stundum verið svolít- ið súr yfir því hlutskipti að þau lög sem ég hef samið og þykja vænleg til smells hafa verið gripin og notuð, en metnaðarfyllri og kannski svo- lítið alvarlegri lög fengið að sitja á hakanum. Þannig hef ég hugsan- lega setið inni með það álit að ég væri alltaf að viðra skæru litina, mér væri alveg fyrirmunað að vera alvarlegur.“ — Hvernig líður þér þegar út- varpið malar í bílnum þinum og þú heyrir Popplag i G-dúr eina ferðina enn? Verðurðu ekkert smeykur við þennan króga sem þú hefur fætt í heiminn og er búinn að öðlast sjálf- stætt lif, óháð skapara sinum? „Af mér ókunnum ástæðum er ég ekki ennþá orðinn leiður á Popp- lagi í G-dúr. Þegar ég spila lagið finn ég að það skapar mikla stemmningu sem er alltaf jafn- gaman að upplifa. Að öðru leyti vitna ég í Ragnar Bjarnason sem segist vera farinn að kunna Vor- kvöld í Reykjavík ágætlega.“ ÆGILEGT UMBURDARLYNDI — En ertu ekki alltaf að skop- ast? Það er talað um fyndnu kyn- slóðina í bókmenntunum, ertu máski fulltrúi hennar í músíkinni? „Það er hluti af skapgerð minni að reyna að sjá broslegri hliðarnar á þessum vonda heimi, og veitir víst ekki af. Menn fara í bíó og leikhús til að reyna að hlæja. Fólki líður sjaldnast betur en þegar það getur hlegið eða brosað. Það að hlæja er í raun sérdeilislega skemmtileg at- höfn. Ég reyni að leggja minn Iitla skerf af mörkum, án þess þó að vera alltaf að berjast við að segja brandara. Ég þykist reyndar aldrei segja brandara. Samt er það ábyggi- legt að það eru ekki allir jafnhrifnir af fyndnum textum. Þegar við vorum að gera texta fyrir Strax- plöturnar okkar tókum við eftir því að Engilsöxum þótti það hið versta mál ef maður reyndi að vera með eitthvert dár og spé. Enda eru engil- saxneskir popptextar yfirleitt fjarskalega gleðisnauðir. Það er klifað á ástinni, líkt og hún sé það eina sem er þess virði að syngja um. Á íslandi og þar sem ég þekki til, til dæntis í Skandínavíu, líðst mönnum hins vegar að reyna við fyndni i rokktextum." — Þaö mætti lialda al' sumum textunum þínum aö þér þætti ís- lendingar alveg óstjórnlega hlægi- legir... „Við erum það náttúrlega, en við líðum bara sjálfum okkur og ekki öðrum að segja frá því. Við værum til dæmis ekki par hrifin af þýskum slagarasmið sem tæki upp á því að syngja um það hvað íslendingar eru hlægilegir. Hins vegar held ég að okkur þyki ákaflega skemmtilegt þegar við gerum sjálf grín að sjálf- um okkur. Og auðvitað er ég sem hluti af heildinni líka seldur undir þessa kímni.“ — Þú viröist eiga auövelt meö aö semja texta, þeir virðast a.m.k. nógu áreynslulausir? „Ég læt helst aldrei frá mér texta nema hann virki áreynslulaus. Það er nóg af textum sem bíða á ein- hverri ósýnilegri hillu eftir því að verða sóttir. Málið er bara að teygja sig eftir þeim. Það tekur auðvitað mjög mislangan tíma; stundum flæða þeir jafnhratt og penninn getur skrifað og stundum getur tekið vikur, mánuði eða jafnvel ár að berja þá saman. En það má aldrei sjást. Fólk má ekki-fó^ til- finninguna að hlutirnir hafi fæðst með erfiðismunum." — Hefur þaö aldrei flökrað að þér aö setjast niöur við skriftir? „Mér hefur oft dottið það í hug. Og nú þegar ég er kominn með orð- snilldarforritið í amica-tölvuna mína, þá er síðasta afsökunin sennilega brátt úr sögunni." — En hefur textagerð þín ekki breyst dálítið? Ykkur í Spilverki þjóöanna lá oft mikiö á hjarta, ýmis pólitisk mál uröu ykkur aö yrkisefni? „Jájá, við sungum um grænu byltinguna og ýmislegt i þeim dúr. Skoðanir mínar hafa kannski ekki breyst svo ýkja mikið, en núorðið vil ég syngja öðruvísi um þær í popplögum. Mér hættir til að taka textagerð mína hæfilega alvarlega, tel mig að minnsta kosti ekki þess umkominn að segja fólki hvað það á að gera eða hugsa. Yfirleitt er mér ekki mikið niðri fyrir og lætur miklu betur að koma einhverju smálegu sem ég sé í texta.“ — Ertu þá oröinn alveg ópóli- tískur? Fær Bubbi kannski lieiður- inn af því aö vera síöasti pólitiski popparinn? „Bubbi er mjög alvarlegur á tíðum. Sem er gott. En ég vildi síst fara að bera okkur saman, þótt við eigum kannski svipaðan áheyr- endahóp. Hann rær í rauninni á allt öðrum miðum og leggur upp í öðru frystihúsi. Hitt er svo að það eru allt aðrar línur í íslenskum stjórnmál- um í dag en fyrir tíu árum, alveg ótrúlega ólíkar. Að ógleymdu því ægilega umburðarlyndi sem steyp- ist yfir mann þegar maður eldist og kynnist fleira fólki...“ VAR OFT HUNDÓÁNÆGÐUR — Eilífðarspurning: Eru Stuð- menn hættir? „Það veit maður ekki. En í dag er ég allavega kátari á minni eigin skektu." — Er þetta þá betra, að vera einn? „Það er auðvitað tvennt ólíkt að vera sinn eigin herra eða bóndi í samyrkjubúi. Að mörgu leyti er þetta þægilegri tilvera, því fyrir- tækið Stuðmenn gat verið býsna þungt í vöfum. Bara það að fá þennan hóp önnum kafinna ein- staklinga til að setjast niður og tala saman var ekkert áhlaupaverk. Stuðmenn voru líka búnir að kort- leggja sérviskur sínar svo nákvæm- lega að samvinnan var orðin rútína þar sem hver sat sem fastast á sínum kolli og vissi upp á hár hvað hann gæti boðið hinurn." — En reynir þetta ekki meira á manninn, aö vera einn? „Það reynir á aðra hluti. Núna fer minni tími í æfingar og tímafrek ferðalög og ég hef meiri tíma til að semja. Ég fer einn að spila á niínum prívatbíl og er búinn um mið- nættið. Ég næ miklu persónulegra sambandi við áhorfendur. Ég hef alltaf þótt fremur málgefinn á svið- inu og þarf ekkert að taka tillit til þeirra sem standa í kringum mig með kinnalit og augnskugga og bíða eftir því að ég hætti að kjafta svo þeir geti farið að spila.“ — En þú getur ekki falið þig í hópnum? „Sem er bara gott. Annað er líka það að ég hef þurft að búa við ýntiss konar málamiðlanir í mörg ár. Bæði góðar málamiðlanir og ntiður góðar. Stundum hafa lögin orðið betri við slíká meðhöndlun. Svona hópefli kennir rnanni líka vissa sjálfsgagnrýni, maður lærir kannski betur á eigin veikleika. En oft hefur maður verið hund- óánægður og fundist að maður hafi misst hlutina úr höndunum á sér. Þér myndi varla finnast það heppi- leg vinnubrögð ef þið væruð sjö saman að skrifa þessa Iitlu blaða- grein..." BIDSTOFA HEIMSFRÆGDARINNAR — Ætli megi ekki segja að þú hafir notið samfelldrar velgengni í langan tíma. Er poppari á borð við þig ekkert hræddur um að happa- dísirnar svíki, að enginn vilji til dæmis líta viö þessari nýju plötu? „Þær plötur sem ég hef gert út af fyrir mig hafa reyndar ekki selst neitt sérstaklega vel. Ég held að margt af mínu besta efni sé á plöt- unni Fugli dagsins, sem seldist í raun sáralítið. Þær plötur mínar sem hafa gengið út hafa verið gerðar í félagi við Stuðmenn. Þetta er harður vettvangur, að vera ofur- seldur mælikeri almennings, þessa fyrirbæris sem á ensku heitir „the record buying public". Það þarf ekki mikið til að plata fari fyrir ofan garð og neðan á íslandi. En ég er ekkert illa haldinn af ótta við duttlunga áheyrenda. Þegar allt kemur til alls reyni ég ekki að geðjast öðrum en sjálfum mér á þessari plötu. Hins vegar geri ég talsvert mikið út á einfaldleikann og hann reynist oft eiga greiða leið inn í hlustirnar á fólki. “ — Verðurðu aldrei leiöur á því að semja alltaf lög ofan í sama litla hópinn, þann hluta íslendinga sem hlustar á poppmúsík? „Ég fann fljótt fyrir því þegar ég dvaldi um stund í biðstofu væntan- legrar heimsfrægðar að timaritin sem þar var boðið upp á voru varla nógu skemmtileg. Það var búið að stela öllum þeim bestu og ég endaði alltaf í dönsku blöðunum. Fátt er víst þjóðlegra en það. En grínlaust læri ég alltaf betur og betur að meta íslenska áheyrendur, ekki síst eftir að ég fór að starfa einn.“ — Nú viröist þú annars vera maöur sem berst litiö á í cinkalíf- inu. Kólegheita-fjölskyldumaöur sem vilt helst vera heirna á kvöldin. Er slíkt líferni ekki alveg á skjön við það aö vera poppstjarna? „í sjóbisness er sýndarmennskan auðvitaðaldrei langt undan. Ég veit um fólk sem er poppstjörnur með tómat, sinnepi og steiktum frá morgni til kvölds. Ef það telst skrítið fyrir mann í poppinu að vera heima á kvöldin, þá á ég líklega langt í land með að öðlast sæmdar- heitið poppstjarna." — Áö lokum. Það er haft fyrir satt að fólk verði viökvæmara fyrir hávaða þegar það fer að færast á miðjan aldur. Er þetta ekki vanda- mál fyrir miðaldra poppara? „Ég er hjartanlega sammála því að það er alltof mikill hávaði í kringum okkur. Þau hljóð sem maður er ekki beinlínis að hlusta á hafa tilhneigingu til að verða hávaði. Og maður er ekki alltaf að hlusta á það sem maður heyrir.“ .Stuömenn voru líka búnir að kortleggja sérviskur sínar svo nákvæmlega að samvinnan var orðin rútína þar sem hver sat sem fast- ast á sínum kolli og vissi upp á hár hvað hann gæti boðið hinum.”

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.