Pressan - 10.11.1988, Side 22
22
Fimmtudagur 10. nóvember 1988
##
Meðaltekjur fyrir einn mánuð
liggja einhvers staðar fyrir ofan
hundrað þúsund,## segir við-
mælandi PRESSUNNAR.
eftir Kristján Eldjárn
Höstler? Hvaö skyldi þaö nú
vera? Eitthvað on'á brauð?
Þeir eru ófáir sem myndu
hvá viö að heyra þetta orö.
Sumir myndu kannski láta
hugann reika að ákveönu tíma-
riti en flestir myndu halda
áfram aö velkjast í vafanum.
Nema kannski þeir sem séö
hafa aðra hvora af myndunum
sem Paul Newman hefur gert
um þetta fyrirbæri. Þeir vita aö
höstler er maður sem spilar
ballskák upp á peninga.
Svo viröist sem aö höstler-
menning sé aö spretta upp á
íslandi. Til aö fræöast nánar
um þetta allt saman tókst mér
aö hafa upp á manni sem gríp-
ur talsvert í kjuða.
Hann var fyrst spurður um
hvort það væri nýtilkomið aö
menn legðu peninga undir við
ballskákariðkun.
„Frá því að billjard kom til
landsins hafa menn alltaf spil-
aö upp á peninga. Hins vegar
er frekar stutt siðan menn fóru
aö leggja þetta fyrir sig, þaö er
að segja að lifa nær eingöngu
á þessu. Ég þekki svona um
þaö bil tíu til fimmtán manns
sem gera næstum því ekkert
annað. Sumir eru í skóla, að
nafninu til, en aörir lifa bara á
þessu.
Á góöum degi er hægt aö
hafa allt aö fimmtiu þúsundum
upp úr krafsinu, en meöaltekj-
ur yfir hvern mánuö liggja
kannski einhvers staöar fyrir
ofan hundrað þúsundin. Svo
koma alltaf lægöir í þetta ann-
aö slagið, þegar maöur hefur
kannski náð miklum peningum
af einhverjum. Þá verður mað-
ur aö taka því rólega í smátíma
því annars vill enginn keppa
viö mann.“
— En hvers vegna er þetta
að spretta svona upp fyrst
núna?
„Eftir aö myndin „The Color
of Money“ kom hingað fjölgaði
þeim mjög ört sem höstla. I
henni fundu margir einhvers
konar fyrirmyndir, auk þess
sem þeir lærðu reglurnar í
kringum veðmálin. í megin-
atriðum er þetta alveg eins og
I myndinni nema þaö aö fjár-
hæðirnar eru aöeins minni, og
spilararnir yngri. Þaö er meira
aö segja til I dæminu aö menn
fari út úr bænum til að komast
á nýjar stofur með nýjum spil-
urum. Margir fara i Mosfellsbæ
og til Keflavíkur og þeir alhörö-
ustu jafnvel til Akureyrar."
— Gera menn þá út frá ein-
hverjum ákveðnum billjardstof-
um?
„Stofurnar eiga allar sínar
„stofurottur" sem fara síðan á
aörar stofur og keppa viö hinar
stofurotturnar, og þær fá líka
heimsóknir á sína stofu. Á flest-
um stofunum eru haldin mót
mánaöarlega. Þar mæta höstl-
erarnir. Yfirleitt eru góö pen-
ingaverðlaun í boöi fyrirefstu
sætin, þannig aó þaö er um
tvennt aó ræöa fyrir höstlerana;
Það er hægt að negla á verð-
launin með því aö vandasig. Svo
er hinn möguleikinn. Þaö er aö
spila illa og lenda neöarlega.
Meö því aö gera þetta þá getur
maðurverið nokkuööruggurum
aö þeir sem lentu I sætum fyrir
ofan mann sjálfan hafi áhuga á
aö keppa viö mann. Og þá getur
maður farió aö plokka þá.“
— Spila þá allir ballskákar-
unnendur upp á peninga?
„Nei, þaö er til dæmis allt
annar flokkur manna sem spilar
snóker. Höstlerarnir spila púl.
Snókerinn er allur miklu viröu-
legri og engir peningar í honum.
Ég byrjaði I snókernum en sneri
mér aö púlinu þegar ég komst
aö tekjumöguleikunum. Reynd-
arvoru mln fyrstu kynni af höstl-
inu þau að maóur sem ég þekki
leigði mig til aö spila á móti öör-
um manni. Þeir tveir veöjuöu en
ég spilaði, á prósentum. Eftir
þaó fór ég aö veöja sjálfur.
Svona útgerö er þó nokkuð
algeng. Ég hef lent I því aö spila
við leigöan strák. í því tilfelli var
þaö maður sem ég haföi tekið
mikinn pening af, sem leigði
strákinn. Þetta er einkennandi
fyrir höstlera, ef þeir tapa miklu
til einhvers ákveöins, þá reyna
þeir aö ná peningunum aftur frá
þeim sama.“
— Hvernig þekkirðu þá úr
sem vilja leggja peninga undir?
„Maður veit alltaf hverjir spila
upp á peninga. Maður þekkir
hina höstlerana. Ef maður sér
einhvern góðan spila þá spyr
maður hvort hann sé til I aö
spila, og ef vel gengur reynir
maður aö koma peningum inn I
dæmiö. Þaö er erfitt aö fara á
hausinn af þessu, þ.e.a.s ef maö-
ur hefur vit á aö hætta snemma
ef maður lendir á einhverjum
góðum. Það er einna helst að !
maöur brenni sig á því aö leyfa
mönnum aö spila upp á skuld. i
Venjulega eru peningarnir lagð- ■
ir undir fyrir leikinn en stundum
eru menn blankir og fá þá aö
spilauppáskuld. Égánúnainni
u.þ.b. fjörutíu þúsund hjá
skuldunautum. Þaö eru samt
ekki bara höstlerarnir sem spila
upp á peninga. Oft koma gamlir
kallar á stofurnar og vilja keppa.
Þeir brenna sig á því aó telja sig
geta unnió þessa „strákpatta"
léttilega. Fermingardrengirnir
eru einnig mjög vinsælir þar
sem þeir eiga nóg af pening-
um.“
— Á hvaða aldri eru spilar-
arnir?
„Höstlerarnir eru á aldrinum
frá þrettán ára og upp I fimm-
tugt. Þó eru flestir I kringum tví-
tugt sennilega. Hins vegar þeir
sem eru aö byrja aó spila núna
eru allt niður I níu til tíu ára
gamlir, sumirhverjirorðnirmjög
góöir strax, þannig að það er lík-
legt aö þetta eigi eftir aö dafna
enn frekar meö árunum."
Enska sagnorðið „to hustle"
hefur margar merkingar. Tvær
þeirra eru: Annars vegar aö
leggja sig fram og hins vegar aö
reyna að klófesta viðskiptavini.
Hvort tveggja passar vel viö um-
fjöllunarefni þessarar greinar.
Þaö sem vantar hins vegar er
eitthvert gott íslenskt orö yfir
þetta, þannig aö hér er verðugt
verkefni fyrir íslenskufræöinga.
Eitt er þaö aö lokum sem er
mjög einkennilegt viö þessa
menningu. Þaö er sú staðreynd
aö engir kvenhöstlerar viröast
vera til. Kannski er þarna komin
ný leiö fyrir konur til aö fara út á
vinnumarkaðinn. En hvaö veit
maöur svo sem? Kannski hafa
þær rætt þetta á Snæfellsnesi
um daginn.