Pressan - 10.11.1988, Side 27

Pressan - 10.11.1988, Side 27
88GI lodmévört ,0t iupebuJir,rpR Fimmtudagur 10. nóvember 1988 0S FOLKAFERÐ! Þegar fjölskyldan ferðast er mikilvægt að hver sé á sínum stað — með beltið spennt. Uí UMFERÐAR Irád Auglýsing frá Borgarskipulagi KVOSARSKIPULAG LÓÐ HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLA ÍSLANDS 1. Tillaga að breytingu á staðfestu deiliskipu- lagi Kvosarinnar er hér með auglýst sam- kvæmt 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/ 1964. Uppbygging lóðanna Suðurgata 3 syðri hluti, Suðurgata 5 og Tjarnargata 8 breytist vegna sameiningar lóðar. 2. Landnotkun í deiliskipulagi miðbæjarins verði í samræmi við staðfest Aðalskipulag Reykjavíkur 1984—2004 þ.e. miðbæjar- starfsemi. Uppdrættir og greinargerð verða almenn- ingi til sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavík- ur, Borgartúni 3, frá fimmtudeginum 10. nóv. til fimmtudagsins 22. des. 1988, alla virka daga frá kl. 8.30—16.00. Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skila skriflega á sama stað eigi síðar en kl. 16.15, fimmtudaginn 5. jan. 1989. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir breytingunni. Reykjavík, 10. nóvember 1988 Borgarskipulag Reykjavíkur Borgartúni 3, 105 Reykjavík Styrkir til háskólanáms í Finnlandi og Noregi 1. Finnsk stjórnvöld bjóöa fram styrk handa íslending- um til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsárið 1989—90. Styrkurinn erveitturtil níu mán- aða dvalar og styrkfjárhæðin er 2.200 finnsk mörk á mánuði. 2. Norsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum stúdent eða kandídat til háskólanáms í Noregi námsárið 1989—90. Styrktímabilið er nlu mánuðir frá 1. september 1989. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Styrkurinn nemurum 4.740 n.kr. á mánuði. Umsækjendur skulu vera yngri en 35 ára og hafa stundað háskólanám í a.m.k. tvö ár. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vik, tyrir 31. desemoer n.K. a serstoKum eyoubiooum sem þar fást, og fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráöuneytið, 8. nóvember 1988. Drögum úr hraða ^ -ökum af skynsemi! Hafnarfjörður — Verkakvennafétagið Framtíðin Tillögur stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins um stjórn og aðrar trúnaðarstöður fyrir árið 1988 liggja frammi á skrifstofu félagsins Strandgötu 11 frá og með þriójudeginum 8. nóvember til föstu- dagsins 11. nóvembertil kl. 16.00. Öðrum tillögum ber að skila fyrir kl. 16.00 föstu- daginn 11. nóvember og er þá framboðsfrestur útrunninn. Tillögum ber að fylgja meðmæli 20 fullgildra félags- manna. Verkakvennafélagið Framtíöin 30 daga skilafrestur. BAY JACOBSEN heilsudýnan og koddinn hafa fengið frábærar viðtökur um allan heim. Dýnan lagar sig eftir þunga líkamans. Dýnan nuddar líkamann á meðan þú sefur. flquajÉ^Spopt HEILDVERSLUN, Sundaborg 1,124 Reykjavík, sími: 688085 BAY JACOBSEN Útsölustaðir: Hreiðrið, Grensásvegi 12, Rvk. Rúmgott, Ármúla, Rvk. Bústoð, Keflavík Málningarþjónustan, Akranesi Hátún, Sauðárkróki Vörubær, Akureyri Verslunin Aldan, Seyðisfirði Húsgv. Höskuldar Stefánssonar, Reyðarfirði KASK, Höfn Reynisstaðir, Vestmannaeyjum 27 Svar til Egils Helgasonar blaðamanns á Pressunni Vegna skrifa þinna og myndbirt- inga af húsakosti þingmanna í blaði þínu, 3. nóv. 1988, vill undirritaður koma eftirfarandi til skila: Trúlega er jafnerfitt að elta ólar við jafnómerkilegan blaðamann og þig eins og sagt var í gamla daga að erfitt væri að iosna við óværuna (lúsina). Ýmsu er ég vanur af hálfu sumra blaðamanna, en enginn hefur, svo ég viti til, gerst svo djarfur sem þú, að Ijúga, trúlega vísvitandi, eins og ummæli þín sýna, sem fylgja mynd- birtingu þinni, þar sem þú lætur liggja að og beinlínis segir að ég eigi húseignina Dalbraut 3 í Reykjavík. Vonandi ert þú ekki svo langt leidd- ur að þú byggir þig upp innan frá með ósannindum, dylgjum, já og lygum, svo þú takir ekki sönsum og viljir hafa það sem sannara reynist. Sannleikurinn er sá, að ég á enga íbúð í Reykjavík. Allt frá árinu 1971, að ég settist inn á Alþingi, hef ég leigt íbúð á Dalbraut 3 og geri enn. lbúð, sem ég tel ekki á nokk- urn hátt iburðarmeiri en er hjá almennu fólki í þessu landi, sem ég tel mig tilheyra. En það sýnir „kar- akterinn" hjá þér, Egill, að birta mynd af húsinu sem heild og í eru fjórar íbúðir, banki og verslun. Fréttamennska af þessu tagi er slík niðurlæging fyrir frétta- og blaðamannastéttina að óorði er á hana komið, þó vonandi séu ekki margir slíkir þar innan dyra. Varðandi orð þín um húseign mína í Bolungarvík er það að segja, að þar á ég íbúð í verkamannabú- staðahverfi, 105 fermetra, byggða 1960. Að lokum vona ég að þú verðir heiðarlegri blaða- og fréttamaður í framtíðinni, ef það á fyrir þér að liggja, sem mér sýnist nú vera spurning um, og í lokin: Er til of mikils ætlast af þér að þú biðjist af- sökunar eða leiðréttir sjálfan þig, að því er þetta varðar. Karvel Páimason Alveg er mér fyrirmunað að lesa út úr sakleysislegum myndatexta þá fullyrðingu að Karvel Pálmason eigi heila blokk í Reykjavík. Og ekki er heldur fullyrt að Karvel búi í lystisemdum praktuglega, ólíkt almennu fólki í landinu, hvorki hér í höfuðborginni né vestur á Bolung- arvík. Að öðru leyti rifjast upp fyrir mér við lestur þessa bréfkorns nokkuð sem Sir Humphrey Apple- by, ráðuneytisstjórinn úrræðagóði í sjónvarpsþáttunum „Já, forsætis- ráðherra“, hafði á orði: „The higher the office, the higher the level of paranoia..." — EH Verum viðbúin vetrarakstri

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.