Pressan - 01.12.1988, Síða 6

Pressan - 01.12.1988, Síða 6
HBtínmtúáagotV deseitnbíen1988 Flugstöðvarœvintýrið komið yfir 4 milljarða? KOSTKABUF HIKKAR MEB DEtl HVERJUM Fyrirtæki í flugstöð Leifs Eiríkssonar eru nú mörg hver að kikna undan húsaleigunni sem þeim ber að greiða fyrir aðstöðuna í flugstöðinni. Framtíð íslensks markaðar er t.a.m. mjög óviss vegna þessa. Að sögn Ófeigs Hjaltested, framkvæmdastjóra fyrirtækisins í Leifsstöð, þarf íslenskur markaður nú að greiða rúm- lega 30 milljónir á þessu ári í leigu og kostnað vegna hita, rafmagns o.fl. „Reksturinn stendur engan veginn undir þessari leigu,“ segir hann í samtali við PRESSUNA. „Þessi mikli kostnaður kemur illa við okkur eins og alla aðra, sér- staklega þegar við stöndum líka frammi fyrir minnkandi Norður- Atlantshafsflugi, sem veitti okkur góða kúnna,“ segir hann. Hefur fyrirtækið þurft að grípa til sam- dráttaraðgerða vegna þessa, en enn hefur þó ekki verið ákveðið hvort íslenskur markaður hættir alfarið verslunarstarfsemi i flugstöðinni. Sú himinháa húsaleiga sem fyrir- tækin í Leifsstöð þurfa að greiða er aðeins angi af þeirri gífurlegu kostnaðarhít sem flugstöðin er. Flugstöðinni hefur frá upphafi ver- ið ætlað að standa undir eigin rekstrar- og fjármagnskostnaði. Rekstrargjöld á þessu ári nema 178 milljónum króna. Þar af fara 126 milljónir í vaxtagjöld og beinar af- borganir lána nema um 30 milljón- um. Nær einu tekjur flugstöðvar- innar eru af útleigu húsnæðisins og á þessu ári greiða fyrirtækin sem þarhafaaðstöðu tæplega 175 millj- ónir króna í leigu. Á fjárlögum næsta árs er þeim ætlað að greiða rúmlega 207 milljónir í leigu. KOSTNADURINN VEX Þegar ríkisendurskoðun birti sína margfrægu svörtu skýrslu á síðasta ári um að byggingarkostn- aður flugstöðvarinnar hefði farið langt fram úr öllum áætlunum var staðfest að flugstöðin væri orðin ríflega milljarði dýrari og a.m.k. 5 þús. fermetrum stærri en gert var ráð fyrir í upphaflegum áætlunum á þávirði. Þegar samkomulag náð- ist á milli fjármálaráðherra og utan- ríkisráðherra á síðastliðnu sumri um viðbótarfjárþörf til að ljúka framkvæmdum við flugstöðina varð niðurstaðan 391 milljón í aukagreiðslur til verktaka. Á láns- fjárlögum fyrir næsta ár er heimil- uð ný lántaka erlendis upp á kr. 350 milljónir til að greiða útistandandi skammtímaskuldir við verktaka og bankastofnanir og til að fjármagna framkvæmdir við bygginguna á næsta ári. Ljóst er að vaxtabyrði af flugstöðvarlánunum er þegar orðin veruleg og er gert ráð fyrir að hún fari vaxandi á næstu árum. Enginn aðili hefur verið fenginn til að taka saman heildartölur við byggingu flugstöðvarinnar frá því að ríkisendurskoðun birti skýrslu sína. í raun er um það að ræða að framreikna þann kostnað sem þá var tekinn saman auk viðbótarfjár- hæðar fyrr á þessu ári til núvirðis. Þegar allt er tekið kemur þó fleira til. Vaxtabyrði auk allskonar óbeinna gjalda sem þjóðin ber hækkar reikninginn verulega. Þess má t.d. geta að Póstur og sími fékk aðstöðu í flugstöðinni og greiðir þar rúmlega 800 þúsund kr. á mán- uði í leigu og annan kostnað. í febrúar á þessu ári ákvað ríkis- Er ekki á leið í Borgaraflokkinn — segir Guðmundur J. Guðmundsson Guómundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, hélt ræðu á fundi Borgaraflokksins í fyrrakvöld. Þar dró hann upp svarta framtíðar- mynd af atvinnuástandinu hér á landi. Meðal annars sagðist hann ekki hafa trú á því að forysta Al- þýðusambands Islands væri nógu sterk og samhent til að taka á mál- inu. PRESSAN ræddi stuttlega við Guðmund og spurði hann fyrst hvort hann hefði fengið einhver við- brögð frá forystu ASÍ vegna þess- ara ummæla? „Nei.“ — Hvað er að forystu ASÍ? „Það vantar ákaflega mikla sam- stöðu innan hreyfingarinnar. Það er ágreiningur á milli starfsgreina og jafnvel landshluta. Það verður að muna að þó forystan kannski þyki dauf eru ákaflega mörg félög sem eru mjög slöpp innan sam- bandsins. Þau væru tæpast lifandi ef ekki væru lífeyrissjóður, atvinnuleysistryggingasjóður og sjúkrasjóður." — Sérðu einhverja aðila innan hreyfingarinnar sem vœru vel til þess fallnir að mynda sterka for- ystu? „Já, það er geysilegt afl til. Hvort það kemur í einhverju framhjá Al- þýðusambandinu, það hefur oft skeð, eða hvort það verður í ein- hverri samvinnu við þá. Ég er með þessu ekki með neinar stríðsyfirlýs- ingar á þá, en ég held að forysta „Ég er eiginlega orðinn praktíser- andi í pólitíkinni. Ég talaði hjá framsóknarmönnum í Borgarnesi fyrir mánuði og ég held ég hafi tal- sambandsins sé ekki nógu öflug og nái ekki að sameina þetta afl.“ — Þóra Hjaltadóttir hœtti við að gefa kost á sér til embættis vara- forseta ASI á þinginu um daginn svo hún ylli ekki sundrungu innan sambandsins. Hvaða augum lít- urðu það? „Ég hef nú aldrei skilið eitt eða neitt í því máli. Það virkar svona sem yfirgangur eiginlega, — þeir sem ekki eru Guði þóknanlegir og svo framvegis.“ — Yfirgangur hjá forystunni? „Nei, ég held að það hafi verið forsetinn sem neitaði þessu, en ég ræddi það nú ekki við hann. Ef hægt hefði verið að fá hana í þetta hefðu verið einhverjar sviptingar þar um. Ég held að það sé ákaflega óheppilegt að fara i einhverja spennu svona á milli aðila. En ég skil satt að segja hvorki upp né nið- ur í þessu öllu; þessi mátti vera, en hinn mátti það ekki. Ég kannast ekki mikið við Þóru, en það litla sem ég hef starfað með henni hefur verið gott. Hún er skap- mikil, hörð og fylgin sér, — betra að vera henni sammála en ósammála, — en fjarri því að vera einhver svarkur. Hún stendur ákaflega fast á sínu máli og mér líkar það vel.“ — Hvers vegna hélstu ræðu á fundi Borgaraflokksins? Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri segir að gert sé ráð fyrir framkvæmd- um á flugstöðvarsvæðinu við byggingu eldsneytisrýmis og aðstöðu fyrir flugfrakt og viðhald. Þessar framkvæmdir eru ekki meðal þess sem sam- þykkt hefur verið til að Ijúka flugstöðinni. stjórnin að hækka lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli og að sú hækk- un yrði látin renna til flugstöðvar- innar. Flugfélögin bera auk þess Ovíst með framtíð íslensks markaðar í flugstöð Leifs Eiríkssonar vegna gífurlegrar húsa- leigu. Ólafur Ragnar fjármála- ráðherra hyggst fara í saumana á flugstöðvarmálinu öllu upp úr áramótum. „Mörg félög innan ASI væru varla lifandi ef ekki væru lífeyrissjóður, atvinnuleysistryggingasjóður og sjúkrasjóður." að seinnihlutann í fyrravetur hjá Sjálfstæðisflokknum á Selfossi. Ég er hvorki í Borgaraflokknum né á leið inn í hann. Ég á hins vegar marga góða persónulega kunningja í Borgaraflokknum, sem voru búnir að óska eftir þessu.“ — Þú neitar því alveg að vera á leið inn í Borgaraflokkinn? „Algjörlega.“ — Menn hafa þóst sjá þann möguleika, að ef Albert færi til Parísar gætir þú verið sterki mað- urinn sem kœmi inn í forystuna I stað hans. „Það er ýmist að ég eigi vera sendiráðsritari hjá honum eða taka við af honum, ég held það sé hvor- ugt. Nei, ég á, eins og ég segi, marga ákaflega góða vini þarna. Það er nú það furðulega, að það er býsna mikið af verkafólki þarna. En ég er ekki á leið þarna inn frekar en í Framsóknarflokkinn,“ sagði Guð- mundur J. Guðmundsson. stærstan hluta húsaleigunnar í stöð- inni, sem skilar sér náttúrlega í hærri fargjöldum þegar upp er staðið. Fjölmargt fleira má nefna, en meiri framkvæmdir eru fyrir- hugaðar en heimilaðar voru þegar ráðherrarnir náðu samkomulagi sín á milli um lokaframkvæmdir við stöðina. Viðmælendur PRESSUNNAR töldu líklegt að „svartholið" (á milli áætlana og heildarreikningsins sem þjóðin ber skv. núvirði) væri komið í 1,8 til 2 milljarða. Þetta þýðir þá að samanlagður kostnaður sé kom- inn í um fjóra milljarða og rúmlega það. MEIRI FRAMKVÆMDIR ÁFORMAÐAR „Það helsta sem ólokið er við bygginguna sjálfa er flóðlýsing á flughlaði og bætt neyðarlýsing i byggingunni. Hitaveitan kemur ekki fyrr en á næsta ári, en við erum enn á bráðabirgðaæðinni sem var lögð upphaflega. Þá er verið að vinna við að koma í veg fyrir kulda- trekk í byggingunni. Verður vænt- anlega farið í að setja upp útilista- verk á bygginguna á næsta ári,“ segir Pétur Guðmundsson, flug- vallarstjóri og varaformaður í bygg- ingarnefnd flugstöðvarinnar. Þetta eru þær framkvæmdir helstar sem heimilaðar eru. Pétur segir að í tengslum við ■bygginguna hafi verið skipulagt svæði í kring þar sem gert er ráð fyrir ýmsum byggingum. Þar á meðal er þjónustubygging Flug- leiða og svo sérstök eldsneytis- birgðastöð með 3 milljóna lítra tönkum ásamt dælustöð. Þá eiga Skeljungur og Olíufélagið sameig- inlega afgreiðslubyggingu á flug- stöðvarsvæðinu og OLÍS hefur fengið leyfi til að byggja aðra afgreiðslubyggingu á svæðinu. „Síðan er gert ráð fyrir aðstöðu fyr- ir viðhald flugvéla og flugfrakt. Allt þarf þetta til að svona starf- semi geti gengið eðlilega fyrir sig um langa framtíð,“ segir Pétur. Þessar framkvæmdir Ieggjast auð- vitað ekki allar á ríkissjóð. Þrátt fyrir þá hörðu gagnrýni sem þingmenn settu fram þegar leit- að var skýringa á „byggingar- hneyksli aldarinnar", eins og það var nefnt, hafa engar skýringar fengist á mistökunum sem áttu sér stað. Þá voru engir aðilar látnir sæta ábyrgð vegna þessa. Þess vegna vekur það furðu að enn vákir sama byggingarnefnd yfir fram- kvæmdum við flugstöðina og áður. „Ég hef ekki séð neinar nýjar töl- ur yfir þennan kostnað allan og ég hef ætlað mér að fara í flugstöðvar- málið allt upp úr næstu áramótum. Þessum framkvæmdum er alls ekki lokið og eins eru uppi spurningar um hugsanlegan taprekstur,“ segir Ólafur R. Grímsson fjármálaráð- herra. „Það eru nú takmörk fyrir því hvað hægt er að hækka leiguna þarna. Menn mega búa sig undir það að þetta dýra ævintýri eigi eftir að verða árleg rekstrarbyrði á þjóð- inni á næstu árum fyrir utan það sem þegar hefur verið lagt í þetta. Ólafur sagði að sér væri ekki kunn- ugt um neinar nýjar framkvæmdir sem fyrirhugaðar væru á flugsvæði byggingarinnar. „Ég hef alltaf haft miklar efasemdir um þetta ævintýri og hef stundum sagt að sú fræga mynd sem Matthías Á. Mathiesen og frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins létu taka af sér fyrir fram- an flugstöðina fyrir kosningarnar 1987 væri dýrasta kosningamynd í sögu Iýðveldisins,“ segir Ölafur. SKULDIR FISKVINNSL- UNNAR VIÐ SVEITAR- FÉLÖG 504 MILLJÓNIR Ríkisstjórnin samþykkir að tillögu félagsmálaráð- herra að setja á fót samstarfshóp til að tryggja hagsmuni sveitarfélaga þegar úthlutað verður lánum úr atvinnutryggingasjóði. Sérstakur skuldalisti, sem tek- inn hefur verið saman yfir skuldir fiskvinnslufyrirtækja við 34 illa stæð sveitarfélög í landinu, sýnir að heildarskuldir þeirra gagnvart sveitarfélögunum nema 504 millj- ónum króna. Skuldirnar eru allt upp í að vera 155% af árstekjum sveitarfélags. Algengt er að skuld- ir séu á bilinu 30 til 70% af heild- artekjum sveitarfélaganna. Þetta eru þau fyrirtæki sem nú leita ásjár atvinnutryggingasjóðs, en sveitarfélögin vilja fá tryggingu fyrir því að lánafyrirgreiðsla við þessi fyrirtæki skili sér til sveitar- félaganna. Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt, að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð- herra, að settur verði á fót sérstak- ur samráðshópur til að sjá til þess að sveitarfélögin sitji ekki eftir þegar farið verður að lána þessum fyrirtækjum í gegnum atvinnu- tryggingasjóð. I samráðshópnum sitja forsæt- isráðherra, félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra, auk fulltrúa frá Sambandi íslenskra sveitarfé- laga, og hefur hópurinn það verk- efni að yfirfara stöðu sveitarfélag- anna og gera tillögur um hvernig megi tryggja hagsmuni þeirra við afgreiðslu lána úr atvinnutrygg- ingasjóðnum. í mörgum tilfellum er um mjög miklar skuldir að ræða á mæli- kvarða sveitarfélaganna. í sumum tilfellum er rekstur sveitarfélaga kominn í algert óefni vegna þess- ara háu skulda fiskvinnslufyrir- tækja við sveitarsjóðina. Fjárhagur margra sveitarfélaga er mjög slæmur. Auk Hofsós- hrepps hafa fleiri sveitarfélög leit- að eftir aðstoð félagsmálaráðu- neytisins. Úttekt ráðuneytisins á fjárreiðum Hofsóss á að liggja fyrir á morgun.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.