Pressan - 01.12.1988, Page 9

Pressan - 01.12.1988, Page 9
Fimmtudagur 1. desember 1988 PRESSAN BIRTIR KAFLABROT ÚR BÓKINNI BRYNDÍS 8 9 Eftirlætio hans tók saman við Amma gerðist spíritisti og helsti stuðningsmaður Haraldar Níels- sonar. Hún hafði enn mynd af hon- um uppi á vegg, þegar ég man fyrst eftir. Við hliðina á honum var líka mynd af Ólafi Friðrikssyni, en móðurbræður mínir allir fylgdu hugsjónum hans. Amma hafði verið óvenjufalleg á Feguröardrottning- in Bryndis i keppn- inni um Ungfrú alheim á Langa- sandi í Kaliforniu. yngri árum, smávaxin með há kinn- bein og tinnudökk augu. Þegar ég kynntist henni, var hún enn falleg, einkum vegna þess, að hún hafði líklega aldrei leitt hugann að því sjálf. Lífið í hennar augum var eitt- hvað allt annað og meira. Það var eins og hún hugsaði aldrei um sjálfa sig. Samt man ég, að hún nuddaði húð sína á hverju kvöldi upp úr steinolíu. Hún hafði undurmjúka húð og slétta, þrátt fyrir háan aldur. Amma hló ekki oft. Hún sagði heldur ekki mikið. En hún skildi allt Brúðhjónin Bryndis og Jón Baldvin. Hver er þessi kona? spyr Ólína Þorvarðardóttir sjón- varpsfréttamaður í inngangskafla bókar sinnar, Bryn- dís, sem Vaka-Helgafell hefur gefið út. Þar fjallar hún um Bryndísi Schram og skyggnist á bak við þá ímynd af Bryndísi sem blasað hefur við þorra þjóðarinnar í fjölmiðlum eins og segir á bókarkápu. En hver skyldi hún þá vera þessi sérstæða kona, sem hefur birst íslenskri þjóð í ljósum leikhússins eða blá- leitum sjónvarpsgeisla um áraraðir? Kona sem vakið hefur bæði aðdáun og öfund. Alla tíð hefur hún lifað fyrir opnum tjöldum, sterk og heilsteypt, en þó svo varn- arlaus og brothætt á sviðinu miðju? Þessi kona hefur lesið meira en góðu hófi gegnir um sjálfa sig á síðum blaðanna. Hún hefur fengið íslenskar kynsystur sínar til að standa á öndinni og hrylla sig í sætri hneykslan, karl- menn til að láta sig dreyma forboðna drauma, og þjapp- ar síðan á einn stað á fimmta hundrað manns sem hylla hana, — ekki sem eiginkonu fjármálaráðherra eða fyrr- verandi leikkonu og fegurðardís, heldur sem manneskju sem náð hefur að snerta strengi. / kynningu á kápu bókarinnar segir að Bryndís birtist lands- mönnum í nýju Ijósi í þessari hisp- urslausu bók Ólínu, jöfnum hönd- um sé horft á bjartar og dökkar hliðar lífsins og staldrað víða við á fjölþœttum ferli Bryndísar frá fæðingu til fimmtugs. Þar segir einnig um bókina: Þetta er lifandi reynslusaga eigin- konu og móður, sem verið hefur ballettdansari, leikari, skólameist- ari, ritstjóri, starfað á sviði stjórn- mála, í útvarpi og við sjónvarp svo nokkuð sé nefnt. Bryndís fjallar í samtölum við Ólínu um fjölskyldu sína, sam- starfsmenn og samtíðarfólk af sömu hreinskilni og hún rœðir um sjálfa sig og það afl sem hún segir mestu skipta í lífi sínu, — ástina. Samtvinnað líf þeirra Bryndísar og Jóns Baldvins í blíðu og stríðu er hinn rauði þráður þessarar sögu. Hreinskiptin frásögn af sambúð þeirra, ekki síst þegar snurða hleyp- ur á þráðinn, á sér varla hliðstœðu í íslenskum ævisögum. Þar eru mögnuð bréf þeirra Jóns Baldvins og Bryndísar lykilatriði. HENNI VILDI ÉG HELST LÍKJAST Pressan hefur fengið leyfi höf- undar og útgefanda til að birta kaflabrot úr bókinni um BryndJsi. Við skulum fyrst grípa niður fram- arlega í bókinni, í þeim hluta sem nefndur er Æska og uppvöxtur. Þar fjallar Bryndís meðal annars um afa sína og ömmur: „Þegar ég lít til baka, þá finnst mér að það hafi verið afi og amma, sem áttu mestan þátt í að móta mig á æskuárunum. Á litla heimilinu þeirra við Háteigsveginn ríkti kyrrð og auðmýkt andans. Hvorugt þeirra gerði nokkrar kröfur til lífs- ins. Þeirra mesta gleði var að gefa öðrum. Afi var farinn að kröftum og næstum blindur á þeim árum sem ég minnist hans. Hann sat alltaf í sama stólnum undir horn- glugganum í stofunni, fríður mað- ur með hvítt hár og stórar, vinnu- lúnar hendur. Mitt mesta yndi var að sitja á stólbríkinni hjá honum og greiða hár hans aftur og aftur. Aldrei amaðist hann við mér. Áður fyrr hafði hann verið háseti á togurum, síðar landverkamaður og loks baðvörður í Miðbæjarskól- anum. Ég minnist þess að hafa farið með honum í skólann og horft á það, hvernig hann stjórnaði þessum stóru strákum. Þá fann ég, hvað hann var góður hann afi. Hann var svo mildur, að það hvarflaði ekki að neinum að óhlýðnast eða að vera með læti. Þetta kom oft í hugann seinna, þegar ég var sjálf byrjuð í skóla. Amma var yndisleg manneskja — göfuglynd. Hún hafði átt erfiða ævi; eignast níu börn, misst fjögur á unga aldri. Þungbærast var þó að sjá á eftir tveimur eftirlætissonum sínum í sjóinn í Halaveðrinu mikla árið 1925. Þeir voru aðeins ungling- ar innan við tvítugt og miklir efnis- menn. Mér skilst á mömmu, að þessi hræðilegi atburður hafi breytt lífi þeirra allra, og að amma hafi aldrei orðið söm á ný. Árum saman ríkti dapurleg þögn á heimilinu. Með pabba og mömmu, Björgvini og Aldísi.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.