Pressan - 01.12.1988, Side 19

Pressan - 01.12.1988, Side 19
Fimmtudagur 1. desember 1988 19 Nokkur M fyrir útMnnondi kúsmæður, Við rákumst á eftirfarandi ráð- leggingar í frönsku tímariti fyrir skemmstu. Samkvæmt þeim á kvenfólk í Frakklandi að líta yfir sundið til Bretlands og taka lífsstíl kvenþjóðarinnar þar í landi sér til fyrirmyndar. Eflaust veitir ís- lenskum útivinnandi konum ekk- ert af því að tileinka séi þennan boðskap og þess vegna látum við þetta flakka í lauslegri þýðingu: Sagt er um enskar konur, að þær séu þær rólegustu í hinum vestræna heimi. Þegar fólk kemur í heimsókn taka þær á rnóti gest- um sínum sallarólegar með allt á öðrum endanum í kringum sig. Gúmmístígvél kíkja undan sófan- sem olfttf ím á hlatftim um, óhreinir tebollar skreyta stofuborðið og eldhúsið er eins og eftir loftárás. En brosið hennar Dorothy er dásamlega afslappað, hún hefur heilmargt að segja þér, hún var að sulta eða þurrka blóm, les tíu bækur á mánuði, segir brandara og hlær. Er ekki góð hugmynd að verða svolítið ensk í vetur og gefa sér tíma til að njóta lífsins? Vera jafn- góð við sjálfa sig og aðra og leyfa hinum í fjölskyldunni að rétta hjálparhönd. Ráðleggingar til þeirra kvenna, sem vilja lifa rólegra iífi: 1. Láttu það eftir þér að Jara í bíó og lesa góða bók. Þvotturinn, matseldin og tiltektin fara ekki neitt á meðan. 2. Vertu ekki með samviskubit þó þú farir í gönguferð eða rabbir við gamla vinkonu. Stutt ánægju- stund getur gert kraftaverk. 3. Notaðu dagbók til að skipu- leggja tíma þinn. 4. Kauptu inn í miklu magni, t.d. 5 sokkabuxur, 40 frímerki, 2 tékk- hefti í einu, o.s.frv. 5. Ekki stoppa í sokkana, þó tengdamóðir þín segi það borga sig. það er ekki rétt! 6. Kauptu föt á börnin í póstversl- un í stað þess að draga þau, nauð- ug viljug, með þér í bæinn. 7. Gœttu þess að sofa nóg. 8. Ekki hlaða á þig of mörgum skyldustörfum. 9. Taktu símann úr sambandi eða fáðu þér símsvara, ef þú ætlar að eiga rólegt kvöld. 10. Taktu strœtó annað slagið. Þú hvílist á meðan einhver annar keyrir. 11. Ef þú ert góð að sulta og vin- kona þín að prjóna, þá er um að gera að skiptast á þjónustu. 12. Skrepptu í burtu (á hóteU) til að halda upp á afmœlið með manninum þínum. Það er róman- tískara og meira afslappandi en stórar veislur. 13. Leyfðu börnunum að ráða hvernigþau klœðasig, ef fötin eru nógu hlý. Þau verða að fá að þroska sinn eigin smekk. 14. Geta eldri börnin ekki hjálpað þeim yngri við námið? 15. Það er ekki nauðsynlegt að borða heita máltið á hverjum degi. 16. Ekki sauma upp faldinn á buxum barnanna. þau vaxa svo hratt að best er að bretta bara upp á þær. 17. Hafðu öll eldhúsáhöldin á ákveðnum stað. Fjölskyldumeð- limirnir eru síðan gerðir ábyrgir fyrir að skila öllu aftur á sinn stað. 18. Uppþvottavél borgar sig — jafnve! fyrir tvo. 19. Örbylgjuofnar spara tíma. 20. Það er mjög þægilegt að eiga hálfmatreidda rétti í frysti. 21. Reyndu að eiga sem mest af lökum, dúkum og fötum, ,sem ekki þarf að strauja. við aðventunni á eftirminnilegan hátt. Gamanið byrjarstrax við innganginn þarsem ilmandi jólaglóð yljar gestunum. ISúlnasal svigna veisluborðin undan þríréttaðri hátíðamáltíð með höfðinglegri möndlugjöf: Ferðfyrirtvo meðAmarflugi tilHamborgareðaAmsterdam. Svo duna jólalögin í bland við gamla góða slagara ogfjörugan fjöldasöng. Það eru þau Raggi Bjama, ÞuríðurSigurðarogHelga Möllersem leiða okkur inn í nóttina við dúndrandi undirleik hljómsveitar hússins. Kynnir verður Magnús Axelsson. Midaverð með mat kr. 3.500,- Borðapantanir: Virka daga frá kl. 9.00-17.00 í síma 29900. Föstudaga og laugardaga í stma 20221. m Ármúla3-108Reykjavík- Sími91 -680988

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.