Pressan - 01.12.1988, Síða 25

Pressan - 01.12.1988, Síða 25
Finnst þér erfitt að segja NEI, þegar þú ert beöinn einhvers? Þá geturðu huggað þig við að það er fjöldinn allur af fólki í sömu sporum og að til eru ýmis góð ráð, sem geta gert þér lífið léttbærara. Oröin „já“ og „nei“ eru yfir- leitt meö þeim fyrstu, sem börn læra, enda eru þau ein- föld í framburöi og meining þeirra Ijós. Þegar líöur á ævina lenda hins vegar margir í mestu erfiðleikum meö annað þessara oröa. Þeim finnst nefnilega svo hræðilega erfitt að segja NEI. Fræöimenn (þ.e. sálfræöing- ar og fleiri) kalla þetta skort á ákveöni og víöa er boðið upp á námskeiö fyrir fólk, sem þjáist af þessu. Slík námskeið hafa t.d. verið haldin hér á landi. Þaö hafa einnig veriö gefnar út bækur um vandamálið og með ráðleggingum um hvernig menn geti snúiö vörn í sókn. Þessi rit fjalla þá um svokall- aöa ákveðniþjálfun og sem dæmi um þannig bækur má nefna titla eins og „Ekki segja Það er óþarfi að láta klukkuna stjórna lifi sínu, en hún er mikil- vægt hjálpartæki við alla skipu- lagningu. JÁ, þegar þú vilt segja NEI“ (Don’t say YES when you want to say NO), „Ég fæ SEKTAR- KENND, þegar ég segi NEI“ (When I say NO, I feel GUILTY) og dönsku bókina „Sjálfs- traust" (Selvtillid). En bækur í þessum dúr hafa líka veriö þýddar á íslensku, eins og t.d. „Elskaðu sjálfan þig“, sem lóunn gaf út fyrir nokkrum árum. ERT ÞÚ NÆGILEGA ÁKVEÐIN/N? Þeir, sem þjást af skorti á ákveðni, vita oftast mætavel af því sjálfir. En velkist einhverjir í vafa ættu þeir hinir sömu aö athuga, hvort þeir kannast viö einhverjar af eftirtöldum lýs- ingum: Þú samsinnir oft öörum til þess aö móöga þá ekki. Þú lætur aðra komast upp meö aö fá þig til aö gera hluti, sem þú kærir þig ekkert um. Þú átt erfitt meö aö oröa lögmætar kröfur þínar. Þér finnst aðrir rétthærri en þú. Þér líður illa í návist yfir- manna eöa fólks, sem hefur einhver völd. Aörir eiga auövelt meö aö særa tilfinningar þinar með oröum sínum og gjöröum. Þér líður oft hræðilega illa, án þess að skilja ástæðuna. Þér finnst fólk níðast á þér. Þeim, sem kannast við mörg af framangreindum atriðum, veitir líkast til ekki af því aö lesa svo sem eina af framan- greindum bókum, eóa leita uppi námskeiö í ákveðniþjálf- un. Þar er fólki kennt aö meta sjálft sig meira og' hætta að sitja og standa til aó þóknast öörum. Bandarískur sálfræð- ingur, sem skrifað hefur met- sölubók um þetta vandamál, setur fram nokkur boðorð fyrir þá, sem vilja yfirvinna það. Þau eru m.a. eftirfarandi: 1. Þú átt rétt á þvi aö dæma eigin hegðun, hugsanir og tilfinningar og að taka ábyrgð á afleiðingum þeirra. 2. Þú átt rétt á þvi aö rök- styðja ekki eða afsaka hegðun þina. 3. Þú átt rétt á þvi að dæma sjálfur, hvort þér ber skylda til að finna lausn á vanda- málum annarra. 4. Þú átt rétt á því að skipta um skoðun. 5. Þú átt rétt á því að gera mistök — og taka ábyrgð á þeim. 6. Þú átt rétt á þvi að segja „Ég veit það ekki“. 7. Þú átt rétt á því að taka órökstuddar ákvarðanir. 8. Þú átt rétt á því að segja „Ég skil þetta ekki“. 9. Þú átt rétt á því að segja „Mér er alveg sama“. Skrifaðu minnisatriöi hjá þér og reyndu að læra af þeim. AMMA GÆTIR RARNANNA, EN... Það má nota ýmsar aðferðir til þess að öðlast meiri ákveðni, en lykillinn að leynd- ardómnum er ávallt sá, að láta engan vaða yfir sig á skítugum skónum — ef svo má að orði komast. Og þaö er lexía, sem margir hefðu gott af að læra. T.d. ömmur, sem fórna sér fyrir börnin sín með því að passa barnabörnin, þó þær vildu mun fremur stunda allt aðra vinnu. En einnig unga fólkið, sem lætur móður sína passa fyrir sig, en er með bullandi sektar- kennd vegna þess að gamla konan talar varla um annað en þennan gífurlega greiða og miklu fórn, sem hún færir þeirra vegna. Amman hefur auðvitað full- an rétt á að neita því að passa barnabörnin og leita sér að vinnu utan heimilisins, þar sem hún getur blandað geði við annaö fullorðið fólk. Ef henni finnst óskaplega erfitt að standa á þessum rétti sín- um gæti hún hugsanlega fund- Það er alls ekki galin hugmynd að æfa sig i að segja NEI með þvi að tala við sjálfan sig. ið ákveðna málamiðlun. Hún gæti t.d. samþykkt að gæta barnabarnanna einungis um takmarkaðan tíma á meðan foreldrarnir væru að Ijúka námi eða komast yfir versta hjallann í íbúðarkaupunum. En amman yrði líka að hafa bein i nefinu til að segja „hingað og ekki lengra", þegar tímabilið væri útrunnið. Ungt fólk, sem fær daglega að heyra hvað amman er að gera því mikinn greiða með því að gæta barnanna, getur líka losnað úr þeirri klípu. Það get- ur m.a. gengið hreint til verks og spurt þágömlu hvort barna- gæslan sé henni svo þvert um geð að hún vilji hætta þessu. Svari amman neitandi, en haldi samt áfram að gefa í skyn hvað þetta sé mikil fórn af hennar hálfu, verður unga fólk- ið einfaldlega að leiða þær athugasemdir hjá sér og láta þær ekki skapa sektarkennd. En auövitað getur þaó verið hægara sagt én gert, eins og svo margt annað. Þó eru til ýmis ráð, sem gagnast vel í baráttunni við fólk, sem reynir að framkalla sektarkennd hjá öðrum eða stjórna þeim með hegðun sinni eða orðum. AÐ ÞYKJAST VERA ÞOKA Ein aðferð, sem-gagnast vel við ákveðniþjálfun, kallast „þokuaðferðin". Hún dregur nafn sitt af þvi, að þú þykist vera þoka — eða þannig. Gald- urinn er sá, þú leyfir engum aö ná tangarhaldi á þér, fremur en þokunni. Þú lætur gagnrýni og óþægilegar athugasemdir ein- faldlega svífa í gegnum þig, eins og steina í gegnum þoku- bakka. Tökum dæmi: Móðir nokkur, sem alltaf hef- ur ofverndað dóttur sína, held- ur áfram aö fylgjast náið með henni, þó „lilla litla“ sé komin á þrítugsaldur og löngu flutt að heiman. Hún hringireinn daginn í dótturina. Mamman: Þú varst enn einu sinni að skemmta þér fram eftir allri nóttu, Sigga. Ég hringdi til þín af og til þangað til klukkan að ganga tvö! Dóttirin: Það er alveg rétt, mamma. Ég var úti að skemmta mér í gær. Með þessu svari slærdóttir- in vopnin gjörsamlega úr hendi móðurinnar, því það er erfitt að halda áfram að skammast, þegar viðmæland- inn fer ekki í vörn heldur sam- sinnir. En mamman gerir sig kannski ekki ánægða með þetta og reynir áfram að baka vandræði. Sumir halda að þeir njóti aðdáunar annarra, ef þeir drekka meira en allir félagarnir til samans. Mamman: En Sigga min, þú gætir orðið veik aftur, ef þú ert svona lengi úti á kvöldin. Dóttirin: Það gæti verið rétt hjá þér, mamma mín. Þetta svar er sama „þokan" og það fyrsta. Stúlkan lætur ekki hafa sig í það að rífast við móóurina og gerir henni þar með afar erfitt fyrir. Sigga hefði einnig getað sagt eitt- hvað a þessa leið: „Þú segir nokkuð, mamma. Ég fengi lík- lega mun meiri svefn, ef ég færi ekki svona oft út að skemmta mér.“ Og enn fengi móðirin ekkert eldsneyti til að bæta á bálið. SPURNINGAMERKIÐ OG BILAÐA GRAMMÓFÓNPLATAN Önnur góð aðferð fyrir fólk með ákveðnivandamál er að svara ásökunum eóa aðdrótt- unum með spurningu. Þar með er viömælandinn krafinn um útskýringu á orðum sínum og honum tekst ekki að kalla fram sektarkennd, reiði eða aðrar kenndir hjá (Deim, sem ekki er nægilega ákveðinn. Tökum dæmi um þetta: Palli: Mikið hryllilega liturðu illa út í dag, Beta. (í stað þess að verða miður sín vegna þessarar athugasemdar snýr Beta vörn í sókn.) Beta: Hvað áttu eiginlega við, Palli? Það er ömurleg tilvera að geta ekki um frjálst höfuö strokiö af ótta viö aö öörum liki það illa, sem maður tekur sér fyrir hendur.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.