Pressan - 01.12.1988, Page 27

Pressan - 01.12.1988, Page 27
8§&PŒM§8H&1 f eligftWÍWi ;^88 •2> AIWA AIWA AIWA AIWA AlWA AlWA AlWA HEFUR ÞIÐ EKKI ALLTAF LANGAÐ í ALVÖRU HLJÓMTÆKI Þá er CP 770 samstæðan frá AIWA tilvalin, og nú á einstöku jólatil- boðsverði. • 2x50W magnari • 5 banda tónjafnari • FM,- mið og langbylgja útvarp með sjálfleitara og 24ja stöðva minni • Spectrum analyser • Surround System • Al sjálfvirkur plötuspilari • Tvöfalt segulband, þar af annað með sjálfvirkri tilbaka upptöku og spilun (auto reverse) • Þráðlaus fjarstýring Verð áður kr. 54.550.- Jólatilboðsverð kr.39.980.- AIWA ER BETRA D í\dulO jéRB LJ Ármúla 38, símar 31133 og 83177, Sendum í póstkröfu V/SA Á hverjum laugardegi: ÖKUÞÓR Bráðfyndinn þáttur um hrekkjóttan einkabílstjóra sem hefur munninn fyrir neðan nefið. Á hverjum fimmtudegi: MATLOCK Annan hvem miðvikudag: HEMMIGUNN Líflegir spjall- og grínþættir með músíkívafi, í umsjón hins fjörmikla Hemma Gunn. Á hverjum sunnudegi: MATADOR Vandaður danskur framhaldsþáttur um fólkið og lífið í bænum Korsbæk. Góður leikur, góður húmor. Annan hvem þridjudag: ÁÞVI, HERRANS ARI Fróðlegir þættir fyrir alla, byggðir að mestu á áramótaannálum Sjónvarpsins. Hinn hægláti en snjalli lögmaður leysir erfiðustu sakamál af innsæi og kunnáttu. Og að auki: bíómyndir, þættir tyrir börn og unglinga, íþróttir, þættir úr menningarlífinu og fræðslumyndir. Með Sjónvarpinu ertu vel settur- það nær sambandi við þig. SJÓNVARPIÐ Siðastliðið föstudagskvöld hélt hljómsveitin Síðan skein sól útgáfutónleika í Tunglinu. Fyrir viku kom út þeirra fyrsta breiðskífa, sem heitir einfald- lega sama nafni og hljómsveit- in. Á undan „sólinni" kom fram hljómsveit ofan af Akranesi, sem að sögn söngkonu sveitar- innar, Önnu Halldórsdóttur, er svo ný að það gleymdist að gefa bandinu nafn. Hljómsveitin flutti nokkur lög og ég verð að segja að hún kom mér á óvart. Sérstaklega þó söngkonan, Anna Halldórsdóttir, sem hefur mikla rödd og getur gert góða hluti með henni í framtíðinni. Trommarinn var traustur, en meira mætti heyrast í gítarleik- aranum og af meiri ákveðni. En svo steig „sólin“ á svið í Tunglinu. Helgi Björnsson sett- ist á sviðið og hóf að raula í rólegheitunum lagið Dag- drauma. Síöan var sett á fulla ferð; Einfalt mál, Geta pabbar ekki grátið, Ljóshærður strákur og 1 + , sem m.a. felur í sér ádeilu á sjónvarp, hnignandi siðferði og hrokafulla fram- göngu vissra manna: „Trén eru felld/ húsin eru rifin/ Tjörnin er þurrkuð/ fyrir ævintýrahöll..." Á eftir þessum kröftuga rokk- kafla á tónleikunum róuöu þeir félagar sig niður með lögunum Glugganum og Svo margadaga. Glugginn er sérstaklega skemmtilegt lag og óvenjulegt að heyra svona lagasmíð frá rokksveit. Blautar varir voru næstar. Hljómsveitin flutti lagiö í lengdri útgáfu og var sérstakt að fylgjast með Jakobi bassa- leikara hamast á hljóðfærinu. Síðan skein sól flutti nokkur lög I viðbót, mest af plötunni, en þó var Bannað þarna og svo Satis- faction eftir „Rollingana". Var gaman að fylgjast með Helga syngja það, því honum hefur oft verið líkt við Mick Jagger og er sú samlíking ekki alveg út í hött. Þessir tónleikar voru hinir ágætustu, þó voru tónleikar „sólarinnar" á Listahátíð í sum- ar það allra besta sem ég hef heyrt frá þeim. En það er nú kannski ekki alveg réttlætan- legt að bera þessa tvenna tón- leika saman, bæöi vegna húsa- kynna og svo hljómkerfanna sem notuð voru, það er tvennt ólíkt. Síðan skein sól er ennþá besta tónleikasveit landsins með pottþéttan hljóðfæraleik og kröftuga sviðsframkomu, en sviðið í Tunglinu er bara alltof lítið fyrir Helga. Rétt eins og Mick Jagger þarf Helgi risastórt svið til að geta sinnt eðlislægri hreyfiþörf sinni. ■ TYGGJÓ TAKK Nýjustu rannsóknir við tannlœknadeild háskóla í lowa í Handaríkjunum sýna, að gáfulegt er að Já sér sykurlaust tyggjó eftir matinn. Tyggjóið flýtir nefni- lega fyrir þvi að sýrustigið í munninum komist í eðlilegt horf eftir neyslu kolvetna- ríkrar fœðu og dregur þannig úr tannskemmdum. Við sama skóla var gerð könnun á því hve lengi menn þyrftu að bursta tennurnar til að koma í veg fyrir skemmdir. I>að er hvorki meira né minna en heilar fimm mínútur! Meirilduti fólks ver hins vegar mun skemmri tíma til tannburst- unar, þar sem þetta hefur verið kannað. GET BÆTT VIÐ MIG VERKEFNUM nýlagnir teikniþjónusta viðhald og viðgerðir LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Upplýsingar í síma 72965

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.