Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 11

Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. desember 1988 11 DUKKUR FYRIfí FULLORDNA Hjónin Judy og Lee Maltenford voru að leita að góðri gjöf handa syni sínum, sem hafði fengið dgcetiseinkunn ú stúdentsprófi og hlotið tilboð um styrki að upphæð 80 mitljónir króna. Þau ákvúðu að gefa hon- um það sem alla menntaskóla- drengi dreymir um, stofustúlku. Þannig œxlaðist að Judy, sem var búningahönnuður í leikhúsi, og Lee, sem er auglýsinga- og markaðsfræðingur, sköpuðu Bert- ie, sem er brúða í fullri stærð, klœdd í búning stofustúlku. Hún varð hjónunum og syni þeirra yndisauki á heimilinu, en varð líka til þess að breyta lífi þeirra allra, því öll fjölskyldan vinnur nú að framleiðslu og markaðs- setningu brúðanna. Á einu og hálfu ári hafa þau framleitt meira en 500 brúður, þjónustustúlkur, þernur, þjóna og kokka. Þœr eru allar gerðar í höndunum, af Judy og Lee, og kosta u.þ.b. 20.000 krónur í heild- sölu. Sonur þeirra, sem er nú í há- skóla, skrifar œvisögu hverrar og einnar og gefur þeim nafn. „Þetta eru eins konar káldúkkur fyrir full- orðna, “ segirJudy, en káldúkkurn- arfóru sem eldur í sinu um Banda- ríkin fyrir nokkrum árum. Þessi einkennilega framleiðsla hefur veitt Maltenford-hjónunum mikla gleði: „Við vinnum sjö daga vikunnar og hver brúða er einstök að gerð, “ segir Judy. Við reynum að nota gamalt og nýtt fyrir hverja brúðu, því að „raunveru- •HB 'dV 'M legt þjónustufólk á tímum Vikt- oríu og Edwards átti ekki glæný föt“ útskýrir hún. Þeir sem kaupa brúðurnar eru ekki bara ríkir sérvitringar, heldur eru þær notaðar sem skreytingar á stöðum eins og veitingahúsum, verslunum og fyrirtœkjum. Það er meira að segja ein í Disney IVorld í Orlando. Þegar Maltenford- hjónin tala um brúðurnar tala þau um vinnuveitendur sína. Einn heildsalinn sem átti Bridget leigði hana út í veislur. Hún var sett út í glugga með skilti sem á stóð: „Þjónustustúlka til leigu“ og sú útskýring fylgdi að Bridget væri að safna fyrir fargjaldi eigin- mannsins frá gamla landinu (Eng- landi). Þeir sem vildu styrkja þennan góða málstað gátu skráð nöfn sín í bók sem Bridget geymdi í svuntuvasanum. Þegar umsaminni upphæð var náð var lialdin veisla í tilefni af komu Timothys yfirþjóns, og var öllum boðið í veisluna sem höfðu leigt Bridget. Fanny heitir önnur stofustúlka sem situr líti í glugga í verslun í Nýja-Englandi. Hún klæðir sig eftir veðurfréttum, er til dæmis í köfunarbúningi í rigningu, og á að taka við kvörtunum viðskipta- vina. Samkvæmt Judy og Lee selur hver meðalstór verslun u.þ.b. 12 brúður á ári. Þau taka líka við sérpöntunum og hafa framleitt lestarstjóra, pólóleikara, garð- yrkjumann, brúðhjón og jafnvel liund. Þeim hefur verið boðin að- staða til að fjöldaframleiða brúð- urnar, en neita því harðlega. Við viljum sjálf skapa hverja brúðu og sögu hennar. Ekkert væri auð- veldara en að búa til þúsundir brúða, en þá vœru þær ekkert sérstakar lengur. „ Við viljum vinna saman og okkur finnst gaman að lifa eins og við gerum, “ segja hjónin. „Eólki finnst eðlilegt að bíða eftir einhverju sem er svona sérstakt. Það er svo erfitl að fá gott þjón- ustufólk nú til dags!“ SMV Skringilega skemmtileg Þórarinn Eldjárn virðist einn þeirra fáu höfunda sem geta veitt af rausn til lesenda án þess að maður hafi á tilfinningunni að hann gangi tiltakanlega nærri sér. Skáldsagan Skuggabox styrkti mig í þeirri trú að svo væri. Og það sem meira er, að þessi háttur hans er áreiðanlega meðvitaður. Tilfinningasemi er varla til í sJr.rifum hans, einlægni falin á bak við frekar hrjúfan og háðskan stíl og sálarháskinn ekkert yfirþyrmandi. Og í Skuggaboxi er að finna klausu sem ég held að gefi ágæta mynd af því hvernig Þórar- inn Eldjárn vill ekki skrifa, er hann segir því hvernig faðir aðalpersónu sögunnar færir sér sviplegt andlát konunnar sinnar í nyt með því að yrkja um hana mikinn harmabálk: „Annars er ég viss um að Konu- torrek er falskasta verk sem til er í samanlögðum heimsbókmenntun- um. Það er auðvitað afrek út af fyr- ir sig. Og ekki verður því neitað að margt er þar laglega orðað og mjög auðvelt að misgrípa sig á því og ekta tilfinningu fyrir þann sem ekki þekkir alla forsöguna. Einlægni var í tísku og B. hefur alltaf verið glúr- inn.“ (Skuggabox, bls. 28.) Þessar vangaveltur sóttu á mig við lestur bókarinnar Skuggabox. Þórarinn Eldjárn er einn skemmti- legasti höfundur okkar að mínu mati og einn af þeim sem virðast jafnvígir á ljóð, smásögur og skáld- sögur. Hann kann þá list að segja sögu án þess að formið bindi hann. Hann getur brugðið fyrir sig fárán- leika í bland við þjóðlegan fróðleik og uppskrúfaðan fræðitexta svo blátt áfram að ekki vottar fyrir þeirri tilgerð sem alltof oft einkenn- ir vogaðar stíltilraunir. í Skugga- boxi gengur dæmið að mestu upp, það sem mestu skiptir er að Þórarni fatast hvergi flugið og maður dreg- ur færni hans til að fara með mál og stíl ekki í efa. Hins vegar sakna ég svolítið þess að komast ekki nær höfundi en hann leyfir, en það er val Þórarnis að hleypa lesendum sínum alls ekkert of nærri sér, eins og ég gat í upphafi þessa pistils. Ég hef á tilfinningunni að undir kraumi enn- þá meira en Þórarinn hefur hleypt í texta sinn, hann tæpir á býsna mögnuðum fyrirbærum í mannleg- um samskiptum í hófstilltum ýkju- stíl, skapar lifandi persónur, en virðist ekki vilja gefa þeim of mikla dýpt. Aðalpersónan, Kort Kjögx, stendur lesendum þó i bókarlok ljóslifandi fyrir hugskotssjónum í veikleika sínum og styrk, og ýmis- legt úr ættanna kynlega blandi Kjögx og Napp hefur skýrst. En ég hefði alveg þegið að heyra meira, og á svo sem alveg eins von á að sjá ein- hverjar persónur úr Skuggaboxi afturgengnar í öðrum verkum Þór- arins í framtíðinni. Sá tilgangur Þórarins að segja skemmtilega og skringilega sögu hefur að minnsta kosti náðst. ÖIl undarlegu smá- atriðin og útúrdúrarnir ganga upp þótt á köflum leiði höfundur les- endur sina eitthvað út í hött, hann hnýtir flesta enda vel og það er við hæfi í Skuggaboxi. Vera má að ein- hverjir kaflar séu dálítið langdregn- ir, en sagan er svo létt og leikandi skrifuð að það gerir lítið til. Þeir sem hafa haldið þvi fram að Þórarinn sé skemmtilegasti höf- undur „fyndnu kynslóðarinnar" haía greinilega eitthvað til síns máls. Skuggabox er að minnsta kosti skemmtileg án þess að bjóða upp á neina aulafyndni eða ódýrar lausnir og skilur töluvert eftir sig. Og hvaða rétt á maður þá á að heimta að allir höfundar séu útaus- andi sálu sinni í tíma og ótíma? Þórarinn er fær fagmaður í skrift- um og dálítið ópersónulegur stíll hans er fjarri því að rista grunnt.B Anna Ólafsdóttir Björnsson FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jólin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: 1 2 3 4 5 6 Reynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar- rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi). Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper - Ijós 20-25 amper - eldavél 35 amper - aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum- laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka- straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. $ RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR (Geymið auglýsinguna)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.