Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 12

Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 22. desember 1988 tel að fólk hér á landi hafi ekki gaman af því að gráta. Þetta er engin grátþjóð, langt frá því. Maður treystir fullorðnu fólki fyr- ir lífi sínu og flest fullorðið fólk er duglegt og vill ekki kveinka sér. Sumir eru veikir fyrir bjór en þeir sömu eru Iíka veikir fyrir áfengi og hafa ekki stjórn á sér í þeim efnum. Það er skrítin þjóð sem færi á hvolf yfir því einu að það kemur bjór, — og að allir færu að gráta! Það má treysta fólki, ég veit það... — Það á að segja fólki frá skaðvöldum því fullorðið fólk er líka börn... — Sumir eru nú alltaf óðir i skaðvalda og aldrei hægt að benda þeim á hættur nema til þess þeir rati beint í þær... — Eg held að það sé ekki svo- leiðis... — Allir verða að taka ábyrgð á lífi Sínu. Bjór er ekki stærri ábyrgð en brennivín. Og eiginlega miklu minni ábyrgð... — Brennivin brennir mann að innan... — Bjór mýkir. Ég segi nú bara það. Ég hef aldrei kynnst öðru en að bjór mýki. Bæði skapið og raddböndin. Ég mundi segja að bjór væri mýkingarefni á meðan brennivín getur breytt fólki í uxa og hríðskotara og... — Slagsmáiahunda... — Mér finnst brennivín gera mann stæltan. Sko áður en maður er búinn að drekka mikið af því... — Og það er það sem við þurf- um, vera stælt og hörð en ekki mjúk með tárin í augunum. Við höfum andstyggð á því að vera mjúk og ef við förum að verá mjúk þá förum við að vera óþol- andi okkur sjálfum og þá rís hver maður upp gegn sjálfum sér. Af- því enginn vill vera mjúkur... — Þá er ekki við bjórinn að sakast. Við munum þá bara fara að drekka eitthvað annað ef við þolum ekki áhrifin... — Ég er sammála. Ég held að við munum ekki falla neitt fyrir bjór þegar kemur bjór. Ég held að við munum bara halda áfram þar sem frá var horfið... — Ég geri samt vissar vænting- ar til bjórsins... — Ég tel hann hafa hættu í för með sér... — Mér finnst bjór ekki góður... EFTIR KRISTÍNU ÓMARSDÓTTUR — Þegar kemu& bjór ætla ég að taka bílaleigubíl.^lla skottið af bjórkössum, einu litlu jólatré líka, og keyra útí snjóinn. í kofa. í kofanum sem ég verð í. Ætla ég að drekka bjór og horfa á eld og fara svo á bílnum í kaupstaðinn og kaupa meiri bjór og setja í skottið. Svo ætla ég að fá gesti og við drekkum bjór... — Þegar kemur bjór ætla ég alltaf að hafa bjór i ísskápnum. Á kvöldin fæ ég heimsókn og ég opna ísskápinn og segi: — Viltu einn bjór? Svo held ég á upptak- ara og opna tvær bjórflöskur og það kemur svalandi froða útum stútinn... — Þegar kemur bjór ætla ég að drekka bjór. Ég ætla að fara í bjórkappdrykkju og þegar við verðum búin standa hundrað tóm- ar bjórflöskur á borðinu og það er gaman að horfa á það. Líka daginn eftir. Þá glampar morgun- birtan á allar flöskurnar og ég set þær í kassa og fer og kaupi meiri bjór... — Mér finnst dökkgrænar bjórflöskur og dökkbrúnar bjór- flöskur fallegar... — Ég ætla að fá mér bjór og snafs og drekka það til skiptis upp við barinn. Þegar kemur bjór. Ég ætla að drekka það hratt og vera einn og fara svo út, heim að sofa. Þetta mun ég gera á hverju kvöldi... — Ég held að þegar kemur bjór þá fari fólk að sitja saman og syngja, veifa flöskunni uppi loft — skál — og syngja næsta lag og heim, fá mér einn bjór, setjast niður og þamba hann í tveimur teygum, ropa og fara svo að gera eitthvað annað... — Það verður örugglega gott að drekka bjór þegar maður kem- ur úr sundi... — Líka þegar maður er að mála stofuna heima hjá sér. Örugglega gott þá að fá sér bjór i pásunni og horfa á það sem mað- ur er búinn að mála... — Það er alltaf gott að fá sér bjór... — Sérstaklega finnst mér það nú þegar er sól og mjög heitt. í kæfandi hita drekk ég helst bjór... — Mér þykir bjór betri þegar hann er heitur... — Svona kjallaravolgur... — Heitur. Búinn að standa í stofuhita... huga. í mínum huga sé ég ekki að bjór og söngur fari saman, heldur bjór og grátkór. Ég sé fyrir mér fólk halda á bjórflösku í annarri hendinni og vera að þurrka tárin i hinni. Bjór hefur alltaf verið það eina sem fátæka fólkið hefur haft efni á að drekka og hann mun örugglega enda með að vera ódýr- ari en mjólk, svo að allir geti gef- ist upp á að eiga fyrir mjólk og allir fara þá að drekka bjór, gráta og fá skemmdar tennffi. Mikil mjólkurdrykkja hefurnaldið uppi þreki þessarar þjóðar. Það er stór liætta á þrekleysi samfara bjór- drykkju. Þetta er mitt álit á bjór... — Ég verð að segja einsog er, ég treysti fólki. Ég veit að fólk veit hvað því er fyrir bestu. Ég veit að fólk veit að það verður að drekka mjólk og borða fisk. Ég og fólk að tala um bjór rugga sér. Ég held að bjór og söngur fari alltaf saman. Það passar svo vel að syngja og drekka bjór... — Ég held að fólk fari að brjóta meira flöskur þegar kemur bjór. Ég held einhvern veginn að það verði meiri glerbrot á götun- um og þannig þurfi að auka við starfsfólki í götuhreingerningar... — Mér finnst að bjór gefi meiri kátinu. í þeim löndum sem ég hef komið til fann ég að allir voru kátir þegar þeir voru að drekka bjór en leiðir þegar þeir voru að drekka eitthvað annað... — Bjór er fitandi... — Ég veit uni mann sem drakk svo mikinn bjór að liann gleymdi ,að borða... — Ég hef tekið eftir því að þeg- ar ég drekk bjór þá fer hárið mitt að glansa meira... — Eftir erilsaman dag, þegar bjórinn kemur, ætla ég að koma — Ég held að það verði hættu- legast þegar maður er þunnur með timburmenni að bjórinn er kominn. Þá fer maður kannski að laumast í hann og þykjast vera drekka hann með samlokunni sem maður fær sér svo bara einn bita af. Og þá er maður byrjaður að vera fullur aftur. Ég tel bjórinn vera lúmskan. Maður heldur að hann sé ekki neitt en liann er áfengur... — Ég verð að segja það fyrir mitt leyti að ég er alveg andsnúin bjór. Ég vil að hér fáist ekki allt sem fæst í útlöndum. Mér þykir t.d. leitt hvað það er komið mikið af sælgæti hingað, — að maður tapar augunum í tegundunum! Ég vil að hér sé dálítið sveitalegt, eins og hér hefur alltaf verið. Og ég tel að bjór muni fara illa með lands- menn. Hér kann enginn sér hóf og hér stefnir allt í volæði. Bjór hefur alltaf tengst volæði í mínum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.