Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 7
k« arjr« mw r-CW'### q.wmrlF*&**'<*<*rJf JtWJt.'H 'JT3 ? "MyPJT'&MMJi.3f
n^k m i > n^t» ^»tTn:iimvoff)i«w ygjaoraurejzjtajraa H?«3rm»».t.tt»xmxo
Rúnar Þórisson, hálfnaður með lokapróf í klass-
ískum gítarleik.
Hugurinn stefnir
til náms erlendis
Rúnar Þórisson er léttur á brún þessa dagana. Ný-
lokið er fyrri tónleikum hans af tvennum til lokaprófs
í klassískum gítarleik. Hann sér fyrir endann á sjö ára
striti.
Rúnar er sá hinn sami og hefur
ieikiö með hljómsveitinni Grafík
síöustu ár, — sjö ár til að hafa það
nákvæmt. Hann hóf gítarnámið
samaárog hljómsveitin varstofn-
uð.
„Ég hafði um tvennt að velja
þá. Annaðhvort að hætta alveg
tónlist eða gera eitthvað róttækt í
málinu," segir Rúnar. „Mér
fannst ég staðnaður og það gaf
mér ekkert að spila sífellt mis-
skemmtilega danstónlist á böll-
um.“
Rúnar vatt sér'sem sé í Tón-
skóla Sigursveins, innritaði sig í
klassískt gítarnám og hefur verið
þar undir handleiðslu Símonar H.
ívarssonar. Hann lauk sem sagt
einleikstónleikum sínum á dögun-
um og í febrúar heldur hann aðra
tónleika. Þá með litilli sinfónískri
hljómsveit. Og hvað bíður svo að
lokaprófinu loknu?
„Það verður bara að ráðast,“
svarar Rúnar. „Ég lifi og hrærist í
tónlist svo að ég er áreiðanlega á
réttri hillu í lífinu. Ég innritaðist í
þjóðfélagsfræði í háskólanum á
sínum tíma, þegar ég var hvað
mest á krossgötum um hvað ég
ætti að taka mér fyrir hendur í líf-
inu. Það toguðust því eiginlega á
um mig þrír pólar — Grafík,
þjóðfélagsfræðin og klassíska gít-
arnámið. Það sigraði að lokum.
Eftir prófið fæ ég vonandi eitt-
hvað að gera við lifandi tónlistar-
flutning. Kennsla kemur til greina
og svo langar mig náttúrlega að
fara utan til framhaldsnáms. Það
má læra mikið til viðbótar."
En skyldi þá ferill hljómsveitar-
innar Grafíkur vera endanlega á
enda með prófi Rúnars? Hann
kvað svo ekki vera.
„Grafík er ekki fyrirbæri sem
h'ættir endilega að vera til. Við
Rafn Jónsson trommuleikari höf-
um verið í tónlistarlegu fóst-
bræðralagi lengi auk þess að vera
góðir vinir. Meðan okkur báða
langar til að gera eitthvað saman
er fyrirbærið Grafík ekki dautt. Á
þessu stigi er ómögulegt að segja
hvað verður. Kannski byrjum við
á plötu í vor, kannski síðar. í öllu
falli hugsum við okkur ekki tii
hreyfings nema við höfum áður
fengið útgefanda og tryggingu
fyrir kaupi fyrir hljóðversvinn-
una.“
Þótt klassískur gítar og raf-
magnsgítar teljist báðir til sömu
ættar eru þeir þó fremur fjar-
skyldir. Rúnar var spurður hvort
menn yrðu afhuga rafmagnsgít-
arnum við að leggja lag sitt við
þann klassíska.
„Mjög margir hafa orðið það.
En að mínu áliti þarf það ekki að
gerast. Klassískur gítar er ekkert
æðri en rafmagnsgítar. Mér þykir
gaman að fást jöfnum höndum
Rúnar Þórisson eftir einleikstón-
leika sina i Tónskóla Sigursveins
við báða. Og námið hefur tví-
mælalaust hjálpað mér í poppinu.
Námið krefst stöðugs æfingatíma
og því er ég alltaf i þjálfun. Auk
þess kynnir hún rnanni alls kyns
tónlist. Allt frá renaissance til nú-
tímaverka. Því hlýtur svona nám
að fjörga imyndunaraflið.
Bæði þessi fornt hafa sína kosti
og ókosti,“ heldur Rúnar álram.
„I klassíkinni er minna frelsi og
nieiri agi. Poppið býður hins veg-
ar upp á afar óreglulegan vinnu-
tíma en um leið meiri Irumsköpun
en klassíkin. Þannig vegur hvort
annað upp að mínu mati.“
Rúnar Þórisson er annar
tveggja nemenda sem ljúka brott-
fararprófi i klassískum gítarleik
frá Tónskóla Sigursveins á þess-
um vetri. Þar að auki stunda fjór-
ir til fimm til viðbótar nám í fram-
haldsdeild um þessar mundir. Það
virðist því vera á leiðinni myndar-
leg viðbót við þá fimmtán til
tuttugu sem hafa lokið nánti í
þessari ómþýðu deild tónlistar-
innar.
á
IPRESSUNNIIHÆSTU VIKU
Hverju spáir
Amy Engilberts
fyrir árið 1989?
Þctd er óþarfi að kynna
Amy Engi/berts fvrir /es-
enciinn PRESS UNNA R,
því vikn/ega streyma d
ritstjórn b/adsins tugir
/jósrita qf /ófnm, sem
/utn er bedin að /esa úr.
Lófarnir sk/þfa sem sagt
mörgttm hunc/ritðum d
síðast/iðnum fjórum
mánuðum.
En Amy kann f/eira
fyrir sér en að /esa úr /óf-
utn. Hún befur /agf stund
ú stjörnuspeki um úra-
tugaskeið og enn fú /es-
endur PRESSUNNAR að
njóta góðs af I nœsta
tö/ub/aði birtum við
nefni/ega spú fyrir /and
og þjóð, ríkisstjórn og
raunar heiminn a//an,
sem Amy Engi/berts hef-
ur unnið fyrir okkur.
I spúnni kemurfram
ýmis/egt tnjög athyg/is-
vert — svo ekki sé meira
Amy Engilberls spáir i árið 1989 i
næsta tölubladi Pressunnar.
sagt. Þar mú t.d. nefna
breytingar í heimi stjórn-
mú/anna, viðskipta/ífi og
útf/utningsat vinnu vegum.
Bœði góðar fréttir og
ntiður góðat; jafnt fyrír
rúðamettn þjóðarinnar og
okkur hin. En meit u segj-
uttt við ekki fyrr en í
nœsta tö/ub/aði PRESS-
UNNAR, fimmtudaginn
29. desentber!
SKÍÐAÚTSALA OG NÝ
SPORTVÖRUDEILD
Á útsölunni bjóðum við:
DYNASTAR — Vönduö skíöi fyrir alla.
TRAPPEUR skíöaskó.
í sportvörudeildinni okkar bjóöum viö m.a. NIKE sportfatnaö og skó.
Vetrarfatnað frá BLUE-7, sem aðeins er seldur hjá okkur.
Sérstakt tilboðsverö er á ýmsum vörum frá Seglagerðinni Ægi,
eins og t.d. tjöldum, bakpokum, svefnpokum, borðum, stólum,
hengirúmum o.fl.
TILVALIÐ TIL JÓLAGJAFA.
PARADISO fellihýsiö, með sérhannaöri grind fyrir íslenskar aö-
stæöur, til sýnis og sölu.
VANDAÐAR VÖRUR Á GÓÐU VERÐI — SJÓN ER SÖGU RÍKARI.
Tökum notaöa og nýja snjósleða í umboðssölu.
Afgreiöslutími í desember:
Opið virka daga frá kl. 09:00 til 18:00,
föstudaga frá kl. 09:00 til 19:00,
Þorláksmessu frá kl. 09:00 til 23:00.
Ferðamarkaðurinn
Bíldshöfða 12
sömu götu og bifreiðaeftirlitið
sími 674100
VIÐ ERUM ALLTAF I LEIÐINNI