Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 2

Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 2
2 PRESSU LINDAA STJÖRNUNNI „Mikið að þeir hafa ráðið sæta stelpu á simann,“ tautaði Eirikur Jónsson fréttastjóri fyrir munni sér þegar hann snaraðist inn með frétta- bunkann rétt fyrir tíu á mánudags- morguninn. Þar á meðal þrjár fréttir um Lindu Pétursdóttur, Ungfrú heim. Eirikur varaði sig ekki á þvi að stúlkan sem stóö við símaborðið var einmitt Linda Pétursdóttir. I örstuttri heimsókn á Stjörnunni til aö segja hlustendum frá reynslu sinni af jóla- haldi í Bandaríkjunum. Því viðtali verður útvarpað á aðfangadagskvöld. Lindu var umsvifalaust dembt i fréttaviðtal og siðan stillti hún sér upp til myndatöku með þeim mann- skap sem fyrirfannst á útvarpsstöð- inni á mánudagsmorguninn. Siöar um daginn lá ieið hennar i veiðar- færaverslun þar sem hún þáði að gjöf veiðifluguna Lindu. Pressumyndir: Tryggvi FifVímtúdá^uVW d'és1émfereljTá8'8l ^ Línur eru að skýrast um metsölu- plötur ársins. Tvær verða sæmdar platínu á árinu. Tólf íslensk bítlalög Bitlavinafélagsins og Bláir draumar með Megasi og Bubba Morthens. Bítlavinafélagsplatan náði platínu- markinu, 7.500 eintökum, á miðviku- daginn og undir kvöld í gær fór sá skammtur frá Gramminu sem hífði Bláa drauma upp i markið eftirsótta. Báðar þessar plötur seijast ennþá vel þannig að upplagið ætti að ná átta til tíu þúsundum áður en jólahátíðin gengur í garð. Nokkrar plötur hafa siðan selst í gullplötuupplagi, 3.000 eintökum. Safnplatan Frostlög varí gærkomin í um fimm þúsund eintök. Platan Góðir íslendingar með Valgeiri Gudjónssyni náði þremur þúsundum á laugardaginn var. Sömuleiðis plata hljóm- sveitarinnar Síðan skein sól og barnaplatan Tunglið tunglið taktu mig. Að sögn talsmanna hljómplötuútgáfanna fara nokkr- arplöturí og yfirþrjú þúsund eintök í dag og á morgun. Dagar með Eyjólfi Kristjánssyni er alveg við markið, sömuleiðis Serbian Flower Bubba Morthens og sjó- mannaplatan Á frívaktinni. Jólaplata Ellýar Vilhjálms, Jólafrí, selst síðan væntanlega í sínu þrjúþúsundasta eintaki á Þorláksmessu. Af plötum með sígildri tónlist virðast ítalskar aríur Kristjáns Jóhannssonar hafa farið langbest. Plötusalar bjuggust við að hún væri nú þegar komin í gull. Erfitt er hins vegar að gera sér nákvæma grein fyrir upplagi hennar, að þeirra sögn, því að bókaútgáfa gefurplötuna út og selur hana með svonefndum skilarétti. Pétur á Bylgjuna að nýju? Pétur Steinn Guönmndsson, útvarpsmaðurinn góö- kunni, hvarffm hljóðnemanum fyrr ú þessu ári og sneri sér aö markuðsstjórn og jieiru hjá jiljómplötuútgáfunni Skífunni. Nú herma heimildir Pressunnar aö með hækk- andi sól hyggist Pétur snáa á gamlar slóðir, útvarpsstöðina Bylgjuna, aö nýju og taka til við dagskrárgerð þar sem frá var horfiö. Lesið upp í Listasafni Kennimannslegur rit- stjóri og skáld. Matt- hias Johannessen les úr Ijóðabók sinni Dag- ur af degi. Pressu- myndir: Helga Vil- helmsdóttir. Rithöfundar hafa átt annríkt síðustu daga. Ekki við skriftir heldur upplestur úr verkum sínum. Víða hafa þeir konið við og á sunnu- daginn opnaði hið nýja listasafn Sigurjóns Ól- afssonar á Laugarnes- tanga dyr sínar fyrir rit- höfundum, upplesur- um og náttúrlega gest- um. Um sjötíu manns komu og hlýddu á Matthías Johannessen, Einar Má Guðmunds- son og Sigurð A. Magn- ússon lesa úr eigin verk- um. Þá flutti Gísli Hall- dórsson brot úr nýrri bók Þórarins Eldjárns og kynnir dagsins, Er- lingur Gíslason, las úr bók Guðbergs um séra Rögnvald Finnboga- son. Milii atriða léku þær Hlíf Sigurjónsdótt- ir og Sólveig Anna Jónsdóttir á fiðlu og píanó. Meðal gesta i Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar á sunnudaginn mátti sjá frú Halldóru Eldjárn, móóur Þórarins, sem var fjarri góöu gamni. Tvær plötur í platínu EGILL A BLAUM NOTUM Hljómsveitin Kentár efndi á dögunum til jólablúskvölds á Borg- inni. Sértil fulltingis höfdu Kentárn\enn • • fengi’ð fljflagnús f iríksh • *s<ín, Páima Gunnarsson -r- og Magnús Guðmunds- *^3| son, fyrrum söngvara Þeys. Nokkrir góðir i gestir létu einnig i sér * heyra. Meðal annarra leikarinn og söngvarinn Egill Ólafsson, sem að sögn viðstaddra stóð sig (Éeð mikilli prýði. velkomin i heiminn ! 1. Pattaralegur þessi litli drengur sem þarna teygir sig og reigir. Sonur þeirra Báru Svavarsdóttur og Vilhjálms Harðarsonar, fædd- ist þann 18. desember, vó 15 og 'h mörk og mældist 52 sentimetrar. 2. Lítil stúlka, smá og nett með trýnið brett eins og einhvers stað- ar segir. Dóttir þeirra Ástriðar Elinar Jónsdóttur og Agnars Jóns ' Gunnarssonar, fæddist þann 15. desember, vó 12 merkur og var 50 sentimetrar. 3. Sussubía, hvað maður getur sofið fast og klemmt aftur litlu augun sín. Sonur þeirra Katharínu Snorradóttur og Smára Eggerts- sonar, fæddur 19.12, vó 3.800 grömm og mældist 53 sentimetr- ar. 4. Svo er lika hægt að vera hinn hressasti, gleiðbrosandi og kátur. Þessi drengur var þaö a.m.k. Son- ur þeirra Elísabetar Haraldsdóttur og Guðmundar Hanssonar, fædd- ur 15. þessa mánaðar, vó 15 merk- ur og mældist 51 sentimetri. 5. Enn einn strákurinn að þessu sinni. Reynirað segja tutti frutti ef að likum lætur. Sonur þeirra Bryn- disar Guðmundsdóttur og Árna Sigfússonar, fæddur 18.12, vó 16 og Vi mörk og mældist 53 senti- metrar.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.