Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 22. desember 1988
21
sjúkdómar og fólk
Vésteinn
Vaxtarverkir og
aðrir verkir
Það er margt sem breytist á langri
ævi í líkama okkar á ferðalaginu frá
vöggu til grafar. Börn vaxa og
þroskast og fullorðnir eldast og lík-
aminn hrörnar eftir því sem árin
líða. Það er ákaflega mismunandi
hversu harðfara öldrunin er og oft
er erfitt að greina á milli sjúkdóma
og eðlilegrar ellihrörnunar. Þegar
ég var lítill voru allir verkir í útlim-
um kallaðir vaxtarverkir og taldir
eðlilegur fylgifiskur þeirra breyt-
inga sem líkaminn væri að ganga í
gegnum. Á sama hátt' er margt af
því sem fullorðið fólk kvartar yfir
einkenni þess að aldur er að færast
yfir líffærin og starfhæfni þeirra
ekki eins góð og áður var. Læknar
deila oft um það hvað sé eðlilegt og
hvað sé sjúklegt ástand í þessum lif-
færum og hvað þurfi meðferðar
við. EUihrörnun getur valdið ýmiss
konar erfiðleikum sem læknar
þurfa að taka afstöðu til.
Breytilegur
blöðruhálskirtill
Eitt þeirra líffæra sem breytast í
tímans rás er blöðruhálskirtillinn.
Blöðruhálskirtillinn er lítili kirtill
sem liggur undir þvagblöðrunni í
karlmönnum. Þvagrásin liggur frá
blöðrunni, gegnum þennan kirtil og
fram í liminn. Blöðruhálskirtillinn
framleiðir mjólkurlitan vökva sem
blandast sæðinu í sáðláti. Ekki er
vitað hvert er hlutverk þess vökva
sem blöðruhálskirtillinn framleiðir,
en talið er að hann hafi þýðingu
hvað varðar hreyfanleika sáðfrum-
anna þegar upp í leggöngin er kom-
ið. Blöðruhálskirtillinn er ákaflega
Iítill í ungum drengjum en fer að
stækka þegar þeir verða kynþroska
vegna karlkynshormónsins. Eftir
að kynþroska er náð hættir kirtill-
inn að stækka. Þegar menn verða
tæplega fimmtugir getur það gerst,
að kirtillinn byrji aftur að stækka.
Stækkun á blöðruhálskirtli er
býsna algeng meðal miðaldra og
eldri karlmanna og getur valdið
vandamálum vegna þess að þvag-
og blöðruhálskirtillinn
ÓTTAR
GUÐMUNDSSON
LÆKNIR
rásin liggur í gegnum kirtilinn. Þá
getur kirtilstækkunin valdið
þrengslum á þvagrásinni og ein-
staklingurinn fær einkenni sem
kölluð eru prostatismi.
Sextíu og tveggja
ára ekkill
Vésteinn B. var 62 ára gamall
maður sem stundum kom til mín á
stofuna vegna ýmissa umgangs-
pesta og félagslegra vandkvæða.
Vésteinn var ekkill og hafði verið á
örorku um nokkurra ára skeið
vegna bakverkja og slitgiktar í
mjöðmum. Hann átti 2 dætur sem
báðar voru búsettar í Ameríku og
son sem var í siglingum á norsku
kaupfari. Eftir veikindi og dauða
eiginkonunnar hafði Vésteinn farið
að drekka mikið. Hann kom oft til
að ræða alla harmsögu sína og lykt-
aði stundum af súrri gamalli
drykkju. Einu sinni sem oftar kom
Vésteinn til mín á stofuna til að
spjalla um bakverkina sína og fá
lyfseðil upp á giktarlyf.
Hann ræddi lítillega um dætur
sínar og bölvaði því að þær skyldu
báðar hafa sest að í Ameríku í stað
þess að vera hérna heima. Hann
minntist ekki á soninn, enda talaði
hann aldrei um hann. Þeim hafði
sinnast mikið feðgunum þegar
kona Vésteins dó vegna einhverra
muna úr búinu sem strákur vildi fá
en Vésteinn neitaði af láta af hendi.
Hann hafði þá farið í fússi. Vé-
steinn var í Ijósgráum jakkafötum
og vínrauðri peysu með brunagati.
Undir peysunni var hann í skítugri,
gulleitri skyrtu með trosnuðum
flibba. Það var gulur þlettur fram-
an á buxnaklaufinni. — Skoðaðu
aðeins á mér mjöðmina, sagði Vé-
steinn og ég bað hann að fara úr
buxunum og leggjast upp á skoðun-
arbekkinn. Hann var í gráleitum,
illa lyktandi síðum nærbuxum og
framan á þeim var stór, heiðgulur
þvagblettur. — Gengur þér illa að
halda þvaginu? spurði ég. — Nei,
nei, svaraði Vésteinn, ég er bara svo
mikill klaufi með þvottavélina og
þvæ sjaldan nærfötin mín. Ég vissi
heldur ekki, að þú mundir biðja
mig að fara úr buxunum. Ef ég
hefði vitað það hefði ég nú farið í
hreinar nærbuxur, það máttu bóka
og fyrirgefðu.
Hvernig gengur að pissa?
— Segðu mér hvernig þér gengur
að pissa, sagði ég. Hann virtist
þvingaður en smátt og smátt kom
sjúkrasagan. Síðustu árin hafði
þetta versnað mikið, þvagbunan var
orðin mjög slöpp þegar hann kast-
aði af sér vatni, hann átti erfitt með
að byrja að pissa, hann átti erfitt
með að hætta, það virtust enda-
laust koma smádropar, og honum
fannst alltaf vera smáþvagleki.
Hann þurfti auk þess að pissa mun
oftar en áður og stundum þurfti
hann að vakna upp nokkrum sinn-
um á nóttu og fara fram. — Það
sem er að er að blööruhálskirtillinn
er orðinn of stór, sagði ég, þegar
hann verður svona stór getur stífl-
ast fyrir þvagrennslið um þvagrás-
ina gegnum kirtilinn. Þessi þrengsli
gera það að verkum, að þú tæmir
aldrei blöðruna almennilega þegar
þú pissar. Svona stækkun getur auk
þess leitt til þess að þú fáir algjöra
þvagteppu. — Já, það hef ég fengið
einu sinni, sagði Vésteinn, það var
úti í Ameríku, þegar ég var þar að
heimsækja dætur mínar. Þá vorum
við að drekka ansi hressilega eitt
kvöldið og ég bara gat ekki pissað
þegar ég reyndi. Þau urðu að fara
með mig á spítala og tappa af mér.
— Svo þú vissir um blöðruhálskirt-
ilinn allan timann, sagði ég.
— Vissi og vissi ekki, sagði Vé-
steinn, ég verð bara að fara að þvo
nærfötin mín oftar. — Ekki læknar
það neitt, sagði ég. Ég þreifaði upp
í endaþarminn á Vésteini og fann
fyrir kirtlinum og hann hafði
greinilega stækkað, en var mjúkur
og eðlilegur viðkomu og engar
grunsemdir um illkynja vöxt. Ég
vildi senda hann til þvagfærasér-
fræðings sem ég þekkti, til að fá
mat hans á því sem gera þyrfti, en
Vésteinn tók það ekki í mál. Ég
skrifaði út umbeðin giktarlyf og við
kvöddumst með virktum.
Aðgerðir
Tveimur mánuðum seinna koin
Vésteinn til mín enn á ný og vildi nú
gera eitthvað i þessum þvagfæra-
málum sem hann sagði að væru
verri en nokkru sinni. Ég skoðaði
hann aftur og þvagbletturinn í nær-
buxunum var stærri en áður og við
þreifingu virtist kirtillinn eitthvað
hafa stækkað síðan ég skoðaði Vé-
stein síðast. Ég vísaði honum til
þvagfærasérfræðings, sem gerði á
honum aðgerð eftir að hafa rann-
sakað hann. Aðgerðin felst i því að
læknirinn fer með sérstakt skurð-
tæki gegnum þvagrásina og tálgar
út kirtilinn í mænudeyfingu. Ein-
kennin hurfu að mestu við þessa
aðgerð og Vésteinn var hinn glað-
asti. Honum fannst tilveran verða
allt önnur þegar hann þurfti ekki að
fara á klósettið til að pissa oft á
nóttu. Að öðru leyti varð engin
breyting á tilverunni. Hann hélt
áfram að drekka mikið og kom
stundum til mín og ræddi sín
vandamál; dæturnar í Ameríku,
dauða konunnar*»g allan einmana-
leikann. Einti sinni sem oftar kom
liann og ég sá strax að hann var með
þvagblett framan á buxunum sín-
um. — Er þetta byrjað aftur?
spurði ég og benti á blettinn.
— Nei, nei sagði Vésteinn og hló,
þetta var nú bara þannig, að ég
sofnaði heldur fast á síðasta fylleríi
og missti smáþvag í buxurnar, en
það gerir ekkert til, þetta næst úr í
góðri hreinsun, held ég. — Það er
fjandalegt að geta ekki skorið úr
þér drykkjuskapinn með svona tóli
eins og þvagfæralæknirinn var
með, sagði ég. — Láttu nú ekki
svona, sagði Vésteinn, manstu ekki
eftir því sem stendur í íslands-
klukkunni? íslendingar eiga sér að-
eins einn sannleik og það er brenni-
vínið. Ég horfði spekingslega á
þvagblettinn gula og hugsaði með
mér: — Ja, hvílíkur sannleikur.
Jólagjöf er ekki desemberbónus
Hætta á að dýru
jólagjafirnar
veroi skattlagðar
„Ef þið ætlið að gefa starfsfólki
ykkar stórar jólagjafir hafið þá
fyrst samband við endurskoðanda
fyrirtækisins og ráðgist um það við
hann hvernig andvirðinu verði best
hagrætt í bókhaldinu."
Þessi er ráðlegging lögfræðings
sem Pressan ræddi við um skatt-
skyldu jólagjafa. Fyrir augum
skattrannsakenda eru jólagjafir
nefnilega eitt og desemberbónusar
annað. Ef andvirði gjafarinnar fer
upp fyrir það sem eðlilegt getur tal-
ist, tvö til þrjú þúsund krónur, er
bónusmarkinu náð.
Forstjórinn sem ætlar að gefa
starfsfólkinu sínu 25.000 krónur á
aðfangadag fyrir vel unnin störf á
árinu er því að bjóða hættunni
heim. Allt eins líklegt að starfsfólk-
ið þurfi að greiða aukaskatt af
„gjöfinni" sinni síðar. Þá er rétt að
benda fyrirtækiseigandanum á það
að hundrað og fimmtíu þúsund
króna pelsinn sem símastúlkan,
andlit fyrirtækisins út á við, fær
fyrir vinnu sína á árinu þarf að vera
greiddur fyrir eigið fé. Annars kann
endurskoðandinn honum engar
þakkir þegar kemur að því að gera
upp árið.
pressupennar
Hugsun, skynjun, minning
Nú skulum við fara í leikhús.
Þetta er ekkert venjulegt leikhús.
í salnum eru þrjú svið. Á þeim öll-
um er verið að sýna sama leikritið
— bara með mismunandi hraða og
í mismunandi túlkun.
Á miðsviðinu er sýnt með eðlileg-
um hraða og með eðlilegu lát-
bragði.
A sviðinu til vinstri eru allar
hreyfingar ákaflega hraðar og lín-
um sleppt eða þær styttar. Einungis
meginatriðin koma fram.
A sviðinu til hægri gengur allt
voðalega hægt fyrir sig. Það er eins
og leikararnir hreyfi sig neðansjáv-
ar eða í þykku sírópi. Látbragð er
allt mjög ítarlegt og merkingar-
þrungið. Sömu línurnar eru stund-
um endurteknar með örlíti$ breyttu
orðalagi eða áherslum; stundum er
jafnvel sama atriðið leikið aftur og
aftur, og breytist í hvert sinn eftir
einhverjum dularfullum reglum.
Svo vel er leikritið samið og leik-
ararnir æfðir, að þegar leikari fer út
af einu sviði getur hann strax geng-
ið inn í hlutverk á því næsta.
Nú verðum við líklega hálfrugluð
fyrst í stað af að sjá svo óvenjulegt
verk og undarlega uppfærslu. Til
að byrja með vitum við ekki al-
mennilega hvernig við eigum að
skoða leikritið. Hvenær eigum við
að fylgjast með á þessu sviði, og
hvenær á hinum?
En leikhúsunnendur hafa flestir
ótrúlega aðlögunarhæfileika og
sjálfsagt finnum við öll fljótlega
einhverja aðferð til að geta fylgst
með leikritinu og notið þess til
fullnustu.
Sjálfum finnst mér þægilegast að
skoða fyrst sviðið til vinstri til að fá
örlitla hugmynd um söguþráðinn.
Síðan lít ég á miðsviðið og fylgist
með því mestallan tímann — alltaf
nema þegar ég sný mér að sviðinu til
hægri til að skoða eitthvað betur
eða i meiri smáatriðum.
En nú gerist það undarlega: Leik-
ritið endar á öllum sviðum sam-
tímis, alls staðar á mismunandi
hátt, og alls staðar mjög rökrænt
miðað við það sem á undan er
gengið.
Sviðið til vinstri heitir Hugsun.
Þar er sýnt það sem ætti að vera og
það sem ætti að verða.
Sviðið í miðjunni heitir Skynjun.
Þar er sýnt það sem virðist vera.
Sviðið til hægri heitir Minning.
Þar er sýnt það sem var og það sem
hefði getað orðið.
Segja mætti um hvaða svið sem
er, að þar gerðist það sem er í raun
og veru. En það er undir okkur
komið hvernig við berum okkur að
i því máli.
Leikritið heitir Vitund. Það sam-
anstendur ekki bara af því sem sýnt
er á sviðunum þremur, heldur felst
það miklu fremur í muninum á
þeim, mótsetningunni milli þeirra.
Vitund felst ekki í rökhugsun
einni saman, ekki í tilfinningum
eða siðferðiskennd, skynjun eða úr-
vinnslu skynjunar, skammtíma-
eða langtímaminni. Hún felst ekki
einu sinni i öllu þessu til samans.
VitunH er jaðarfyrirbæri. Vitund
verður til þegar allt þetta stangast á,
þegar skynsemin boðar annað en
tilfinningarnar og tvær minningar
bítast um hvor hafi rétt fyrir sér.
Tölva sem er forrituð á fullkom-
lega rökréttan hátt gæti þess vegna
aldrei öðlast vitund, þar eð hún hef-
ur engar mótsagnir, enga innri bar-
áttu sem vitundin gæti sprottið af
og nærst á.
Á svipaðan hátt verður áhorf-
andinn í leikhúsinu ekki meðvitað-
ur um leikritið Vitund sem heild
nema hann geri sér grein fyrir þeim
mun, sem er á sviðunum þremur, og
sjái mótsetningarnar á milli þeirra.
Hann verður líka að gera sér Ijóst
að endirinn verður ólíkur á hverju
sviði um sig, að niðurstöðurnar
munu stangast á.
Leikhúsið? Ó, gleymdi ég að
nefna það? Það heitir Heimurinn,
en sumir kalla það Lífið. ■