Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 18

Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 22. desember 1988 bridcpe krossgátan Það er ekki hægt að komast hjá því að hafa samúð með vestri í spili vikunnar. Settu þig í spor hans: Ef þú sætir í vörn gegn 7-gröndum og héldir á 10987 í lit mundir þú þá ekki ætla að þú ættir öruggt útspil? P KG V KG9 ♦ D983 *¥• D982 ♦ 10987 V 1063 ♦ 2 ❖ KG765 ♦ A62 y ad ♦ AKG1074 «¥• A4 ♦ D543 V 87642 ♦ 65 •¥• 103 Sagnir voru heldur óburðugar. S gefur, allir á og vekur á 2-laufum. Norður gaf neikvæða sögn (?), 2- tígla, en þegar suður skaut engu að síður á 3-grönd fékk norður bjart- sýniskast og óð í alslemmuna. (Hefði einhver nefnt tígulinn væru 13 slagir auðfengnir.) Ef suður fær hlutlaust útspil er nokkuð einsýnt að alslemman tap- ast. Hann á 12 slagi og hefði senni- lega reynt við þann 13. með spaða- svíningu. En útspil vesturs var spaða-10. Sagnhafi reyndi gosann og drap á ás. Næstu 9 slagir fengust með hraði á rauðu litina og sagn-| hafi átti þá heima 62 í spaða og laufás. í blindum var spaðakóngur og D9 í laufi. En vestur átti í vanda. Hann sat með 98 í spaða og laufkóng og gosa og mátti ekkert spil missa. Hverju sem hann kastaði hlaut suður að fá 13. slaginn á sama lit. Fullkomið dæmi um það sem við köllum víxl- kastþröng. skqk Um ástir og skák Árið 1497 kom út á Spáni bók með þessu nafni. Höfundur hennar hét Lucena og var stúdent í Sala- manca. Faðir hans var spænskur sendiherra og Lucena hafði haft tækifæri til að ferðast með honum um Frakkland og Ítalíu og þar hafði hann safnað efni í bók sína. Bokin er rituð á spænsku og er nafn hennar á frummálinu „Repeticion de Amores y Arte de Ajedrez“. Fyrri hluti bókarinnar fjallar um ástina og er varpað ljósi á hana úr ýmsum áttum með tilvitnunum í fræga höf- unda. í síðari hluta bókarinnar er svo fjallað um manntaflið. Þar ger- ir Lucena hinum nýja manngangi skil og ber hann saman við þann gamla. í riti Lucenas eru margar skák- þrautir og endatöfl. Sumt eru gamlar arabískar þrautir — mansúba — og óleysanlegar sam- kvæmt nýju reglunum, en aðrar eru í góðu gildi og má sjá sumar þeirra enn í kennslubókum skákarinnar og eru jafnvel kenndar við Lucena. Lítum á tvö dæmi um þetta. í fyrra dæminu á hvítur valdaðan frelsingja yfir og mætti ætla að tafl- ið væri auðunnið. En þar leynist óvænt hindrun: 1 Kd5 Kc8 2 Kd6? Kd8 3 c7+ Kc8 4 Kc6 og svartur er patt. Lucena sýnir hvernig hægt er að sigla framhjá þessu skeri: 1 Kd5 Kc8 2 c7! Kxc7 3 Ke6 Kc8 4 Kd6 Kb7 5 Kd7 Kb8 6 Kc6 Ka7 7 Kc7 Ka8 8 Kxb6 Kb8 9 Kc6 Kc8 10 b6 Kb8 11 b7 Ka7 12 Kc7 og mátar í 3. leik með nýju drottningunni. Þetta er gott dæmi um að ekki er skynsamlegt að ríghalda í þann ávinning sem unninn er. Hvítur fórnar frelsingjanum en nær í stað- inn andspæninu og vinnur á því. í síðara dæminu lýsir Lucena aðferð sem stundum hefur verið kennd við brúarsmíð en mætti allt eins kenna GUOMUNDUR við skjólshús. Peð er komið upp á 7. röð og báðir eiga hrók. Það er ekki öllum gefið að sjá af eigin hyggju- viti hvernig nota má hrókinn til að skjóta skjólshúsi yfir kóng og tryggja peðinu þannig örugga upp- komu. 1 Hfl+ Kg7 (Ke6 2 Ke8 og vinnur, en nú má svara 2 Ke8 með He3 + ) 2 Hf4! Kg6 3 Ke7 He3 + 4 Kd6 Hd3+ 5 Kc6 He3 + 6 Kd5 Hd3+ 7 Hd4 og vinnur í bókinni eru einnig sýndar nokkrar byrjanir en þær eru ekki mikils virði, sýna frekast hve skammt menn voru á veg komnir í þeim efnum þegar bókin var skrif- uð. Þar er nefnt bragðið 1 e4 e5 2 Rf3 f6? 3 Rxe5! Þar er líka nefnd gildra sem byrjendur geta enn á okkar tímum fallið í: 1 e4 e5 2 Rf3 Rf6 3 Rxe5 Rxe4? (Nauðsynlegt er að leika d6 fyrst) 4 De2 Rf6? (Skárra er De7, svartur sleppur þá með að tapa peði) 4 Rc6+ og vinn- ur drottninguna. yfih- SRflG-Ð SoOO <5— FÆÐfi peyxTné )fl F'ÓCtiAH Dppi KLiáMSÆ JWfl 'V FlSKuít M A/fríí- r/fífol 'V 5" l(p Mhk/tfál SJ 'o' S'oKf/ 'lLPlTl EIIÍS Sm'A- fHKut RISPÆ K'JÆQI MIíki TflLCnR SY6&6 2 £Tflnp SYAflll STlflfl xoMfísr tilÁ&UR PrWfíL ) I BLSKflt H Vfcfl SflKULL HflS A1'fíMÍ- STOtrínr! \iu Qj Oul'! POLLflt UflDÆl A'Tflflfíl bíKlPT tÝ'Í- (xftflfALL K'ftTiR. SPIL JTTÖW- STfl-OA KALL SúLb- Iflflfí SKtL úeillul HftftTI Myríifl ktflAR GftTA yfift- floffl SVflft ftGAAl KÆYRI OGflurV l AR )0 HVflP SKjíTfr Bdlloki SKiflr) ÓflpJ 7 \rm DGILOl ft-plR titlftuL RfJKfl- STffrJfl fo&uL ÓKuflrlnL J/Vfl' DflTT TfBLDU 1Z 'ÍLTT HfluPift Vftfi HfíTf- /flG F'/fl- -Bll SL'fl Mjo£ HLflíS 57*77 r PlÁKl flfl ZO TlMI lí> 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 17 ■ 18 19 20 m’i Skilafrestur er til 4. janúar 1989 og er utanáskriftin eftirfarandi: PRESSAN, Ármúla 36, 108 Reykjavík, krossgáta nr. 13. Verðlaunin fyrir 13. krossgátuna eru bókin Baráttusaga athafna- manns. Endurminningar Skúla Pálssonar á Laxalóni. Eðvarð Ing- ólfsson skráði. Æskan gefur bókina út en hún kom út nú einmittfyr- ir þessi jól. Skúli þessi er landskunnur maður, mikill frumkvöðull ífiskrcekt á Islandi og fleiru sem viðkemur atvinnulífinu. Hann var hinsvegar nokkuð á undan sínum tíma í þessum málum og naut sjaldnast nokkurs velvilja hins opinbera, enda segirSkúli sjálfur að bókin sé kjaftshögg á kerfið. Dregið hefur verið úr innsendum lausnum fyrir 11. krossgátuna og upp kom nafn Kristins Þórs Ingvasonar, Heiðvangi 68, 220 Hafn- arfirði. Hann fœr senda skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, Heilagan anda og Engla vítis, sem Forlagið gaf út fyrir réttu ári.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.