Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 24

Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 24
aaer I3dm339b .SS lURfibulmmia Fimmtudagur 22. desember 1988 24 PRESSAN SPJALLAR VIÐ GUÐBJÖRGU ÞORBJARNARDÓTTUR LEIKKONU Ein samfelld ánœgja Þau okkar, sem komin eru eitthvað yfir þrítugsald- urinn eða eldri og minnast kvöldstunda fyrir tíð sjón- varpsins, muna bjarta og skýra rödd Gubbjargar Þor- bjarnardóttur þar sem hún hljómaði úr útvarpstæk- inu inn á flest heimili á landinu. Guðbjörg, sem varð 75 ára síðastliðið sumar, er nú að mestu hætt leik en þó heyrist rödd hennar stöku sinnum enn á öldum ljósvakans og eins birtist hún á fjölum Þjóðleikhússins minnst einu sinni á vetri. Guðbjörg lítur yfir farinn veg í stuttu spjalli við Press- una. EFTIR BERGLJOTU DAVIÐSDOTTUR „Já, ég er svo lánsöm að vera við hestaheilsu og hef alltal' jai'nmikla ánægju al'að leika; hcl' nú reyndar grun um að þeir hjá Þjóðleikhúsinu búi stundum til litil hlutverk l'yrir mig svona rétt til að leyl'a mér að vera með. Upphafið? Svo lengi sem ég man hel'ég hal't áhuga á leikhúsi. Ég er fædd vestur í Bolungarvík og tóll' ára gömul fluttist ég með l'jölskyldu minni til ísal'jarðar. Þar voru marg- ir góðir leikarar á þeim árum, m.a. Brynjóll'ur heitinn Jóhannesson. Ég sótti mikið leiksýningar á ísa- l'irði á unglingsárunum, en það var ekki l'yrren ég flutti til Siglul'jarðar að ég fór sjáll'að vera með. Þangað fór ég þegar ég var átján ára til að taka við starl'i á skrifstofu bæjar- l'ógeta. Á Siglufirði átti l'yrir mérað liggja að búa næstu árin og el’tir rúmlega l'jögurra ára starl' hjá l'óg- eta riutti ég mig yfir til Síldarverk- smiðju rikisins þar sent ég var einkaritari í ein átta ár. í MIÐRI MYND KOM VERK- STJÓRINN OG KALLAÐI RÆS RÆS! Jú, mikil ósköp, það var ákaflega gaman að vera á Siglufirði og taka þátt í síldarævintýrinu og það gekk allt út á síldina. Eg man til að mynda eftir að ef hlé varð á söltun og l'ólk skrapp í bíó til að láta þreyt- una líða úr sér þá jal'nvel í miðri mynd vippaði verkstjórinn sér inn l'yrir dyrnar og kallaði ræs rtes! Þá þutu allir út og hcim að hal'a fata- skipti og örskömmu seinna var allt iðandi á síldarplönunum. Ég var á skrifstofunni l'rá átta á morgnana til sjö á kvöldin og þá tók leikhúsið við. Mér gal'st því aldrei tími til að salta og ég séalltaf hálfpartinn eftir að hafa ekki komist í meira návígi við síldina sjáll'a. ALDREI FRÍ Á SOMRIN Vegna annríkisins í síldinni fékk ég aldrci fri á sumrin en þess í stað hal'ði ég frí í heilan mánuð á vet- urna. Þá var ég l'ljót að þeysa suður þar sem ég drakk í mig menninguna í leikhúsunum. Það var einmitt í svona vetrarfríum, sem ég sótti leik- skóla Lárusar Pálssonar I tvo eða þrjá vetur. Lárus kom til Siglul'jarð- ar einhverju sinni og las þar upp og ég var svo heppin að hann var kunn- ugur hjónunum sem ég leigði' hjá. Við kaffidrykkjuna þar barst leik- listin í tal og þegar hann varð var við ódrepandi áhuga minn bauð hann mér setu í skólanum. Já, víst hafði ég það mjög gott á Siglulirði og ég á þaðan alar góðar minningar, en mig þyrsti í menning- una suður í Keykjavík og í þá daga þýddi ekki að hugsa um að lifa á leiklistinni. Á Siglufirði kynntist ég ákaflega indælli konu sem var þar starfandi hjúkrunarkona um tíma. Hún var á leið til Reykjavíkur til starfa við Landspítalann og réð mig með sér sem ritara á röntgendeild- ina. Þar vann ég síðan allt þar til ég var fastráðin við Þjóðleikhúsið 1959 að mig minnir. HEF ALDREI ÞORFT AD SÆKJA OM VINNU Það kann að hljóma einkenni- lega, en ég hef aldrei þurft að sækja um vinnu á lífsleiðinni, mér hefur alltaf boðist vinna og á það einnig við um leiklistina. Ég var ekki búin að vera lengi í Reykjavík þegar Har- aldur Björnsson hringdi í mig og bauð mér lítið hlutverk í Iðnó sem ég að sjálfsögðu þáði. Upp frá því hafði ég nóg að gera með vinnunni á Landspítalanum, en henni var ekki þorandi að segja upp því í þá daga var lítið borgað fyrir leik; við fengum aðeins greitt fyrir sýningar, en ekkert fyrir æfingar sem oft stóðu langt fram á nótt. FÓLKI FANNST SKRÝTIÐ AD BÍLSTJÓRINN SKYLDI LÍKA LEIKA Nú, ég hef átt þess kost að ferðast heilmikið, bæði utan lands sem inn- an í tengslum við leikhúsið, og ég man eftir ákaflega skemmtilegum ferðalögum með leikhópi sem kall- aði sig „Sex í bíl“. Við vorum sex, eins og nafnið bendir til, sem fórum um landið þvert og endilangt með sýningar á sumrin. Auk mín voru I hópnum Gunnar Eyjólfsson, Jón Sigurbjörnsson, Þorgrímur Einars- son, Hildur Kalmann og Lárus ing- ólfsson. Gunnar leikstýrði og Jón Sigurbjörnsson ók bílnum og man ég hvað fólki þótti‘skrýtið að bíl- stjórinn skyldi líka leika; fannst það ekki passa að leikari væri að aka bíl. En okkur var ákaflega vel tekið hvar sem við komum. Ég gerði mikið af þvi hér áður og fyrr að skreppa út fyrir landstein- ana í fríum; aðallega þá til London að sjá leiksýningar, en í seinni tíð hefur dregið úr því. Ég stend ekki í því á gamalsaldri, enda vinkonur mínar hættar að nenna með mér. LEIKLISTIN HEFUR VERIÐ MITT LÍF Nei, ég hef aldrei gifst; hef hrein- lega ekki haft tíma til að spekúlera í þeim hlutum, leikhúsið hefur átt allan minn hug, já, það má segja að ég hafi gifst leikhúsinu. Leiklistin hefur verið mitt líf og þegar ég lít til baka hefur þetta verið ein samfelld ánægja. Mér hefur aldrei leiðst, æv- inlega verið sjálfri mér næg og vildi engu breyta þó ég ætti þess kost. Stend ekki lengur í því að fara til London í leikhús, enda vinkonurnar hœttar að nenna með mér. PRESSUmynd Magnús Reynir Kraumar í krataflokki Þorleifur Friðriksson: Undirheimar íslenskra sljórnmála Reyfarakenndur sannleikur um pólitísk vígaferli Örn og örlygur 1988 170 bls. (auk 24 myndasiðna) með lilvísunum, heimiidaskrá, nafnaskrá og alriðaskrá Undirheimar íslenskra stjórn- mála eru seinni hlutinn af tveggja binda verki Þorleifs, beint fram- hald af Gullnu flugunni sem kom út fyrirári. Raunarsvo beint framhald að ósögufróðum lesendum er betra að hafa Gullnu fluguna við hönd- ina til að átta sig á stöðu mála í mai 1953. Þá hefst frásögn Undirheim- anna, fyrirvaralaust í miðri kosn- ingabaráttu. Frásögnin er saga Alþýðuflokks- ins, einkum þó saga átaka innan hans, og er sá þráður rakinn i tæp þrjú ár, fram í mars 1956, þegar Hannihul Valdimarsson var gerður flokksrækur úr Alþýðuflokknum, en hann var formaður flokksins í upphafi bókar. I Gullnu flugunni sagði frá átök- um hægri og vinstri arms Alþýðu- flokksins fram yfir flokksþing 1952, þar sem vinstri menn kusu Hannibal formann í stað Stefáns Jóhanns Stefánssonar. Undirheim- arnir taka svo upp þráðinn með kosningaósigri Álþýðuflokksins 1953, rekstrarvanda Alþýðublaðs- ins og sveitarstjórnarkosningum 1953. I hreppsnefndarkosningum í Kópavogi kom upp klofningur í röðum Alþýðuflokksmanna. And- stæðingar Hannibals skipulögðu útstrikanir, sem leiddu til þess að við endurteknar kosningar afneit- aði Hannibal lista flokksins og studdi framboð bróður síns, sósíal- istans Finnboga Rúts. Af því spratt uppreisn gegn honum meðal fyrri stuðningsmanna hans innan flokksins. Markverðasta deilumál- ið var þó hvort Alþýðuflokksmenn í verkalýðshreyfingunni ættu frem- ur að starfa með sósíalistum (gegn „atvinnurekendavaldi“ Sjálfstæð- isflokksins), eins og Hannibal vildi, eða með sjálfstæðis- og framsókn- armönnum (til að einangra komrn- únista“), eins og gert hafði verið í tíð Stefáns Jóhanns. Haustið 1954 hafnaði flokksþing Alþýðuflokksins formennsku Hannibals, en á Alþýðusam- bandsþingi skömmu síðar myndaði flokksarmur hans meirihluta ásamt sósíalistum og Hannibal varð for- seti ASÍ. Sem slíkur var hann í for- svari fyrir harðvítugu verkfalli 1955. Þá gerðist hann baráttumað- ur fyrir pólitísku samstarfi „vinstri flokkanna", en Alþýðuflokkurinn hafnaði samstarfi við „kommún- ista“ og rak Hannibal fyrir þær sakir úr flokknum. Alla þessa sögu rekur Þorleifur allrækilega, en þó fjörlega, svo að frásögnin er sjaldnast langdregin. Hann styðst við rækilega heimilda- könnun, notar að sjálfsögðu ís- lensk blöð og prentaðar skýrslur, einnig gerðabækur og margvísleg skjöl frá Alþýðuflokknum og Al- þýðusambandinu, og við 22 þátt- takendur atburðanna hefur hann átt viðtöl, sem hann notar þó var- lega og reynir að byggja fremur á samtímaheimildum. Auk þess hefur Þorleifur leitað fanga mjög rækilega í skjalasöfn- um norrænu jafnaðarmannaflokk- anna og verkalýðssamtakanna. Og þar reynist feitt á stykkinu, því að íslenskir jafnaðarmenn höfðu náið samband við bræðraflokkana á Norðurlöndunum, ekki síst um inn- byrðis ágreining sinn. Skandínavar hafa reynst miklu meiri hirðumenn um skjalavörslu en hinir íslensku flokksvinir þeirra, þannig að er- lendu skjalasöfnin leiða okkur í mörgum atriðum nær atburðunum en nokkrar íslenskar heimildir. Þessi heimildakönnun Þorleifs er því einkar fróðleg. Heimildaforðinn setur líka svip á áherslur Þorleifs. Samskipti Al- þýðuflokksins við norræna jafnað- armenn, fjárstuðningur þeirra við hann og afskipti þeirra af stefnu hans (sem einkennast af einangrun- arstefnu gagnvart „kommúnist- um“) verða rauður þráður í frásögn Þorleifs. Hann er fyrst og fremst að segja sögu þessara tengsla. Þau virðast veigameiri í frásögn hans en þau yrðu í alhliða sögu Alþýðu- flokksins. Um það er þó ekki að sakast. Þorleifur er nú einu sinni að segja söguna frá þessu sjónarhorni, og sú frásögn reynist um margt fróðleg. Þorleifur er ekki óvilhallur sögu- maður. Hann er lítill vinur sósíal- demókrata, sist hægri krata, en hlynntur „samfylkingu“ vinstri afía. Stefán Jóhann er þvi „skúrk- urinn í þessari frásögn, Hannibal fremur „hetjan“, og þó ekki laust við að höfundur líti hann gagnrýn- isaugum. Af öðrum „vinstri kröt- um“ er Þorleifi sérstaklega upp- sigað við Gylfa Þ. Gíslason; þar held ég hann láti Gylfa viðreisnar- áranna skekkja mat sitt á hinum unga og róttæka Gylfa. Annars reynir Þorleifur að skrifa heiðarlega sagnfræði, þrátt fyrir ákveðnar skoðanir á söguefninu. Hann vinnur sem fræðimaður, vís- ar rækilega til heimilda sinna og túlkar þær opinskátt, þannig að les- andi á tiltölulega hægt með að að- greina hvenær hann fellst á túlkun höfundar og hvenær ekki. Ég er tortrygginn á ýmislegt í túlkun og áherslum Þorleifs, og sumu er ég beinlínis ósammála, kannski að einhverju leyti vegna annarra stjórnmálaskoðana. En sá ágrein- ingur breytir því ekki, að bók hans er geysifróðleg um þetta mikilvæga tímabil í sögu Alþýðuflokksins og íslenskrar verkalýðshreyfingar. Meginþráður Undirheimanna er rakinn á 85 blaðsiðum. Við hann er bætt örstuttri frásögn af kosning- unum 1956 og myndun fyrstu vinstri stjórnarinnar. Síðar kemur viðbótarkafli um viðleitni banda- rískra aðila til að styrkja and- kommúníska verkalýðsstarfsemi á íslandi, að nokkru í samstarfi við norræna jafnaðarmenn. Þetta er fremur saga áforma en fram- kvæmda, en fróðleg þó. Þá er loka- kafli, „Eftirþankar". Aftan megin- máls er svo birt eitt skjal í heild, málsvörn Hannibals vegna kosn- inganna i Kópavogi. Þá taka við nærri 40 síður af skrám; Heimildir og tilvísanir til þeirra, mannanöfn og nokkur at- riðisorð. Bókinaprýðir fjöldi mynda, ljós- myndir og skopmyndir. Prentvillur eru margar (þó ekki nærri eins áberandi og í Gullnu flugunni), en bókin að öðru leyti vel úr garði gerð. Undirheimar íslenskra stjórn- mála verðskulda athygli allra áhugamannna um sögu íslands á líðandi öld. ■ Helgi Skúli Kjartansson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.