Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 32

Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 32
tUP m leið og nýja árið gengur í garð munu þeir félagarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafnr Ragnar Grímsson taka höndum saman og hefja funda(her)ferð um landið. Ekki mun vera búið að ákveða „mottó“ fyrir ferðina, samanber Hverjir eiga ísland?, en fyrsti fundurinn mun að öllum lík- indum verða þann 2. janúar í Hlé- garði í Mosfellsbæ... rekari sameiningar er að vænta í auglýsingaheiminum um áramót- in, en eins og kunnugt er hal'a nokkrar auglýsingastofur samein- að krafta sína að undanförnu. Nú heyrum við að Gylmir lil'. auglýs- ingastofa, Kynningarþjónustan sf. og auglýsingastofan • Strik hafi ákveðið að sameina krafta sína. Nýja stofan mun bera nafnið Sam- einaóa auglýsingastofan. Auk aug- Ijósrar hagræðingar|inun tilgangur- inn með sameiningunni vera að ná saman áeinn stað frumleika, öflug- um almenningstengslum og mikilli markaðsþekkingu. Forstjóri stof- unnar verður Magnús Bjarnfreðs- son og stjórnarformaður Ottó Ólafsson. Meðstjórnandi verður Jón lngvar Pálsson lögmaður... r ■ eikna má með að Sameinaða auglýsingastofan verði sú fjórða stærsta á markaðnum, ineð um það bil 16 manns á launaskrá og á ann- að hundrað milljónir króna í veltu á ári. Meðal textagerðarmanna á stofunni verða Guðrún Backman frá Gylmi og Sigurður G. Tómas- son frá Kynningarþjónustunni. Markaðsráðgjafi þar á bæ verður Bjarni Grímsson... Í^Pokkuð nýstárlegt fjölmiðla- „stríð” hefur staðið i desember og er það jólasveinninn sjálfur sem er helsta bitbein blaðanna. Þetta eru stríðandi fylkingar hins hefð- bundna feita káta jólasveins í rauðu fötunum að amerískri fyrirmynd og hins þjóðlega hrekkjótta og mó- rauða jólasveins í sauðskinnsskón- um, en þeir birtast til skiptis á síð- um blaðanna og á sjónvarpsskerm- inum. íslendingar hafa alltaf verið menn mikilla öfga, og þrátt fyrir að íslensk æska þekki vart annað en hinn „eina sanna” engilsaxneska jólasvein höfum við alltaf haldið fast í það að þeir séu 13 talsins og að hver hafi sitt nafn, þrátt fyrir að út- lit þeirra sé komið f'rá öðrum þjóð- um. Blöðin hafa alla tíð birt myndir af sællegum Santa-Kláusi til að minna á hversu langt sé til jóla, en nú hefur Morgunblaðið hinsvegar skorið upp herör gegn „þeim út- lensku” og dag hvern má líta heldur óhrjálegt manntetur sem á að heita íslenskur jólasveinn á síðum Mogga. Tíminn heldur sig við hinn hefðbundna rauða og Dagblaðið er beggja blands; tekur sitt litið af hverju og sullar því saman. Það verður því forvitnilegt að vita hvor jólasveinninn verður ofan á í vitund barnanna þessi jólin... á er skipafélagið Víkur hf. (Víkurskip) horfið af yfirborði jarðar, hefur misst skipin sín þrjú á uppboði og um 50 starfsmenn þessa fyrirtækis Finnboga Kjeld farnir að vinna annars staðar. Þrennt mun einkum hafa orðið Víkum að falli, mikið verðfall skipanna, mikill launakostnaður og í þriðja lagi inn- reið Hafnarbakka hf., sem áður hét Eimsalt, á saltinnflutningsmarkað- inn. Þetta dótturfyrirtæki Eim- skipafélagsins hélt inn á þennan markað fyrir þremur árum og er mál manna að það hafi undirboðið svo að Víkur hlytu að verða undir fyrr eða síðar. Víkur létu systurfyr- irtæki sitt Saltsöluna bjóða í skipin sín þrjú, Eldvik, Hvalvík og Kefla- vík, og var það hæstbjóðandi, en gat síðan ekki staðið við tilboð sitt. Fyrrnefndu skipin tvö eru því orðin eign Landsbankans, en eigandi Keflavíkur er nú enginn annar en Eimskipafélagið sjálft. Veldi Eim- skipafélagsins heldur því áfram að vaxa hröðum skrefum bæði í flutn- ingum og á öðrum sviðum. Á þeim bæ ráða menn því sem þeir vilja í Flugleiðum. Fyrir utan Víkur hefur annað skipaflutningsfyrirtæki ný- lega orðið undir, Sjóleiðir, sem voru í beinni samkeppni við risann. Þar áður losnaði Eimskip svo auð- vitað við stóran samkeppnisaðila, Hafskip. Nú heldur ekkert aftur af Eimskip á þessu sviði nema skipa- deild SÍS. Eimskipafélagsmenn gætu svo sem af leikaraskap bent á Nesskip-ísskip sem samkeppnis- aðila, en það fyrirtæki er að mestu í eigu Benedikts Sveinssonar, Hall- dórs H. Jónssonar og Engeyjarætt- arinnar, sem hvort sem er ráða miklu ef ekki mestu í Eimskipafé- laginu, en Benedikt er stjórnarfor- maður beggja fyrirtækja. Næstu áfangar á leið Eimskipafélagsins eru væntanlega að koma böndum á Arnarflug og fá pólitíkusana til að selja Ríkisskip... að vakti að vonum athygli þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lét fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum sitja hjá í atkvæðagreiðslum um Palestínu, frystingu kjarnorkuvopna og stöðvun kjarnorkutilraunaspreng- inga. Af svörum ráðherrans við fyr- irspurn Guðrúnar Agnarsdóttur er hins vegar ljóst að ekki er allt sem sýnist í þessum atkvæðagreiðslum. Á undanförnum 10 árum hefur ís- land þannig greitt atkvæði gegn til- lögum um hluti eins og bann við beitingu kjarnavoþna, ráðstefnu um peninga- og fjármál, refsiað- gerðir gegn S-Afríku, bann við sýklavopnum, fordæmingu atóm- styrjaldar, matvæladreifingu til Palestínuflóttamanna, öryggi kjarnavopnalausra þjóða og endur- bætur á gjaldeyriskerfi heimsins... FLUGLEIÐIR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.