Pressan - 22.12.1988, Blaðsíða 20
20
Fimmtudagur 22. desember 1988
Náðanir voru hér á árum áður töluvert algengar, en
með breyttri reynslulausnarlöggjöf hefur þeim farið
fækkandi og eru þær nú afar sjaldgæfar. Algengara
er, þegár sótt er um náðun af heilsufarsástæðum, að
um líkamlegan sjúkdóm sé að ræða en andlegan og þá
einna helst hjartasjúkdóma. Fjölmargir leggja leið
sína á skrifstofu forseta íslands á ári hverju í þeim til-
gangi að biðja um náðun, en þær ferðir eru ekki væn-
legar til árangurs, því það er útbreiddur misskilningur
að forsetinn náði upp á sitt eindæmi. Nú um áramótin
taka gildi ný fangelsislög og þá er hugsanlegt að fyrir-
komulag náðunar- og reynslulausnarmála breytist.
Þaö er ekki í öllum tilfellum
sem viðkomandi aðilar, sem
dæmdir hafa verið til refsivistar,
geta af heilsufarsástæðum eða
öðrum persónulegum ástæðum
tekið út þá refsingu sem þeir hafa
verið dæmdir í.
Svonefnd fullnustumatsnefnd
hefur verið starfandi við dóms-
málaráðuneytið um árabil. Hlut-
verk hennar er að meta umsóknir
er ráðuneytinu berast um náðanir,
reynslulausinir og uppreisn æru.
Hún er ráðgefandi fyrir dóms-
málaráðherra, sem veitir náðun
eða lausn í umboði forseta ís-
lands. Ráðherra fer svo til alltaf
að ráðum nefndarinnar og varla
nema í 1% tilfella sem hann er
ósammála niðurstöðum hennar.
FORSETI NÁDAR EKKI
EFTIR EIGIN GEÐÞÓTTA
Það hefur verið útbreiddur mis-
skilningur að fólk geti leitað beint
til forseta um náðun eða lausn.
Forsetinn fær fjöldamargar heim-
sóknir á skrifstofu sína árlega,
þar sem beðið er um að hann náði
tiltekna aðila. Eina lausnin sem
það fólk fær sem þangað leitar í
þeim tilgangi er að því er vísað á
fullnustumatsnefndina. Það má
vel vera að 29. grein stjórnarskrár-
innar hafi komið þessum mis-
skilningi að einhverju leyti inn hjá
fólki, en þar segir: „Forsetinn get-
ur ákveðið, að saksókn skuli nið-
ur falla, ef ríkar ástæður eru til.
Hann náðar menn og veitir al-
menna uppgjöf saka.“
Fullnustumatsnefnd skipa nú:
Jónatan Þórmundsson prófessor,
sem er formaður hennar, Pall
Eiríksson aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn og Ólafur Ólafsson land-
læknir.
REYNSLULAUSNIR
Ákveði fullnustumatsnefnd að
mæla með reynslulausn er það
mál alfarið í höndum dómsmála-
ráðherra og þarf ekki undirskrift
forseta til. Á meðan reynslulausn-
arúrræðin voru tiltölulega ófull-
komin, fram til ársins 1976, var
náðun hins vegar mikið notuð á
sama hátt og reynslulausn er
notuð nú og voru menn þá gjarn-
an náðaðir skilorðsbundið. I lög-
um er gert ráð fyrir að menn geti
sótt um reynslulausn eftir að hafa
afplánað 2/3 af dómi, en sem
undantekning er hægt að sækja
um reynslulausn eftir að hafa af-
plánað helming dóms. í fram-
kvæmd er hins vegar helmings-
reglan orðin öllu algengari.
Ástæða þess er að öllu jöfnu sú,
að í hinum fjölmörgu tilfellum
þar sem um er að ræða auðgunar-
brot og önnur fjármálabrot hafa
menn tilhneigingu til að fara eftir
helmingareglunni. Henni er hins
vegar ekki beitt ef um er að ræða
mjög alvarleg brot, langan saka-
feril eða ef einhver óafgreidd mál
á viðkomandi liggja fyrir. Við of-
beldisbrot, kynferðisafbrot og
þess háttar er hins vegar tekið
mun strangar á málum og yfirleitt
ekki veitt reynslulausn fyrr en eft-
ir að viðkomandi hefur afplánað
2/3 af dómnum. „Við höfum þar
alveg meðvitað gildismat, þannig
að við tökum strangar á kynferð-
isafbrotum og líkamsárásum
heldur en fjármunabrotum,“
sagði Jónatan Þórmundsson í
samtali við PRESSUNA.
Ákveðin skilyrði eru í lögum
um að menn hafi atvinnu og eigi
heimili, en það eiga alls ekki allir
þeir sem hafa þurft að sitja í
fangelsi. Oft er þó reynt að leysa
heimilismálin í gegnum þær ýmsu
stofnanir sem til eru, því að öðr-
um kosti gæti raunin orðið sú að
þeir sem í meiri erfiðleikum eru
ættu síður möguleika á að fá
reynslulausn.
Sú regla sem alla jafna hefur
gilt í þeim málum sem bera
lengstu dómana, eins og í mann-
drápsmálum, er í anda gömlu
hefðarinnar, að menn fái reynslu-
lausn eftir að hafa setið af sér um
helming dóms. Þannig að við-
komandi sitji í fangelsi í um það
bil 5 til 8 ár. Sumpart er sú hefð
byggð á heilsufars- og félagsleg-
um ástæðum, því að mati sér-
fræðinga eiga þeir sem þurfa að
sitja inni í lengri tíma en það síður
afturkvæmt út í þjóðfélagið og
séu orðnir það sem kallað er
„stofnanamatur“.
Eins og að framan greinir voru
menn gjarnan náðaðir hér á árum
áður, þegar reynslulausnarúrræð-
in voru frekar ófullkomin. En
eftir að fullnustumálum var kom-
ið í nýtt horf árið 1978, er sérstök
deild var stofnuð við dómsmála-
ráðuneytið og fullnustumats-
nefndin sett á laggirnar, hefur
beinum náðunum fækkað veru-
lega og þær ekki notaðar nema í
hreinum undantekningartilfell-
um. Enda mun það almennt vera
talið hlutverk náðunar. Einnig er
sá möguleiki fyrir hendi, að sótt
sé um frestun á afplánun, til
dæmis ef viðkomandi þarf að
ganga frá einhverjum málum eða
hugsanlega af heilsufarsástæð-
um. Þau mál þurfa ekki að fara
fyrir fullnustumatsnefnd, heldur
er það í valdi dómsmálaráðuneyt-
isins að veita frestun eða hlé á af-
plánun.
HJARTVEIKI ALGENGASTI
NÁÐUNARSJÚKDÓMURINN
En hvernig skyldi náðunum af
heilsufarsástæðum vera varið?
Því er fyrst til að svara að þær eru
sjaldgæfar. Þorsteinn A. Jóns-
son, deildarstjóri í dómsmála-
ráðuneytinu og ritari fullnustu-
matsnefndar, sagði að ekki væri
búið að taka saman tölur fyrir
náðanir og náðunarbeiðnir fyrir
þetta ár og tölur fyrir síðastu ár
lægju ekki á lausu. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem PRESS-
AN hefur aflað sér berast full-
nustumatsnefnd um það bil 6 til 8
náðunarbeiðnir á ári og hafa þær
í hæsta lagi farið upp í 8 til 9 á ári
undanfarin ár. Eru þá bæði taldar
beiðnir af heilsufarsástæðum og
af öðrum persónulegum orsök-
um. Ætla má, að um 95% þeirra
sé hafnað.
Það eru öllu oftar líkamlegar
fremur en andlegar orsakir fyrir
náðunarbeiðnum af heilsufars-
ástæðum. Helst er það þá hjart-
veiki, en auk þess hefur verið um
að ræða bakveiki og ýmsa aðra
líkamlega kvilla. Menn bera þó
oft fyrir sig þunglyndi og annað
slíkt. Á hinn bóginn má segja að
þunglyndi sé í raun mjög eðlileg
afleiðing af fangelsun sem og
innilokunarkennd, sem stundum
er einnig tilgreind sem ástæða
fyrir náðun. Sé ástæða til að ætla
að um alvarlegt þunglyndi sé að
ræða eru þau mál könnuð ofan i
kjölinn, til dæmis hvort um sjálfs-
vígshættu sé að ræða, eða hvort
ætla megi að ástæðan sé aðeins
fyrirsláttur.
Áður en aðili, sem dæmdur
hefur verið til refsivistar, er settur
í fangelsi fer hann í læknisskoðun
til að ganga úr skugga um að hann
hafi andlega og líkamlega heilsu
til að afplána dóm. Komi á daginn
að heilsa viðkomandi leyfi ekki
fangelsun er hann ekki settur inn
og því ekki til fullnustu dóms.
Viðkomandi þarf þá jafnvel ekki
að taka út refsingu sína. Heimild
er þó til í lögum um að refsing sé
tekin út á sjúkrahúsi. Það mál er
hins vegar afar erfitt í fram-
kvæmd, ekki síst þar sem sjúkra-
húsin hafa ekki treyst sér til að
halda uppi þeirri gæslu sem talið
er að þurfi. Hefur samstarf dóms-
málayfirvalda og heilbrigðis-
kerfisins verið frekar bágborið
hvað þetta varðar. Það hefur helst
komið upp á yfirborðið í tengsl-
um við andlega veika afbrota-
menn og er þá skemmst að minn-
ast vistunarmála Steingríms
Njálssonar, enda í raun hvergi gert
ráð fyrir því að hægt sé að vista
andlega veika afbrotamenn nema
þá erlendis.
RREYTT FYRIRKOMULAG
í VÆNDUM?
Hvað varðar framtíðarskipulag
á náðunarmálum er margt óljóst.
Eins og kunnugt er taka ný fang-
elsislög gildi um næstu áramót og
Fangelsisstofnun ríkisins hefur
starfsemi. Jafnvel er talið að þar
með ljúki störfum fullnustumats-
nefndar, en verið er að vinna að
nánari útfærslu á þessum málum
í tengslum við þær breytingar. ■
Sé náðað af heilsufarsástæðum
er algengast að um
hjartveiki sé að ræða